Morgunblaðið - 16.04.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013
sem lífið getur verið ósanngjarnt.
Gleymi aldrei fallega brosinu þínu
og krúttlega hlátrinum. Á svo góða
og fallegar minningar um þig sem
munu fylgja mér alla ævi og ég
mun aldrei gleyma þeim, þú munt
vera í hjarta mínu alla ævi, elsku
dúllan mín. Ólýsanlegt hvað ég á
eftir að sakna þín mikið. Hugsa til
þín alla daga alltaf. Þú verður elsk-
uð þarna uppi og verður fallegasti
engillinn minn. Hvíldu í friði og
sofðu rótt, elsku hjartans gullið
mitt, Peta frænka elskar þig.
Petrea Hjartardóttir.
Fallega, fallega frænka okkar.
Þvílíkur harmur sem andlát þitt
er. Við þökkum fyrir þau ár sem
við höfðum þig í lífi fjölskyldunnar
og geymum þær minningar í hjört-
um okkar. Líf allra sem unnu þér
heitt verður aldrei samt á ný.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Megi góður Guð varðveita þig
um eilífð alla. Við biðjum góðan
Guð að blessa og styrkja alla ást-
vini þína.
Blessuð sé minning þín, Lovísa
Hrund.
Þínar frænkur,
Kristín Ósk og Sylvía og
fjölskyldur þeirra.
Elsku fallega Lovísa mín, mig
langaði að skrifa nokkur orð til
minningar um þig.
Það er svo sárt að kveðja þig,
elsku hjartað mitt, að ég get ekki
sett það í orð, þú varst mér svo
mikið og áttir svo stóran sess í
hjarta mínu og munt alltaf gera.
Spurningarnar eru svo margar. Af
hverju þú? Hvernig getur svona
gerst? Þetta eru spurningar sem
ég mun aldrei fá svar við því fram-
tíðin er óskrifuð bók og þínum lífs-
kafla lauk 6. apríl meðal okkar en
ég trúi ekki öðru en þú sért að
hefja nýjan kafla umvafin kær-
leika og ást. Það voru forréttindi
fyrir mig að fá að fylgja þér þína
stuttu ævi sem stóra frænka og
góð vinkona, ég fékk að hlæja með
þér, gráta, rífast, sættast og elska
þig allt á sama tíma. Mér finnst ég
eiga stóran part í þér þar sem ég
skipti mér af þínum málum ófá
skiptin. Við áttum einstakt sam-
band og það verður aldrei af okkur
tekið. Við gátum aldeilis skamm-
ast hvor í annarri, en þegar eitt-
hvað bjátaði á vorum við eins og
klettar hvor fyrir aðra. Ég er svo
þakklát fyrir stundina sem við átt-
um fyrir svo ekki löngu þegar þú
dróst mig inn á bað í skólanum og
knúsaðir mig bara að því þig lang-
aði í knús frá mér. Á þinni stuttu
ævi snertir þú svo mörg hjörtu og
áttir svo marga að sem finna svo til
að þú skulir hafa þurft að fara frá
okkur í þessum flýti því þú varst
engri lík og alveg einstök mann-
eskja og þú verður alltaf í hjarta
mínu og huga. Ég trúi því að þér
hafi verið ætlað stærra og mikil-
vægara hlutverk þarna uppi og
Guð hafi vantað verndarengil í sitt
lið. Elsku besta Lollí mín, núna
mun ég kveðja þig í hinsta sinn
sama hversu óraunverulegt það
er. Þetta líf sem við lifum er ekki
alltaf sanngjarnt, en það eitt að
hafa fengið að þekkja þig og elska
kenndi mér það að við getum aldr-
ei tekið lífinu sem sjálfsögðum
hlut. Takk fyrir knúsið sem þú
gafst mér um daginn og takk fyrir
að „kveðja“ mig án þess að vita
hversu langt þú værir að fara frá
mér. Ég elska þig, Lollí mín, og
mun alltaf gera, sama hvað.
Kveðja, þín
Ósk.
Elsku litla ljúfan mín, nú kveð
ég þig í hinsta sinn með þvílíkri
sorg og söknuði að orð fá aldrei
lýst.
Yndislega fallega og hjarta-
hreina litla vinkona. Ég trúi ekki
að þú sért farin. Það sem lífið get-
ur verið óréttlátt er óskiljanlegt
og ég fæ aldrei skilið. Ég er svo
sérstaklega þakklát fyrir síðasta
árið þar sem við áttum svo marg-
ar góðar stundir saman og öll
gullkornin sem flugu. Aldrei
grunaði mig hversu ómetanlegir
morguntímarnir með þér yrðu
síðar, þar sem þú varst alltaf svo
jákvæð, hughreystir og hrósaðir
með fallegum orðum. Það geta
ekki allir verið „gordjöss“ en það
varst þú svo sannarlega á allan
hátt og þín verður alltaf sárt sakn-
að.
Þú varst einstök, gafst lífinu lit
og lýstir upp allt í kringum þig,
elsku gullmoli.
Hvíldu í friði, elsku fallega
Lovísa Hrund.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Rebekka Helen Karlsdóttir.
Í hjörtum okkar ríkir mikil
sorg þegar þú, yndislega blóma-
rós, ert tekin skyndilega úr vina-
hópi okkar. Í rúm 17 ár höfum við
fengið að fylgjast með þér vaxa og
dafna og verða að þeirri fallegu,
hlýju og hæfileikaríku stúlku sem
þú varst. Margar góðar minning-
ar streyma nú fram í hugann.
Ekki varst þú há í loftinu þegar í
ljós kom hversu þroskuð, um-
hyggjusöm og blíð þú varst við
alla sem í kringum þig voru. Ým-
islegt brölluðum við saman í ár-
legum útilegum, grillveislum og
öllum skemmtilegu samveru-
stundum okkar. Einlægni þín var
engu lík, þú sagðir allt beint frá
hjartanu og náðir alltaf að orða
hlutina á svo fallegan hátt. Okkur
er minnisstætt þegar þú settist
oft hjá okkur í stutta stund í
saumaklúbb hjá mömmu þinni og
við spjölluðum saman eins og þú
værir ein af okkur kellunum,
stundum hafðir þú bakað eftir-
réttinn og vildir fá álit okkar á af-
rakstrinum, sem var alltaf jafn
gómsætur rétt eins og hjá
mömmu þinni, við sáum hvert
hæfileikar þínir stefndu, þú hefðir
orðið svo góð húsmóðir og
mamma, enda varstu barngóð
með eindæmum og öll börn hænd-
ust að þér. Elsku hjartans Lovísa
okkar, við gætum endalaust hald-
ið áfram að rifja upp fallegar og
skemmtilegar minningar um þig.
Þessar ljúfu minningar hjálpa
okkur í gegnum þessa erfiðu tíma
og við trúum því að þú sért komin
í faðm ömmu Vaddýjar.
Ástkæru vinir okkar, Hrönn,
Svavar, Ásgeir, Heiður, Berti og
fjölskyldur. Hugur okkar er hjá
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Megið þið finna ykkar styrk og
von til þess að komast í gegnum
þessa miklu sorg, elsku vinir.
Yndisleg varstu að utan sem innan
þú ljúfa fallega blómarós.
Fallegust varstu yndið okkar
megi ömmu faðmur geyma þig.
Soffía, Valey, Lára, Stefanía
og fjölskyldur.
Það hefði aldrei hvarflað að
okkur við ættum eftir að sitja
saman og skrifa minningargrein
um þig, elsku Lovísa. Að fá fréttir
af því sem henti þig var hræðilegt.
Hversu óréttlátt það er að þú sért
farin frá okkur og án þín verður
lífið aldrei eins og það var.
Þú varst svo ótrúlega falleg og
lífsglöð. Minningin um þig er
gleðin, fallega brosið þitt og hlát-
urinn sem smitaði alla sem í
kringum þig voru. Þú varst vin-
kona sem stóð með manni í gegn-
um allt.
Það er ekki hægt að minnast
þín án þess að hugsa um allar þær
skemmtilegu stundir sem við átt-
um saman frá því að við kynnt-
umst fyrst þar til nú. Það var svo
ótrúlega margt skemmtilegt sem
við gerðum saman, allar ferðirn-
ar okkar í bæinn, rúnturinn,
partíin og böllin, Akureyrarferð-
in, kósýkvöldin og svo margt,
margt fleira. Öll plönin sem við
vorum búnar að gera og það sem
við ætluðum okkur, við gerðum
ráð fyrir að verða gamlar saman.
Elsku Lovísa okkar, við viljum
að lokum þakka þér fyrir þær
stundir sem við fengum að vera
með þér í þessu lífi, við söknum
þín og þökkum þér fyrir að fá að
vera vinir þínir í þann tíma sem
við fengum saman, en vildum
óska að það hefði getað verið
lengur.
Allri fjölskyldunni sendum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðju.
Elka Sól Björgvinsdóttir og
Guðjón Reynir Guðjónsson.
Þegar fregnir af andláti
Lovísu Hrundar báru að garði
stöðvaðist í mörgum hjartað. Við
vorum lengi að átta okkur á at-
burðinum og fannst alltaf ein-
hvern veginn eins og við myndum
sjá andlit hennar í skólanum aft-
ur. En staðreyndin blasti við okk-
ur og nú er kveðjustundin runnin
upp. Þegar horfið er yfir farinn
veg er margs að minnast. Lovísa
tók mjög virkan þátt í félagslífi og
var mjög dugleg við að sækja við-
burði á vegum nemendafélagsins.
Lovísa var vinamörg og það var
ætíð mikið líf og fjör í kringum
hana. Við kynntumst Lovísu
Hrund í gegnum félagslíf skólans
og þurftum ekki að vera lengi í
návist hennar til að átta okkur á
að hún hafði góða nærveru og var
glaðlynd stelpa. Hún sýndi ást og
umhyggju í garð þeirra sem hana
umgengust hvort sem það voru
fjölskyldumeðlimir, vinir eða aðr-
ir skólafélagar. Minninguna um
hjartahlýju, lífsglöðu og
skemmtilegu Lovísu Hrund
munum við ætíð geyma í hjörtum
okkar.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði en vitum þó að þú ert
komin á góðan stað á meðal horf-
inna ættingja og ástvina sem ef-
laust hafa tekið vel á móti þér.
Megi englarnir vaka yfir þér,
elsku Lovísa. Guð geymi þig.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherj-
ardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Fyrir hönd stjórnar nemenda-
félags Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi,
Sólveig Rún Samúelsdóttir.
Um næstsíðustu helgi barst
okkur sú skelfilega frétt að
sautján ára nemandi við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands og dótt-
ir eins af starfsmönnum skólans
hefði látist í bílslysi. Við vorum
döpur þegar við hittumst á sal
skólans á mánudagsmorgni. Þar
var þögn og fram eftir degi var
fólk þögult á göngum. Allmargir
sátu saman inni í matsal í stað
þess að mæta í kennslustundir.
Vinir og jafnaldrar Lovísu
reyndu að hughreysta hver ann-
an. Það logaði á kertum úti fyrir. Á
borði stóð ljósmynd og blómvönd-
ur og við fundum það betur en fyrr
hvað lífið er dýrmætt. Við fundum
líka að „huggun er manni mönn-
um að“ en hefðum viljað læra það
eftir öðrum leiðum.
Lovísa Hrund Svavarsdóttir
hóf nám til stúdentsprófs við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands haustið
2011. Hún var prúðmenni í fram-
göngu, hæglát í fasi, einlæg,
traust, glaðvær og hjartahlý og
eftir því mikils metin af skóla-
félögum sínum.
Við kveðjum Lovísu með sökn-
uði. Fyrir hönd starfsmanna við
Fjölbrautaskóla Vesturlands
sendi ég foreldrum hennar, systk-
inum, ættingjum og vinum inni-
legar samúðarkveðjur.
Atli Harðarson skólameistari.
Elsku Lovísa okkar. Við sökn-
um þín meira en orð fá lýst, það
var ómetanlegt að fá að kynnast
þér. Við viljum þakka þér fyrir all-
ar þær ótalmörgu minningar sem
eru okkur svo dýrmætar og munu
lifa með okkur.
Þegar við hugsum um þig kem-
ur fyrst upp í hugann hversu ein-
læg og hjartahlý þú varst, alltaf til
staðar og lífsgleðin ljómaði af þér.
Hlátur þinn var svo yndislegur og
smitandi, að ekki var annað hægt
en að brosa og hlæja með þér. Við
gátum alltaf treyst á þig og við
fundum hversu vænt þér þótti um
okkur.
Ávallt í hjarta okkar.
Þínar vinkonur
Ída, Freyja Kristjana, Aníta
Eir, Rut Hrafns, Elva Björk,
Stella Eyrún, Karen Sól,
Adda Malín, Heiðrún Ósk,
Kristrún, Margrét Helga,
Una Rakel, Viktoría Rós,
Heiðrún Lára, Salome, Sara
Ýr, Eyrún og Júlía Björk.
Lovísa Hrund Svavarsdóttir,
fyrrverandi nemandi Grunda-
skóla, lést í bílslysi aðfaranótt síð-
astliðins laugardags. Enn og aftur
erum við minnt á hverfulleika lífs-
ins, hve skammt er á milli lífs og
dauða, gleði og sorgar.
Lovísa tilheyrði stórum ár-
gangi glaðværra og duglegra ung-
menna sem stóðu sig vel. Hún var
vinsæl í hópnum enda sérlega
elskuleg stúlka. Það fór ekki mikið
fyrir Lovísu en samt tók maður
alltaf eftir henni. Fallega brosið
hennar og þægileg nærveran fór
ekki fram hjá neinum. Hún vildi
standa sig vel, var dugleg og ósér-
hlífin.
Við erum sorgmædd og hrygg
vegna andláts Lovísu. Engin orð
megna að líkna á þessari stundu.
Það eiga margir um sárt að binda.
Fyrir hönd nemenda og starfs-
fólks Grundaskóla vottum við for-
eldrum, systkinum og fjölskyldu
Lovísu Hrundar innilega samúð.
Hrönn Ríkharðsdóttir og
Sigurður Arnar Sigurðsson.
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Þegar andlát ber að höndum
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Blómasmiðjan Grímsbæ
v/Bústaðaveg
S: 588 1230
Samúðarskreytingar
Útfaraskreytingar
✝
Okkar ástkæri,
INGVAR INGVARSSON
frá Múlastöðum,
Smáraflöt 10,
Akranesi,
lést fimmtudaginn 11. apríl.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 19. apríl kl. 14.00.
Guðrún Sigurðardóttir,
Inga Sigríður Ingvarsdóttir, Helgi Þröstur Guðbjartsson,
Barbara G. Davis, Þórir Guðnason,
Daníel L. Davis og afabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
minningu
ÁRNA VILHJÁLMSSONAR
fyrrverandi prófessors
virðingu og okkur hlýhug og samúð við fráfall
hans og jarðarför.
Ingibjörg Björnsdóttir,
Ásdís Helga Árnadóttir, Guðmundur F. Jónsson,
Birna Björk Árnadóttir, Sigurður Tómas Björgvinsson,
Auður Kristín Árnadóttir, Einar Þór Harðarson
og barnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR,
Reynihólum 9,
Dalvík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 9. apríl.
Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju
föstudaginn 19. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Björgunarsveitina á Dalvík.
Ottó Jakobsson,
Ester Ottósdóttir, Valur Júlíusson,
Svanur Ottósson, Sigrún Júlíusdóttir,
Ottó Biering Ottósson, Hugrún Hermannsdóttir,
barnabörn og langömmubarn.
✝
Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar minnar ástkæru
eiginkonu,
BEÖTU RYBAK ANDRÉSSON,
Nýbýlavegi 62,
Kópavogi.
Þorsteinn Andrésson
og fjölskylda.
Okkar ástkæra,
LILJA GUNNARSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6,
Reykjanesbæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 6. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Margrét Jónsdóttir, Páll Þorsteinsson,
Valþór Söring Jónsson, Halldóra Lúthersdóttir,
Guðný Jónsdóttir Avery, Terry Avery,
Arnoddur Jónsson, Guðfinna Arnbjörnsdóttir,
Rannveig Jónsdóttir Sigurjón Óskarsson.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
BALDUR ÓSKARSSON
ljóðskáld,
Framnesvegi 21,
lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins
14. apríl.
Sigrún Baldursdóttir, Gunnbjörn Marinósson,
Árni Þ. Baldursson, Valgerður Fjóla Baldursdóttir,
Magnús Baldursson, Áslaug Arna Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.