Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 19

Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 19
Stiklað á stóru í aðildarferlinu 28. maí 2009 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra leggur fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að Íslandi sæki um aðild að ESB. 17. apríl 2009 Umsókn um aðild að ESB er helsta kosningamál Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason boðaði hraðferð inn í sambandið. Þannig sagði hann 17. apríl 2009: „Verði umsókn send strax í maí, viðræður við ESB hefjist í byrjun júní í ár og samningar takist á stysta tíma sem hægt er að hugsa sér eða innan við 12 mánuðum þá myndi samningur liggja fyrir snemma sumars 2010.“ Nokkrum dögum síðar hafði Jóhanna Sigurðardóttir eftir „forsvarsmönnum Evrópusambandsins“ að „innan árs, kannski 18 mánaða, mundum við geta orðið fullgildir aðilar að Evrópusambandinu“. 23. júlí 2009 Össur afhendir Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar og þáverandi formanni ráðherraráðs ESB, umsókn Íslands að ESB. 27. júlí 2009 Ráðherraráð ESB, sem í eiga sæti utanríkisráðherrar aðildarríkjanna, samþykkir að vísa umsókn Íslands til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 22. október 2009 Íslensk stjórnvöld skila inn svörum við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 2. og 4. nóvember 2009 Utanríkisráðherra felur Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðalsamningamaður Íslands. Ráðherra skipar samninganefnd Íslands tveim dögum síðar. 9. desember 2009 Samningahópar Íslands skipaðir. 24. febrúar 2010 Framkvæmdastjórn ESB gefur út álit um aðildarumsókn Íslands að ESB. 17. júní 2010 Leiðtogaráð ESB samþykkir að hefja viðræður. Mbl.is ræðir við Össur og ítrekaði hann við það tilefni að ESB-umsóknin og Icesave- deilan væru aðskildir hlutir. Daginn eftir ræddi Morgunblaðið við blaðamann hjá EU Observer sem hafði það gagnstæða eftir áhrifamönnum í Brussel. 27. júní 2010 Ríkjaráðstefna ESB og Íslands í Brussel markar upphaf aðildarviðræðna. Þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, Stefan Füle, segir ekki hægt að veita neinar varanlegar undanþágur frá lögum sambandsins. Hvorki utanríkisráðherra Íslands né fulltrúar Evrópusambandsins vildu gefa neitt út um það hvenær aðildarviðræðum gæti lokið. 15. nóvember 2010 Rýnivinna Íslands og ESB hefst með rýnifundum íslenskra sérfræðinga og sérfræðinga framkvæmdastjórnar ESB til undirbúnings samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB. 15. desember 2010 Hinn 15. desember 2010 taldi Össur hugsanlegt að makríldeilan myndi „virka eins og möl á gangvirkið“ í aðildarviðræðunum við ESB. Það væri þó ekki víst. 22. maí 2011 Össur segir að hugsanlega verði hægt að ljúka viðræðunum seint á árinu 2012 og því ekki hægt að útiloka að hægt yrði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn í lok árs 2012. Raunhæfara væri þó að sú kosning færi fram síðar eða á árinu 2013. Júní 2011 Össur segir á blaðamannafundi í Brussel að stefnt sé að því að ljúka viðræðum árið 2012 en hann var þar í tilefni af upphafi formlegra aðildarviðræðna við ESB. 22. júní 2011 Rýnivinnu lýkur. Sérfræðingar frá Íslandi og ESB hafa borið saman löggjöf í þeim 33 efnisköflum sem aðildarviðræðurnar munu snúast um. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að fyrir liggi að Ísland hafi þegar tekið upp Evrópulöggjöf að öllu eða mestu leyti í 21 kafla í gegnum þátttöku sína í EES-samstarfinu. 27. júní 2011 Efnislegar samningaviðræður hefjast. Tekin er ákvörðun um að hefja viðræður í fjórum fyrstu samningsköflunum. 28. júní 2011 Össur segir í samtali við Euronews að erfitt sé að segja til um hvenær viðræðum við ESB ljúki. Allt muni þetta velta á viðræðum um sjávarútvegsmál. Hann telur mögulegt að viðræðum ljúki 2012 og að þjóðaratkvæðagreiðsla um samning fari fram fyrir lok ársins. 7. nóvember 2011 Össur skipar formann og varaformenn samráðshóps í tengslum við samningaviðræður við ESB. 12. desember 2011 Þriðja ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins fór fram í Brussel. Össur tekur þátt í henni fyrir hönd Íslands. Þar var fjallað um fimm samningskafla og lauk viðræðum um fjóra þeirra. 21. janúar 2012 Evrópustofa opnuð á Suðurgötu. 25. janúar 2012 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, heldur til Brussel. Steingrímur fundar þar með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hitti hann m.a. Stefan Füle, framkvæmdastjóra stækkunarmála sambandsins, Mariu Damanaki, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála, sem og Dacian Ciolos, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála. 14. mars 2012 Evrópuþingið samþykkir ályktun sem snýr að samþykkt þingsins á skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um framvindu samningaviðræðna Íslands og ESB um aðild að sambandinu. Þar með lýkur umræðu um framvinduskýrsluna. 30. mars 2012 Samningaviðræður hefjast um fjóra samningskafla í viðræðunum á ríkjaráðstefnu í Brussel. Viðræðum lauk samdægurs um tvo þeirra, þ.e. um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, og um neytendamál og heilsuvernd. Hinir kaflarnir fjalla um samkeppnismál og orkumál. 8. júní 2012 Opnunarviðmið í byggðamálum uppfyllt. 10. október 2012 Opnunarviðmið í landbúnaðarmálum uppfyllt af hálfu íslenskra stjórnvalda. 14. apríl 2013 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, telur að viðræðum geti lokið fyrir árslok 2014. 16. júlí 2009 Meirihluti þingmanna áAlþingi samþykkir að leggja fram umsókn um aðild að ESB. Fimm þingmennVG sögðu nei í atkvæða- greiðslunni; Atli Gíslason,Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Þuríður Backman.Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sat hjá.Allir 20 þingmenn Samfylkingar sögðu já. Fimm þingmenn í stjórnarandstöðunni sögðu já; Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Guðmundur Steingrímsson, Siv Friðleifsdóttir og Birkir Jón Jónsson, öll Framsóknarflokki, og Þráinn Bertelsson í Borgarahreyfingunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sat hjá. Alls sögðu 33 þingmenn já, 28 nei og 2 sátu hjá. 7. maí 2012 Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, opnar útibú frá Evrópustofu á Akureyri. Efnt er til sýningar á veggspjöldum frá ESB af þessu tilefni í höfuðstað Norðurlands. 31. desember 2011 Jón Bjarnason hættir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann tengir brotthvarfið við óánægju ESBmeð störf hans. 9. september 2009 Spurningalisti ESB afhentur íslenskum stjórnvöldum. Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, afhendir Jóhönnu Sigurðardóttur lista með 2.500 spurningum. 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.