Morgunblaðið - 06.08.2013, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
Seglbretti Hraustir kappar nýttu sér rokið á Seltjarnarnesi við Gróttu um helgina, léku sér á seglbrettum og sýndu listir sínar af stakri snilld. Hvassviðri var víða á landinu um helgina.
Styrmir Kári
Það var eiginlega í
æsifréttastíl í kvöld-
fréttum RÚV 22. júlí,
að Laufey Tryggva-
dóttir birtir þjóðinni
þann alvöruþrungna
boðskap, að það sé nán-
ast tilgangslaust að
fylgjast með því hvort
blöðruhálskirtils-
krabbamein (BHKK)
karla sé á ferðinni með
PSA-prófi. Og ekki
tæki betra við ef meinið finnst og
gripið er til læknisaðgerða. Slíkt sé
yfirleitt óþarfi því flestir karla yfir
sextugt séu með BHKK en deyja úr
öðru, samkvæmt einhverjum víð-
tækum krufningum. Mikið böl séu
aukaverkanir vegna aðgerða. Þar
með hafði Laufey blásið á það, sem ég
og fjöldi annarra tókum sem gott og
gilt frá okkar frábæru krabbameins-
læknum.
Eiríkur Jónsson þvagfæraskurð-
læknir segir í ágætu fræðsluriti
Krabbameinsfélagsins um BHKK, al-
gengasta krabbamein íslenskra karla:
„Einkennalausir karlmenn geta að
sjálfsögðu leitað læknis til að láta
skoða sig og rannsaka með tilliti til
þessa krabbameins. Mælt er með því
að karlmenn fari í skoðun eftir fimm-
tugt, en eftir fertugt ef sterk ætt-
arsaga um krabbameinið er fyrir
hendi. Mikilvægt er þó að karlmenn
hafi í huga hvaða ákvarðanir þarf að
taka ef sjúkdómurinn greinist hjá
þeim á byrjunarstigi.“ Þetta krabba-
mein karla er ættgengt, eins og ég
mitt fólk höfum vel mátt vita. Sjálfur
greindist ég með staðbundið BHKK
árið 2008 en hafði þá verið í eftirliti
með PSA-blóðprófi, þreifingu, óm-
skoðun og sýnatöku. PSA-gildið hafði
hækkað reglulega og kirtillinn stækk-
að. Um var að ræða agressívar
krabbameinsfrumur í kirtlinum og er
það ástand lífshættulegt því hætta er
á að krabbameinið breiðist út.
Við sem höfum greinst með BHKK
erum í hópi þeirra um 220 íslensku
karla sem þetta hendir árlega. Um 50
látast af völdum sjúkdómsins ár
hvert. Laufey virðist halda að við-
komandi viti ekkert um meðferð-
arúrræðin. Það er öðru nær, því okk-
ur er það rækilega kynnt, að það sem
um er að ræða er vökt-
uð bið, mismunandi
geislameðferðir eða að-
gerð. Það sem ákveðið
var fyrir mig var ytri
geislameðferð sem fór
fram í Svíþjóð en nú er
hægt að veita hana hér-
lendis. Það fór svo vel
sem best var á kosið,
krabbameininu var eytt
og ég laus úr lífshættu.
Þessi sjúkrasaga mín
er smámál samanborið
við þann mikla harmleik
sem verður hjá þeim
sem látast árlega úr þessum hræði-
lega sjúkdómi. Hvar skilur þar milli
feigs og ófeigs? Er þar nokkurn lær-
dóm að draga í sambandi við for-
varnir?
Hér skal þá fullyrt það augljósa, að
það er aðeins vegna reglulegra töku
PSA-gildanna að það er hægt að
hjálpa í tæka tíð.
Þessi PSA-próf eru afar einföld og
ódýr. Hvað svo sem Laufey Tryggva-
dóttir vill amast við því að karlar
reyni að firra sig krabbameinsdauða,
þá er það sannarlega þess virði að
nokkrir finnist með BHKK af mörg-
um sem láta fylgjast með sér.
Krabbameinsfélag karla, Framför,
varð til fyrir frumkvöðulsstarf dr.
Odds Benediktssonar og var honum
hugarfóstur, þar til hann lést eftir
hetjulega baráttu við hinn mikla vá-
gest. Þegar Oddur var greindur 2005
hafði meinið tekið að breiðast út í
beinin frá BHKK. Hann fór of seint í
skoðun af því að hann vissi ekki betur
og hann lést 2010 á líknardeildinni að-
eins 73 ára að aldri.
Ég lýk þessum pistli á orðum stór-
skáldsins: „Aðgát skal höfð í nærveru
sálar.“
Eftir Guðmund Örn
Jóhannsson
» Við sem höfum
greinst með BHKK
erum í hópi þeirra um
220 íslensku karla sem
þetta hendir árlega. Um
50 látast af völdum sjúk-
dómsins ár hvert.
Guðmundur
Örn Jóhannsson
Höfundur er formaður Framfarar,
krabbameinsfélags karla.
Krabbamein karla
Nýlega heyrði ég í
útvarpinu, í annað
skiptið á stuttum
tíma, þátt kallaðan
Staður og stund.
Ekki var það ófyr-
irsynju að ég var að
hlusta þá; ég hafði
heyrt eitthvað skrítið
í upphafi hið fyrra
sinnið sem þátturinn
hljómaði en vildi vera
viss. Og, mikið rétt, þetta var til-
fellið. Sagði þar frá að fyrir utan
Victoria-stöðina í London hefði
setið fólk, misjafnlega á sig kom-
ið en þar á meðal tvær konur
íklæddar búrkum og gátu virt
fyrir sér „væna flóru Lund-
únabúa sem gekk framhjá hröð-
um skrefum“. Ekki geri ég ráð
fyrir að þar hafi farið í skrúð-
göngu blóm og jurtir ýmiskonar
og tré og runnar, hvað þá
pálmatré úr Kew gardens, en
óneitanlega datt mér þetta í hug
og sá það jafnvel fyrir mér.
Ég hef varið miklum hluta
langrar ævi í tungumál, bæði
fornmál svokölluð og nokkur nú-
tímamál en hef ekki getað fundið
því stað í nokkru öðru máli en ís-
lensku að vísindanafnið flora
(leitt af nafni rómversku blóma-
gyðjunnar um allt jurtaríkið) sé
notað um annað, hvað þá bók-
staflega allan andskotann, þ.á m.
bæði fugla, skepnur, fiska og fólk
og, nú síðast, liti, eins og gert er
hér á landi. Nú hefur nefnilega
verið lofað líflegri litaflóru á
Hofsvallagötu. Auðvitað er mér
ljóst að þessi upphrópun mín mun
engin áhrif hafa á dónana, né þá
sem halda því fram að svona
nokkuð sé bara til marks um að
málið sé ennþá lifandi, eða þann-
ig. En eitthvað var það að mér
hætti að vera sama yfir ruglinu.
Að hinu leytinu er það að út-
varpshlustendur mega vera vissir
um að þurfa ekki að þola það að
heyra að sums staðar annars
staðar en hér sé brúkaður annar
gjaldmiðill en íslensk
króna. Sjálfur vor-
kenni ég, a.m.k. hálf-
vegis, sigurvegurum
á miklum golfmótum
á Englandi eða í Am-
eríku að fá í verðlaun
hundrað og tuttugu
milljónir íslenskra
króna, eins og al-
gengt virðist vera.
Mér er einnig ráð-
gáta sú sérviska
mótshaldara að
sækja verðlaunaféð
hingað í gjaldeyrishöftin. Eiga
þeir kannski frystar innistæður
hér, sem fást ekki yfirfærðar í
kristilega peninga? Hvað ætla svo
golfmeistararnir að gera við þess-
ar krónur? Þegar ég var ungur
latínukennari í Menntaskólanum
og var að byggja, tók ég upp á
því þegar Sjónvarpið kom að fara
að þýða texta við myndirnar þar;
á næturþeli oftast. Eftir ellefu
ára kennslu og þýðingar tók ég
við stöðu í alþjóðastofnun í
Frakklandi og var þar um nokk-
urt árabil. Þegar ég sneri aftur
og var að fást við að fitja upp á
spænskuskor við Háskóla Íslands
fékk ég boð frá Sjónvarpinu um
að eftir mér væri óskað, m.a. til
að þýða einhverjar franskar
myndir. Þær urðu þó ekki nema
ein eða tvær, minnir mig, en fá-
einar aðrar bíómyndir dróst ég
þó á að þýða einnig. Ungur piltur
var þá nýtekinn við stöðu yf-
irþýðanda Sjónvarps. Þetta var
snemma árs 1981, en þá var
myntbreytingin sæla komin í
kring og dalurinn kostaði íslensk-
ar krónur 6,50 alveg eins og á ár-
um seinni heimsstyrjaldarinnar,
en fór auðvitað nokkuð fljótlega
að hækka, þegar kom fram á ár-
ið, en það er önnur saga. Ein
myndin var með Jack Lemmon,
minnir mig. Hann var að koma
inn í hótelherbergi ásamt brúði
sinni. Hún hvíslar að honum
hvort hann eigi ekki dal að gefa
burðarþjóninum. Ungi maðurinn,
sem áður getur, segir mér að
þessi þýðing geti ekki gengið.
Nú, af hverju ekki?, spurði ég.
Nú, af því að við notum krónur
hér. Átti ég þá að skrifa sex
krónur og fimmtíu aura?, spyr
ég. Nei, sagði yfirþýðandinn, setj-
um bara sjö krónur! Þar og þá
lauk endanlega öllu mínu starfi
hjá Sjónvarpinu.
Vel á minnst, Útvarp og Sjón-
varp! Lengi hefur verið þvargað
um auglýsingar í Ríkisútvarpi.
Ekki minnist ég þess að auglýs-
endur hafi lýst skoðun á þessu,
og gegnir það nokkurri furðu þar
sem með banni við auglýsingum
þar yrði helmingur þjóðarinnar
leystur undan þeim. Líklega eru
auglýsendur sundurleitur hópur
og hafa ekki sameiginlega skoð-
un, enda eru hagsmunir sjálfsagt
ýmislegir. Stórauglýsendur eins
og Bónus auglýsa heima hjá sér,
t.d. með heilum opnum í Frétta-
blaðinu, og því fagna flestir, sem
það blað skoða, og geta þá
ótrauðir flett áfram, nema
kannski fáeinir sem kunna að
vilja virða fyrir sér tíu til tuttugu
litmyndir af lærissneiðum og kó-
tilettum. Lítil börn hafa gaman af
auglýsingum í sjónvarpi. Ekki
trúi ég að meira en helmingur
landsmanna nenni að hafa Stöð 2.
Með banni á Ríkisútvarpið yrði
helmingur barnafólks sviptur
þessari skemmtun barnanna.
Eftir Þórð Örn
Sigurðsson » ...þessi upphrópun
mín mun engin áhrif
hafa á dónana, né þá
sem halda því fram að
svona nokkuð sé bara
til marks um að málið
sé ennþá lifandi, eða
þannig. En eitthvað var
það að mér hætti að
vera sama yfir ruglinu.Þórður Örn Sigurðsson
Höfundur er tungumálakönnuður.
Sitthvað um íslenskt mál
og útvarpið