Morgunblaðið - 16.04.2013, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013
Kvikmyndin Óminni (Obli-vion) er veisla fyrir augaðþar sem íslenskt landslager í stóru hlutverki.
Myndin gerir hins vegar sterka kröfu
til þess að allri hugsun sé ýtt til hlið-
ar, hvað þá gagnrýnni hugsun, því að
vart stendur steinn yfir steini í
söguþræðinum.
Tom Cruise leikur Jack Harper,
sem hefur verið falið tímabundið
verkefni á jörðu niðri að gera við
ómönnuð loftför. Jörðin er óbyggileg
eftir kjarnorkustríð mannkyns við
geimverur, sem hugðust leggja hana
undir sig og höfðu kallað miklar nátt-
úruhamfarir yfir jarðarbúa með því
að sprengja tunglið. Mannkynið vann
reyndar stríðið, en hefur nú flúið til
Títans, eins af tunglum Satúrnusar,
og sækir orku í vatnið á jörðunni.
Ómönnuðu loftförin eiga að verja
orkuverin fyrir skæruliðahópum
geimvera, sem gera árásir að nóttu
til. Harper til fulltingis er kona að
nafni Victoria.
Í upphafi kemur fram að minni
þeirra hafi verið þurrkað út áður en
þau voru send í verkefnið. Jack birt-
ast þó draumsýnir þar sem hann allt-
af hittir sömu konuna á útsýnispalli
Empire State-byggingarinnar í New
York sem fyrir tilviljun er á vakt-
svæði viðgerðarmannsins.
Í Jack blundar uppreisn, hann hef-
ur gert sér afdrep á jörðu niðri þar
sem hann hlustar á Procol Harum og
les ljóð eftir Hóras, en Victoria, sem
af einhverjum ástæðum er alltaf með
þanin sjáöldur þegar myndavélin fer í
návígi við hana þannig að hún lítur út
eins og hún hafi verið forrituð, reynir
að hemja hann. Brátt sækja hins veg-
ar efasemdir á Jack um að allt sé sem
sýnist.
Gott og vel.
Það er lúalegt að eyðileggja fléttur
í kvikmyndum, þar sem óvæntar
vendingar eiga að koma áhorfand-
anum í opna skjöldu, og því skulu slík
spellvirki ekki unnin hér, en ætti að
telja upp allar mótsagnir og veikleika
söguþráðarins yrði listinn ærið
langur.
Tom Cruise er einn af hæst laun-
uðu leikurum Hollywood. Hann kann
enn að leggja undir sig hvíta tjaldið
með perluhvítu brosi sínu – ungæð-
islegur þótt orðinn sé fimmtugur – og
nýtur sín í hlutverki sínu í þessari
geimhasarmynd. Tæknibrellurnar
eru hinar æsilegustu og fer vel um
framtíðartryllitæki myndarinnar í
urð og grjóti íslensks hálendis, sem á
að hylja háhýsin á Manhattan.
Myndin er vel gerð og hægt að
hafa gaman af sjónarspilinu, en til
þess að njóta hennar fyrir alvöru er
best að skilja skynsemi og gagnrýna
hugsun eftir í fatahenginu.
Óminni Tom Cruise og Olga Kurylenko í hlutverkum sínum í geimhasarmyndinni Oblivion með íslenskt landslag í
bakgrunni. Myndin er mikið sjónarspil, en söguþráðurinn stenst hvorki nána skoðun né yfirlegu.
Vísindaskáldskapur í
íslenskri kjarnorkuauðn
Óminni (Oblivion)
bbmnn
Leikarar: Tom Cruise, Olga Kurylenko,
Andrea Riseborough, Morgan Freeman
og Nicolaj Coster-Waldau. Leikstjóri: Jo-
seph Kosinski. Handrit: Joseph Kosinski
og Karl Gajdusek. Bandaríkin, 126 mín.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Eins og búast mátti við skaust
Oblivion með Tom Cruise beint á
toppinn eftir fyrstu sýningarhelgi
hér á landi. Myndin er sýnd í átta
sölum og sáu nánast þrisvar sinn-
um fleiri hana um helgina en
næstu mynd á aðsóknarlistanum.
Margir hafa beðið spenntir eftir
að sjá hvaða tökum íslenska víð-
ernið væri tekið, og hversu mikið
eyðisöndunum norðanlands væri
breytt í framtíðarsýn sögunnar. Í
breska dagblaðinu The Independ-
ent fær myndin þrjár stjörnur, er
sögð lítil saga að upplagi sem hafi
verið blásin upp með þátttöku
Tom Cruise í ævintýrinu. Útlit
myndarinnar er sagt stórfenglegt,
allt frá svörtum söndum Íslands
til tærra tæknigaldranna sem líti
út eins og Apple hafi staðið að
þeim.
Teiknimyndin Croods er í öðru
sæti en hún hefur nú verið sýnd
yfir þrjár helgar, og þá kemur að
annari mynd sem er ný á lista,
The Incredible Burt Wonderstone.
Ófeigur snýr aftur, gamansaga
Ágústs Guðmundssonar með
Ladda í aðalhlutverki, er í fimmta
sæti aðsóknarlistans en hátt á átt-
unda þúsund manns hafa séð
myndina sem gagnrýnandi Morg-
unblaðsins gaf hin bestu meðmæli.
Bíólistinn 12.-14. apríl 2013
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Oblivion
Croods
The Incredible Burt Wonderstone
G.I.Joe: Retaliation
Ófeigur Gengur Aftur
Side Effects
Jagten (The Hunt)
Safe Haven
Admission
Jack The Giant Slayer
Ný
2
Ný
1
3
4
8
10
7
6
1
3
1
2
3
2
8
4
2
4
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Oblivion og Ísland vinsæl
Kempulegur Tom Cruise er í aðalhlutverki útlitsfagurrar Oblivion.
Bíóaðsókn helgarinnar
Langtímaleiga
www.avis.is
52.100 kr. á mánuði og allt
innifalið nema bensín!*
Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða
kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
*Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu.
Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp!
ÞRIÐJUDAGS
TILBOÐ Í DAG
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKARMYNDIR
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
OLYMPUSHASFALLEN FORSÝNINGKL. 8
BURTWONDERSTONE KL.5:50-8-10:30
BURTWONDERSTONE VIP KL. 5:50 - 8
G.I. JOE:RETALIATION3D KL. 5:40 -8 -10:20
G.I. JOE:RETALIATION2D KL.5:40
SIDEEFFECTS KL.5:40-8-10:20
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.8-10:10
JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.10:10
OZ:GREATANDPOWERFUL KL.5:20
KRINGLUNNI
OBLIVION KL. 5:20 - 8 - 10:40
BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:10
SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20
ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50
OBLIVION KL. 5:30 - 8 - 10:30
BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:20
G.I. JOE:RETALIATION3DKL. 8 -10:30
SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20
ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50
JACKTHEGIANTSLAYER2D KL.5:30
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
OBLIVION KL. 8 - 10:30
BURTWONDERSTONE KL. 8 - 10:30
G.I.JOE:RETALIATION2D KL.5:40
THECROODS ÍSLTAL KL.5:50
AKUREYRI
BURTWONDERSTONE KL.5:50-8-10:10
JACKTHEGIANT-SLAYER KL. 5:50
SIDEEFFECTS KL. 10:10
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 8
H.S. - MBL
THE NEW YORK TIMES
LOS ANGELES TIME
WALL STREET JOURNAL
TIME
NÝJASTA MYND STEVEN SODERBERGH
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS
T.V. - BÍÓVEFURINN
VJV, SVARTHÖFÐI
STÓRMYNDIN SEM TEKIN
VAR UPP Á ÍSLANDI
T.K., KVIKMYNDIR.IS
MÖGNUÐ GRÍNMYND
STEVE CARELL JIM CARREY
FORSÝND
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐÞ
RIÐJ
UDAG
STILB
OÐ
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ