Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 199. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Leita tveggja stúlkna 2. Maðkar átu sig inn í eyra konu 3. Ísland í 8 liða úrslit EM 4. Spá bjartviðri um helgina »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fjórða breiðskífa Emilíönu Torrini verður gefin út alþjóðlega 9. septem- ber nk. og ber hún titilinn Tookah. Síðasta breiðskífa Emilíönu, Me And Armini, kom út árið 2008 og hafa aðdáendur tónlistarkonunnar því þurft að bíða í dágóðan tíma eftir nýrri skífu. Upptökum á plötunni væntanlegu er lokið og vann Emilíana hana í samstarfi við upptökustjórann Dan Carey sem hún hefur starfað með um árabil. „Fyrsta plata mín snerist um að læra að semja tónlist, önnur snerist um að vinna og finna kjarnann í eigin lagasmíðum og textagerð, síðasta plata mín, Me and Armini, snerist um lærdóminn að sleppa. Tookah snýst um leitina að mínum eigin hljómi,“ segir Emilíana um plötuna í tilkynningu. Þau Carey séu að þróast tónlistarlega í nýjar áttir og platan sé fyrir þeim ferðalag inn í nýja hljóðheima tónlistarinnar. Hvað titilinn varðar segir hún Tookah vera orð sem hún hafi búið til, orð sem hún tengi við djúpstæða og ein- staka hamingju. Morgunblaðið/Golli Emilíana gefur út Tookah í september  Tökur á næstu kvikmynd leikstjór- ans Ólafs de Fleur Jóhannessonar, Borgríki II – Blóð hraustra manna, eru hafnar eins og sjá má á Facebook-síðu helgaðri kvikmyndinni. Myndin er fram- hald kvikmyndar Ólafs, Borgríki og er Hilmir Snær Guðnason meðal þeirra leik- ara sem fara með helstu hlutverk í henni. Tökur hafnar hjá Ólafi á Borgríki II Á föstudag Suðvestan 5-13 m/s við suðausturströndina en annars hægari suðlæg eða breytileg átt. Víða dálítil rigning. Hiti 10 til 20 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 3-8 m/s og súld eða rigning með köflum en þurrt að mestu norðaustantil þar sem búast má við allt að 20 stiga hita. VEÐUR Katrín Jónsdóttir, fyrirliði landsliðsins í fótbolta, sagði það aldrei hafa komið til greina að leika sinn síð- asta leik í Växjö í gær en hún hættir að spila með landsliðinu að Evrópu- mótinu loknu. Fyrirliðinn segir allt liðið á sömu bylgjulengd og hún hafi fundið fyrir mikilli stemningu í öllum hópnum fyrir sigurleikinn gegn Hol- landi í gær. »1 Ætlaði aldrei að kveðja í gær KR og Breiðablik eiga heimaleiki í kvöld í Evrópudeildinni en ÍBV er í Serbíu þar sem það mætir sögufrægu liði Rauðu stjörnunnar á heimavelli þess. Hann er jafnan kall- aður „helvíti“ enda stuðningsmenn liðsins blóðheitir. Erfitt verk- efni bíður allra lið- anna. »3 ÍBV leikur gegn Rauðu stjörnunni í „helvíti“ Usain Bolt, heimsmethafi í 100 metra hlaupi, fær ekki samkeppni frá Bandaríkjamanninum Tyson Gay á HM í Moskvu en Gay hafði hlaupið hratt á árinu og virtist líklegur til að skáka þeim besta. Upp kom að Gay studdist við árangursaukandi lyf eins og Jamaíkumaðurinn Asafa Powell. Svona hegðun svertir íþróttina og skemmir fyrir öðrum. »2 Skömmin er þeirra sem skemma fyrir öðrum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Veiðivatnaferðin að þessu sinni skilaði okkur á bilinu 60 til 70 fisk- um. Þeir voru litlir sem stórir og reytingur úr nokkrum vötnum. Gripnir upp hér og þar, enda töluðu veiðiverðirnir um plokkfisk. Það var hægt að plokka þetta upp með lagni og þolinmæði. Best var veiðin líklega árið 2007; þegar góðærið á Íslandi var í hámarki. Það skilaði sér meðal annars í góðri vatna- veiði,“ segir Sigurður Ágústsson í Birtingaholti í Hrunamannahreppi. Með Eiríki bróður sínum, tveim- ur mágum og strákunum þeirra, fór Sigurður í Veiðivötn um sl. helgi. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema því aðeins að 39 ára hefð er fyrir þessum leiðangri hópsins – sem eðli málsins sam- kvæmt hefur breyst nokkuð í gegn- um árin. Ný kynslóð er komin inn og sumir eiga á stundum ekki heimangengt. Kjarninn er þó alltaf hinn sami. Það gildir raunar um marga aðra hópa sem fara saman í veiði á sumrin. Þegar fyrri slætti er lokið Sigurður var aðeins átta ára þeg- ar fór fyrst í Veiðivötn, árið 1974. „Við bræðurnir fórum fyrst í vötnin með stórfjölskyldu og vinum. Um tvítugt varð þetta aðeins laus- ara í reipunum en svo tókum við aftur upp þráðinn og förum alltaf snemma í júlí. Við brottför bókum við alltaf sömu daga árið eftir, það er 11. til 13. júlí, og meira að segja sama veiðikofann. Að því leyti er þetta traustur þáttur í tilverunni. Þessi tími sumarsins hentar okkur líka alveg ágætlega. Þegar hér er komið sögu er fyrri slætti yfirleitt lokið og svigrúm fyrir smá pásu. Þetta er mikið tilhlökkunarefni okkar allra og yngri strákarnir sofa tæplega nóttina fyrir ferð. Sjálfur tek ég þessu hins vegar af miklu æðruleysi,“ segir Sigurður sem var með félögum sínum við Snjóöldu- vatn þegar Morgunblaðið hitti þá. Reykja, grafa og smjörsteikja „Við förum þangað sem veiðist. Oft er fínn og ágætlega stór fiskur, fjögur til sex pund, í Litlasjó og Hraunvötnum sem eru nyrst í þess- um stóra vatnaklasa. Svo hefur oft veiðst ágætlega í Ónefndavatni sunnarlega á svæðinu. Í nokkrum vötnum er fátt að hafa nema smærri fisk sem er um eitt pund að þyngd. Þá stærri má til dæmis grafa eða reykja, en sá smærri er ljómandi góður smjörsteiktur á pönnu,“ segir veiðimaðurinn Sig- urður Ágústsson að síðustu. Plokkfiskur með þolinmæði  Sigurður í Birtingaholti í Veiðivötn í 39 ár Morgunblaðið/Sigurður Bogi Aflakló Sigurður Ágústsson með vænan urriða úr Snjóölduvatni. Hópurinn sem Sigurður tilheyrir hefur í áraraðir farið saman í Veiðivötn og er leiðangurinn öllum mikið tilhlökkunarefni, ekki síst hjá þeim yngstu í hópnum. Sigurður Ágústsson er stórbóndi. Þau Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir eiginkona hans eru í Birtingaholi 4 með um 130 kýr í fjósi og eru ein- hverjir umsvifamestu mjólkur- framleiðendur á Suðurlandi. „Fjóla sér að mestu leyti um fjósið, en ég sæki vinnu út í frá. Maður reynir að bjarga sér og skapa verkefni,“ segir Sigurður sem heldur úti umfangsmiklum at- vinnurekstri. Yfir sumartímann er hann með gengi sem annast hey- skap fyrir bændur í uppsveitum Árnessýslu. Mun láta nærri að þetta árið hirði þeir hey af um 2.000 hekturum. Einnig er hann með verktakastarfsemi og gerir út gröfu, vörubíl og fleiri slíkar vinnu- vélar. Hefur meðal annars séð um jarðvinnu við sveitabæi, sumarhús og víðar – og í slíkum verkefnum hefur verið talsvert að gera að undanförnu. Heyskapur um allar sveitir STÓRBÓNDI MEÐ VERKTAKASTARFSEMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.