Morgunblaðið - 06.08.2013, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.08.2013, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013 BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR S: 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16 Ú T S A L A 15 - 50% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM - SÓFAR / STÓLAR / SKÁPAR / SÓFABORÐ / PÚÐAR ÁÐUR KR. 418.300ÁÐUR KR. 365.400 ÁÐUR KR. 133.900 ÁÐUR KR. 86.800 SÓFABORÐ ÁÐUR KR. 232.800 NÚ KR. 313.700NÚ KR. 274.000 NÚ KR. 99.900 NÚ KR. 69.440 NÚ KR. 174.600 ASHANTI DOMINIQUE SHABBY MIACORE 25% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR20% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR TAKMARKAÐ MAGN AF HVERRI VÖRU Samkeppnin á fljótlega eftir að harðna á breska matvöruversl- anamarkaðinum en frumkvöðullinn Stelios Haji-Ioannou hefur tilkynnt að easyGroup-veldið hyggist láta þar að sér kveða og opna nýja lágvöruverðsverslun. Haji-Ioannou stofnaði lággjalda- flugfélagið easyJet árið 1995, aðeins 28 ára gamall. Flugfélagið er í dag eitt af stærstu lággjaldaflugfélögum Evrópu með um 204 véla flota sem árið 2011 flutti um 55 milljónir far- þega. Undir easyGroup-veldið heyra í dag keðja hótela og internetkaffi- húsa, líkamsræktarstöðvar, bíla- leiga og greiðslukortafyrirtæki svo fátt eitt sé nefnt. Er því óhætt að segja að Haji- Ioannou sé enginn aukvisi í við- skiptum og gæti nýja matvöruversl- unin haft mikil áhrif á markaðinn. Fyrsta verslunin mun opna í Croy- don, hverfi í suðurhluta Lundúna. Gangi þar allt að óskum er á döfinni að opna fleiri verslanir, en keðjan mun bera nafnið easyFoodstore. Í umfjöllun fréttastofu Sky er haft eftir Haji-Ioannou að hann þykist sjá tómarúm á matvörumarkaðinum í verði sem sé enn lægra en breskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl bjóði í dag. Þá bjóði staða bresks efnahagslífs um þessar mundir upp á að stækka reksturinn hratt ef þarf, enda ágætt framboð af verslunarhúsnæði á góðu verði. Fréttir af áherslum og framboði easyFoodstore eru enn nokkuð óljós- ar en útlit er fyrir að áherslan verði þar á mat í pökkum og dósum, en lít- ið muni fara fyrir ferskvöru og þekktum vörumerkjum. ai@mbl.is Stofnandi EasyJet opnar matvöruverslun  Sjá pláss á markaðinum fyrir dósa- og pakkamat á sem allra lægsta verði AFP Ódýrt EasyJet lækkaði verð á flugi og gæti gert góða hluti í matvörunni. notendur muni ekki sjá auglýsingu oftar en þrisvar á dag og geti ein heilsdags auglýsingaherferð kostað á bilinu 1 til 2,5 milljónir dala. Er það dýrara en 30 sekúndna auglýs- Gagnrýnendur segja samfélags- miðilinn Facebook valda notendum vonbrigðum, enn eina ferðina, með nýjasta útspilinu en markaðsmenn sperra eyrun. Samkvæmt frétt Bloomberg-fréttaveitunnar mun Facebook brátt hefja sölu á hreyfi- myndaauglýsingum. Af lýsingunum að dæma gætu „sjónvarpsauglýsingar“ Facebook orðið töluverð truflun en haft er eftir Mark Zuckerberg að notendur vefs- ins geti átt von á einni slíkri auglýs- ingu á móti hverum tuttugu stöðu- færslum. Þetta nýjasta útspil er hugsað til að reyna að fanga eitthvað af þeim stóru upphæðum sem í dag eru sett- ar í sjónvarpsauglýsingar. Bendir Bloomberg á að fyrir hvern dal sem bandarísk fyrirtæki eyða í netaug- lýsingar fari tveir dollarar í kaup á auglýsingum í sjónvarpi. Til að byrja með verða „sjón- varpsauglýsingarnar“ á Facebook seldar á heilsdags-grunni, og her- ferðirnar afmarkaðar við aldur og kyn áhorfandans, en ekki t.d. þætti eins og staðsetningu og áhugasvið eins og gildir með hefðbundnar aug- lýsingar á samfélagsvefnum. Er þetta gert til að líkja eftir sjónvarps- auglýsingamarkaðinum og auðvelda stjórnendum að skilja og færa við- skipti sín yfir í þennan nýja valmöguleika. Segir Bloomberg að Facebook- ing í leikhlé á Super Bowl-ruðnings- keppninni sem er dýrasti auglýs- ingatíminn á bandaríska sjónvarpsmarkaðinum. ai@mbl.is Myndbandsauglýsingar væntanlegar á Facebook  Ein auglýsingaherferð á dag og hámark þrjár birtingar  Vilja taka skerf af sjónvarpsauglýsingamarkaðinum Morgunblaðið/Styrmir Kári Nauðsyn Notendur Facebook hafa til þessa verið lausir við mjög truflandi hreyfimyndaauglýsingar. Markaðurinn þykir spennandi fyrir auglýsendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.