Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 32

Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Innan íþróttahreyfingarinnar eru svo margir sjálfboðaliðar að ekki verður tölu á komið. Í hverri kynslóð stíga fram ein- staklingar sem gegna ábyrgðar- störfum, þjálfun, rekstri félaga og sambanda og hvers kyns starfa til að taka á móti æsku- fólki og rækta þannig garð heil- brigðis, hreyfingar og leikgleði. Í þessum ómetanlega hópi sjálf- boðaliða rís síðan upp fólk, bæði konur og karlar, sem velst til forystustarfa vegna hæfileika sinna og dugnaðar. Lovísa Ein- arsdóttir var í þessum hópi. Ung hóf hún æfingar og keppni sem fimleikakona og tók síðan að sér umsjón og ábyrgð, sem meðal annars fólst í formennsku í Fim- leikasambandi Íslands og setu í stjórn Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands. Þar hófust sam- skipti okkar undirritaðra við Lovísu og þar kynntumst við ein- lægum áhuga og krafti þessarar glæsilegu konu. Félagsvitund, einlægni, stefnufestu en um leið háttvísi og framúrstefnu. Lovísa var einlægur stuðningsmaður og forystukona í eflingu kvenna- íþrótta á Íslandi. Hún var frum- kvöðull í eflingu og þátttöku kvenna í íþróttum. Það er ekki lengra síðan en rétt aldarfjórð- ungur sem landið fór að rísa að því er varðar fjölgun kvenna, sem létu íþróttir til sín taka. Ekki aðeins í þátttöku í íþrótt- um, heldur og í stjórnarstörfum og forystuhlutverkum. Lovísa var til að mynda ein af þeim kon- um sem stóðu að árlegu Kvenna- hlaupi ÍSÍ og leiddi það starf í nýjar hæðir. Hún sat í stjórn ÍSÍ í tíu ár, frá 1986 til 1996, og þar kynntumst við starfsháttum, atorku og þrautseigju Lovísu. Fyrir löng og gifturík afskipti af Lovísa Einarsdóttir ✝ Lovísa Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. ágúst 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. mars 2013. Útför Lovísu fór fram frá Vídal- ínskirkju 12. apríl 2013. íþróttamálum hlaut hún margskonar viðurkenningar, m.a fálkaorðuna og sem heiðursfélagi ÍSÍ. Ekki var það síður dýrmæt gjöf að kynnast henni, sem með framkomu sinni, fallegu brosi og fölskvalausri ástríðu lagði alltaf gott til allra mála. Nú er hún horfin af vettvangi, þessi blómarós, þessi yndislega samferðakona, til annars heims á himni uppi og við kveðjum hana með söknuði. Við sendum börn- um hennar, Ingimar og öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Stefán Snær Konráðs- son og Ellert B. Schram. Íslensk íþróttahreyfing fékk sorgarfréttir í kjölfar páskavik- unnar með fráfalli Lovísu Ein- arsdóttur íþróttakennara. Með Lovísu féll frá einn dyggasti tals- maður heilbrigðra gilda og hollr- ar hreyfingar og sjálfboðaliði sem hafði til að bera allt það besta sem íþróttahreyfingin sækist eftir. Bakgrunn sinn sem íþróttakennari og sjúkraliði nýtti Lovísa sér að fullu til að vinna áhugamálum sínum gengi innan vettvangs íþróttahreyfingarinn- ar. Hún var frumkvöðull á sviði almenningsíþrótta og studdi dyggilega við upphaf trimmátaks innan ÍSÍ, á þeim tíma sem al- menningsíþróttir voru að öðlast viðurkenningu og víðtæka þátt- töku í samfélaginu. Lovísa átti einna stærstan heiður af því að Kvennahlaup ÍSÍ varð að veru- leika árið 1990 og vann ötullega að því verkefni allar götur síðan. Lovísa sinnti í sínum störfum íþróttakennslu fyrir eldri borg- ara af mikilli alúð. Hún var formaður Fimleika- sambands Íslands um árabil og átti sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ árin 1986-1996. Tók þar virk- an þátt í störfum nefnda og hlaut fyrir sín störf fjölmargar viður- kenningar. Lovísa var árið 1997 sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ og árið 2009 samþykkti Íþróttaþing að gera hana að Heiðursfélaga sam- bandsins en sú nafnbót er æðsta viðurkenning innan ÍSÍ. Árið 2008 hlaut Lovísa sérstaka við- urkenningu Alþjóðaólympíu- nefndarinnar fyrir störf sín til eflingar þátttöku stúlkna og kvenna í íþróttum. Sama ár var hún jafnframt sæmd fálkaorð- unni af hálfu forseta Íslands. Fyrir hönd starfsfólks og framkvæmdastjórnar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sendi ég fjölskyldu og aðstandendum Lovísu samúðarkveðjur. Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ. Eitt stærsta skref til hjálpar konum í aðlögun sinni að breyttri líkamsmynd eftir brott- nám brjósts var þegar Lovísa Einarsdóttir leikfimikennari bauð Samhjálp kvenna krafta sína til að koma á laggirnar leik- fimi fyrir konur sem misst höfðu brjóst vegna krabbameins. Margar konur endurheimtu lífs- gleði sína hjá Lovísu, enda skein af henni hlýja og glettni en jafn- framt hæfilegur agi. Menntunar sinnar og þjálfun- ar hafði Lovísa aflað sér í Þýska- landi. Hún var ætíð mjög áhuga- söm að viðhalda og bæta við nýrri þekkingu og heimsótti hún meðal annars fyrir nokkrum ár- um stofnanir í Danmörku sem buðu þessum kvennahópi and- lega og líkamlega endurhæfingu. Aðstöðu sína hafði Lovísa á Hrafnistu í Hafnarfirði. Var það mitt lán að kynnast Lovísu í gegnum Samhjálp kvenna. Til hennar leitaði ég þegar ég treysti mér ekki í hefðbundna líkamsrækt og hjá henni og leik- fimihópnum hennar fékk ég hjálp sem ég er ævinlega þakklát fyrir. Gleði og reisn ríkti í hópn- um. Flestar konurnar voru með eitt brjóst, en sumar höfðu misst bæði brjóstin. Þessi samvera stuðlaði að bættri líkamlegri og andlegri heilsu sem ég hef búið að æ síðan. Í nær aldarfjórðung nutu kon- ur leiðsagnar Lovísu og stuðn- ings. Samhjálparkonur kveðja Lovísu með innilegu þakklæti fyrir allt það góða sem hún gerði til styrktar viðkvæmum hópi og senda fjölskyldu hennar innileg- ar samúðarkveðjur. F.h. Samhjálpar kvenna, Guðrún Sigurjónsdóttir. Haustið 1981 var Lovísa Ein- arsdóttir kosin formaður Fim- leikasambands Íslands, þetta var mikil áskorun fyrir nýjan for- mann því um vorið átti FSÍ að halda Norðurlandamót í fimleik- um. Mótið var fyrsta alþjóðlega áhaldafimleikamót á Íslandi. Það þurfti að huga að mörgu, ekki voru til öll áhöld til að halda mót- ið. Lovísa fór í viðræður við borgaryfirvöld og tvíslá og gólf keypt fyrir þetta mót. Ég man hversu stolt ég var af formann- inum þegar hún setti mótið klædd íslenska búningnum, hæv- ersk eins og alltaf, en jafnframt sköruleg. Við Lovísa störfuðum mikið saman, ég sat í stjórn með henni meðan hún var formaður, og var hún eins og margir aðrir í fim- leikahreyfingunni þar af lífi og sál, fimleikar og öll hreyfing voru henni hugleikin. Lovísa gerði sér fljótt grein fyrir að hreyfing er nauðsynleg fyrir alla, unga sem aldna. Menntun þjálfara var henni líka ofarlega í huga og stofnaði hún sjóð til styrktar menntun þjálfara hjá Fimleikasambandinu, minning- arsjóð um móður sína Áslaugu Einarsdóttur, og gaf það fé sem hún fékk í arf eftir hana til sjóðs- ins. Á þessum árum ferðuðumst við Lovísa víða saman erlendis á þing, fundi og fimleikahátíðir, þar eru margar stundir ógleym- anlegar. Kemur upp í hugann garðveisla í Stokkhólmi með helstu framámönnum fimleika- hreyfingarinnar á Norðurlönd- um. Þar tók hún upp gítarinn og við sungum ýmis falleg íslensk lög við mikinn fögnuð við- staddra. Ferðin okkar á þing Alþjóða- fimleikasambandsins í Seúl árið 1988. Við höfðum það verkefni að bjóða framkvæmdastjórn og nefndum alþjóðasambandsins að koma til Íslands og halda fund. Lovísa fór í ræðustól og flutti boðið með miklum glæsibrag. Þá er opnunarhátíðin á Ólympíu- leikunum í Seúl ógleymanleg. Við heimsóttum íslenska kepp- endur í ólympíuþorpið, sáum strákana okkar spila leik í hand- bolta og keppni sundfólksins. Fimleikakeppnirnar voru há- punkturinn hjá okkur, að fá að fylgjast með besta fimleikafólki í heimi var á þeim tíma sem fjar- lægur draumur. Við fórum á stóran markað og skoðuðum margt merkilegt, heila svíns- hausa og flottar silkiklæður, þegar við vorum búnar að ganga fram og til baka á markaðnum og vorum á leið heim á hótelið tekur Lovísa eftir að hún hafði týnt gullarmbandi, sem henni var mjög kært. Við ákveðum að ganga aðeins til baka og sjá hvort við gætum fundið arm- bandið. Þetta var eins og að leita að nál í heystakki; troðið var af fólki á markaðnum og við að gef- ast upp í hitanum, þá var eins og hvíslað að mér „farðu hinum megin á götuna“ og þar fann ég armbandið góða og hlaut mikið þakklæti frá Lovísu. Við áttum góða daga og var hláturinn aldr- ei langt undan. Lovísu minnist ég sem heillandi konu sem var skemmtilega lifandi, hún talaði fallegt mál og átti auðvelt með að tjá sig í ræðu sem rituðu máli, þar sem hún lýsti hlutunum á svo lifandi hátt. Ég vil fyrir hönd fimleikafólks á Íslandi þakka henni samvinnuna og hennar störf í þágu fimleika á Íslandi. Hvíl í friði. Birna Björnsdóttir. Ég las það að Sveinbjörn Ein- arsson væri látinn. Ég vildi að- eins setja á blað nokkur orð um kynni mín af Sveinbirni. Ég kynntist honum þegar ég var nemandi í Melaskóla þar sem ég Sveinbjörn Einarsson ✝ SveinbjörnEinarsson fæddist í Reykjavík 24. apríl 1919. Hann lést á Land- spítalanum 22. mars 2013. Útför Svein- björns var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 3. apríl 2013. var einn af þeim krökkum sem voru valdir til að nýta sér athvarf sem var sett upp á Hagamel 19. Þau hjónin Sveinbjörn Einars- son og Hulda Hjör- leifsdóttir voru fengin til að veita því forstöðu. Á þessum árum var ég frekar hvatvís og oft ekki réttum megin við strik- ið. Athvarfið var góður staður til að borða hádegismat og klára heimanámið. Á meðan ég dvaldi þar átti ég mikil og góð samskipi við þau hjónin, sem reyndust mér af- skaplega vel. Sveinbjörn var ávallt hress í bragði og náði ávallt að stýra mér á réttar brautir án þess að þröngva nein- um skoðunum upp á mig. Hann var einn af þeim fyrstu til að tala við mig á jafningjagrundvelli. Hann var ekki að reyna að breyta mér á neinn hátt, heldur með góðmennsku sinni og visku náði hann vel til mín. Sveinbjörn var mjög góðhjartaður maður og hjálpaði mér meira en hann hef- ur sjálfsagt gert sér grein fyrir. Það var margt sem hann gerði fyrir mig og mun meira en það sem honum bar í starfi sínu. Sveinbjörn vildi mér vel og það endurspeglaði allar hans gjörðir í okkar samskiptum. Ég hélt áfram sambandi við hjónin þegar ég fór í Hagaskóla, ég kom oft við hjá þeim til að tala við Sveinbjörn og Huldu. Sveinbjörn hafði alltaf áhuga á að vita hvernig mér gekk. Sú réttsýni og það gildismat sem ég hef í dag er meðal annars honum að þakka. Samtöl mín við hann á mínum mótunarárum höfðu áhrif á mig til hins betra. Ég minnist Sveinbjarnar með hlý- hug og söknuði, hann á alltaf stóran sess í hjarta mínu. Ég votta Huldu eiginkonu Svein- bjarnar samúð mína, svo og börnum hans og ættingjum. Hinrik Fjeldsted. Ætli ég hafi ekki verið fimm eða sex ára þegar Sveinbjörn eða Svenni eins og hann var oft- ast kallaður kom með konu sína Huldu að Brekkustíg 19 þar sem afi og amma og öll börn þeirra bjuggu. Man ég vel eftir því og fjölskyldu Huldu og bróðir hennar var nógu ungur til að geta verið leikfélagi okkar elstu barnanna. Svo fjölgaði fljótt í barnahópnum, mig minnir að öll fjögur börn Sveinbjörns og Huldu hafi eins og fimm börn foreldra minna verið fædd á Brekkustígnum og fleiri vorum við barnabörnin þar áður en leið- ir skildi. Foreldrar mínir fluttu með barnaskarann á Kvisthag- ann og Sveinbjörn með fjöl- skylduna í kennarablokk á Hjarðarhaganum þar sem hann bjó til dauðadags. Ekki var lengur nóg að skjót- ast upp á næstu hæð til að hitta Svenna og fjölskylduna en ör- stutt var samt enn á milli okkar og mörg kvöld labbaði ég yfir á Hjarðarhagann til að þiggja góð- ar kaffiveitingar, ræða landsins gagn og nauðsynjar og svo tefla við Svenna. Þótt hann léki betur en ég var í rauninni ekki svo erf- itt að vinna hann nægilega oft til að alltaf væri jafngaman að tefla við hann. Þegar ég lék af mér benti Svenni mér bara á hvað ég hefði heldur átt að leika og svo tefldum við skákina áfram þar til yfir lauk. Af Svenna lærði ég mest það sem ég kann í skák. Sveinbjörn frændi minn var sérstakt ljúfmenni. Alltaf boðinn og búinn að aðstoða við allt sem gera þurfti og mikið var til hans leitað. Viðræðugóður var hann, léttur í lund og spaugsamur. Hógvær og lítillátur, en samt af- skiptinn og kenndi okkur öllum góða siði og réttu handtökin. Ég gæti best trúað að hann hafi ver- ið kröfuharður kennari í Mela- skólanum þó að kröfur hans til efnislegra lífsgæða hafi verið hófstilltar. Það var ekkert auð- veldara þá en nú að framfleyta sex manna fjölskyldu af einum kennaralaunum. Börnin hafa sjálfsagt ekki fengið allt sem hugurinn girntist en tæpast hafa nokkur fengið betra veganesti út í lífið. Við hjónin sendum þeim öllum og fjölskyldum þeirra sem og Huldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um einstakan frænda og góðan mann lifir. Einar og Valfríður. ✝ Birna Svan-hildur Guð- jónsdóttir fæddist í Garðshorni í Glerárþorpi, Ak- ureyri, 26. júní 1919. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 25. mars 2013. Foreldrar hennar voru Guð- jón Jóhannsson, f. 18.4. 1874 á Teigum í Flóka- dal, Skagafjarðarsýslu, d. 8.10. 1963 og kona hans Kristín Guðrún Hallgríms- dóttir, f. 18.7. 1885 í Auð- brekku, Hörgárdal, d. 8.1. 1930. Systkini Birnu voru Svanhildur, f. 19.2. 1906, d. 22.6. 1920, Agnes, f. 20.9. 1908, d. 11.9. 1925, Kristinn Gunnar, f. 27.9. 1911, d. 1934, Hermína, f. 10.9. 1914, d. 12.9. 1918, Sigríður, f. 22.12. 1916, d. 13.3. 1930, Snorri, f. 5.12. 1921, d. 8.3. 1997, Agnes, f. 6.12. 1924, d. 27.3. 1926, Jónína Kristín, f. 31.8. 1927, d. 27.2. 1928. Birna giftist 25. desember 1940 Þóroddi I. Sæmunds- syni, f. á Hrafnagili í Þor- valdsdal 31.10. 1905, d. 3.12. 2003. Börn Birnu og Þór- oddar eru: 1) Katrín, f. 9.10. 1940, 2) Sæmundur Gunnar, f. 19.3. 1942, 3) Baldvin Helgi, f. 27.7. 1944, kvæntur Petru Verschüer, f. 12.10. 1948, börn: a) Sveinn Gunnar, maki Kim Hellstern, barn þeirra Lilja Sunna, b) Björn Jónas, maki Kerstin Kratky, c) Melanie Ruth, 4) Snjólaug, f. 27.8. 1945, gift Þorsteini Þor- steinssyni, f. 31.5. 1945, synir þeirra: a) Þor- steinn Gunnar, kvæntur Sigrúnu Ingimarsdóttur, dóttir þeirra Þór- gunnur, b) Þór- oddur Björn, 5) Kristín Sigríður, f. 4.8.1948, sonur hennar og Hjalta Sig- urbergssonar, f. 21.11. 1944, d. 24.2. 1971, er Hjalti Sig- urbergur, kvæntur Helgu Va- leyju Erlendsdóttur, börn: a) Hildur María, b) Hanna Kar- ítas, c) Nökkvi Þór, 6) Guðjón Snorri, f. 28.10. 1958, kvænt- ur Kristínu Maríu Magnadótt- ur, f. 3.3. 1957, synir þeirra: a) Friðjón Már, maki Að- alheiður Helgadóttir, dóttir þeirra Bríet, b) Snorri. Birna og Þóroddur hófu sinn búskap á Skriðulandi í Arnarneshreppi, bjuggu þar til ársins 1946 og fluttu það- an að Neðri-Vökuvöllum, skammt sunnan Akureyrar. Frá 1954-1998 bjuggu þau í Lyngholti 4 á Akureyri. Síð- ustu árin bjuggu þau í Lerki- lundi 30 á Akureyri. Birna vann á Sambandsverksmiðj- unum, Gefjun, Iðunni-Sútun og einnig í Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar, samtals um 30 ár. Útför Birnu fór fram frá Akureyrarkirkju 5. apríl 2013. Þá hefur hún elsku besta amma mín, hún Birna, kvatt þennan heim. Vænni manneskju mun ég ekki kynnast svo lengi sem ég lifi. Manngæska, hjarta- hlýja og kærleikur voru hennar aðalsmerki og gerðu hana að þeirri yndislegu manneskju sem hún var. Heimili ömmu og afa í Lyng- holti 4 á Akureyri var alla tíð mitt annað heimili og þar eyddi ég miklum tíma á uppvaxtarár- unum. Oftar en ekki fylgdu mér einn eða fleiri vinir frá unga aldri og komum við félagarnir aldrei að tómum kofunum. Ef amma var ekki að bera í okkur veitingar, var hún að spila við okkur á spil eða taka þátt í boltaleik. Amma vildi líka fylgj- ast vel með því sem við dreng- irnir vorum að ganga í gegnum og fylgdist m.a. grannt með öll- um íþróttum, þá kannski sér í lagi handbolta og fótbolta. Áhugi hennar á handbolta var mikill og mér er til efs að sú gamla hafi misst af landsleik í handbolta sem sýndur var í sjónvarpinu frá því að slíkar út- sendingar hófust og á meðan heilsan leyfði. Birna amma smitaði alla í kringum sig af þeirri mann- gæsku og jákvæðni sem hana einkenndu. Hún var einlæg og heiðarleg í framkomu, hún „kunni sig“ eins og hún sjálf hefði kallað það. Hennar verður minnst fyrst og fremst fyrir þann kærleik og hlýju sem hún sýndi öllum þeim sem hún hitti. Þeir sem kynntust ömmu held ég að geti verið sammála um að hún hafi gefið öllum öðrum ömmum eitthvað til að miða sig við. Legg til að mynd af Birnu ömmu verði bætt við næstu út- gáfu íslenskrar orðabókar með frekari skýringum og viðmiðum. Elsku amma mín, megir þú hvíla í friði þar sem þú nú end- urnýjar kynni þín við þá ætt- ingja og vini sem þessari sömu ferð hafa lokið og bíða eftir þér með útbreidda arma. Guð blessi þig. Þinn dóttursonur, Hjalti S. Hjaltason. Birna Svanhildur Guðjónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.