Morgunblaðið - 06.08.2013, Page 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
Fæst einnig í veFverslun stoðar
31ár
1982-2013
Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885
Opið kl. 8 - 16 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is
Þar sem
sérFræðingar
aðstoðaÞig
viðvalá
hlíFum
Við styðjum þig
STOÐ
P
O
R
T
hö
nn
un
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Þónokkur sendiráð Bandaríkjanna
í Norður-Afríku og Mið-Austur-
löndum verða lokuð fram á laug-
ardag. 21 sendiráði Bandaríkjanna
var lokað skyndilega síðastliðinn
sunnudag vegna hryðjuverka-
hættu.
Þjóðaröryggisstofnun Banda-
ríkjanna hafði komist yfir upplýs-
ingar sem sýndu að verið væri að
skipuleggja hryðjuverkaárás. Hef-
ur Þjóðaröryggisstofnuninni verið
hrósað fyrir árveknina en stofn-
unin hefur sætt mikilli gagnrýni
undanfarnar vikur þegar ljóstrað
var upp um umfangsmiklar
persónunjósnir hennar.
Flestum er í fersku minni þegar
ráðist var á sendiráð Bandaríkj-
anna í Benghazi í Líbíu í fyrra og
sendiherrann sjálfur drepinn auk
þriggja annarra Bandaríkjamanna.
Þótt það hafi ekki verið gert
opinbert hver ógnin væri hafa þeir
þingmenn sem Þjóðaröryggis-
stofnunin hefur kynnt málið, verið
sammála um að ógnin sé með þeim
alvarlegri sem hafi komið upp und-
anfarin ár. Allt hafi bent til stórrar
árásar sem hefði átt að eiga sér
stað við lok Ramadan-hátíðarinnar
í lok þessarar viku.
Opna aftur í Bagdad og Kabúl
Sendiráðin í Bagdad, Kabúl og í
Alsír voru opnuð aftur í gær en 19
önnur sendiráð verða lokuð fram
að helgi.
Margar evrópskar þjóðir hafa
varað þegna sína við ferðum í Jem-
en og breska sendiráðið þar í landi
verður lokað í það minnsta fram á
fimmtudag. Breska utanríkisráðu-
neytið mælir með því að Bretar
komi sér frá landinu og að hættan
á hryðjuverkaárás og mannránum
frá vopnuðum hópum sé mikil.
Sendiráð Bandaríkjanna
lokuð fram á laugardag
AFP
Öryggi Jemenskur hermaður á verði í gær við götuna þar sem bandaríska
sendiráðið er í Sanaa. Öryggismál voru hert í kringum sendiráðið í gær.
Tyrkneski hershöfðinginn Ilker
Basburg var í gær dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi fyrir aðild sína að
ráðabruggi við að steypa stjórn
Tayyps Erdogans af stóli. 21 mað-
ur hefur verið sýknaður og 40
fengið dóma í þessum réttar-
höldum sem hafa verið í gangi frá
2008.
Lögregla skaut táragasi á mót-
mælendur fyrir utan dómshúsið í
bæ nærri Istanbúl þegar dómurinn
í þessu umdeilda máli var kveðinn
upp. Gagnrýnendur ríkisstjórn-
arinnar segja réttarhöldin vera
pólitísk og tilraun Erdogans og
stuðningsmanna hans til að þagga
niður í pólitískum andstæðingum
sínum.
Frá stofnun tyrkneska lýðveldis-
ins árið 1923 hefur herinn þrisvar
sinnum steypt stjórnvöldum af
stóli, árin 1960, 1971 og 1980. Þá
er talið að herinn hafi staðið að
baki stjórnarbyltingu árið 1993.
Árið 1997 sendi herinn enn-
fremur frá sér minnisblað til
stjórnvalda þar sem farið var fram
á skýrari aðskilnað ríkis og trúar í
landinu, en sending minnisblaðsins
leiddi til stjórnarskipta.
Þá var Recep Tayyp Erdogan,
núverandi forsætisráðherra en þá-
verandi borgarstjóri Istanbúl,
dæmdur í fangelsi og bönnuð þátt-
taka í stjórnmálum ævilangt. Þrátt
fyrir það stofnaði hann Réttlætis-
og framfaraflokkinn síðar og hóf
aftur þátttöku í stjórnmálum.
Hershöfðingjarnir sem stóðu að
minnisblaðasendingunni 1997 voru
handteknir í apríl 2012.
Ævilangt fangelsi
AFP
Fangi Einn fanganna teygir út hönd
sína úr brynvarða bílnum í gær.
Tyrkneskur
hershöfðingi
dæmdur í gær
Silvio Berlusconi, fyrrverandi for-
sætisráðherra Ítalíu, sem í síðustu
viku var dæmdur fyrir skattsvik,
reynir nú að róa stuðningsmenn
sína. Mikill fjöldi þeirra safnaðist
saman fyrir framan eitt af lúx-
ushúsum Berlusconis um helgina til
að sýna honum stuðning. Enginn af
þeim fimm ráðherrum sem flokkur
Berlusconis hefur í ríkisstjórn lands-
ins mætti á stuðningsfundinn. Ber-
lusconi var klæddur í svört föt þegar
hann talaði til fólksins á sunnudag-
inn og hélt stutta ræðu þar sem
hann lýsti yfir sakleysi sínu. Stuðn-
ingsmenn hans töldu að um 25.000
manns hefðu mætt en fjölmiðlamenn
töldu að talan væri nær 2.000 manns.
Tekur væntanlega út dóm
sinn í einni lúxusvillu sinni
Silvio Berlusconi var dæmdur í
fjögurra ára fangelsi sem var strax
minnkað niður í eitt ár. En hann er
kominn vel á áttræðisaldur og vegna
ítalskra laga sem eiga að létta á yf-
irfullum fangelsum Ítalíu er ólíklegt
að hann muni þurfa að dúsa í fang-
elsi yfirhöfuð. Líklegt er að hann
verði settur í stofufangelsi og þá hef-
ur hann úr nokkrum lúxushúsum
sínum að velja.
Stuðningsmenn Berlusconi
vilja að hann verði náðaður
AFP
Mótmæli Berlusconi reyndi að róa stuðningsmenn sína um helgina.
Mótmæli stuðningsmanna Berlus-
conis voru hávær um helgina