Morgunblaðið - 16.04.2013, Side 36

Morgunblaðið - 16.04.2013, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Í dag ættir þú að skoða hvernig þú tjáir þig við aðra. Síðan skaltu hafa það huggulegt með fjölskyldunni. Ekki lána pen- inga eða persónulega hluti í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Systkini þín gætu látið orð falla sem koma þér úr jafnvægi. Kynntu þér gang mála og þú munt sjá margt sem nýtist þér núna 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sjötta skilningarvit tvíburans er í góðu lagi í dag. Hugsaðu þig vandlega um áð- ur en þú velur fjárfestingarkost. Tækifærið býður handan hornsins en vandaðu val þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Búðu þig undir að til einhvers orða- skaks komi á vinnustað. Eitt og annað hefur verið látið reka á reiðanum en nú verður ekki undan því vikist að koma skikki á öll mál. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Spilaðu rétt úr þeim spilum sem lífið hefur gefið þér. Þú ert einbeitt/ur og tilbú- in/n til að hella þér út í vinnu í dag, þá get- urðu líka staðið á þínu, og það geta aðrir líka. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er til einskis að reyna að snúa upp á handleggina á samstarfsmönnum sínum til þess að fá aðstoð þeirra. Líttu í eigin barm og reyndu að koma jafnvægi á líf þitt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Kepptu við sjálfa/n þig og þú munt nýta alla þína hæfileika. Gefðu sköpunarkrafti þín- um lausan tauminn og njóttu þess sem þú ert að gera og skapa. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gengur með margar djarfar hugmyndir í maganum og getur ekki lengur vikist undan því að hafa frumkvæði að lausn mála. Dagurinn er kjörinn til samningagerðar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Enginn er fullkominn á öllum sviðum og aðalmálið er að þú sért ánægður með sjálfan þig. Með réttu hugarfari er allt mögulegt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ósamlyndi í vinnunni eykur lík- urnar á því að steingeitin verði fyrir óhappi. Tilfinningarnar eiga það til að hlaupa með þig í gönur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Farðu varlega í öllum viðskiptum og þá sérstaklega fasteignaviðskiptum. Farðu endilega í ferðalag, ef tækifæri gefst á næst- unni. Einbeittu þér að styrkleikum þínum, þú býrð yfir mörgum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Heimili, fasteignir og málefni fjöl- skyldunnar eru efst á baugi á þessu ári. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi. Mætur hagyrðingur ÓlafurHalldórsson er fallinn frá. Kristján Eiríksson rifjar upp vísu sem Ólafur ætlaði að senda Þór- bergi Þórðarsyni þegar haldið var upp á áttræðisafmæli hans 12. mars 1969, en varð of seinn að koma henni til hans. Fögur er sól við fjallabrún. Á ferli er eldgamall raftur og hleypur um æskunnar Halatún að hitta sjálfan sig aftur. Fyrr á þessu ári sendi Ólafur vísnagátu á Leirinn, póstlista hagyrðinga, sem var svohljóð- andi: Það sem tengir bát og bað og breytir ull í vaðal, findu þetta, fest er það framan á langan kaðal. Það er aldrei lognmolla í kring- um Sigrúnu Haraldsdóttur. En óhætt er að segja að veðrið hafi látið óvenjuilla er hún var í gönguferð á dögunum og orti: Norðanbál mér gerði grikk, er glöð var úti að flakka, fésið allt með feikna rykk fauk aftur á hnakka. Friðrik Steingrímsson prjónaði við vísu Sigrúnar: Sigrún engin sýndi grið sénsinn vildi taka, sneri sér í snatri við og snjáldrið fauk til baka. Ármann Þorgrímsson kastar fram: Langar eru leiðirnar liggja upp í móti vegirnir til velsældar varðaðir með grjóti. Einar Jónsson frá Litlu Drag- eyri í Skorradal gekkst undir að- gerð á sjúkrahúsi og var vel frá öllu gengið áður en aðgerð hófst: Sjúkrahússtúlkunum seint mun ég gleyma, svolítið fór mig að langa í geim. Þær tjóðruðu Grána í túninu heima til þess hann færi ekki í blettinn hjá þeim. Páll Imsland bregður á leik í limru: Hún Dísa var dálagleg hánta sem dreymdi’ um allt annað en skáta. Í kinnum svo rjóð hún kyrjaði’ af móð: „Það er draumur að vera með dáta.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af vísnagátu, snjáldri og æskunnar Halatúni Í klípu „Ó, AFSAKIÐ! VITLAUST NÚMER!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SVONA, ÉG HEF EKKI ALLAN DAGINN. KOMDU ÚT ÚR SKÁPNUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... brennandi heit. ÉG KEYPTI NÝ GLUGGA- TJÖLD, GRETTIR. ÞAU ERU FYRIR FÓLK SEM Á GÆLUDÝR. FOR- RIFIN. ÉG SÉ NÚ EKKI GAMANIÐ VIÐ ÞAÐ. HVAÐA STJÓRNSKIPU- LAG TELUR ÞÚ VERA BEST, HRÓLFUR? EINRÆÐISRÍKI SEM ER STJÓRNAÐ ÚR EINUM KASTALA SEM ER Í ALFARALEIÐ. AF HVERJU? ÞVÍ ÞAÐ ER AUÐVELT OG ÁBATASAMT AÐ RÆNA ÞÁ. Víkverji hefur nokkrum sinnumkíkt á Slippbarinn og líkað vel, a.m.k. hafa ljúfar veitingar í fljótandi formi runnið ljúflega niður kverk- arnar að kvöldlagi um helgar. Víkverji hefur hins vegar ekki fengið sér að borða á Slippbarnum og eftir að hafa heyrt raunasögu eins kunningja er ekkert víst að leiðin liggi þangað aft- ur. x x x Þannig er að kunningi Víkverja fórút að borða ásamt nokkrum vinnufélögum þar sem verið var að kveðja einn úr hópnum sem var að hætta störfum. Eftir kvöldverðinn kom að því að gera upp og var óskað eftir því að skipta greiðslu fyrir einn réttinn niður á hina. Það var auðsótt mál og gengu allir glaðir í burtu, eða þar til einn í hópnum fór að kíkja á kvittunina. Þá kom í ljós að allir höfðu verið ofrukkaðir sem munaði sam- anlagt um eina máltíð. x x x Kunningi Víkverja tók að sér að fáþetta leiðrétt og fór við fyrsta tækifæri á vettvang til að fá upphæð- ina endurgreidda. Þá var það ekki hægt beint yfir borðið, heldur varð að gefa upp reikningsnúmer til að leggja inn á. Voru fögur loforð gefin um að ganga frá þessu sem fyrst. Síðan eru liðnar tvær vikur og ekkert gerst enn, þrátt fyrir að kunningi Víkverja hafi í tvígang hringt á Slippbarinn og ýtt á eftir greiðslu. x x x Ekki er um neina risafjárhæð aðræða en kunningi Víkverja er prinsippmaður með sjálfsagða og eðli- lega kröfu á fyrirtæki sem ofrukkaði sína viðskiptavini. Víkverji hefur enga lyst á að versla við Slippbarinn frekar ef þetta er þjónustan sem boðið er upp á. Í þessu tilviki fór umræddur kunningjahópur glaður frá borði en það hefur breyst til hins verra. x x x Þetta litla dæmi virðist sýna hversuauðvelt er að ofrukka við- skiptavini og vonandi stunda veitinga- hús það ekki þegar komið er fram á nótt að ofrukka fólk með mismikla meðvitund. Margur neytandinn er nógu slyppur og snauður til að ekki sé bætt þar í. víkverji@mbl.is Víkverji Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. (Lúkasarguðspjall 2:11) www.nortek.is Sími 455 2000 Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu, miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á öryggiskerfum. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is FYRIRTÆKJAÖRYGGI • Aðgangsstýring • Brunakerfi • Myndavélakerfi • Innbrotakerfi • Slökkvikerfi / Slökkvitæki • Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur • Áfengismælar / fíkniefnapróf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.