Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2013 Garðabær Katrín Eva fæddist 4. mars kl. 11.23. Hún vó 3.290 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Berglind Eik Guðmundsdóttir og Pétur Ingi Guðmundsson. Nýir borgarar Ástríður Jónsdóttir, nemi við Listaháskóla Íslands, fagnar 22ára afmæli sínu á Seyðisfirði í dag. Þar er hún stödd í tilefniaf listahátíðinni LungA. „Ég er á Seyðisfirði og verð þar með sýningu ásamt þremur vinkonunum mínum. Við erum að fara að opna hana núna á föstudaginn,“ segir Ástríður sem segist þó ekki geta gefið miklar upplýsingar um myndlistarsýninguna. Spurð að því hvort sýningin hennar sé hluti af listahátíðinni segir Ástríður svo ekki vera heldur sé um að ræða sjálfstæða sýningu utan dag- skrár hátíðarinnar (e. off venue). „Ekkert sérstaklega, við erum svona hálfgerðar boðflennur hérna á sýningunni og bara svolítið eitthvað að prakkarast með þetta,“ segir Ástríður spurð að því hvort hún vonist til að selja einhver verk á myndlistasýningunni. Að sögn Ástríðar er 19 ára afmælisdagurinn hennar sérstaklega minnisstæður, en þá var hún, líkt og í ár, viðstödd LungA. „Ég fann ekki vini mína rétt fyrir miðnætti, þannig að ég var í hálfgerðri fýlu og fór inn á staðina þar sem við gistum. Svo missti ég af því þegar klukkan sló og á miðnætti voru vinir mínir búnir að koma því í kring að hljómsveitin sem var að spila óskaði mér til hamingju á sviðinu. Síðan rændu þau mér og bundu fyrir augun og hendur og báru mig í óvissuteiti,“ segir Ástríður. skulih@mbl.is Ástríður Jónsdóttir er 22 ára í dag Ljósmynd/Magnús Andersen Afmæli Ástríður (t.h.) ásamt Brynju Hjálmsdóttur (t.v.), samstarfs- konu sinni hjá Bíó Paradís. Ástríður fagnar 22 ára afmæli sínu í dag. Var „rænt“ á afmælisdeginum Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Þessi hópur kom færandi hendi með 34.427 kr. til styrktar Rauða krossinum. Þau hafa haldið tóm- bólur í fyrrasumar og einnig í sumar. Þau heita: Hálfdán Helgi Matthíasson, Hjör- dís Anna Matthías- dóttir, Matthías Dav- íð Matthíasson, Elín Edda Jóhannsdóttir, Daníel Orri Woodard, Bergdís Rúnars- dóttir og Aðalbjörn Snævarr Hólm. Hlutavelta 27. júlí - 10. ágúst - UPPSELT 24. ágúst - 7. sept. www.nordichealth.is Upplýsingar og pantanir í síma 822 4844 og á joninaben@nordichealth.is. Heilsumeðferðir Jónínu Ben eru þekktar fyrir að skila árangri, bæta líðan og heilsu. Í samstarfi við lækni hótelsins er unnið einstaklingsmiðað að því að lækna og fyrirbyggja lífsstíls-sjúkdóma svo sem háþrýsting, sykursýki 2, húðsjúkdóma, offitusjúkdóma, streitu, þunglyndi og kvíða. Læknir hótelsins aðstoðar fólk við að losa sig við lyf með breyttu mataræði. Mikil fræðsla og hreyfing er í boði eftir því sem fólk treystir sér til. Meðferðin er 2 vikur en hafi fólk komið áður er í lagi að taka eina viku. Flogið er til Gdansk þar sem leigubíll bíður. Það er einlæg skoðun mín að þegar við föstum á sérfæði Dr. Ewu Dabrowsku, í kyrrð og í ró með uppbyggilegu fólki, náum við jafnvægi. Jafnvægi til anda, sálar og líkama. Flest verðum við fyrir áföllum í lífinu og stundum ráðum við ekki við líf okkar sjálf. Það er eðlilegt! Því heiti ég því að hjálpa þér, sama hvort um er að ræða lífsstíls- sjúkdóma eða aðra vanlíðan og aðstoða þig í hvívetna. Í Póllandi vinn ég með lækni hótelsins við að gera líf þitt betra og flestir, ef ekki allir, koma heim með nýja og betri sýn á lífið og tilgang þess. Ég hlakka til þess að vinna með þér að betri heilsu! „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón K ristín fæddist í Reykja- vík 18. júlí 1973. Hún bjó fyrstu fjögur árin í Laugarneshverfinu en flutti síðar í Breiðholt- ið og ólst þar upp. Hún gekk í Öldu- selsskóla og þaðan fór hún í Fjöl- braut í Breiðholti og varð stúdent þaðan 1995. Hún lærði grafíska hönnun í Listaháskólanum og út- skrifaðist með BA-gráðu árið 2002, auk þess að taka kennsluréttindi ár- ið 2004 við sama skóla. Kristín hefur kennt í grunn- skólum og leikskólum, m.a. Vík- urskóla, sem nú heitir Kelduskóli, og Öskjuhlíðarskóla sem nú heitir Klettaskóli. Hún hefur verið í fæð- ingarorlofi en hefur vinnu á ný í ágúst í leikskólanum Baugi í Kópa- vogi. Kristín hefur kennt sund á sumarnámskeiðum á vegum ÍTR og líka starfað sem þjálfari hjá sund- deild Fjölnis. Kristín Rós Hákonardóttir, kennari og fv. sunddrottning – 40 ára Ólympíugull Kristín Rós í Aþenu með gullverðlaunin fyrir 100 metra baksund. Er ánægð með sund- ferilinn í heild sinni Í Lausanne Kristín tekur við viðurkenningu sem íþróttakona árs- ins 2004 frá Alþjóðaólympíuhreyfingunni og Eurosport. Fjölskyldan Kristín með börnunum sínum, Guðrúnu Rósu og Hákoni Helga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.