Morgunblaðið - 16.04.2013, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013
✝ Jón Rafn Guð-mundsson
fæddist í Reykjavík
19. apríl 1928.
Hann andaðist á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 7. apríl 2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Þorsteins-
son, f. í Reykjavík
1893 og Guðrún
Jónsdóttir, f. að
Höfðabrekku í Mýrdal 1900.
Systkini Jóns Rafns voru Viktor
Gústaf Adolf (samfeðra), f. 1912,
dáinn 1996, Sigríður, f. 1917, dá-
in 2005, Guðrún, f. 1921, dáin
1998, Sólveig, f. 1922, dáin 2006,
Óskar, f. 1925, Ólafur, f. 1930 og
Kristrún, f. 1933, dáin 1983.
Jón Rafn kvæntist æskuást-
inni sinni, Kristínu Jóhanns-
dóttur, f. 1928, hinn 15. okt.
1949. Hún er dóttir hjónanna Jó-
hanns Gíslasonar og Ragnheið-
ar Þórðardóttur.
Börn Jóns Rafns og Kristínar
eru 1) Guðrún, f. 1950, gift Lud-
wig H. Gunnarssyni, f. 1945.
Sonur þeirra er Guðmundur
Geir, f. 1966 og dóttir þeirra er
Þóra Kristín, f. 1982. Hún er gift
Davíð Þór Marteinssyni og eiga
þau tvær dætur. 2) Rannveig, f.
Þau fjögur ár sem hann var í
Verslunarskólanum vann hann
með náminu sem sendill og fékk
síðan skrifstofustarf hjá bókaút-
gáfunni Norðra þegar hann
lauk prófi. Árið 1947 var hann
síðan ráðinn til Samvinnutrygg-
inga og vann þar frá stofnun fé-
lagsins sem deildarstjóri og síð-
ar aðstoðarframkvæmdastjóri
næstu áratugina. Frá 1983 vann
hann síðan við tryggingaráðgjöf
fyrst hjá SÍS og síðar á eigin
vegum.
Jón Rafn var félagslyndur,
hafði mikinn áhuga á þjóð-
málum og ferðaðist víða, bæði
vegna vinnunnar og í frítíma
sínum. Hann átti sér mörg
áhugamál, m.a. lestur, spila-
mennsku og fjallgöngur. Hann
var frímúrari frá 1955 og einn
af stofnendum stúkunnar Gimli.
Hann starfaði mikið með Sam-
bandi ungra framsóknarmanna
og var m.a. formaður þess um
tíma. Hann var einn af stofn-
endum Varðbergs, félags ungra
áhugamanna um vestræna sam-
vinnu og sat í fyrstu stjórn þess.
Eftir að hann komst á eftir-
launaaldur fékk hann mikinn
áhuga á heimspeki og sótti tíma
í háskólanum til að fræðast
meira. Einnig var hann í kór
eldri borgara, en hann hafði alla
tíð áhuga á söng.
Útför Jóns Rafns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16.
apríl 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
1954, gift Þórði
Óskarssyni, f. 1955.
Dætur þeirra eru a)
Ragnheiður Ósk, f.
1982. Sambýlis-
maður hennar er
Gunnar Páll Leifs-
son og eiga þau tvö
börn. b) Arna Vala,
f. 1986, hún á einn
son og c) Tinna
Kristín, f. 1987. 3)
Ragnar Jóhann, f.
1956, kvæntur Önnu Maríu
Þórðardóttur f. 1956. Synir
þeirra eru a) Þórður Rafn, f.
1976, hann er kvæntur Stein-
unni Önnu Sigurjónsdóttur og
eiga þau þrjú börn. b) Jón Rafn,
f. 1979, sambýliskona hans er
Ellen María Sveinbjörnsdóttir
og eiga þau tvö börn. c) Atli Þór,
f. 1983, kvæntur Ragnheiði
Ragnarsdóttur og eiga þau einn
son.
Jón Rafn ólst upp í miðbæ
Reykjavíkur, var góður náms-
maður, gekk í Miðbæjarskólann
og Austurbæjarskólann og lauk
síðan skólagöngu sinni frá
Verslunarskólanum 1946. Á
sumrin fór hann í sveit í Mýrdal-
inn og næstum hvert haust þeg-
ar hann kom aftur í bæinn hafði
fjölskyldan skipt um húsnæði.
Það er eðlilegur gangur lífsins
að horfa á eftir foreldrum sínum
hverfa til austursins eilífa, en
það er samt alltaf þungbært að
kveðja eftir langa samveru á lífs-
ins vegi.
Minningar bernskunnar
streyma fram. Minningar sem
hafa mótað viðhorf, afstöðu og
lífssýn og gert mann að betri
manni en annars hefði orðið.
Pabbi minn var geðgóður maður
og hafði mikið jafnaðargeð. Það
var alltaf auðvelt að leita eftir
góðum ráðum, aðstoð og stuðn-
ingi þegar á þurfti að halda,
hvort sem það var við nám, starf
eða leik. Hann var alltaf til stað-
ar þegar á reyndi. Án foreldra
minna væri ég örugglega ekki
það sem ég þó er.
Pabbi minn var jafnaðar- og
samvinnumaður og áhugamaður
um vestræna samvinnu. Lengst
af vann hann hjá Samvinnu-
tryggingum, félagi í eigu trygg-
ingatakanna sjálfra. Þar var
jafnaðar- og samvinnuhugsjónin
í sinni einföldustu mynd grund-
völlur starfseminnar. Menn
söfnuðu í sameiginlega sjóði með
það að markmiði að jafna fjár-
hagsleg áföll sín á milli. Þetta er
okkur framandi hugsun á fyrri
hluta 21. aldar, þar sem slík
starfsemi hefur ímynd harðra
viðskipta og sameiginlegir sjóðir
og eignir tryggingatakanna hafa
verið lagðar undir í áhættusamri
græðgisvæðingu.
Pabbi minn hafði dálæti á
náttúru og ekki síður hrikalegri
fegurð landsins. Hann hafði
gaman af að ferðast, hvort sem
það var innanlands eða erlendis,
þó hann væri ekki útivistamaður
í þeim skilningi. Hann lagði sig
fram um að sýna erlendum gest-
um helstu perlurnar og þær
voru ekki ófáar ferðirnar sem
við systkinin fórum með foreldr-
um okkar um landið, sveitir þess
og til útlanda. Síðar bættust
tengdabörnin, barnabörnin og
barnabarnabörnin í hópinn, sem
hann hafði mikið dálæti á og
naut mikið, ekki síst ef sest var
niður eftir góðan dag og/eða
góða máltíð og jafnvel tekið í spil
með tilheyrandi skemmtun og
léttleika. Íslensk tunga var hon-
um ávallt hugleikin og þó það
væri ekki mín sterka hlið þá
lærðist manni að bera virðingu
fyrir henni og leggja sig fram við
að vanda mál sitt.
Pabbi minn átti við heilabilun
að stríða síðustu árin. Sjúkdóm
sem tekur á, bæði fyrir sjúkling-
inn og aðstandendur. Þetta hef-
ur reynt verulega á mömmu og
ekki alltaf verið auðvelt, þrátt
fyrir æðruleysi og jafnaðargeð
pabba. Sjúklingurinn fjarlægist
mann hægt en bítandi með tím-
anum, óöryggið vex, kveðju-
stundin tekur langan tíma og hin
endanlega kveðjustund verður
manni óljós.
Mamma sér nú á eftir lífsföru-
naut sínum til 67 ára. Þrátt fyrir
langan og fyrirsjáanlegan að-
draganda er ljóst að þetta er
henni erfið stund. Hvíld hans
eftir erfið og langvinn veikindi
er okkur hins vegar bæði hugg-
un og styrkur.
Fyrir hönd aðstandenda vil ég
þakka öllum starfsmönnum,
bæði dagvistunar Hafnarfjarðar
og Hrafnistu í Hafnarfirði, sem
annast hafa pabba undanfarin
misseri og ár, fyrir góða og hlýja
umönnun við erfiðar aðstæður
og þröngan kost.
Við Anna kveðjum pabba með
söknuði, þakklæti og kærleika.
Hvíli hann í friði og megi góður
Guð gæta hans og minning hans
vera okkur styrkur í sorg okkar
og söknuði.
Ragnar Jóhann.
Tengdafaðir minn, Jón Rafn
Guðmundsson, er fallinn frá
tæplega 85 ára gamall. Við leið-
arlokin er bundinn endi á nær 30
ára kynni sem alla tíð einkennd-
ust af hlýhug og virðingu og bar
aldrei neinn skugga þar á.
Í minningunni eru fyrstu
kynni um rólyndan og virðuleg-
an mann. Með tíð og tíma varð
myndin skýrari. Í ljós kom mað-
ur sem var spurull, forvitinn og
íhugull. Orðabókin og ýmsar
handbækur voru gjarnan innan
seilingar því að spurningar
þurftu svör. Hann var áhuga-
samur um tungumálið, las tölu-
vert; hann strikaði gjarnan und-
ir það sem honum þótti
athyglisvert og skrifaði athuga-
semdir á spássíur. Einnig fékkst
hann við, að minnsta kosti um
skeið, að þýða texta úr ensku sér
til dægrastyttingar. Þá hafði
hann gaman af alls kyns glímum
við tungumálið, svo sem að ráða
krossgátur og að smíða ný orð
fyrir málið sem var honum kært.
Hann fékkst einnig eitthvað við
skriftir. Fyrir nokkru rakst ég á
smásögu sem nefnist Veðmálið
en hana skrifaði hann 23 ára
gamall og birtist hún í Samvinn-
unni í upphafi sjötta áratugar-
ins. Einnig er mér kunnugt um
að hann skrifaði um ýmislegt
sem tengdist tryggingum sem
lengstum voru hans helstu við-
fangsefni á starfsævinni. Á efri
árum sótti hann námskeið í
ljóðagerð. Í kveri sem nefnist
Gjábakkaþulur og er frá árinu
2001 má finna þetta litla prósa-
ljóð eftir Jón, en það nefnist
Draumur:
„Í morgundraumnum mínum hitti ég
fyrir hamingjuna og hún sagðist vera í
önnum en hélt að veðráttan og mann-
kynið væru henni ekki hagstæð.
Hún sagði mér prívat að þeir sem hún
settist að hjá væru þeir sem tekst oft-
ast að gera eitthvað fyrir aðra og þeir
sem hafa eitthvað til að hlakka til.“
Ungviðið kom hann fram við
sem jafningja og hafði ávallt
tíma til að spjalla, spila og tefla.
Sérlega hafði Jón mikið yndi af
að spila. Alltaf var tekið í spil,
gjarnan spiluð kanasta hvort
sem var í heimsóknum eða sum-
arbústaðaferðum. Jafnan beið
hann óþreyjufullur eftir að spila-
mennska gæti hafist. Ekki var
fengist um þó að gerðar væru
skyssur í spilamennskunni.
Áhuginn hélst meðan kraftar
leyfðu.
Í heimsóknum Jóns og Krist-
ínar til okkar Rannveigar minnt-
ist hann yfirleitt alltaf á hve ein-
stakt útsýnið út um
stofugluggana væri, Elliðavatnið
og fjallasýnin. En svo kom að því
að athyglin fyrir umhverfinu
dofnaði og Jón varð hljóður og
hann hætti að minnast á hið ein-
staka útsýni. Það var ljóst í hvað
stefndi. Síðustu æviárin lifði
hann í skugga óminnis sem að
lokum náði algjörri yfirhönd.
Síðasta handartakið var inni-
legt; hann tók þéttingsfast með
báðum höndum um hönd mína
þegar ég kvaddi hann. Þrátt fyr-
ir að spurnin í augunum gæfi til
kynna að hann þekkti mig ekki
þegar ég heilsaði honum við
komuna benti kveðjan til annars.
Í mínum huga núna var þannig
komið að hann skynjaði sjálfur
að brátt væri komið að leiðarlok-
um.
Kristínu tengdamóður minni,
börnum þeirra Jóns og öðrum
aðstandendum votta ég samúð
mína. Megi minningin um vænan
mann vaka í hugum okkar.
Þórður Óskarsson.
Frá því að ég fékk minn
fyrsta GSM-síma í lok síðustu
aldar hefur afi Jón alltaf verið
fremstur í símaskránni og þegar
ég fékk símann á mínum há-
skólaárum leitaði ég mikið til
hans, sérstaklega þar sem hann
hafði alltaf mikinn áhuga á ís-
lensku máli og gat þar hjálpað
mér talsvert. Þegar ég vann að
minni kandídatsritgerð við Há-
skóla Íslands las hann þá löngu
lesningu spjaldanna á milli fyrir
mig og voru þær ófáar komm-
urnar sem ég skráði eftir hans
yfirlestur. Afi Jón var mjög ná-
kvæmur og gott að vinna með
honum. Hann var mikill grúsk-
ari og það var ósjaldan sem hann
greip í alfræðiorðabókina hans
föður míns þegar hann var í
heimsókn fyrir norðan.
Foreldrar mínir skírðu mig
Jón Rafn eftir afa Jóni og hef ég
alltaf verið mjög stoltur af því að
vera nafni hans og litið upp til
hans. Okkur hefur ósjaldan ver-
ið líkt saman, bæði í gamni og al-
vöru og mér þykir afar vænt um
það.
Mínar fyrstu minningar um
hann afa minn eru þegar hann
og amma bjuggu í Asparlundi í
Garðabæ og í minningunni var
ég alltaf að fara út á Keflavík-
urvöll að sækja ömmu og afa þar
sem þau voru að koma frá út-
löndum. Líklega var það nú ekki
eins oft og minnið bendir til, en
það var ávallt hátíð þegar þau
komu tilbaka úr sínum ferðum.
Ég man líka vel eftir því þegar
ég sat á gólfinu í Asparlundi og
skoðaði heimsins flottustu tafl-
menn sem hann afi átti ofan í
skúffu. Það voru nokkurs konar
Napóleons-taflmenn og sá mað-
ur fyrir sér ýmis ævintýri áður
en maður fór að nota þá í sínum
eiginlega tilgangi. Afi Jón hafði
mjög gaman af því að spila og
tefla og við bræðurnir vorum
ekki orðnir mjög gamlir þegar
við vorum farnir að taka þátt í
spilum á kvöldin með foreldrum
okkar og afa Jóni og ömmu
Stínu. Það var alltaf mjög gaman
á slíkum kvöldum og oft haldið
áfram langt inn í nóttina og mik-
ið hlegið.
Ég geymi góðar minningar
um hann afa Jón minn en hann
var mikið veikur síðustu ár ævi
sinnar. Sjúkdómur hans læddist
smám saman upp að manni og
vegna hans veikinda fjarlægðist
hann okkur hægt og hljótt.
Börnin mín náðu því miður ekki
að kynnast honum eins og ég
kynntist honum. Mér fannst allt-
af notalegt að sjá gleðisvipinn á
afa þegar við komum í heimsókn
til hans og ömmu síðustu árin.
Nú er elsku amma Stína orðin
ein eftir en 23.185 sinnum kom
sólin upp og settist á þeim tíma
sem þau voru hjón. Það eru því
eflaust margar minningar sem
standa eftir allan þennan tíma.
Megi góður Guð styrkja þig,
amma mín, en afi hvílir nú í friði
og ég veit að hjá Guði líður afa
mínum vel.
Jón Rafn Ragnarsson.
Okkur systurnar langar að
skrifa nokkur orð til að minnast
þín, elsku afi. Við eigum mikið af
góðum minningum um þig, sér-
staklega úr æsku. Allar sum-
arbústaðaferðirnar með
mömmu, pabba, þér og ömmu,
hvað það var alltaf miklu
skemmtilegra að fara með ykkur
í bíl en mömmu og pabba. Í þess-
um bílferðum gerðir þú margar
heiðarlegar tilraunir til að kenna
okkur systrum nöfnin á öllum
fjöllum, hólum og þúfum lands-
ins, þó það hafi kannski ekki
mikið síast inn. Þegar þú spilaðir
pool með Örnu og Tinnu í einni
sumarbústaðaferðinni og sýndir
snilldartakta, svo mikla snilldar-
takta að þú veltir næstum því
pool-borðinu. Hvað þú varst
mikill spilakarl og tókst spilin
alltaf af fúlustu alvöru, og alltaf
tókstu bunkann í kanöstu, sama
hversu lítill hann var. Öll jólin og
áramótin sem við eyddum sam-
an, þar standa upp úr minning-
arnar um þig og afa Óskari að
taka lagið saman á gamlárs-
kvöld. Svo voru það selabauk-
arnir sem þú safnaðir í fyrir okk-
ur systurnar þegar við vorum
litlar og munum við vel eftir því
þegar við fengum að kaupa okk-
ur hjól fyrir peninginn. Þegar þú
spurðir Örnu hvort hún spáði
aldrei í skýjunum, en þá varstu
að skrifa um hreyfingar
skýjanna í eina af glósubókunum
þínum. Munum þegar við rædd-
um um Guð og drauma.
Það var alltaf gott að koma í
Hafnarfjörðinn í heimsókn til
þín og ömmu. Manni leið svo vel
þar. Amma búin að baka eitt-
hvert góðgæti, svo var alltaf
spilað og jafnvel farið í slæðu-
leikinn með öllum fínu slæðun-
um hennar ömmu.
Síðustu árin var alzheimers-
sjúkdómurinn farinn að setja
mark á þig, en við eigum alltaf
minningarnar um þig, hvað þú
varst fróður maður, góður og
hafðir sérstaklega góðan húmor
og hve orðheppinn þú varst.
Við vonum að þú sért kominn
á betri stað núna, afi, þar sem þú
ert aftur þú sjálfur og líður vel.
Vonum að þú fylgist með okkur
sem eftir lifum við og við.
Ragnheiður, Arna og Tinna.
Vinir koma og vinir fara, það
er ein af staðreyndum lífsins,
stundum skilur leiðir einfaldlega
af breytingum á lífsmynstri
manna og utanaðkomandi
ástæðum og tilviljunum, en ein-
hvern veginn er það nú samt svo
að gömul vinátta og samskipti
gleymast ekki, sérstaklega ekki
hinir góðu partar þeirra við-
kynna.
Það eru nú rétt tæp 59 ár síð-
an við Jón Rafn Guðmundsson
hittumst í fyrsta sinni, þeim
kynnum fylgdu mörg góð ár vin-
skapar og samskipta okkar Jó-
hönnu og þeirra Kristínar auk
nánustu fjölskyldna okkar og
var enda næsta eðlileg fram-
vinda samstarfs okkar þau árin,
en eins og mál þróuðust hurfu
almenn og dagleg samskipti og
þá eru menn gjarnan svo bundn-
ir eigin umhverfi og umsvifum
að gagnvirkar leiðir strjálast og
detta jafnvel alveg niður.
Jón var glaðlyndur maður að
eðlisfari og kátur félagi, bæði í
starfi og leik. Hann var klár og
dugmikill starfsmaður og fag-
maður á sínu sviði, sem trygg-
ingamaður og sanngjarn upp-
gjörsmaður tjóna og áfalla.
Hann átti nokkurt kyn til að
geta orðið þykkjuþungur þeim
sem hann taldi sína mótgangs-
menn eða viðsemjendur þætti
honum þeim ekki fara svo sem
honum þótti hæfa hverju sinni,
en vel veit ég að hann dugði oft
vel frænda sínum Erlendi Ein-
arssyni sem var hans yfirboðari í
oft vandasömu og erilsömu starfi
við stjórn þá ungs og ört vaxandi
tryggingafélags.
Jón var sannarlega vel liðinn
starfsfélagi og mikill hvatamað-
ur öflugs félagslífs meðal sam-
starfsmannanna enda þátttak-
andi í þeirri viðleitni. Hann var
og mjög hlynntur kynnum á milli
fólks sem starfaði að hinum
ýmsu sviðum tryggingamála og
var alla þá tíð sem við vorum
samtíða mjög vel virtur í því
samfélagi og viðskiptaumhverfi.
Það er stundum sagt að lífið
sé eins og skáktafl og öllum
nauðsynlegt að ganga hægt um
gleðinnar dyr, vanda sig og
reyna að komast hjá afleikjum,
sem þó auðvitað engum tekst al-
veg. Sumir menn gjalda að fullu
jafnvel smæstu afleikja, aðrir ná
að smokra sér undan hverju sem
er, Jón galt að fullu, en við suma
þá sem þá lögðu honum illt til
vona ég að ég eða aðrir nái að
koma á framfæri áminningu
vegna seinni örlaga þeirrar arf-
leifðar trygginganna, sem nú er
„saga ein“. Jón var á sinni tíð
a.m.k. ekki að vinna að eigin
ábata.
Öll eigum við einhverja sögu,
hverja með sínum hætti nokkuð.
Saga Jóns var saga glaðsinna
atorkumanns sem fyrir eigin
dugnað náði menntun og starfs-
frama sem hæfði hans innsta
ágætismanni og löngum vini
vina sinna.
Atvik höguðu því svo að hin
síðari ár varð nokkur vík milli
vina og lítil samskipti, en alltaf
heyrðum við þó hvor af öðrum,
líka þegar Jón færðist til heims
óminnisins nú skömmu fyrir
andlát sitt, og þá er að kveðja og
þakka gömul kynni og ánægju-
leg um leið og ég óska Jóni góðr-
ar heimkomu í samræmi við trú
okkar beggja.
Kristínu og öðrum ástvinum
Jóns sendum við Jóhanna sam-
úðarkveðjur og óskum þeim
guðsblessunar.
Einar B. Birnir.
Jón Rafn
Guðmundsson
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURÐAR HAFSTEINS
KONRÁÐSSONAR
skriftvélameistara/-
rafeindavirkjameistara,
Sólheimum 32,
Reykjavík,
sem andaðist sunnudaginn 24. mars og jarðsettur fimmtudaginn
4. apríl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala Landakots, deildar
L-4 og starfsfólks Fríðuhúss, Austurbrún 5, fyrir einstaka hjúkrun,
alúð og umhyggju.
Stella Þórdís Guðjónsdóttir,
Ómar Sigurðsson, Sigurbjörg Karlsdóttir,
Bára Sigurðardóttir, Kristján O. Þorgeirsson,
Erla Sigurðardóttir, Jón Arnar Sverrisson,
barnabörn og barnabarnabörn.