Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2013 Sigurður Aðalsteinsson Ragnar Valgeir Jónsson og Þór- hallur Þorvaldsson á Eskifirði gengust fyrir því ásamt Jens Garðari Helgasyni að gerður var minningareitur um látna ástvini í fjarska í kirkjugarðinum á Eski- firði. Þeir félagar ánöfnuðu kirkju- garðinum á Eskifirði reitinn nú ný- lega. Ragnar segir að hugmyndin hafi vaknað hjá sér árið 2006 þegar hann var að ganga um kirkjugarð- inn á Eskifirði. ,,Árið 1979 fórst Hrönnin SH-149 utarlega í Reyðarfirði og með henni sex menn. Einn af þeim sem fórust var föðurbróðir minn, Kjart- an Ólafsson. Allt í einu rann upp fyrir mér ljós að það væri enginn staður í garðinum fyrir þá aðila sem hvíla í votri gröf. Mér fannst nauðsynlegt að hægt væri að hafa stað þar sem hægt væri að heim- sækja og minnast þessara manna á persónulegan hátt,“ segir Ragnar. Reiturinn í sexkanta stíl „Minningarstyttan í miðbænum er góð og gild en mér fannst hún ekki nægilega persónuleg. Ég hafði fljótlega samband við Þórhall Þor- valdsson og fékk hann í lið með mér. Við vorum fljótlega komnir með nokkrar hugmyndir að reitn- um, við ákváðum að nýta hugmynd Kristins Guðmundssonar. Reiturinn yrði sexkanta í stíl við kirkju- og menningarmiðstöðina og fyrir miðju reitsins yrði síðan minnismerki úr stuðlabergi, hvar á hvíldi skúta, sem snýst með vindi, smíðuð af Kristni. Bautasteinar, einnig hannaðir af Kristni, yrðu síðan settir í reitinn þar sem fólk gæti sett platta til minningar um ástvini sína sem hvíldu í fjarska,“ segir Ragnar. Reitnum var valinn staður í norðausturhorni kirkjugarðsins þar sem besta sýnin er út á fjörðinn sem undirstrikar hugmyndina bak við reitinn. Þeir Ragnar og Þórhallur söfn- uðu styrkjum til þess að verkið yrði að veruleika og margir aðilar styrktu verkið með peningum, efni eða vinnu. Byrjað var að byggja reitinn árið 2009. Vélavinna var unnin af Bragasonum, ljós voru lögð í reitinn, bæði í gólf og vegg. Á fallegu vetrarkvöldi gerir sú milda lýsing reitinn enn fallegri. Þeir félagar vona að þessi reitur muni halda utan um minningu þeirra sem hvíla í votri gröf eða í fjarska og hafa aldrei fundist. Minningarreitur fullbúinn  Í kirkjugarðinum á Eskifirði hefur verið tekinn í notkun minningarreitur um látna ástvini í fjarska  Margir styrktu verkið með peningum, efni eða vinnu Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson. Forsvarsmenn Ragnar Valgeir Jónsson og Þórhallur Þorvaldsson í minningarreitnum um látna ástvini í fjarska. Alls hafa selst rúmlega 4.200 tonn af nauta- kjöti á Íslandi síðustu tólf mánuði og er það 3,7% aukn- ing á milli ára. Aftur á móti var heildarsala á kjöti í júní 8,8% minni en í sama mánuði í fyrra og er það m.a. rakið til tíðarfars sunnan- og vestantil á landinu. Salan á kjötinu skiptist þannig að af ungnautakjöti seldist 2.441 tonn, 5,9% aukning, af kýrkjöti seldust 1.705 tonn sem er rúm- lega 1% aukning. Af ungkálfa- kjöti seldust rúm 50 tonn, sem er 13% samdráttur, og af alikálfa- kjöti seldust 17 tonn, sem er 16% aukning. Sem fyrr helst fram- leiðslan alveg í hendur við sölu, en á því tímabili sem hér um ræð- ir voru framleidd 4.223 tonn af nautakjöti. Yfir fjögur þúsund tonn af nautakjöti seld á einu ári Naut Gott á grillið. Gleraugnaverslunin Linsan er flutt úr húsnæði sínu, Aðalstræti 9. Við- skiptavinir Linsunnar þurfa þó ekki að leita langt því verslunin verður tímabundið til húsa í Aðalstræti 10. Verslunin mun fyrr en síðar flytja í varanlegt húsnæði sem nú rís efst á Skólavörðustíg. Birgir Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Ex- press, hefur keypt verslunarrými Linsunnar, Aðalstræti 9, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar starfsemi verður þar til húsa. Linsan flytur á Skólavörðustíg www.gamar.is • Sími 535 2510 www.gamar.is • Sími 535 2510 Allar upplýsingar í síma 535 2510 og á „gardatunnan.is“ Gleðilegt sumar Þá er tilvalið að koma í Berghellu 1 í Hafnarfirði með fötu, poka eða litla kerru og sækja sér moltu eða viðarkurl í garðinn án endurgjalds. Moltuna og kurlið má fá sent heim í stórsekkjum gegn vægu gjaldi. Sjá „gamar.is/moltaogkurl“ Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • www.gamar.is Gardatunnan.is Gardatunnan.is Garðaúrgangur Helstu kostir Garðatunnunnar: • Ódýr leið til að losna við garðaúrganginn. • Losuð á tveggja vikna fresti yfir sumartímann. • Garðatunnan er á hjólum og getur því fylgt þér um allan garðinn. • Það er ótrúlega þægilegt að hafa svona tunnu alltaf við hendina. • Þú losnar við að aka með garðaúrganginn á næstu endurvinnslustöð. • Garðaúrgangurinn fer til moltugerðar hjá Gámaþjónustunni hf. með Garðatunnunni! Vantar þig kraftmikinn jarðvegsbæti? Seljum og sendum moltu og kurl til fagaðila og annarra stórnotenda eftir sérstöku samkomulagi. m ag gi @ 12 og 3. is 21 .8 69

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.