Morgunblaðið - 16.04.2013, Side 20

Morgunblaðið - 16.04.2013, Side 20
Skúli Hansen skulih@mbl.is Mikill viðbúnaður er í Boston-borg í Bandaríkjunum eftir að tvær sprengjur sprungu rétt við marklín- una í Boston-maraþoninu í gær- kvöldi. Ríkislögreglan sem og þjóð- varðlið Massachusett-ríkis voru kölluð út í kjölfar sprenginganna. Lögreglustjóri Boston-borgar hvatti í gærkvöldi íbúa borgarinnar til að halda sig innandyra og sagði að ferða- menn ættu að halda sig inni á þeim hótelum sem þeir gista á. Upphaflega var tilkynnt um þriðju sprenginguna á John F. Kennedy bókasafninu en eftir því sem leið á kvöldið kom í ljós að þar var um að ræða bruna ótengd- an tilræðunum við marklínu mara- þonsins. Þá gáfu flugmálayfirvöld í Banda- ríkjunum út flugbann yfir svæðið þar sem sprengingarnar áttu sér stað en bannað er að fljúga undir þrjú þús- und feta hæð yfir svæðinu. Ekki ligg- ur fyrir hvenær flugbanninu verður aflétt. Þjóðin stendur með Boston Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að enn væri margt óljóst varðandi sprengingarn- ar. Þar kom fram að ekki væri vitað hverjir stæðu á bak við þessi voða- verk og bað Obama fólk um að draga ekki ályktanir fyrr en það væri komið í ljós. Hann lagði hinsvegar áherslu á að þeir sem stæðu að tilræðinu myndu nást og yrðu dregnir til ábyrgðar. Að sögn Obama höfðu for- setahjónin beðið fyrir íbúum Boston- borgar, þá sagði hann alla bandarísku þjóðina standa að baki borgarbúum. Í ávarpi Obama kom jafnframt fram að öryggisráðstafanir yrðu hertar í Bandaríkjunum í kjölfar sprenginganna. Þá þakkaði forsetinn borgaryfirvöldum, lögreglu og sjúkraliðum fyrir það hversu hratt brugðist var við tilræðinu. Auk þess greindi forsetinn frá því að hann hefði rætt við Tom Merino, borgar- stjóra Boston-borgar, og Deval Pat- rick, ríkisstjóra Massachusetts, og boðið þeim aðstoð af hálfu alríkis- stjórnarinnar. Að minnsta kosti 23 slasaðir Í ýmsum bandarískum fjölmiðlum í gær var rætt um tilræðið sem hryðjuverk en það hefur þó ekki fengist staðfest af hálfu yfirvalda. Hinsvegar hefur verið staðfest að tveir létust í sprengingunum. Ein- hverjir fjölmiðlar hafa greint frá því annað fórnarlambið sé átta ára barn en það hefur þó ekki fengist staðfest af lögregluyfirvöldum. Þá slösuðust í hið minnsta 23 í sprengingunum en sumir fjölmiðlar telja þó að meira en 130 manns hafi þurft að leita sér sjúkraaðstoðar. Þá hafði CNN í gær- kvöldi eftir sjúkrahúsum í borginni að 82 manns hefðu leitað sér lækn- ishjálpar á sjúkrahúsum Boston. Stórauknar öryggisráðstafanir Þá hafa öryggisráðstafanir verið auknar víða annars staðar í Banda- ríkjunum. Jafnframt rannsakaði lög- reglan í borginni í gærkvöldi hvort fleiri sprengjur væru að finna annars staðar í Boston-borg. CNN hafði það eftir Michael Bloomberg, borgarstjóra New York- borgar, í gærkvöldi að um eitt þús- und lögreglumenn í borginni hefðu verið settir á sérstaka vakt til varnar hryðjuverkum. Þá mun lögreglan í Miami-borg í Flórídaríki í Banda- ríkjunum hafa aukið öryggisráðstaf- anir við mikilvægar samgöngubygg- ingar. Jafnframt hefur lögreglan í Los Angeles-borg óskað eftir því að fólk tilkynni til lögreglu ef það verð- ur vitni að einhverju grunsamlegu. Þá hafa borgaryfirvöld í London ákveðið að auka viðbúnað í borginni vegna maraþon-hlaups sem þar fer fram næstkomandi sunnudag. Gríðarlegur viðbúnaðu  Obama segir að sökudólgarnir muni nást og að þeir verði dregnir til ábyrgðar AFP Voðaverk Íbúar borgarinnar voru harmi lostnir í kjölfar sprenginganna tveggja. Forsetinn sagði alla þjóðina standa með borgarbúum Boston. Hvíta húsið Mikill viðbúnaður var við Hvíta húsið í Washington-borg í gær- kvöldi og höfðu lögreglumenn lokað af svæðið í kringum húsið. 20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Ta kt ik / 38 79 / no v 12 Pöntunarsími: 535 1300 Allt fyrir verslanir Draghálsi 4 - 110 Reykajvík Sími: 535 1300 - Fax: 535 1305 - verslun@verslun.isFjöldi samsetningarmöguleika  æðáðöþ ðæð öáá æýð óð   ðáæð  Grænmetishillur Innkaupavagnar - ýmsar stærðir Kæli- og frystitæki Framstillingakælir - 5 stærðir. Einn vinsælasti kælirinn í dag. Kælir - 370 ltr. - +2/+12 - LED lýsing - Stærð 2015 x900 x 840 Lagervagn með körfu Kæli- og frystiklefar burðargeta 2,3 tonn Verslunarhillur Kassaborð Kjöt- og fiskborð Brettatjakkur Tilboðsskilti innkaupakörfur Sprengingar í Boston

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.