Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2013 Matur og drykkir G estirnir fengu þau skilaboð að það yrði borðað utandyra, hvernig sem viðraði. Veðrið leit vel út um eftirmiðdaginn og sólin lét sjá sig en þung ský færðust nær. Hafdís Harðardóttir, sem er kennari í Landakotsskóla, var lengi að nostra við borðið á pallinum. Blóm voru sett í krukkur, kveikt á kertum og lagt á borð. „Okkur Jóa finnst dásamlegt að halda mat- arboð,“ segir Hafdís, en þau gera mikið að því að bjóða fjölskyldu og vinum í mat. Kokkurinn Jóhann Jónsson, var löngu búinn að undirbúa matinn fyrir kvöldið. „Þetta er það skemmtilegasta sem hann gerir, stundum kemur hann þreyttur heim eftir langan dag í vinnunni, þar sem hann er búinn að elda allan daginn, og fer beint í eldhúsið að elda!“ segir Hafdís, sem er alsæl að vera gift kokki. „Ég fæ alltaf eitthvað gott.“ Tilbúin með regnkápur Dimmur skýjabakki færðist yfir bæinn og tók að hellirigna og leit út fyrir blautt borðhald. Gestirnir, sumir hverjir, klæddu sig í föðurland og ullarsokka og voru tilbúnir með regnkápur. En þegar líða fór að matartíma var sem skrúfað væri fyrir krana og sólin braust fram úr skýjunum nákvæmlega á hárréttum tímapunkti. Þegar búið var að þurrka bleytuna af diskum og stólum var sest að snæðingi og sólin skein skært á þessu fallega júníkvöldi. Best geymda leyndarmálið Jói er eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg. Það leikur allt í hönd- unum á honum og töfrar hann fram gómsæta rétti fyrirhafnarlaust, að því virðist. Í Ostabúðinni er lítill hádegisveitingastaður í kjallara sem er alltaf með einn fiskrétt á boðstólum og segja sumir að stað- urinn sé eitt best geymda leyndarmál borgarinnar. Þó vita greinilega margir af honum, því smekkfullt er þar á hverjum degi og oft beðið í röð eftir borði. „Fiskur er í uppáhaldi hjá mér að elda, hann krefst meiri natni en kjöt,“ segir Jói. Jói, sem er vanur að elda ofan í hundrað manns í einu, átti ekki erfitt með að galdra fram máltíð fyrir fjölskylduna og gesti. Hann segist ekki fá leið á eldamennsku. „Mér finnst alltaf gaman að elda, annars væri ég löngu hættur þessu,“ segir hann. Að þessu sinni var boðið upp á uppáhaldsmatinn hennar Hafdísar, grillaðan lax, risotto og ferskt sumarsalat. Hafdís leggur sitt af mörkum þegar kemur að borðskreytingum. Jói er á heimavelli í eldhúsinu sínu í Garðabænum. MATARBOÐ Í KVÖLDSÓL Nostrað við borðið *„Það er dásamlegtað vera giftkokki, ég fæ alltaf eitt- hvað gott!“ Soffía, Bragi, Andri Már, Hafdís, Logi, Jói, Sindri, Arnar Bragi og Ágúst Ingi nutu sín vel í fyrsta sólarmatarboði sumarsins. SUMARIÐ LÉT LOKS SJÁ SIG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ÞEGAR HAFDÍS OG JÓI ÁKVÁÐU AÐ BJÓÐA TIL VEISLU Á PALLINUM HJÁ SÉR. GESTIRNIR VORU TILBÚNIR MEÐ REGN- KÁPUR TIL VONAR OG VARA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is iceberg klettasalat lambhagasalat tómatar paprika mosarella gruyer-ostur parmesan-ostur fetaostur ferskar fíkjur þurrristaðar furuhnetur basil-olía estra lagerað balsamic hráskinkusneiðar Salatið hentar vel eitt og sér eða með aðalréttinum. Sumarsalat

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.