Morgunblaðið - 16.04.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.04.2013, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Hildur Björgvinsdóttir mannfræðingur og menningarmiðlarier þrítug í dag. Af því tilefni hyggst hún bjóða nánustu ífranska kjötsúpu í „rúmlega“ fokheldu húsinu sem hún er að gera upp við Njálsgötu en hún segist almennt fyllast barnslegri eftirvæntingu þegar afmælisdagurinn nálgast. „Ég er rosalegt af- mælisbarn og tilkynni öllum það með löngum fyrirvara að ég eigi bráðum afmæli,“ segir hún. „Ég veit ekki af hverju, mér finnst bara öll afmælisbörn svolítið sérstök. Afmælið er tilefni til að fagna því að maður er árinu eldri; hefur upplifað heilt ár í viðbót. Kynnst nýju fólki og upplifað nýja hluti.“ Hildur er sjálfstætt starfandi menningarmiðlari en menningar- miðlun segir hún ekki ólíka blaða- og fréttamennsku, nema í stað þess að miðla fréttum snúist hún um að miðla menningu í gegnum hina ýmsu miðla og á ýmsum vettvangi. „Þetta er mjög skemmtilegt og fjölbreytt og þverfaglegt þannig að maður getur leitað verkefna víða. En það eru vissulega breyttir tímar frá því sem áður var, þeg- ar maður gat fengið styrki fyrir alls konar hugmyndum. Núna eru gríðarlega margir um hvern styrk,“ segir hún. Drjúgur skerfur af frítíma Hildar fer í húsbygginguna en þar að auki fer hún í leikhús, á tónleika eða klífur fjöll. Að hennar sögn kemst þó aðeins eitt að um þessar mundir: að safna klappstólum og súpuskálum fyrir afmælisveisluna. holmfridur@mbl.is Hildur Björgvinsdóttir er 30 ára í dag Útivist Hildur er mikið afmælisbarn en myndin var tekin þegar hún var á „léttri vetrargöngu“ með móður sinni við Hafravatn í vetur. Býður í franska kjötsúpu í fokheldu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Patrekur Alex fæddist 31. júlí kl. 16.20. Hann vó 3.910 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Björk Ben Ölversdóttir og Ívar Jóns- son. Nýir borgarar Hafnarfjörður Rakel Máney fæddist 10. júlí kl. 5.32. Hún vó 3.810 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru María Rós Baldursdóttir og Rúnar Pétur Þorgeirsson. H elgi fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akraness 1950, stund- aði prentnám í Ísafoldarprentsmiðju og lauk þaðan prófi í ársbyrjun 1957. Þá lauk hann prófi frá Lögregluskóla ríkisins 1967. Helgi var starfsmaður Akraness- kaupstaðar og ÍA 1956-58 og starfs- maður Sementsverksmiðju ríkisins 1958-64. Hann gerðist lögreglumaður á Akranesi 1964, var skipaður varð- stjóri þar 1966, varð rannsóknarlög- reglumaður hjá Sakadómi Reykjavík- ur 1972 og skipaður deildarstjóri þar 1976, varð rannsóknarlögreglumaður hjá RLR 1977, skipaður lögreglu- fulltrúi þar sama ár og skipaður yf- irlögregluþjónn RLR 1984. Helgi er í hópi þekktustu knatt- spyrnumarkmanna hér á landi, lék knattspyrnu með liðum Skagamanna og Vals um árabil og 25 landsleiki. Hann varð Íslandsmeistari með ÍA 1957, 1958 og 1960. Leikmaður knatt- spyrnufélagsins Kára um árabil, var formaður þess og síðar heiðursfélagi, sat í stjórn ÍA og í ýmsum nefndum á vegum þess, sat um skeið í stjórn knattspyrnufélagsins Vals, í stjórn KSÍ 1969-84, varaformaður þess Helgi Daníelsson, fyrrv. yfirlögregluþjónn – 80 ára Á Melavellinum 1960 Helgi og Steindóra, ásamt sonunum, Helga Val, Friðþjófi Arnari og Steini Mar. Landsliðsmarkmaður og lögga af Skaganum Yfirlögregluþjónn Helgi Dan er hann tók við af Nirði Snæhólm hjá RLR 1984. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.iswww.gilbert.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.