Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Rósa Braga Áhugafólk Fréttakonan Malín Brand og sonur hennar Óðinn Kári Stefánsson vita orðið margt um býflugnarækt. en ruglar oft saman við býflugurnar sem fólk er að rækta.“ Þó að mörg- um sé illa við flugur gera flestir sér grein fyrir mikilvægi þeirra fyrir líf- ríkið í heild sinni. Náttúran væri til dæmis ekki eins fjölbreytt ef bý- flugna nyti ekki við. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað það er mikil ástúð í þessari umönnun hjá fólki og það er eins og það elski þessi dýr. Það tók mig smá tíma en ég er farin að skilja það mjög vel núna. Það er róandi að vera í kringum bý- flugnasuðið og þetta hefur góð áhrif á fólk.“ Þegar vinna þarf með búin og þau eru tekin í sundur er reykur settur upp í þau áður en búið er opn- að. „Þetta er gert því að þá upplifa flugurnar að það sé að koma skógar- eldur og halda kyrru fyrir og verða rólegar og hætta að þeytast út um allt. Það er mjög merkilegt að sjá þetta.“ Flugnastungur við gigt Malín heimsækir stóran hluta býflugnaræktenda hér á landi og Óð- inn, fjögra ára sonur hennar, fer gjarnan með henni. „Hann heldur á linsum og linsulokum og aðstoðar mig. Þegar maður er kominn á stað- inn þá er maður ekkert að hugsa um að vera hræddur. Maður gleymir sér alveg yfir þessu. Þetta er svo ólíkt öllu öðru lífríki sem ég hef kynnst. Maður fer inn í einhvern „míkró- kosmós“ og fær í raun flugur á heil- ann og fer síðan að dreyma þær. Það er reyndar mjög jákvætt og þetta eru alls engar martraðir.“ Hunang hefur lengi talist sæl- kerafæði og íslensk framleiðsla fæst meðal annars í mörgum sérversl- unum hér á landi. „Á biblíutímum var hunangið álitið hálfgerð guðsgjöf og einskonar lífselexír. Hunangið er af mörgum talið allra meina bót og það hefur meðal annars reynst vel gegn sýkingum. Svo eru einhverjir sem segja að býflugnastungur virki í sumum tilvikum vel á gigt þó að það sé auðvitað umdeilt.“ Góður stofn á Íslandi Íslendingar fá býflugurnar frá Álandseyjum og eru þá keyptir svo- kallaðir býpakkar þar sem hver inni- heldur eina drottningu og fjölda af flugum. „Það er svolítið merkilegt að segja frá því að flugurnar í Álands- eyjum og þar af leiðandi flugurnar hér eru þær einu sem eru án ein- hvers konar óværu sem herjar á bý- flugur út um allan heim og er hugs- anlega eitt af því sem er að drepa þær. Býflugur í heiminum eru að hverfa og þess vegna er svo mikil- vægt að viðhalda ræktuninni. Menn vita svo sem ekki nákvæmlega hvað það er sem er að drepa þær en í Bandaríkjunum er búinn að vera 50- 90% dauði í ræktunum síðustu ár. Það hefur haft mikil áhrif eins og í tómatarækt, eplarækt, möndlurækt og fleira. Þegar flugurnar hverfa þurfa menn að gera allt handvirkt og það skilar sér ekki eins vel. Það er eitt og annað sem er rætt um að sé að herja á býfluguna, það er talað um eitur, sníkil og sumir segja að farsím- arnir séu að drepa þær með því að trufla segulsvið þeirra. Við erum svo heppin að vera með þennan stofn frá Álandseyjum sem er mjög sterkur.“ Aldrei verið stungin Mynd Malínar sem gengur und- ir vinnuheitinu Bý verður tilbúin í haust. Malín hefur gert allt sjálf fyrir utan að klippa en hún fékk Ævar Jó- hannsson kvikmyndagerðarmann til verksins. „Við ákváðum að drífa í þessu í sumar og nú vonar maður að einhver rosalega ríkur sem hefur ekkert við peningana sína að gera leggi pening í býflugnamyndina. Ég held að þessi mynd eigi eftir að eiga erindi við alla og ég held að það sé gott fyrir fólk sem er hrætt við bý- flugur að horfa á þessa mynd. Ég hef sjálf aldrei verið stungin við gerð myndarinnar en ég er samt alveg of- an í þeim. Erling Ólafsson skordýra- fræðingur sem hefur verið mér innan handar við gerð myndarinnar út- skýrir reyndar í myndinni að það sé til skordýrafóbía á mjög alvarlegu stigi og maður má að sjálfsögðu ekki gera lítið úr því ef fólk getur ekki hugsað sér að hafa bú í hverfinu.“ Áhugamál Malínar eru ekki þau hefðbundnustu en hún getur gleymt sér yfir gömlum bílum á milli þess sem hún skrifar fréttir og fræðir al- menning um býflugur. Hún hyggst nú gera upp Landrover af 62-árgerð í nýja bílskúrnum sínum á Selfossi og segir ekki ólíklegt að hún eigi líka eftir að fara út í býflugnarækt sjálf innan tíðar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2013 Fjarðarkaup Gildir 18.-21. júlí verð nú áður mælie. verð Nautainnralæri úr kjötborði......... 2.798 3.398 2.798 kr. kg Lambaprime úr kjötborði ............ 2.898 3.298 2.898 kr. kg Svínalundir úr kjötborði .............. 1.698 2.398 1.698 kr. kg Hamborgarar, 2x115g m/brauði . 420 504 420 kr. pk. Fjallalambs frosið súpukjöt......... 623 779 623 kr. kg Fjallalambs skyndigrill................ 1.898 2.379 1.898 kr. kg Ísfugl kjúklingabringur ................ 1.998 2.293 1.998 kr. kg SS Raj P’s lambalærisneiðar....... 2.968 3.398 2.968 kr. kg SS ítalsk. grillpylsur, 5 stk. í pk.... 348 431 348 kr. pk. Ísfugl kjúklingav. í hvítlauk .......... 498 644 498 kr. kg Hagkaup Gildir 18.-21. júlí verð nú áður mælie. verð Íslandsnaut hamborg., 2*175 g . 637 849 637 kr. pk. Íslandsnaut hamborg. 2*120 g .. 449 599 449 kr. pk. Íslandsnaut hamb., 4*80g +br. .. 749 999 749 kr. pk. Íslandslamb fille ........................ 3.999 4.999 3.999 kr. kg Holta kjúklingur ......................... 749 999 749 kr. kg Holta kjúklingab, Grand orange... 2.099 2.799 2.099 kr. kg Ísfugl kalkúnalundir ................... 2.399 3.199 2.399 kr. kg Ísfugl kalkúnasneiðar ................. 1.399 1.999 1.399 kr. kg Þín Verslun Gildir 18.-21. júlí verð nú áður mælie. verð Fjallalambs lambalæri úr kjötb.... 1.498 1.798 1.498 kr. kg Fjallalambs lambaprime úr kjötb. 3.498 3.998 3.498 kr. kg Fjallalambs lambafille úr kjötb. ... 3.798 4.498 3.798 kr. kg Ísfugls kjúklingalæri/leggir ......... 999 1.249 999 kr. kg Ísfugls Tex Mex kjúklingav............ 540 675 540 kr. kg Trópí, nýkreistur, 1 ltr .................. 389 549 389 kr. ltr Maryland kex, 172 g .................. 149 189 866 kr. kg Nestlé Kit Kat, 3 stk. .................. 249 345 249 kr. pk. Blue Dragon skyndinúðlur, 85 g .. 79 110 93 kr. kg Helgartilboð Fjölskylduhátíð Austur-Húnvetninga, Húnavaka, verður haldin á Blönduósi nú um helgina en hún er ætíð haldin þriðju vikuna í júlí. Hátíðin hefur upp á margt að bjóða en um er að ræða allsherjar fjölskylduskemmtun þar sem gestir geta meðal annars tekið þátt í söngkeppni, kvöldvöku, yljað sér við varðeld, tekið þátt í fjölda- söng og dansað af sér skóna. Einnig verður grillað og efnt til ýmissa sýn- inga. Húnavakan verður haldin um helgina Morgunblaðið/Ómar Blönduós Það verður meðal annars boðið upp á kvöldvöku og varðeld. Varðeldur á Blönduósi www.volkswagen.is Fullkominn ferðafélagi Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar frá 6.180.000 kr. Volkswagen Tiguan er einn best búni sportjeppinn á markaðnum. Fullkomið leiðakerfi fyrir Ísland sér til þess að þú ratir alltaf rétta leið. Svo getur komið sér vel að hafa rétta aukabúnaðinn. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Volkswagen Tiguan fáanlegur með lykillausu aðgengi Eyðsla frá 5,8l/100 km

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.