Morgunblaðið - 06.08.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 06.08.2013, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stalín munhafa sagteitt sinn að sig skipti litlu hverjir það væru sem greiddu at- kvæðin en öllu máli hverjir teldu þau. Hinn aldurhnigni leiðtogi Mugabe virðist hafa farið þveröfugt að og stýrt því með handafli hverjir gætu kosið og þannig tryggt það að talningarmennirnir, sem allir eru á hans bandi, fengju rétt atkvæði til þess að telja. Af mörgu er að taka en helst er að geta þess að Mugabe mun víst eiga inni mikið fylgi með- al framliðinna í Zimbabwe. Slíka stuðningsmenn er gott að eiga enda munu þeir, ólíkt meirihluta landsmanna, ekki kvarta mikið yfir stjórn- arstefnu Mugabes. Enn sem komið er hefur ekki borið á ofbeldi viðlíka því sem viðgekkst eftir kosning- arnar 2008, en enginn veit hvað mun gerast á næstu vik- um. Andstæðingar Mugabes eru orðnir langþreyttir á endalausum brögðum hans og svo gæti farið að syði upp úr í landinu á nýjan leik. Olusegun Obasanjo, fyrrum forseti Nígeríu og yfirmaður kosningaeftirlits Afríku- sambandsins, hefur nú lýst því yfir að þeir hnökrar sem hafi verið á kosningunum hafi ekki verið nægilegir til þess að ógilda þær. Obasanjo þessi ætti að bera kennsl á hvað séu góðar og slæmar kosningar, í ljósi þess að þegar hann sjálf- ur barðist fyrir endurkjöri hlaut hann 100% atkvæða í mörgum héruðum Nígeríu. Jacob Zuma, forseti Suður- Afríku, virðist vera sama sinnis og Obasanjo og hefur óskað Mugabe innilega til hamingju með sigurinn, sem tilkynnt var um formlega á laugardag. Stuðningur Zuma við Mugabe árið 2008 var ein helsta ástæða þess að Mugabe hélt völdum þá, og svo virðist sem hann ætli sér enn að halda Mugabe á floti. Á Vesturlöndum ríkir ekki sama sannfæring um gildi kosninganna í Zimbabwe. William Hague, utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði til að mynda að margvíslegar að- finnslur við kosningarnar kölluðu á verulegar efasemdir um trúverðugleika þeirra. John Kerry, kollegi hans í Bandaríkjunum, gekk enn lengra og sagði Bandaríkin ekki trúa því að kosningarnar endurspegluðu vilja íbúanna. Hugsanlega á Mugabe eftir að ríkja í nokkur ár enn, enda virðist sem að aldurinn hái honum lítið. En allt tekur enda og þegar tími Mugabes rennur sitt skeið verður von- andi hægt að snúa af þeirri braut harðræðis og óstjórnar sem hann hefur markað. List- inn yfir glæpi Mugabes er orðinn býsna langur eftir 33 ára valdatíð. Sá stærsti gagn- vart almenningi í landinu er þó ef til vill að hafa tekist að eyðileggja efnahag eins hrá- efnaríkasta lands jarðar- innar. Hvenær verður ná- grönnum Mugabes nóg boðið?} Hörmungarsagan endurtekur sig Á sunnudag tókHassan Roh- ani við sem forseti Írans eftir að erki- klerkurinn Khamenei stað- festi kjörið. Roh- ani, sem var álitinn hófsam- astur þeirra sem fengu að bjóða sig fram í forsetakosn- ingunum, er ekki sá sem ræður ferðinni í Íran, heldur Kham- enei. Engu að síður hefur kjör hans þótt fremur jákvæð tíð- indi, enda hefur töluverður munur verið á málflutningi hans og þess sem nú hefur lát- ið af forsetaembætti, Mahmo- uds Ahmadinejads. Ummæli hans um Ísrael tveimur dögum fyrir embætt- istökuna voru þess vegna von- brigði, hvort sem litið er til fyrstu útgáfu ummælanna sem birtust í fjölmiðlum eða þeirrar útgáfu sem írönsk stjórnvöld segja að sé hin rétta. Eftir ofsa- kennt tal Ahmad- inejads um Ísrael og yfirlýstan fjandskap Khameneis við ríkið ætti nýr hófsamur forseti Ír- ans að tala af varfærni. Í það minnsta ef honum er alvara með að Íran muni beita sér fyrir „friði og stöðugleika“ í Mið-Austurlöndum. Hingað til hefur Íran klerkastjórnarinnar hvorki stuðlað að friði né stöðugleika. Vonandi kemur að því að stjórnarstefnan breytist, en eigi orð um frið og stöðugleika að hafa trúverðugleika þarf öll framganga stjórnvalda í Íran að breytast verulega. Enn hef- ur Rohani ekki sýnt fram á að sú verði raunin. Nýr forseti Írans var ekki tekinn við þeg- ar hann hóf að efna til illinda við Ísrael} Slæm byrjun H ver man ekki kalda stríðið? Evrópa austan járntjaldsins var eitt samfellt voðapláss sem hið illa heimsveldi Sovétsins hafði girt af með gaddavír og handan hans hokruðu guðs volaðar þjóðir sem þurftu að búa við ofríki og ánauð frá degi til dags. Öryggislögreglur á borð við Stasi í Aust- ur-Þýskalandi og Securitate í Rúmeníu höfðu frítt spil til að njósna um náungann og fáir glæp- ir verri en að fletta með einhverjum hætti ofan af kúguninni sem almúginn mátti búa við í meintum fyrirmyndarríkjum kommúnismans; í raun réttri var vistin þar í besta falli daufleg, köld, snauð og tilbreytingarlaus og ef í harð- bakkann sló var voðinn vís. Vistun í fangabúð- um eða bráður bani án dóms og laga, í nafni ríkisöryggis, var algengt hlutskipti hinna for- dæmdu sem buðu almáttugum yfirvöldum byrginn – eða voru í það minnsta grunaðir um annað eins. Einstaka sálu, hugrakkri og heppinni, tókst að flýja yfir til fyrirheitna landsins í vestri þar sem við tók önnur og betri tíð. Komm- únisminn fnæsti af bræði í fjarskanum og heimtaði svikarana afhenta til baka. En það var þá og í dag er öldin önnur. Undanfarnar vik- ur og mánuði hafa mál tveggja Bandaríkjamanna verið í brennidepli heimspressunnar. Þetta eru þeir Bradley Manning og Edward Snowden; báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið ríkisstarfsmenn sem misstu trúna á mál- staðinn í ljósi þess sem var að gerast í kringum þá; Manning upplýsti um ýmiskonar voðaverk her- manna BNA í Írak, njósnir um leiðtoga Sam- einuðu þjóðanna og rekstur leynilegra dauða- sveita á vegum bandaríska hersins, svo fátt eitt sé nefnt. Snowden opnaði augu heimsins fyrir þeirri staðreynd að ráðamenn í Washington njósna um þegna sína langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Meint lögbrot þeirra Mannings og Snowdens er sumsé að greina frá lögbrotum ráðamanna. Fyrir einmitt það hyllir sagan blaðamenn á borð við Bob Woodward og Carl Bernstein. Gagnrýnin á líka rétt á sér; enginn getur gúglað, feisbúkkað eða athafnað sig á alnetinu án þess að Sámur frændi hlusti enda helgar tilgangurinn öll meðul – eins og forðum fyrir austan. Þegar árásin á Tvíburaturnana átti sér stað síðla árs 2001 var þáverandi forseti fljótur að fullvissa landa og umheiminn í kjölfarið um að hin svívirði- lega atlaga að frelsi og lífsmáta Bandaríkjamanna hefði ekki erindi sem erfiði. Engu að síður hóf hann þegar í stað að grafa undan eigin loforðum og umræddu frelsi um leið. Illu heilli hefur núverandi forseti tekið við þeim kyndli og rúmlega það. Vafasamur stríðsrekstur, persónunjósnir og áframhaldandi útihald hitabeltisgúlagsins í Guantanamo bera því glöggt vitni. Af þessum kúrsi þarf fyrirheitna land- ið að snúa því það á að vera hafið yfir þessleg vinnubrögð. Land hinna frjálsu og heimkynni hinna hugrökku. Það var og. Ef engin verður bragarbótin þarf þjóðsöngur Bandaríkjamanna uppfærslu við. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Kalda stríðið fyrr og nú STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Grettir sterki Ásmundarsoner ein helsta hetja Íslend-ingasagnanna, frægurfyrir uppivöðslusemi og fádæma hreysti. Honum hafa þó lítil skil verið gerð í ferðaþjónustu, en það gæti breyst, gangi áætlanir eftir um framkvæmdir á Grettisbóli á Laugarbakka í Miðfirði í Húnaþingi vestra, skammt frá Bjargi, uppvaxtarstað Grettis. Framkvæmdir á svæði Grettis- bóls, sem er rúmir tveir hektarar, hófust reyndar fyrir nokkrum árum og þar hefur Grettishátíð verið hald- in árlega frá árinu 1996. Deiliskipu- lag að svæðinu var þó ekki auglýst fyrr en fyrir um hálfum mánuði. „Góðir hlutir gerast hægt,“ seg- ir Pétur Jónsson, einn forsvars- manna menningar- og fræðslustofn- unarinnar Grettistaks ses, sem stendur að baki Grettisbóli. „Það er langt síðan hugmyndirnar komu fram og svæðið hefur verið í hægri uppbyggingu síðan þá. Reyndar hef- ur lítið gerst frá 2007 því við höfum ekki viljað framkvæma neitt nema hafa fyrst aflað fjár fyrir því.“ Upp úr jörðinni stendur tíu metra víkingasverð sem á að vera sverð Grettis, Jökulsnautur, og þar er líka hlaðinn samkomuhringur. Þarna hafa verið haldnar víkinga- sýningar og sveitamarkaður er starfræktur þar sem boðið er upp á handverk og matvæli sem framleitt er í Húnaþingi vestra. Fé hefur fyrst og fremst fengist með styrkveit- ingum, aðallega frá sveitarfélaginu en einnig frá menningarráði Norðurlands vestra, Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða og fleirum. Engir rússibanar Framtíðarsýnin er að þarna verði víkingagarður með leiktækjum sem smíðuð verða úr rekaviði. Klif- urþrautir, knattleikir, aflþrautir, kubbspil, hnefatafl og refskák verða meðal þess sem gestir geta skemmt sér við. Spurður að því hvort þarna verði líka tívolítæki, t.d. víkinga- rússibanar, segir Pétur svo ekki vera. „Nei, þetta verður eins líkt því og var á tíma Grettis. Við reynum að nota einungis efnivið sem þá var not- aður og viljum að svæðið verði opið almenningi án gjalds. Þarna eiga fjölskyldur að geta komið og farið í leiki, grillað og átt góða stund án þess að þurfa að kosta miklu til. Fjölskyldufólk og börn hafa orðið svolítið útundan í ferðaþjónustunni og við viljum bæta úr því. Við leggj- um áherslu á hreyfingu og viljum líka að fólk geti upplifað menningu þess tíma þegar Grettir var uppi.“ Sagnatengd ferðaþjónusta Menningar- og fræðslustofn- unin Grettistak ses var stofnuð árið 2002. Markmið hennar er að nýta menningararf og sögu Húnaþings vestra og er sérstök áhersla lögð á sögu Grettis Ásmundarsonar. Spurður að því hvort þörf sé á frekari uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu segir Pétur svo vera. „Hér er ótal margt að sjá, náttúran ein- stök og margar fallegar gönguleiðir. En það er líka þörf á annars konar afþreyingu og við sjáum mikla möguleika í ferðaþjónustu sem teng- ist Íslendingasögunum. Fólk um all- an heim þekkir þær og kemur hing- að gagngert til að fara á söguslóðir. Íslendingasögunum hefur ekki verið gert nógu hátt undir höfði í ferðaþjónust- unni, það hefur þó breyst eitthvað á und- anförnum árum. En það má gera betur.“ Byggja skemmtigarð í anda Grettis sterka Ljósmynd/Pétur Jónsson Sverð gnæfir við himin Tíu metra langt sverð setur sterkan svip á Grett- isból og kallast það Jökulsnautur, eins og sverð Grettis Ásmundarsonar. Á uppdrætti að deiliskipulagi Grettisbóls kemur m.a. fram að svæðinu eigi að skipta í þrjá meginhluta. Þegar hafa verið lagðir stígar um svæðið og gert er ráð fyrir um 50 bíla- stæðum. Samkvæmt uppdrættinum á að hlaða smiðju úr torfi og grjóti. Byggingu, sem þegar er á svæðinu, á að færa í „fornan stíl“. Hún á að hýsa gesta- móttöku, minjagripaverslun og sýningaraðstöðu. Áhalda- og geymsluhúsnæði sem áformað er að rísi á svæð- inu verður einnig með fornu yfirbragði og gert er ráð fyrir að settar verði upp tímabundið búðir með sölutjöldum. Nokkur starfsemi er þegar á svæðinu, t.d. hafa þar verið haldin víkinga- námskeið fyrir börn. Byggingar í fornum stíl SKIPULAG GRETTISBÓLS Ungir víkingar á námskeiði í Grettisbóli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.