Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 14

Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Augu margra beinast að Vestur- Skaftafellssýslu þegar rætt er um sjóbirtinga og menn eru að veiða víðar en í Tungulæk. Ágætlega hef- ur gengið í Tungufljóti í Skaft- ártungu og sem dæmi fékk holl fyr- ir helgi nítján sjóbirtinga og þar á meðal einn sem var mældur 92 cm langur. Aðallega veiðist við Syðri- Hólma og Flögubakka, eins og al- gengt er á vorin. „Nú er frábært veiðiveður, sól, logn og dúndrandi hiti,“ sagði Ragnar Johansen í Hörgslandi seinnipartinn í gær, enda voru veiðimennirnir hjá honum í Vatna- mótunum þá að veiða vel, rétt eins og á sunnudag. Dagana þar á undan gekk heldur verr, enda gátu menn vart kastað vegna íshröngls. „En það er fiskur víða á svæðinu og sum hollin hafa þrælveitt, þriðja hollið fékk sem dæmi hátt í áttatíu sjó- birtinga,“ sagði Ragnar. Um 500 skráðir úr Litluá Veiðin fór frábærlega vel af stað í Litluá í Kelduhverfi byrjun mán- aðarins og veiðst hefur vel áfram, þótt Sturla Sigtryggsson í Keldu- nesi segi að aðstæður hafi verið eins og um hávetur. „Nú er krapastórhríð og hefur verið í tvo daga. Samt eru hér þrír Bretar að reyna að veiða og þeir fengu einhverja í morgun. En þótt veðrið hafi verið leið- inlegt hefur veiðst vel og um 500 fiskar hafa verið færðir til bókar,“ sagði Sturla. Morgunblaðið/Einar Falur Vænir „Það hefur verið mjög kalt en samt veiðist vel“, segir Þórarinn Krist- insson sem hampar hér vænum sjóbirtingi úr Tungulæk í Landbroti. Vorveiðin áfram góð í Tungulæk  Veitt í krapastórhríð við Litluá STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú hafa veiðst 302 birtingar í fjórum og hálfu holli. Það kalla ég mjög gott,“ sagði Þórarinn Kristinsson, eigandi Tungulækjar í Landbroti, í gær. Eins og greint hefur verið frá hófst veiðin með látum þar fyrsta apríl síðastliðinn og áfram hefur veiðst vel, þrátt fyrir kuldatíð und- anfarið. „Já, það hefur verið mjög kalt en samt veiðist vel,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að hollið sem lauk veiðum í fyrrakvöld hafi fengið 27 fiska og þeir hafi verið „um allt. Uppi í á og úti í skilunum í Skaftá.“ Þá voru frekar óvanir veiðimenn í holl- inu þar á undan en þeir fengu engu að síður nítján. Sum hollin hafa þrælveitt Vorið er óviss tími í veiði og apríl getur verið grimmur, eins og skáldið orti um. Frost og hret geta komið í veg fyrir veiði, eins og í Kjósinni þar sem svokallaður sjóbirtingstími hófst 10. apríl. Á föstudag hafði veiðistað- ina á frísvæðinu lagt og daginn eftir var hörkugaddur í dalnum, lítil von því um veiði. Á sunnudag var hlýtt og þá var hann farinn að taka og nokkr- um birtingum var landað. Að sögn Jóns Þór Júlíussonar hjá Hreggnasa hefur einnig verið „kropp“ á sjóbirt- ingsslóð neðst í Grímsá og hafa um þrjátíu fiskar verið færðir til bókar. Byggingav örur - byg gingatækn i I I Gylfaflöt 3 | 112 Reykjavík | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is Konur til áhrifa Leiðtoganámskeið á vegum Landssambands sjálfstæðiskvenna Sjálfstæðisflokkurinn XD.IS Dagskrá: Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður LS: Virkjum kraftinn Elínrós Líndal, forstjóri ELLU: Leiðtogar 21. aldarinnar Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Konur til áhrifa Hlé Örnámskeið: Elín Hirst, fjölmiðla- og sagnfræðingur: Konur og fjölmiðlar Þórey Vilhjálmsdóttir, viðskiptafræðingur: Hraðtengsl Sigríður Klingenberg: Skapaðu þér skemmtilegra líf › Veislusalur Þróttar í Laugardalnummiðvikudag 17. apríl kl. 20.00 Léttar veitingar - Allar konur velkomnar! Forstjóri Hrafnistu og velferðarráðherra undirrituðu í gær samkomulag um tilraunaverkefni, sem hefur að markmiði að gera hjónum kleift að búa saman á Hrafnistu enda þótt einungis annað hjóna þurfi af heilsufarsástæðum að búa á hjúkrunarheimili en hitt ekki. Verkefnið fer fram á Hrafnistu í Kópa- vogi og geta í upphafi fern hjón nýtt sér úrræðið á sama tíma, segir á heima- síðu Hrafnistu. Páll Bergþórsson, fyrrv. veðurstofustjóri, og Hulda Bald- ursdóttir, íbúi á Hrafnistu í Reykjavík, voru viðstödd undirritunina, en þau vöktu fyrir nokkrum mánuðum athygli á vandanum. Verkefnið á að mæta þörfum hjóna sem búa aðskilin og mun standa yfir til loka árs 2014. Núverandi reglur um búsetu á hjúkrunarheimilum leyfa að- eins þeim að búa á hjúkrunarheimilum, sem hafa vottað færni- og heilsumat. Nýtt búsetuúrræði fyrir hjón á Hrafnistu Morgunblaðið/Rósa Braga Undirritun Páll Bergþórsson fylgdist með er Pétur Magnússon og Guð- bjartur Hannesson undirrituðu samkomulag um búsetuúrræði fyrir hjón. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.