Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2013 Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir al la , al l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Rýmingarsala á stórum blómapottum Reykjanesbær Fuglavík 18 Opið virka daga kl. 8-18 Akureyri Furuvöllum 15 Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-14 afsláttur af Reykjavík Kletthálsi 7 Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16 Frá 17/7 til 20/7 það er gott verð! Ath. Rýmingarsalan er aðeins á STÓRUM pottum Á fjórða tug kylfinga tók þátt í pútt- móti í Hraunkoti, æfingasvæði Golf- klúbbsins Keilis í Hafnarfirði, sem haldið var í vikunni til minningar um Hörð Barðdal, frumkvöðul í golf- íþróttinni meðal fatlaðra og stofn- anda Golfsambands fatlaðra á Ís- landi, GSFÍ. Sambandið hefur einmitt staðið fyrir golfæfingum fyr- ir fatlaða í Hraunkoti undanfarin ár. Þetta var í fjórða sinn sem mótið var haldið og mætingin með besta móti miðað við veðrið. Öllum hefur verið frjálst að mæta en veitt voru verð- laun bæði í flokki fatlaðra og ófatl- aðra. Einnig var afhentur hvatning- arbikar GSFÍ, sem er farandbikar gefinn af dætrum Harðar Barðdal. Móðir Harðar, Sesselja Barðdal Guðnadóttir, lét sig ekki muna um að vera viðstödd mótið, orðin 93 ára að aldri, og fylgdist spennt með. Ljósmyndir/Ólafur Ragnarsson Verðlaun Þrjú efstu í flokki fatlaðra í púttmótinu, f.v. Elín Fanney Ólafs- dóttir, Bjarki Guðnason, sem varð efstur, og Sigurður Bjarki Haraldsson. Púttað í minn- ingu Harðar  Vel mætt í púttmót í Hraunkoti Hvatning Ásmundur Þór Ásmunds- son með hvatningarbikar GSFÍ. Kylfingar Verðlaunahafar í flokki ófatlaðra á mótinu, f.v. Björn Már Ólafs- son, Valgerður Bjarnadóttir og Birgir Hólm, sem átti fæstu púttin. Bændasamtök Íslands telja eðlileg- ast að Vegagerðin taki við viðhaldi girðinga með stofnvegum, eins og hún hefur heimild til og í sumum til- vikum gert, og annist það í samráði við sveitarstjórn á viðkomandi stað. Bóndi í Flóanum sem fékk Suður- landsveg í gegnum land sitt fyrir 40 árum óskaði þess að Vegagerðin endurnýjaði girðinguna. Vegagerðin hafnaði því og innanríkisráðuneytið úrskurðaði að stofnuninni væri ekki skylt að girða nema þegar vegir væru lagðir í upphafi. 700 þúsund á kílómetra Í reglugerð um girðingar með- fram vegum kemur fram að kostn- aður við viðhald girðinga meðfram stofn- og tengivegum greiðist að jöfnu af Vegagerðinni og landeig- anda. Vegagerðin greiðir helming af áætluðum kostnaði. Bændasamtökin hafa gefið umsagnir um áætlaðan kostnað við girðingar, en hann er tæpar 700 þúsund krónur á kíló- metra þegar girt er á hefðbundinn hátt með gaddavír, neti og tréstaur- um, á sléttu landi. Í reglugerðinni er við það miðað að árlegur viðhalds- kostnaður sé á bilinu 4-7% af stofn- kostnaði, eftir aðstæðum. Eiríkur Blöndal, framkvæmda- stjóri Bændasamtaka Íslands, segir að umræðan um girðingar með þjóð- vegum hafi oft komið inn á borð sam- takanna. Telur hann tímabært að fara yfir þær reglur sem gilda og hvernig kostnaður er metinn. Reikn- ar hann með að Bændasamtökin fari yfir málið með Bjarna Stefánssyni í Túni, sem lét reyna á rétt sinn gagn- vart Vegagerðinni, og eftir aðstæð- um að óska eftir viðræðum við Vega- gerðina um þessi mál. Meginafstaða Bændasamtakanna er þó sú að girð- ingar ættu að teljast hluti af vega- mannvirkjum. Þess vegna væri eðli- legast að uppsetning og viðhald væri á hendi Vegagerðarinnar. Hann leggur áherslu á að ending- artími girðinga og kostnaður við við- hald sé afar mismunandi og fari eftir aðstæðum á hverjum stað. „Það er allra hagur að gott samkomulag sé um þessi mál og öryggi vegfarenda og dýra sé tryggt,“ segir Eiríkur. helgi@mbl.is Taki við girðingunum  Bændasamtök Íslands telja eðlilegast að Vegagerðin taki við viðhaldi girðinga meðfram stofnvegum landsins Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Hringvegur Mikilvægt er að girðingunum við þjóðvegina sé haldið við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.