Morgunblaðið - 06.08.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum
Frí flugubox
Krókar fylgja öllum túpum
www.frances.is
Frí heimsending
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það hefur ekki verið rætt í ríkis-
stjórn að lýsa yfir stuðningi við Fær-
eyinga vegna hótana Evrópusam-
bandsins í þeirra garð. Ég skil hins
vegar þeirra afstöðu mjög vel varð-
andi fyrirhugaðar refsiaðgerðir og
tek heilshugar undir þeirra gagn-
rýni. Það er óþolandi að ESB skuli, í
krafti stærðar sinnar, beita smáríki
hótunum sem þessum,“ segir
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra, í tilefni af yfirvofandi refsi-
aðgerðum sambandsins gegn Fær-
eyjum vegna aukins síldarkvóta.
Segir Gunnar Bragi að ef gripið
yrði til sambærilegra aðgerða gegn
Íslandi yrðu þær taldar ólöglegar.
„Það er hins vegar ekki þar með
sagt að við séum endilega sammála
þeirri ákvörðun
Færeyinga að
auka veiðarnar
einhliða. Við-
brögð ESB eru
hins vegar ekki til
þess fallin að
ljúka málinu eða
setja það í far-
sælli farveg.“
– Kemur til
álita að mótmæla
þessu formlega, t.d. á vegum sendi-
ráða ytra? Hvað hyggst þú gera?
Ekki mótmælt formlega í bili
„Ég á ekki von á því. Ef þetta er
það sem koma skal hjá Evrópu-
sambandinu, að beita smáríki þving-
unum og aðgerðum sem þessum,
munum við að sjálfsögðu mótmæla
því hvar sem við getum. Ég skil vel
mótmæli Færeyinga og styð þá í
þessum aðgerðum. Það er vandséð
hvort ESB láti verða af hótunum um
refsiaðgerðir en hótanirnar einar og
sér eru mjög alvarlegar og geta
skaðað ímynd Færeyja.“
– Norskur vísindamaður vakti at-
hygli í Noregi fyrir helgi er hann
sagði orðið hættulega mikið af mak-
ríl í Noregshafi. Hafa slíkar niður-
stöður áhrif í þessu deilumáli?
„Ég hef ekki kynnt mér hvað er að
baki þessari tilteknu niðurstöðu en
við treystum að sjálfsögðu okkar vís-
indamönnum. Þeir hafa bent á að
makríllinn sé að fita sig verulega í ís-
lenskri lögsögu. Ef makríllinn er að
gera öðrum stofnum erfitt fyrir þá er
það vitanlega áhyggjuefni. Við mun-
um áfram byggja rökstuðning okkar
varðandi makrílinn á vísindarökum
og rétti okkar sem strandríkis.“
Utanríkisráðherra segist taka heilshugar undir málstað Færeyinga í síldardeilunni Ráðherrann
telur hótanir einar og sér geta skaðað hagsmuni Færeyja Formleg mótmæli ekki fyrirhuguð í bráð
Gagnrýnir „óþolandi“ hótanir ESB
Gunnar Bragi
Sveinsson
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Sagan segir að Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari
hafi á sínum tíma kallað Láru Jónsdóttur „þú bláeygða
himinsins ljós“ er hún starfaði á Hressingarskálanum í
miðbæ Reykjavíkurborgar hér á árum áður. Í dag fagn-
ar Lára þeim stórmerka áfanga að hafa lifað í heila öld
en í tilefni dagsins hefur hún boðið eitt hundrað gestum
til afmælisveislu sinnar. „Ég ætla að skála við fólkið,“
segir Lára spurð að því hvað hún ætli að gera í tilefni
dagsins.
Langlífi í ættinni
Lára fæddist í Varmadal í Kjalarneshreppi í Kjós-
arsýslu 6. ágúst á því herrans ári 1913 en hún var yngst
sjö systkina. Foreldrar hennar voru þau Jón Þorláksson
bóndi og Salvör Þorkelsdóttir. Langlífi virðist vera ætt-
gengt í fjölskyldunni en móðir Láru varð 90 ára og
sömuleiðis varð amma hennar í móðurætt 96 ára. Þá
náði Ása, systir Láru, 99 ára aldri en hún lést fimmtán
dögum fyrir hundrað ára afmælið sitt. Eiginmaður
Láru var Þormóður Ögmundsson, lögfræðingur og
aðstoðarbankastjóri, sem lést árið 1985. Börn þeirra
Láru og Þormóðs eru þrjú: Jón Ögmundur Þormóðsson
lögfræðingur, Salvör Þormóðsdóttir flugfreyja og Guð-
mundur Þór Þormóðsson. Lengst af starfaði Lára sem
heimavinnandi húsmóðir.
Að sögn Láru býr hún ennþá ein heima hjá sér en
hún hefur engan áhuga á að leggjast inn á elliheimili.
„Ég ætla aldrei að fara inn á elliheimili,“ segir Lára og
bætir við að henni þyki best að búa ein heima hjá sér í
ró og næði. „Það kemur kona til mín og setur dropa í
augun á mér. Hún kemur reglulega svo ég þarf ekki að
hafa áhyggjur af því“. Þá bendir Lára á að hún sé enn
við góða heilsu, þannig lesi hún til dæmis ennþá gler-
augnalaus.
Ennþá við hestaheilsu
„Ég er við góða heilsu og ég fæ mér reglulega einn
sopa,“ segir Lára. Hún bendir þó á að hún sé raunar
ekki viljug til að ganga. Þá ferðast hún reglulega til út-
landa og fer meðal annars tvisvar á ári til Flórída í
Bandaríkjunum þar sem Salvör dóttir hennar býr yfir
vetrartímann. Að sögn Láru fór hún síðast til Flórída í
apríl síðastliðnum. Jafnframt segist hún ferðast til
Evrópu einu sinni á ári.
„Bláeygða himinsins
ljós“ hundrað ára í dag
Býður eitt hundrað manns í afmælisveisluna sína
Afmælisbarn Lára Jónsdóttir ásamt barnabarni sínu, Sigurlínu Magnúsdóttur, á afmælisdegi sínum í fyrra.
Tvær pólskar unglingsstúlkur létu
lífið í bílslysi á Suðurlandsvegi síð-
astliðinn sunnudag. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins voru
stúlkurnar líkast til ekki í
öryggisbeltum.
Slysið átti sér stað laust fyrir
klukkan þrjú á sunnudaginn skammt
austan við Meðallandsveg. Bifreið-
inni, sem í voru fjórar manneskjur,
var ekið út af veginum og valt hún
nokkrar veltur út fyrir veg og hafn-
aði á hvolfi.
Tveir farþeganna, stúlkur fæddar
1997 og 1998, köstuðust út úr bifreið-
inni, en hinum tveimur var bjargað
úr henni í þann mund sem eldur
kviknaði í bifreiðinni.
Stúlkurnar voru síðar úrskurðað-
ar látnar á vettvangi þegar ljóst var
að lífgunartilraunir höfðu ekki borið
árangur.
Ökumaður og farþegi í framsæti,
karl og kona, voru bæði flutt með
þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysa-
deild Landspítalans. Maðurinn er í
öndunarvél en konan er minna slös-
uð og er á batavegi.
Enn er ekki vitað hvað olli slysinu
en talið er að ökumaður hafi misst
stjórn á bifreið sinni með fyrrnefnd-
um afleiðingum. Rannsókn á tildrög-
um slyssins stendur yfir en rann-
sóknardeild lögreglunnar á Selfossi
fer með hana í samvinnu við lögregl-
una á Hvolsvelli.
Samkvæmt upplýsingum frá Um-
ferðarstofu hafa átta manns látið líf-
ið í samtals sjö bílslysum í ár. Til
samanburðar höfðu sjö manns látið
lífið undir lok ágústmánaðar í fyrra.
Alls létust níu manns í bílslysum á
síðasta ári. skulih@mbl.is
Tvær stúlkur létust
á Suðurlandsvegi
Alls hafa átta látist í bílslysum í ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gunnar Bragi segir stefnt að því að
sérfræðingar á vegum stjórnvalda
hefji úttekt á Evrópusambandinu
um miðjan mánuðinn. Verður þeim
falið að gera á úttekt á stöðu
aðildarviðræðna við ESB og þróun
mála innan sambandsins.
„Ég reikna með að það liggi fyrir
um miðjan ágúst hvernig þetta
verður gert. Við höfum horft til
þess að þetta yrði þriggja til fimm
manna hópur. Ef við fengjum hins
vegar utanaðkomandi aðila til
verksins ræður viðkomandi því
hvernig þetta verður gert, hvort
sem það verður innlend stofnun
eða erlendur aðili,“ segir hann.
Kveðið er á um úttektina í
stjórnarsáttmálanum en þar segir
að hún skuli fullbúin lögð fyrir Al-
þingi til umfjöllunar og kynnt fyrir
þjóðinni. „Ætlunin er að sérfræð-
ingarnir skili skýrslu í haust. Ég
bind vonir við að þessi vinna taki
tvo mánuði,“ segir Gunnar Bragi.
Tæplega 1.500 dagar eru liðnir
síðan Alþingi samþykkti ESB-
umsóknina hinn 16. júlí 2009.
Úttekt á ESB að hefjast
RÁÐHERRA VONAR AÐ VERKINU LJÚKI Í HAUST