Morgunblaðið - 06.08.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Meiri gróður Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri við nýgróðursettar aspir í skúðgarðinum í Keflavík
með hreyfigarðinn í baksýn. Hann segir göngu- og skokkáhuga fólks í bænum hafa aukist til muna.
þeirra gefur. „Við munum bæði setja
spjöld með íslenskum leiðbeiningum í
hvern garð og það eru komnar mynd-
ir á öll tækin. Auk þess er QR-kóði
við hverja mynd svo fólk getur nýtt
snjallsímana sína til þess að horfa á
myndband með notkun tækjanna,“
sagði Guðlaugur í samtali við blaða-
mann. Tækin henta öllum aldurs-
hópum frá 13 ára aldri.
Tækin eru sniðin að skandinav-
ískri veðráttu og varnar sérstök húð-
un því að tækin fari illa á veðrasöm-
um dögum eins og gjarnan gerist á
Íslandi og ábyrgðist framleiðandi
notkun á burðarhlutum í 10 ár.
Reykjanesbær er fyrsta íslenska
sveitarfélagið sem kemur upp hreyfi-
görðum af þessu tagi, en tæki frá
þessum framleiðanda er bæði að
finna í Hveragerði og Mosfellsbæ.
„Við höfum fundið fyrir því að göngu-
og skokkáhugi fólks í bænum hefur
aukist mikið, sér í lagi eftir að heilsu-
stígurinn kom, og því fannst okkur
þetta góð viðbót í þessum mikla
íþróttabæ,“ sagði Guðlaugur. Til
stendur að vígja hreystigarðana með
pomp og prakt þegar allir verða til-
búnir og fá íþróttafólk til bænum í
framkvæmdina.
Áhersla á fegrun opinna
svæða og meiri trjárækt
Hreyfigarðarnir eru einungis
hluti af þeirri uppbyggingu sem nú
stendur yfir á opnum og grænum
svæðum í Reykjanesbæ. Fram-
kvæmdirnar eru allar í samræmi við
framtíðarsýn sem samþykkt var eftir
sveitarstjórnarkosningar árið 2010
og gildir til 2015. Fjölgun opinna
svæða miðar að því að auka lífsgæði
fólks, m.a. með því að stuðla að auk-
inn útiveru og samveru fjölskyld-
unnar. „Við höfum bæði verið að
breyta skrúðgörðunum í Keflavík og
Njarðvík með þetta í huga og á dag-
skrá er að ráðast í framkvæmdir á
gömlum gæsluvöllum og ýmsum opn-
um svæðum, sem mörg hver hafa
verið í niðurníðslu og til lítillar prýði.
Þessi svæði eru hugsuð sem fjöl-
skyldusvæði þar sem bæði verður
hægt að eiga góðar stundir og leika
sér. Skrúðgarðarnir í Keflavík og
Njarðvík eru orðnir mjög flottir og til
stendur að þétta gróður þar sem og
víðsvegar um bæinn,“ sagði Guð-
laugur að lokum.
„Við höfum fundið fyrir
því að göngu- og
skokkáhugi fólks í bæn-
um hefur aukist mikið,
sér í lagi eftir að heilsu-
stígurinn kom, og því
fannst okkur þetta góð
viðbót í þessum mikla
íþróttabæ.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
Burðarbogar
2 stk. 120cm langir
Vörunúmer: 761
Verð áður
8.995.-6.995.-Verðnú
Stilling hf. | Sími 520 8000 | stilling.is/vorur/ferdavorur | stilling@stilling.is
Fáðu
send
an bæ
kling
heim
.
Skrá
ðu þi
g á S
tillin
g.is
Dragkeppni Íslands verður haldin í
sextánda sinn miðvikudagskvöldið 7.
ágúst næstkomandi í Eldborgarsal
Hörpunnar. Ellefu keppendur hafa
skráð sig til leiks í ár og verða atriði
kvöldsins alls átta. Keppendurnir
koma til með að keppa um hylli dóm-
nefndar sem, að sögn aðstandenda
keppninnar, er ekki af verri endanum.
Kynnir keppninnar verður síðan
Jackie Dupree frá New York-borg og
lofar viðkomandi að skemmta við-
stöddum en yfir hundrað manns hafa
nú þegar meldað sig á viðburðinn á
fésbókinni.
Keppnin hefst klukkan 21 og er
hægt að nálgast miða á vefsíðunni
midi.is.
Dragkeppni Íslands haldin í sextánda sinn
Morgunblaðið/Rósa Braga
Dragkeppni Eldborgarsalur Hörpunnar mun hýsa Dragkeppni Íslands í ár.
Bandarískur kynnir í Eldborg
Það gerist ekki á hverjum degi að ný-
gift brúðhjón efni til tónleika fyrir al-
menning en sá gállinn er á sópraninum
Ruth Jenkins Róbertsson og bass-
barítóninum Andra Birni Róbertssyni.
Tónleikarnir verða haldnir í Selinu á
Stokkalæk á morgun og hefst viðburð-
urinn klukkan 20. Selið hefur notið
talsverða vinsælda sem tónleika-
staður að undanförnu, þá helst þegar
kemur að klassískri tónlist eða söng.
Með þeim hjónum mun leika píanó-
leikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir
en á dagskránni verða íslensk og er-
lend sönglög ásamt ýmsum óp-
eruaríum og dúettum.
Ruth Jenkins og Andri Björn efna til viðburðar
Morgunblaðið/Golli
Söngvari Andri Björn hefur getið sér gott orð hér á landi sem söngvari.
Tónleikar nýgiftra hjóna
Vinsælt er orðið að innrétta heilu
heimilin með notuðum, og gjarnan
mjög gömlum, húsgögnum. Notuð
föt eru að sama skapi vinsæl og
hafa sprottið upp ýmsar verslanir
sem sérhæfa sig í slíkum fatnaði.
Laugardaginn 10. ágúst mun Bíó
Paradís standa fyrir markaði í
þriðja skiptið í sumar. Aðstaðan
hefur verið bætt frá því síðast og
eru allir velkomnir að koma til að
selja og kaupa.
Á fyrstu tveimur mörkuðunum
var mikil eftirspurn eftir plássum
og færri komust að en vildu og því
um að gera að vera snemma á ferð-
inni í þetta skiptið. Markaðurinn
mun standa frá 12 til 17 og verður
bíósjoppan opin á meðan svo
poppsvangir gestir geti borðað
nægju sína.
Margt var í boði á síðustu mörk-
uðum og má þar nefna gamlar vín-
ylplötur, kvikmyndir, rúlluskautar og
ýmis listaverk. Annað eins verður í
boði í þetta skiptið og hafa hátt í
hundrað manns boðað komu sína á
fésbókarviðburði Bíó Paradís.
Markaður Bíó Paradís haldinn í þriðja sinn
Morgunblaðið/Golli
Markaður Meðal þess sem mátti finna á síðasta markaði voru ýmis listaverk.
Gramsað í gömlu dóti