Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 10
Flugan Íslenska býflugan er af góðum stofni frá Álandseyjum. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Þetta er rosalega skemmti-legt verkefni. Ég er aðskoða þetta sérstaka sam-félag býræktenda á Ís- landi. Áður en ég hóf gerð þessarar myndar vissi ég ekki að þeir væru svona margir. Það sem mér finnst líka svo áhugavert er að skoða þessar ólíkar aðstæður býflugnanna. Bragð hunangsins fer til dæmis mjög mikið eftir næringu flugnanna eða hvaða plöntur og jurtir eru í kringum þær.“ segir Malín Brand sem vinnur nú hörðum höndum við gerð heimild- armyndar um býflugnarækt á Ís- landi. Félag býræktenda á Íslandi falaðist eftir að fá Malín í verkið og hún ákvað að slá til. „Það er alveg svakalega skemmtilegt að skoða bý- fluguna og hvernig hún byggir upp samfélag sitt, sem er eitthvað svo fullkomið. Drottningin er náttúru- lega aðalskvísan sem stýrir búinu og gerir allt. Síðan eru svokallaðir druntar í búinu en þeir eru karlkyns og það eina sem þeir gera í raun og veru er að búa til ungviði. Vinnubý- flugurnar eru kvenkyns og sjá meðal annars um að færa druntunum nær- ingu. Svo er vinnufólkið allt kvendýr sem meðal annars þjónar drunt- unum. Mér fannst líka forvitnilegt að komast að því hvers vegna fólk fer út í þetta og niðurstaðan virðist vera sú að þetta sé í flestum tilfellum ástríða. Bæði er fólk heillað af afurðinni, hun- anginu, og svo líka dýrinu sjálfu sem er svo magnað og einstakt að kynn- ast, þó að maður kynnist auðvitað ekki hverri og einni flugu persónu- lega,“ segir Malín og hlær. Býflugur ekki það sama og geitungar Malín hefur sjálf alltaf haft áhuga á skordýrum og aldrei óttast þau. „Mig langar með þessari mynd að sýna muninn á þessum svokölluðu randaflugum, en það er í sjálfu sér ekki til sem tegundarheiti. Humlur eru þessar stóru hlussuflugur sem eru eins og þyrlur þegar þær taka á loft og svo eru auðvitað geitungarnir sem fólki líkar ekkert allt of vel við Býflugnasuðið hefur róandi og góð áhrif Á Íslandi eru 86 býflugnaræktendur sem halda úti um 140 búum víðsvegar um landið. Þessa tölfræði er fréttakonan Malín Brand með á hreinu enda eyðir hún stórum hluta af sumarfríinu sínu í að gera heimildarmynd um býflugnaræktun hér á landi. Hún hefur varið svo miklum tíma með býflugum að hana er farið að dreyma þær. Malín vill þó meina að draumarnir geti seint talist martraðir. Fjölhæfni BMW í eigu Malínar fær yfirhalningu frá eigandanum. Ræktun Nýliðar í býflugnarækt læra hér að opna bú og skoða ramma. Flug- urnar stinga ekki nema þær haldi að það sé verið að ráðast á þær. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2013 FYRIR ÓLITAÐ HÁR SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á FYRIR HÁRLOSFYRIR ALDRAÐ HÁR FYRIR ÚFIÐ HÁR FYRIR LJÓST HÁR FYRIR ÞURRT HÁR FYRIR KRULLAÐ HÁR SÖLUSTAÐIR REDKEN SENTER SCALA SALON VEH SALON REYKJAVÍK PAPILLA N-HÁRSTOFA LABELLA MENSÝ MEDULLA KÚLTÚRA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA FAGFÓLK BEAUTY BARFYRIR FÍNGERT HÁR FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR SKEMMT HÁR FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ Þarf hárið raka eða prótein? PróteinRaki Hátíðin Sumartónleikar í Skálholts- kirkju hefur staðið yfir frá því 23. júní en henni mun ljúka 4. ágúst næst- komandi. Um er að ræða hátíð sem fyrst var haldin árið 1975 en síðan þá hafa staðið yfir tónleikar í sex vikur í senn á hverju sumri í Skálholtskirkju. Hátíðin er stærst sinnar tegundar hér á landi en hana sækja nokkur þúsund manns ár hvert og fer hún vaxandi. Í kvöld klukkan 20 mun Skálholts- kvartettinn flytja strengjakvintetta eftir Michael Haydn, Mozart, Schu- bert og Bruckner. Klukkan 15 á laug- ardaginn mun Kór Breiðholtskirkju meðal annars flytja ný verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og mótettuna Jesu Meine Freunde eftir J.S. Bach auk þess sem Skálholts- kvartettinn mun flytja verk síðar um kvöldið. Vefsíðan www.sumartonleikar.is Kvartett Tónleikarnir hafa verið haldnir frá því árið 1975 og fara stækkandi. Sumartónleikar í Skálholtskirkju Mikið verður um að vera í kringum Bryggjuhátíðina á Drangsnesi en hún fer fram í átjánda sinn á laug- ardaginn. Eitthvað verður í boði fyrir alla aldurshópa en hátíðin hefst venju samkvæmt á dorgveiðikeppn- inni í Kokkálsvík. Þar á eftir tekur við sjávarréttasmökkun, markaðs- stemning og kórsöngur. Skemmt- unin dreifist síðan um þorpið og verður meðal annars boðið upp á knattspyrnuleik, söngkeppni og grill- veislu auk þess sem haldinn verður stórdansleikur í samkomuhúsinu Baldri þar sem Stuðlabandið mun troða upp. Íbúar Drangsness taka einnig virk- an þátt í hátíðinni og munu meðal annars keppa sín á milli í fugla- hræðugerð. Það verður einnig boðið upp á siglingar yfir í Grímsey auk þess sem heitu pottarnir í fjöru- borðinu verða opnir öllum. Myndlist- arsýning verður haldin í Grunnskól- anum á Drangsnesi og munu þrír ættliðir kvenna sýna list sína en það eru þær Lilja Sigrún Jónsdóttir, Ásta Þórisdóttir og Silja Ástudóttir. Endilega… … skellið ykkur á Bryggjuhátíð Hátíð Margt verður í boði á Drangsnesi um helgina fyrir alla aldurshópa. Stórhljómsveitin Orphic Oxtra mun efna til hljómleika á Faktorý á þriðju- daginn næstkomandi. Alls eru það þrettán tónlistarmenn sem spila meðal annars á hverskyns hljóðfæri sem standa á bak við sveitina sem er þekkt fyrir skemmtilegar tónsmíðar sem eru gjarnan undir áhrifum frá Balkanskaganum. Tónleikarnir hefj- ast klukkan hálftíu, allir velkomnir og frítt inn. Tónlist með balkönsku ívafi Orphic Oxtra á Faktorý Morgunblaðið/Eggert Faktorý Tónleikar á þriðjudaginn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.