Morgunblaðið - 16.04.2013, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013
Guðmundur
Steingrímsson
Katrín
Jakobsdóttir
Orri Hauksson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Bjarni
Benediktsson
Björgólfur
Jóhannsson
Árni Páll Árnason
SKRÁNING Á WWW.SA.IS
HVERNIG ÆTLA ÞAU AÐ ÖRVA ATVINNULÍFIÐ?
MORGUNVERÐARFUNDUR Í SILFURBERGI HÖRPU
FIMMTUDAGINN 18. APRÍL KL. 8.30-10
Formenn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna
og Framsóknarflokks ræða um mikilvægustu mál samfélagsins.
Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, setur fundinn
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, stýrir umræðum
Bein útsending á vef SA.
Kraftmikið kaffi frá kl. 8.
90 MÍNÚTUR
STÖÐUGLEIKI
SKATTAR
FJÁRFESTINGAR
GJALDEYRISHÖFT
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Aðgerðir Valitors á kortamarkaði á
árunum 2007-2009 voru að mati Sam-
keppniseftirlitsins til þess fallnar að
raska samkeppni með alvarlegum
hætti. Telur eftirlitið að brotin hafi
verið framin af ásetningi og teljist al-
varleg.
„Undirverðlagning Valitors vann
þannig gegn því að keppinautar gætu
veitt meira samkeppnislegt aðhald á
markaði. Hefur sú staðreynd að að-
gerðum var hrint í framkvæmd áhrif
á viðurlög,“ segir m.a. í úrskurði
Samkeppniseftirlitsins, sem hefur
sektað Valitor um 500 milljónir króna
fyrir brot á samkeppnislögum.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
um helgina hyggst Valitor áfrýja úr-
skurðinum til áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála. Fram kom einnig að
kærandi í málinu, Kortaþjónustan,
íhugar lögsókn til að fara fram á
skaðabætur fyrir endurtekin lögbrot
af hálfu keppinautar á kortamark-
aðnum.
Undirverðlagning stunduð
Samkeppniseftirlitið telur Valitor
hafa stundað undirverðlagningu á
færsluhirðingu fyrir kreditkort og
um leið brotið gegn skilyrðum sem
fyrirtækið hafði áður skuldbundið sig
til að virða. Eftirlitið telur að Valitor
hafi framið brotin af ásetningi. Í sam-
keppnisrétti sé talað um brot af
ásetningi þegar viðkomandi aðila
megi vera ljóst að aðgerðum hans
hafi verið ætlað að raska samkeppni.
„Að mati Samkeppniseftirlitsins
getur Valitor ekki borið fyrir sig
reynslu- og þekkingarleysi. Fyrir-
tækið hefur áður sætt afskiptum
samkeppnisyfirvalda og ætti því að
þekkja vel inntak samkeppnislaga,“
segir í úrskurði Samkeppniseftirlits-
ins, sem telur að Valitor hafi mátt
vera ljóst að undirverðlagning bryti
gegn samkeppnislögum og EES-
samningnum. „Draga verður því þá
ályktun að Valitor hafi haft ásetning
til að raska samkeppni og verja þar
með markaðsráðandi stöðu sína með
ólögmætum hætti. Horfir þetta til
þyngingar viðurlaga.“
Í úrskurðinum segir einnig að lýs-
ing á markaðsaðgerðum Valitors í
formi tilboða og/eða samninga undir-
striki og staðfesti það mat Sam-
keppniseftirlitsins að Valitor hafi
beitt umfangsmikilli undirverðlagn-
ingu við færsluhirðingu debetkorta
hjá íslenskum söluaðilum á árunum
2007 og 2008.
„Einnig verður að líta svo á að Val-
itor hafi, í einstökum tilfellum þegar
um daglegar útborganir var að ræða,
beitt undirverðlagningu fyrir færslu-
hirðingu þar sem kreditkort voru
notuð í viðskiptum. Má af gögnum
ráða að starfsmenn Valitors hafi gert
sér fulla grein fyrir þessari stöðu.
Gefur þetta vísbendingu um að brotin
hafi verið framin af ásetningi í skiln-
ingi samkeppnislaga,“ segir í úr-
skurðinum og er vísað þar m.a. til
tölvupósta sem bárust þáverandi for-
stjóra, Höskuldi H. Ólafssyni, og
fleiri stjórnendum frá fjármálasviði
Valitors varðandi færsluhirðingu
kreditkorta hjá einstökum fyrirtækj-
um.
Bera fullt traust til Höskuldar
Valitor er dótturfélag Arionbanka.
Ekki fengust svör frá Höskuldi í gær
við þeirri spurningu hvort hann teldi
viðeigandi að hann gegndi störfum
áfram í bankanum, í ljósi niðurstöðu
Samkeppniseftirlitsins. Hins vegar
barst eftirfarandi svar frá stjórnar-
formanni Arionbanka, Monicu Cane-
man:
„Málið snýr að fyrirtækinu Valitor
og er á forræði þess. Valitor er að
meirihluta til í eigu Arion banka en að
félaginu koma fleiri hluthafar og hef-
ur það sjálfstæða stjórn sem fer
með málið. Ágreiningur er um
ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
og hefur Valitor ákveðið að skjóta
henni til áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála. Stjórn Arion
banka hefur frá því í að-
draganda ráðningar
Höskuldar H. Ólafssonar
til bankans verið upp-
lýst um málið og fram-
gang þess og ber stjórn
bankans fullt traust til
Höskuldar og hans
starfa fyrir bankann.“
Alvarleg brot af ásetningi
Samkeppniseftirlitið telur Valitor hafa vitað vel að fyrirtækið væri að brjóta samkeppnislög
Brot framin af ásetningi þyngdu viðurlögin 500 milljóna sekt Valitor áfrýjar úrskurðinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kort Samkeppniseftirlitið telur Valitor hafa misnotað markaðsráðandi
stöðu með undirverðlagningu í færsluhirðingu korta og posaleigu.
„Ég er ekki sammála Sam-
keppniseftirlitinu, sem mér
finnst ganga hart fram, og játa
ég að niðurstaðan kemur mér á
óvart. Ég hafna öllu tali um
ásetning sem og brot á sátt,“
segir Höskuldur H. Ólafsson,
forstjóri Arion banka, í tölvu-
pósti til Morgunblaðsins, spurð-
ur um viðbrögð við niðurstöðu
Samkeppniseftirlitsins (SE) en
Höskuldur var forstjóri Valitor á
árunum 2006-2010.
„Í kjölfar og í tengslum við
sátt Valitor við SE árið 2008 var
gengið í margvíslegar breyt-
ingar á umbrotatímum. Málið
er flókið og hefur tekið lang-
an tíma í meðförum SE sem
og hefur málatilbúnaður all-
ur tekið miklum breytingum
frá því það kom fram.
Ég tel ekki rétt að
tjá mig frekar þar
sem málið er í
ágreinings-
farvegi,“ segir
Höskuldur enn-
fremur í svarinu
til blaðsins.
Hafnar tali
um ásetning
FV. FORSTJÓRI VALITOR
Höskuldur
H. Ólafsson