Morgunblaðið - 06.08.2013, Síða 14
14
Skotbómulyftarar
mest seldi
skotbómulyftarinn
2012
Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is
Lyftigeta 2.5 til 12 tonn
Fáanlegir með
• Vinnukörfum
• Skekkingju á bómu
• Bómu með lengd allt að 18 metrum
• Roto útfærsla með bómu
allt að 25 metrum
an í miðborg Berlínar og þar var
hátíð þessa hóps og fjölmargir
borgarbúar og ferðamenn fylgdust
með og fögnuðu hestafólkinu.
Dorrit Moussaieff, kona forseta
Íslands, reið síðasta spölinn frá
sigursúlunni, eftir 17. júní--
breiðgötu og að hinu sögufræga
Brandenborgarhliði sem er eitt af
helstu táknum höfuðborgar Þýska-
lands og samkomustaður borgar-
búa þegar mikið stendur til.
Höfðu riðið í marga daga
Ólafur Ragnar segir að þau
Dorrit hafi rætt við marga hesta-
menn sem komu með hesta sína til
að taka þátt í lokaspretti boðreið-
arinnar. „Margir voru búnir að
ríða marga daga eða vikur og
lögðu mikið á sig til að geta tekið
þátt í þessum atburði. Riðu sem
svarar því að fara þvert yfir Ís-
land. Ef þetta er ekki hollusta þá
veit ég ekki hvað það er,“ segir
Ólafur Ragnar.
Hann segir einnig að hrifning
gesta við opnunarhátíðina sýni
honum hversu djúpar rætur ís-
lenski hesturinn eigi í Evrópu.
„Ég held að þetta sýni okkur að
umræða um að íslenski hesturinn
sé sendiherra Íslands og kjarninn
í ferðamennsku og gjaldeyrisöflun
á sér stoð í raunveruleikanum. Á
bak við þetta eru tugir eða hundr-
uð þúsunda Evrópubúa sem skapa
sterkan markað sem vex og vex
nánast af sjálfsdáðum. Fyrir okk-
ur Íslendinga er slíkur kjarni
ákaflega verðmætur,“ segir
forsetinn.
Íþróttakeppni hefst í dag
Í gær hófust kynbótasýningar
og íþróttakeppnin hefst í dag.
Keppt verður til úrslita í flestum
greinum um helgina.
Í landsliði Íslands er 21 knapi
og er búist við að nokkrir þeirra
verði með í baráttunni um heims-
meistaratitla. Mótinu lýkur næst-
komandi sunnudag en þá verður
keppt til úrslita í helstu
greinunum.
Fjölbreytt Íslandsvinahátíð
Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir að hollusta tuga eða hundraða þúsunda Evrópubúa skapi
grundvöll fyrir sterkum markaði í Evrópu Boðreiðinni miklu lauk við Brandenborgarhliðið
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Riðið niður 17. júní breiðgötu Heitið tengist ekki þjóðhátíðardegi Íslands heldur er minnst sögulegs atburðar.
Á keppnisvellinum Íslenski fáninn er áberandi á pöllunum enda sækja fjölmargir Íslendingar mótið í Berlín.
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er ekki hægt að skilgreina
þetta sem hestamót, frekar sem
fjölbreytta Íslandsvinahátíð Evr-
ópubúa sem stunda hestamennsku
með íslenska hesta og hafa helgað
fjölskyldulíf sitt íslenska hest-
inum,“segir Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, sem staddur
er á Heimsleikum íslenska
hestsins í Berlín.
Hann og Dorrit Moussaieff for-
setafrú tóku þátt í opnunarathöfn
leikanna, við Brandenborgarhliðið í
miðborg Berlínar og á mótssvæð-
inu í Karlshorst, ásamt fleiri
fulltrúum hestamanna á Íslandi.
Stórglæsilegar alþjóðlegar
hestasýningar voru á leikvanginum
í Karlshorst við setningarathöfn-
ina. Á annan tug þúsunda gesta
var við athöfnina, meðal annars
fjölmargir Íslendingar sem sóttu
borgina heim í tilefni af Heimsleik-
unum.
Óhætt er að segja að fimi hins
franska Lorenzo hafi verið há-
punkturinn á hinni formlegu setn-
ingarathöfn á Karlshorst-
hestaíþróttasvæðinu.
Hann stjórnaði átta til tólf
gráum af frönsku kyni án hefð-
bundinna stjórntækja hestamanns-
ins. Hann stóð meðal annars á
lendum tveggja hesta og lét hóp-
inn allan hlaupa yfir hindranir.
Þrjú fljót mætast
Setningarathöfnin hófst með því
að boðreiðinni miklu sem fór um
torgið við Brandenborgarhliðið
lauk með því að knaparnir riðu inn
á aðalleikvanginn.
Nokkur hundruð áhugamenn um
íslenska hestinn hafa í rúman mán-
uð riðið boðreið með fána FEIF,
alþjóðasamtaka íslenska hestsins,
og kefli frá nágrannalöndunum,
meðal annars Austurríki þar sem
síðasta heimsmeistaramót var
haldið. Komu þessi þrjú fljót sam-
Íslenska landsliðið klæddist nýjum
landsliðsbúningi í fyrsta skipti
þegar liðsmennirnir gengu inn á
leikvanginn við setningu Heims-
leikanna. Búningarnir eru þeir
sömu í grunninn en færðir til
nútímans.
„Landsliðsnefndin ákvað að
halda sig við fánalitina. Það er
þeirra einkenni. Ég sá vel þegar
landsliðið gekk inn á völlinn í gær-
kvöldi af hverju það er. Litirnir
skipta miklu máli og heildar-
myndin er sterk og fín,“ segir
Ragna Fróða hönnuður sem hann-
aði nýtt útlit landsliðsbúninganna.
Hún er ánægð með niðurstöðuna.
Ragna hannaði jakkana og bind-
ið en einnig er ný hönnun á hjálm-
um og buxurnar eru áfram hvítar.
Snið jakkanna er nýtískulegra og
sportlegra, sérstaklega kvenjakk-
anna, og er Ragna ánægð að heyra
frá landsliðsmönnum og ekki síst
konum að þeim líki vel við þá.
Rauð rönd er í kraga og á ermum.
Merki LH er ofið í rauða bindið.
Konurnar voru áberandi í
fallegum íslenskum landsliðsbún-
ingum við Brandenborgarhliðið,
Auður Edda Jökulsdóttir, sendi-
fulltrúi í Berlín, Sigurbjörg Daða-
dóttir yfirdýralæknir og Dorrit
Moussaieff. Með þeim er Haraldur
Þórarinsson, formaður Lands-
sambands hestamannafélaga.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ánægja með nýjan
búning landsliðsins
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
HEIMSLEIKAR ÍSLENSKA HESTINS