Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 26

Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Íslenska hagkerfið varð fyrir áfalli haustið 2008. Það áfall var hluti af miklu misgengi í fjármálakerfi hins vestræna heims sem hafði verið að grafa um sig í allmörg ár: Það var ekki bundið við Ísland eða íslensk fjármálafyrirtæki. Fyrir liggur að flest- ir bankar á Vesturlöndum hefðu orðið gjaldþrota á árum 2008 til 2009 ef ríkisstjórnir og seðla- bankar viðkomandi landa hefðu ekki komið þeim til aðstoðar. Meginástæðan fyrir því að fjár- málahrunið var Íslandi þungbær- ara en ýmsum öðrum löndum var einfaldlega sú að hér var fjár- málakerfið stærra miðað við þjóð- arbúskapinn en víðast annar stað- ar. Öfugt við mörg önnur lönd voru því ekki forsendur fyrir því að íslenska ríkið og seðlabankinn björguðu þessu kerfi er áfallið dundi yfir. Nú eru liðin um fjögur og hálft ár frá áfallinu í október 2008. Því miður hefur illa gengið í að rétta þjóðarskútuna við í framhaldinu. Hagkerfið er enn í djúpri kreppu. Á árinu 2012, meira en fjórum árum eftir að bankahrunið átti sér stað, var verg landsfram- leiðsla enn liðlega 5% lægri en hún var árið 2007 (sjá meðfylgj- andi línurit). Þessi samdráttur samsvarar tekjuminnkun upp á nálægt 1 milljón kr. á sérhverja fjölskyldu í landinu. Kaupmáttur ráðstöf- unartekna heimilanna hefur minnkað miklu meira. Samkvæmt op- inberum tölum Hag- stofunnar var hann hvorki meira né minna en 20% lægri á árinu 2012 en hann var á árinu 2007. Þannig hafa heimilin í landinu tekið á sig miklu meiri byrðar en nemur minnkaðri landsframleiðslu. Þar ræður mestu stóraukin skatt- heimta og laun sem hafa dregist stórlega aftur úr verðbólgu. Sorglega lítið hefur miðað í því að rétta af fjárhag skuldsettra heimila. Núna meira en fjórum ár- um eftir áfallið 2008 verður ekki betur séð en fjöldi heimila sé enn í alvarlegri skuldakreppu. Fjárfestingar í framleiðslutækj- um og mannauði eru forsendur hagvaxtar og velsældar í framtíð- inni. Það er því mikið áhyggjuefni að undanfarin fjögur ár hafa þess- ar fjárfestingar verið í sögulegu lágmarki. Fjárfesting í mann- virkjum og atvinnutækjum hefur verið svo lítil að álitamál að hún dugi fyrir nauðsynlegri endurnýj- un fjármagnsstofnsins. Að áliti Hagstofunnar er svo ekki. Sam- kvæmt tölum hennar hefur hrein fjárfesting, þ.e. fjárfesting að frá- dregnum afskriftum verið neikvæð frá árinu 2009 (sjá meðfylgjandi línurit). Fjárfestingar í mannauði hafa örugglega verið neikvæðar. Frá árinu 2009 til ársloka 2012 voru brottfluttir umfram aðflutta til Ís- lands um 8700 manns. Þar við bætist að margir af hinum brott- fluttu, svo ekki sé minnst á þá sem ekki hafa snúið til baka frá námi erlendis, eru vel menntað hæft fólk á besta aldri sem undir venjulegum kringumstæðum hefði orðið burðarás í íslensku sam- félagi. Hallarekstur og ríkissjóðs og skuldsöfnun er kapítuli út af fyrir sig. Hin mikla skuldsetning þjóð- arinnar í kjölfar áfallsins 2008 krafðist almenns sparnaðar í þjóð- arbúinu. Þjóðin varð og verður enn að leggja verulega fjármuni til hliðar til að greiða erlendar skuld- ir og styrkja efnahag heimila og fyrirtækja. Þá bregður hins vegar svo við að ríkissjóður gengur á undan með vondu fordæmi. Á hverju einasta ári frá árinu 2009 hefur ríkissjóður verið rekinn með mjög miklum halla. Fram til 2012 hefur þessi halli verið yfir 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Jafnvel þótt árinu 2009 sé sleppt, þar sem þá voru nokkur sérstök útgjöld vegna hrunsins, er hallinn frá 2010 enn um 6,4% af vergri landsframleiðslu eða yfir 100 millj- arðar króna á ári að jafnaði. Þessi halli hefur auðvitað endurspeglast í hraðvaxta uppsöfnun opinberra skulda. Opinberar skuldir voru nánast engar árið 2007 en voru orðnar um 60% af VLF í árslok 2012 (sjá meðfylgjandi línurit). Allir eru sammála því að at- vinnuleysi sé samfélagsböl sem umfram allt beri að forðast. Við lifum nú samt á mesta atvinnu- leysisskeiði lýðveldissögunnar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur atvinnuleysi að jafnaði verið um 7% frá árinu 2009 og var enn 6% árinu 2012. Tölur Vinnu- málastofnunar sem miða við þá sem geta fengið atvinnuleys- isbætur eru heldur lægri, en mældu samt 5,5% atvinnuleysi í febrúar 2013. Íslenskir borgarar og atvinnulíf búa enn við viðamikil gjaldeyr- ishöft. Þessi gjaldeyrishöft skerða frelsi Íslendinga til að ráðastafa eigum sínum og svipta þá þannig mannréttindum sem þykja sjálf- sögð meðal þróaðra þjóða heims- ins. Þau gera íslenskum fyr- irtækjum erfiðara fyrir en samkeppnisaðilum þeirra erlendis og rýra því alþjóðlega samkeppn- isstöðu landsins. Þegar til lengri tíma er litið þýðir þetta aðeins eitt. Íslensku fyrirtækin fara hall- oka í samkeppninni við erlend og verða að hætta rekstri eða flytjast úr landi. Allt stafar þetta af rangri efna- hagsstefnu í kjölfar hrunsins. Sú efnahagsstefna einkennist af mikl- um skattahækkunum, gríðarlegri opinberri eyðslu, miðstýringarár- áttu, gjaldeyrishömlum og al- mennri haftatrú, árásum á grunn- atvinnuvegi þjóðarinnar og almennri andúð á einkaframtaki og framleiðslustarfsemi. Nú líður að kosningum. Miklu skiptir að til forustu veljist ábyrg- ir einstakingar og flokkar sem bera skynbragð á efnahagsmál og hagmuni þjóðarinnar til lengri tíma. Verði ekki gjörbreytt um efnahagsstefnu er nánast öruggt að kaupmáttur og lífskjör hér á landi muni halda áfram að dragast aftur úr nágrannalöndunum. Þá er ekki að sökum að spyrja. Mann- auðurinn heldur áfram að streyma til útlanda og það sennilega í rík- ari mæli en áður. Bestu fyrirtækin munu fylgja með. Fjárfestingar munu ekki ná sér á strik og fjár- magnsstofninn smám saman drag- ast saman og úreldast. Íslendingar verða eftirbátar nágrannaþjóð- anna til frambúðar. Alvarleg efnahagsstaða Íslands Eftir Ragnar Árnason » Verði ekki gjör- breytt um efnahags- stefnu er nánast öruggt að kaupmáttur og lífs- kjör hér á landi muni halda áfram að dragast aftur úr nágrannalönd- unum. Ragnar Árnason Höfundur er prófessor. Opinber skuldir (% af VLF) Heimild: Hagstofan 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% -10% 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 -1% 26% 40% 48% 55% 60% Hrein fjárfesting (fjárfesting-afskriftir) Heimild: Hagstofan 25% 20% 15% 10% 5% 0% -5% 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 16,6% 21,5% -3,7% -1,0% Verg landsframleiðsla (vísitala) Heimild: Hagstofan 1,02 1,00 0,98 0,96 0,94 0,92 0,90 0,88 0,86 0,84 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 0,901 0,948 1,012 0,907 Ég er hamingju- samur með að hafa fæðst á Íslandi. Ég er hægrisinnaður og þykir jafnvænt um landið mitt og Vinstri-grænum. Ég er á móti ESB-aðild og vil slíta viðræðum strax. Skömm er að þeim fjármunum sem búið er að eyða í langanir samfylkingarmanna og vinstri-grænna. Samvistir við fimm til sex hundruð milljónir íbúa ESB heilla mig ekki. At- vinnuleysi, evruvandi og skrif- finnska ESB heilla mig ekki. Lán- leysi er hjá flestum þjóðum ESB. Kýpur er hugsanlega gjaldþrota. Afleiðingin gæti borist yfir alla Evrópu. Döpur fjögur ár Íslendingar eru rúmlega 300 þúsund og leita varla að fjölþjóða- samfélagi ólíkra íbúa og trúarhópa ESB-landa. Samfylkingin og Vinstri-græn eru á hraðri nið- urleið vegna vinstridrauma rík- isstjórnar gagnvart landinu okkar og óráðsía ríkir í utanríkismálum Íslendinga. Stjórnmálaflokkar sem vinna á sömu nótum, að koma landinu okkar inn í ESB, munu ekki uppskera í næstu alþing- iskosningum. ESB-ferlið er tíma- skekkja. Íslendingar hafa fengið nóg af ríkisstjórn vinstrimanna síðastliðin fjögur ár. Að kröfu Samfylkingar og eftirlátssemi Vinstri-grænna var aðlögun að ESB sett á oddinn og harðar óskir birtust um innflutning frá stórbú- um bænda og fyrirtækja í Evrópu til lækkunar á vöruverði. Á sama tíma fengum við fréttir af lokun stórbúa vegna mengunar. Kín- verjadekrið hófst og utanríkismál fóru í ógöngur á flestum sviðum til austurs og vesturs. Íslendingar skrifuðu undir við- skiptasamninga við Kínverja í gær, 15. apríl. Núverandi rík- isstjórn með nokkrum útvöldum heimsækir Kína að gefnu tilefni – „degi fyrir kosningar“. Flestir spyrja: Fylgja Grímsstaðir á fjöllum með í kaupunum? Ís- land hefur illa breyst á fjórum árum fyrir Ís- lendinga og þá sem búa hér. Stöndum vörð um verðmætin Reisum landið okkar og atvinnuvegi. Við á Íslandi höfum yfir að ráða verðmætum sem þykja eftirsóknarverð hjá öðrum þjóðum. Ísland er eftirsótt af heiminum og ferðamönnum. Við stærum okkur enn af því að vera frjálst lýðveldi, öruggt og friðsælt og fjarri löndum stjórnleysis og ófriðar. Við stöndum því með pálmann í höndunum gagnvart öðrum þjóðum og getum átt sam- starf við allar þjóðir heims á okkar forsendum, án þess að afsala okkur sjálfstæði eða öðrum mikilvægum réttindum. Íslenska vatnið, fiski- miðin, Norður-Íshafssiglingar og orkulindir eins og gas og olía eru næstu stórskref Íslendinga. Norð- menn eru utan ESB og kunna best til verka við olíuborun á höfum úti. Norðmenn hafa líka þá hófsemi, náð og kunnáttu að fara réttlátt með olíuauðinn. Ísland er ekki til leigu eða sölu, hvorki til stórvelda né erlendra einstaklinga. Það leyfist ekki að selja sameign okkar, landið og fiskimiðin, til annarra þjóða. Ísland kallar eftir fólki inn á Alþingi sem vill hag lands og þjóðar sem mest- an – fólki sem stendur vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og starfar undir merkjum kristinna gilda. Allir vildu þeir Ísland eiga Eftir Gísla Holgersson Gísli Holgersson » Ísland kallar eftir fólki inn á Alþingi sem vill hag lands og þjóðar sem mestan, fólki sem stendur vörð um sjálfstæði Íslands. Höfundur er kaupmaður. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Rafg.hleðslutæki 4amp 5.495 6amp 6.495 15amp 16.895 Strákústur 30 cm 999 40 cm 1.599 Bílþvottakústur lengjanlegur 1,8 mtr 2.999 Hjólkoppar 13” 1.395 1.495 1.595 14” 15” 5 mtr kapall 6.995 Ljósabretti Bensínbrúsi 5 ltr 999 10 ltr 1.599 20 ltr 2.399 Sonax vörur í úrvali Ruslapokar sterkir 10 stk 399 50 stk 1.899 Tesa pökkunarlímband 299 Reiðhjólafesting fyrir 2 hjól 4.785

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.