Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 16

Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Það færist mjög í aukana að fjárfestar sækist eftir því að taka lán hjá fjár- málafyrirtækjum til kaupa á hluta- bréfum í Kauphöll Íslands. Umfang slíkra viðskipta hefur almennt verið mjög takmarkað á síðustu árum en nú eru vísbendingar um að það sé að breytast. Ströng skilyrði fylgja hins vegar slíkum lánveitingum og eftir því sem Morgunblaðið kemst næst eru bankar enn mjög tregir í taumi til að veita lán til hlutabréfakaupa þrátt fyr- ir aukinn áhuga fjárfesta. Ásókn fjárfesta – bæði fjárfestinga- félaga og spákaupmanna – í skuldsett hlutabréfakaup á sér ekki síst stað í aðdraganda nýskráninga fyrirtækja á hlutabréfamarkað. Samkvæmt heim- ildarmönnum Morgunblaðsins á fjár- málamarkaði þykir ekki óvarlegt að áætla að bankar séu að lána fjárfest- um á annan milljarð króna til kaupa á hlutabréfum í útboði VÍS sem hófst fyrir helgi og lýkur í dag. Til stendur að selja allt að 70% hlut í félaginu – samtals um 1,752 milljónir hluti á út- boðsgenginu 6,75-7,95 krónur. Mark- aðsvirði hlutafjárins gæti því numið á bilinu 12-14 milljarðar króna. Ekki ódýr lánskjör Í þeim tilfellum sem fagfjárfestar hafa tekið lán til hlutabréfakaupa eru þeir oftast að leggja fram 25% eigið fé. Að sögn verðbréfamiðlara sem Morg- unblaðið ræddi við færist það einnig talsvert í vöxt, einkum nú í tengslum við hlutafjárútboð VÍS, að almenning- ur sé að leitast eftir því að reyna að taka lán hjá bönkum fyrir hlutabréfa- kaupum. Það er hins vegar ekki ódýrt fyrir fjárfesta að slá lán fyrir hlutabréfa- kaupum. Þau lánskjör sem bjóðast eru yfirleitt með um 3% álagi ofan á grunnvexti – í kringum 9% óverð- tryggðir vextir – og því þurfa fjár- festar að vænta talsverðra hækkana á gengi hlutabréfanna svo það geti talist skynsamlegt að skuldsetja sig fyrir slíkum kaupum. Mikil ásókn fjárfesta í hlutabréf þarf þó ekki að koma á óvart sökum fárra fjárfestingarkosta á markaði í skjóli fjármagnshafta. Sumir viðmæl- endur Morgunblaðsins líkja ástand- inu á hlutabréfamarkaði við „gull- grafarastemningu“ en flest félög sem hafa verið skráð á markað á síðustu misserum hafa hækkað gríðarlega mikið í verði. Til að mynda hefur gengi hlutabréfa í smásölurisanum Högum hækkað um tæplega 70% frá því að félagið var sett á markað í árs- lok 2011. Fasteignafélagið Reginn hefur ennfremur hækkað um meira en 60% í verði á ríflega níu mánuðum. Sókn heimila í hlutabréfasjóði Reiknað er með því að á þessu ári muni fjögur ný félög verða skráð í Kauphöll Íslands með markaðsvirði hlutafjár að andvirði 40 milljarða króna. Ljóst er hins vegar að eftir- spurn í innlend hlutabréf er langt umfram þetta aukna framboð – lík- lega fjórfalt meiri. Hrein fjárfesting- arþörf íslensku lífeyrissjóðanna, sem er talin vera um 130 milljarðar króna á þessu ári, ræður mestu um þá um- frameftirspurn sem er eftir hluta- bréfum. Að óbreyttu er fjárfesting- arumhverfið á Íslandi með þeim hætti að það þarf í raun „einbeittan brotavilja til að tapa á hlutabréfum,“ segir sérfræðingur á markaði í sam- tali við Morgunblaðið. Þrátt fyrir að mörg heimili hafi tapað miklum fjárhæðum á fjárfest- ingum í hlutabréfum fyrir hrun bankakerfisins 2008 þá sjást þess skýr merki um að áhugi almennings á því að fjárfesta á ný á hlutabréfa- markaði sé að aukast. Á ríflega einu ári hefur heildareign heimila í hluta- bréfasjóðum til að mynda næstum fjórfaldast – úr 3,5 milljörðum króna í meira en 13 milljarða króna í lok febr- úar á þessu ári. Þótt þessar tölur taki ekki tillit til beins eignarhalds heim- ila og einstaklinga á skráðum hluta- bréfum, heldur aðeins hlutdeildar- skírteina í hlutabréfasjóðum, þá má leiða að því líkur að þessi þróun sé til marks um að almenningur sé smám saman að taka hlutabréf í sátt sem fjárfestingarkost og sparnaðarform. Vaxandi ásókn fjárfesta í skuldsett hlutabréfakaup  Bankar lána fjárfestum á annan milljarð til að kaupa hlutabréf í útboði VÍS Mikil verðhækkun hlutabréfa í skjóli hafta Gengisþróun hlutafélaga sem hafa verið skráð á markað frá árslokum 2011 Heimild: Kauphöll Íslands Hækkun Úrvalsvísi- tölunnar frá skráningu Haga á markað er ríflega 33%. Hagar skráð á markað 16. desember 2011 Vodafone skráð á markað 18. desember 2012 33,29% 68,03% 18,44% 63,41% 4,52% Eimskip skráð á markað 16. nóvember 2012 Reginn skráð á markað 2. júlí 2012 „Gullgrafarastemning“ á markaði » Fjárfestar sækjast í auknum mæli eftir því að taka lán til að kaupa í hlutabréfum. » Mun meiri eftirspurn en framboð þar sem bankar eru enn tregir í taumi til að veita lán til hlutabréfakaupa. » Bankar eru að lána fjár- festum á annan milljarð til að kaupa hlutabréf í útboði VÍS. »Lánskjörin sem bjóðast eru um 9% óverðtryggðir vextir. » Heimilin eiga 13 milljarða í hlutabréfasjóðum. Eignin hefur fjórfaldast á ríflega einu ári. STUTTAR FRÉTTIR ● Íbúðalánasjóður átti í lok mars 2.377 fullnustueignir um land allt og hefur þeim fjölgað um 96 frá því í lok febrúar. Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu bygging- arfélaga, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir mars. 1.930 eignum ÍLS hefur verið ráðstafað í útleigu eða sölumeðferð. Nánar á mbl.is ÍLS á 2.377 eignir ● Jóhann Gunnar Stefánsson, annar aðaleigandi og framkvæmdastjóri Háfells undanfarin sex ár, hefur ákveðið að láta af störfum fyrir félag- ið um næstkom- andi mánaðamót. Ekki verður breyt- ing á eignarhaldi félagsins samhliða brotthvarfi Jóhanns Gunnars sem mun áfram eiga sinn hlut og sitja í stjórn félagsins, segir í tilkynn- ingu. Háfell er eitt af elstu verktakafyr- irtækjum landsins. Hættir sem fram- kvæmdastjóri Háfells Jóhann Gunnar Stefánsson                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-+. +,+-+ ++/-/0 12-0+. 12-/03 +,-4/+ +10-+. +-120/ +00-54 +/4-4/ ++,-4+ +,+-/4 ++/-5+ 12-004 12-3.0 +,-/2/ +10-45 +-1++ +0,-40 +/4-,, 1++-2435 ++,-35 +,+-5, ++3-1/ 12-,./ 12-35, +,-//5 +10-,/ +-1+4/ +05 +//-.+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Útlit er fyrir hóflegan hagvöxt í Grikklandi á næsta ári og yrði það í fyrsta sinn á síðustu sex árum að hagvöxtur mælist í landinu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýs- ingu frá framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, Evrópska seðlabank- anum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem gjarnan ganga undir viðurnefn- inu þríeykið (the Troika). á heimasíðu Breska ríkisútvarps- ins, BBC, í gær kemur fram að þríeykið hafi greint frá því í yfirlýs- ingu sinni að næsti hluti neyðarað- stoðar til Grikklands verði brátt greiddur út. Sú ákvörðun er tekin í kjölfar skoðunar á því hvernig til hefur tekist við stjórnun efnahags- mála á Grikklandi að undanförnu. Þar kemur jafnframt fram að þrátt fyrir þessa jákvæði þróun sé ástandið erfitt í Grikklandi. Skuldir ríkisins nemi 160% af landsfram- leiðslu og verði að nást niður í 120% af landsframleiðslu, til þess að vera sjálfbærar. AFP Aþena Paul Thomson, verkefnisstjóri AGS í Grikklandi, talar á ráðstefnu í Aþenu í gær. Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikkja, hlýðir á mál hans. Spá hagvexti í Grikklandi 2014  Ástandið samt sem áður mjög erfitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.