Morgunblaðið - 16.04.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hryðjuverkamenn í Írak efndu til árása á mörgum stöð- um í Írak í gærmorgun og virtust þær hafa verið sam- ræmdar, að sögn Wall Street Journal. Vitað var um 37 fallna eftir fjölda sprengjutilræða í Bagdað og fleiri borg- um, vel á þriðja hundrað særðist. Víst þykir að öfl á veg- um al-Qaeda hafi verið á bak við árásirnar og þær tengist héraðs- og sveitarstjórnarkosningum í 12 af 18 héruðum Íraks á laugardaginn. Tuttugu bílsprengjur sprungu á háannatíma þegar fólk var á leið til vinnu. Markmiðið er að trufla kosningarnar og jafnvel ýta undir svo mikinn óstöðugleika og ótta að ekkert verði úr þeim. Kosningarnar verða þær fyrstu eft- ir að bandaríski herinn yfirgaf endanlega landið og ljóst að reyna mun á það hvort stjórn Nuri al-Malikis forsætis- ráðherra getur tryggt öryggi almennings á kjörstöðum. Árásir og tilræði hafa að undanförnu orðið fjórtán fram- bjóðendum að bana í landinu. Nokkur tilræðanna voru í Kirkuk og Tuz Khurmatu sem eru á svæði er teygir sig frá landamærunum að Íran að Sýrlandi að vestanverðu. Það er auðugt af olíu og að miklu leyti byggt Kúrdum sem eru um 20% þjóðarinnar en sjía-arabar eru ráðandi í ríkisstjórninni í Bagdað. Sjít- arnir er rösklega helmingur allra íbúa Íraks, aðrir eru flestir súnnítar. Bæði Kúrdar og ríkisstjórnin gera tilkall til olíunnar á svæðinu og hafa ekki náðst samningar um skiptingu teknanna. Deilan er oft talin vera hættulegri en allur annar ágreiningur í Írak og sögð geta klofið landið. Samræmdar árásir í Írak  Herskáir íslamistar reyna að trufla fyrirhugaðar kosningar á laugardag Samstarf yfir landamæri » Írösk stjórnvöld eiga sam- starf við stjórn Bashars al- Assad Sýrlandsforseta en sjít- ar eru tengdir alavítum, trú- flokki Assads. » Embættismenn í Bagdað segja liðsmenn al-Qaeda eiga samstarf við íslamista í Sýr- landi er berjast gegn Assad. Embættismenn í Rússlandi hóta að banna ferðir járnbrautarlesta með svefnklefum frá Tadsjikistan í Mið- Asíu til landsins. Ástæðan er sögð hrikalegur óþrifnaður um borð í lestunum en einnig fíkniefnasmygl. Dmítrí Rogozín aðstoðarforsæt- isráðherra var harðorður eftir að hafa skoðað eina lestina, að sögn It- ar-Tass-fréttastofunnar. Hann sagði að ástandið í hreinlæt- ismálum væri þannig að lestin væri ógn við heilbrigði þjóðarinnar. „Það er ekki hægt að leyfa ferðir af þessu tagi til siðaðra landa,“ sagði hann. kjon@mbl.is Burt með skítugar lestir Tadsjika! RÚSSLAND Ný könnun í Bretlandi sýnir að tveim af hverjum þrem börnum finnst að þrýst sé á sig um að svindla í íþróttum til að sigra, að sögn BBC. Allt snúist um að vinna, hvað sem það kosti. Þriðjungur sagðist ekki skammast sín fyrir að sigra með sviksamlegum hætti. kjon@mbl.is Börnin svindla á íþróttavellinum Barist í ruðningi. BRETLAND Enn er mikill ís víða á Eystrasalti og fólk hefur sums staðar lent í hættu þegar það fer út á jaka sem rekur burt. Á sunnudaginn rak maður augun í hund á ísjaka langt utan við smábátahöfn í Öregrund á austurströnd Svíþjóðar, að sögn Dagens Nyheter. Hvutti lagði ekki í að synda til lands enda mikið ís- hröngl á leiðinni. Maðurinn hringdi í björgunarmenn. Þegar þeir nálg- uðust stökk hundurinn í sjóinn en var bjargað. Í ljós að hann hafði verið týndur í nærri viku. kjon@mbl.is Hundur með níu líf eins og kötturinn? SVÍÞJÓÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íslamistar ofsækja nú kristin þjóð- arbrot víða í Mið-Austurlöndum og segja heimildarmenn að þróunin sé ískyggileg. Fréttamaður danska blaðsins Berlingske Tidende segir að talið sé að um 75% allra þeirra sem ofsóttir eru núna vegna trúar sinnar í heiminum séu kristnir og í Jyllandsposten kemur fram að mörg þúsund láti lífið ár hvert. Kristnir voru víðast meirihluti íbúa arabaríkja áður en íslam kom til sögunnar á sjöundu öld. Um milljón kristinna bjó í Írak 2003 en tveir af hverjum þremur hafa flúið eftir fall Saddams Husseins. Sama þróun er í Líbanon og Sýrlandi þar sem búa milljónir kristinna og Egyptalandi, þar eru þeir um átta milljónir. Gleymdu áhrifum trúarbragða Peter Lodberg, lektor í guðfræði við Árósaháskóla, segir ástandið sérlega slæmt í Egyptalandi og Nígeríu og er svartsýnn. Menn hafi vonað að nóg væri að steypa alræð- isstjórnum, þá myndi lýðræði vaxa og dafna eins og gerðist í V-Þýska- landi eftir stríð. „En þetta gerist alls ekki í Mið-Austurlöndum,“ seg- ir Lodberg. „Þetta var rangt af því að menn tóku ekki tillit til þess hlutverks sem trúin gegnir í stjórn- málunum.“ Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, segir stöðu kristinna í Egyptalandi, Írak og Sýrlandi mjög slæma. Virði ráðamenn ekki mann- réttindi vill hann láta skera niður aðstoð til umræddra ríkja. Vaxandi ofsóknir gegn kristnum  Milljónir þeirra hafa flúið Írak og fleiri arabalönd Þjóðarbrot Kristnir Egyptar, kopt- ar, mótmæla ofsóknum og morðum. Norður-Kóreumenn minntust þess í gær að 101 ár var lið frá fæðingu stofnanda kommúnistaríkisins, Kim Il-sungs. Götur Pjongjang voru skrýddar fánum og áróðursspjöldum og persónudýrkun leiðtoganna var í algleymingi, að sögn erlendra frétta- ritara. Heilaþvottinum sem börn í land- inu verða fyrir er lýst í frétt CNN. Daniel Choi, sem ólst upp í N-Kóreu, segir að í skólanum hafi þau verið látin kasta steinum sem áttu að tákna handsprengjur, ímynduð skot- mörk voru bandarískir hermenn. Sungin voru hetjuljóð um kraftaverk leiðtoganna og börnin látin hneigja sig fyrir styttum af þeim. Ættingjar barna sem neituðu voru sendir á samyrkjubú á köldum svæðum. Miklar vangaveltur hafa verið um að N-Kóreumenn myndu skjóta á loft meðaldrægri eldflaug í tilefni af- mælisins en þeir hafa síðustu vikurn- ar hótað S-Kóreu, Japan og Banda- ríkjunum kjarnorkuárás. Ekki sáust þó nein merki um það síðdegis í gær að af því yrði. kjon@mbl.is Afmæli Kim Il-sungs fagnað  Engin merki um að skotið yrði upp eld- flaug í tilraunaskyni AFP Andúð S-Kóreumenn brenna brúðumyndir af leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, föður hans og afa á útifundi í Seoul í gær. Herinn er í viðbragðsstöðu vegna ítrekaðra hótana norðanmanna síðustu vikurnar um kjarnorkuárás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.