Morgunblaðið - 06.08.2013, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
✝ ValgerðurMargrét Ingi-
marsdóttir fæddist
að Króki Skaga-
hreppi, Austur-
Húnavatnssýslu
22. nóvember
1951. Hún lést á
líknardeild LSH í
Kópavogi 26. júlí
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Ingimar
Sigvaldason bóndi, fæddur að
Höskuldsstöðum, Skagahreppi
16. nóvember 1906, d. 4. maí
1991, og Auður L. Sigurð-
ardóttir, fædd í Króki, Skaga-
hreppi, 11. júní 1918, d. 6. apr-
íl 2009. Valgerður var sú
fjórða í röð sjö systkina. Þau
eru í aldursröð Sigurður, Sig-
valdi, Svava, Guð-
jón Rúnar, Að-
alsteinn og
Gunnar. Valgerður
ólst upp í Króki og
að Hróarsstöðum í
Skagahreppi þar
sem foreldrar
hennar voru bænd-
ur.
Valgerður eign-
aðist fjögur börn,
tvö með fyrri sam-
býlismanni sínum Guðjóni
Hilmari Jónssyni sem eru: 1)
Jón Ingi, f. 7. apríl 1974, í sam-
búð með Helen Long, þeirra
börn eru Emma, f. 7. nóv-
ember 2002 og Friðrik, f. 20.
október 2011. 2) María Huld, f.
21. ágúst 1975, í sambúð með
Sigurjóni Pálmarssyni. Með
eiginmanni sínum Kristni
Gestssyni átti hún einnig tvö
börn sem eru: 3) Kolbrún
Kristín, f. 13. nóvember 1978,
maki Sigurður Árni Waage,
þeirra barn Valgerður Ásrún,
f. 22. júlí 2008. 4) Einar Valur,
f. 1. júlí 1981, í sambúð með
Guðnýju Láru Jóhannesdóttur,
þeirra börn Kristinn Sig-
urhólm, f. 1. mars 2001 og Val-
geir Árni, f. 16. febrúar 2008.
Eftir barnaskólanám á
Skagaströnd stundaði hún nám
við Hlíðardalsskóla í Ölfusi.
Valgerður vann á sjúkrahúsinu
á Blönduósi, um tíma starfaði
hún á heilsuhæli Skodsborg í
Danmörku, var starfsmaður
Bæjarbólstrunar í Kópavogi,
en lengst af var hún skrifstofu-
maður hjá Endurskoðunar- og
bókhaldsþjónustunni ehf., sem
hún rak ásamt eiginmanni sín-
um.
Útför Valgerðar verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag,
6. ágúst, og hefst athöfnin kl.
13.
Elsku mamma mín, það er svo
erfitt að geta ekki tekið upp sím-
ann og talað við þig. Fengið
stuðning, þegar sorgin ætlar að
tæta mig í sundur. Þú hefur alltaf
verið festan mín, hvar sem ég var
og hvað sem ég gerði, sýndir þú
mér alltaf þolinmæði og hafðir
tíma fyrir mig. Þó stundum höf-
um við systkinin sagt í gríni
„mamma ræður“ þá var það alltaf
lendingin í öllum málum að við
gerðum það sem þú lagðir til. Ég
sakna þín óendanlega mikið og ef
ég ætti eina ósk, væri hún sú að
þú værir hjá mér. Við erum að
reyna að styðja hvert annað, en
það vantar alltaf þig í hópinn. Það
er erfitt að skilja hvernig þú fórst
að því að halda svona vel utan um
allt og alla, þrátt fyrir það sem þú
þurftir sjálf að hugsa um. Við
sjáumst.
Þín,
María Huld.
Ég kynntist Völu árið 2001
þegar ég fór að gera hosur mínar
grænar fyrir Kolbrúnu dóttur
hennar og tók hún mér strax opn-
um örmum. Vala var alltaf í góðu
skapi og hafði ótrúlegt jafnlund-
argeð. Í gegnum árin voru ófáar
ferðirnar farnar á uppeldisstöðv-
ar tengdamóður minnar að Hró-
arsstöðum á Skaga, en þar undi
hún sér einstaklega vel. Ýmislegt
var brallað við tiltekt, viðhald
húsa, matarstúss, fjöruferðir og
veiði. Í veikindum sínum sem
stóðu yfir í tæp sjö ár sýndi hún
mikið æðruleysi og dug, þrátt
fyrir oft á tíðum miklar kvalir og
vanlíðan. Það sannaðist best þeg-
ar hún mætti á fjölskyldumót í
Króki síðustu helgina í júní en
það reyndist hennar síðasta ferð í
sveitina.
Barnabörnum sínum var hún
einstaklega góð og nærgætin og
sóttu þau mjög í návist hennar og
mikið höfðu þau gaman af að fara
með ömmu og afa í berjamó vest-
ur í Djúpadal þar sem þau áttu
sér hreiður.
Vertu dyggur, trúr og tryggur,
tungu geymdu þína.
Við engan styggur né í orðum hryggur,
athuga ræðu mína.
Lítillátur, ljúfur og kátur,
leik þér ei úr máta.
Varast spjátur, hæðni, hlátur;
heimskir menn sig státa.
Víst ávallt þeim vana halt:
Vinna, lesa iðja,
umfram allt þó ætíð skalt
elska guð og biðja.
(Hallgrímur Pétursson)
Ég kveð tengdamóður mína
með söknuði og trega í hjarta,
hún var góð kona, vildi öllum vel
og mælti aldrei styggðarorð.
Sigurður Árni Waage.
Valgerður Margrét
Ingimarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma, ég sakna
þess að fá knús og koss frá
þér, þú varst alltaf svo góð
og áttir alltaf bláber, rús-
ínur, sultu og ís handa mér.
Ég skal passa afa fyrir þig.
Þín
Valgerður Ásrún.
✝ Kristinn Þ.Jensson var
fæddur í Keflavík
28. apríl 1946.
Hann lést 23. júlí
2013. Foreldrar
hans voru Jens
Benjamín Þórð-
arson, lögreglu-
varðstjóri í Kefla-
vík, f. 25. apríl 1906
í Gahreppi, d. 6.
apríl 1975, og Þur-
íður Halldórsdóttir, f. 2. nóv-
ember 1914 á Eyrarbakka, d. 15.
ágúst 1998. Systkini Kristins
eru: Alda Steinunn, f. 16. sept.
1939, d. 15. júní 2005; Halldór
Ársæll, f. 31. júlí 1943, maki
María Valdimarsdóttir. Þau eiga
2 dætur; Sævar Þorkell, f. 28.
febrúar 1955, maki Julie Maree
Price, f. 14. júní 1958. Hann á 2
syni.
14. nóvember 1970 kvæntist
Kristinn Elsu Halldórsdóttur, f.
27. ágúst 1949. Þau
slitu samvistum.
Börn þeirra eru: 1)
Vilborg Helga, f.
18. apríl 1971. Maki
Steinar Berg Sæv-
arsson, f. 27. apríl
1973. Börn: Mikael
Máni, f. 10. október
1997, Marvin Darri,
f. 12. janúar 2001,
Elsa Maren, f. 19.
ágúst 2005. 2)
Kristinn Jens, f. 8. nóvember
1973. Sonur hans er Aron Ingi, f.
17. júní 1998. 3) Hrannar Freyr,
f. 10. janúar 1980. Sonur hans er
Halldór Óli, f. 4. maí 2011.
Kristinn vann nokkur ár hjá
Haraldi Böðvarssyni og co. á
Akranesi, og síðustu árin starf-
aði hann sem þjónustufulltrúi
hjá OLÍS á Akranesi.
Útför Kristins fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 6. ágúst
2013, og hefst athöfnin kl. 14.
Elsku pabbi minn, nú er komið
að kveðjustund og mikið er nú erf-
itt að sætta sig við það, því að
þetta er of snemmt finnst mér.
Þessar síðustu vikur eftir að þú
veiktist voru í einu orði hræðileg-
ar að upplifa fyrir þig og fyrir okk-
ur aðstandendur. Það var ljóst frá
upphafi að andstæðingurinn yrði
gríðarlega erfiður og baráttan
ójöfn en þú barðist hetjulega þar
til yfir lauk. Þú varst góður pabbi,
góður afi en fyrst og fremst varstu
góður maður. Það sem þú hjálp-
aðir mér um ævina get ég aldrei
þakkað nóg. Ég man bara ekki eft-
ir mér öðruvísi en í samfloti með
þér pabbi. 14 ára fór ég að vinna
með þér í HB & co og þegar þú
síðan fluttir til Keflavíkur fór ég
fljótlega á eftir þér. Þegar við
komum aftur heim fórstu að vinna
í slippnum og ég á eftir og svo síð-
ar reddaðir þú mér vinnu hjá Olís,
en þar vannst þú í 13 ár, allt þar til
þú veiktist. Í Olís leið þér alltaf
best og þar vannstu ávallt með
góðu fólki og þar kynntist þú
mörgum góðum vinum. Síðustu
árin bjó ég hjá þér, eftir að ég
veiktist lítillega, og þú studdir mig
í gegnum það með öllum hætti,
peninga „lánaðir“ þú mér og þá
töluðum við um að „feðrastyrks-
nefnd“ sæi um mig. Elsku dreng-
urinn minn hann Aron Ingi bjó svo
mikið hjá okkur og fékk hann að
kynnast þér mjög vel og þið voruð
svo nánir. Áhugamál okkar allra
feðganna var fótbolti og fórum við
saman á öll fótboltamót sem Aron
tók þátt í, meðal annars til Akur-
eyrar, Ólafsfjarðar og Selfoss svo
eitthvað sé nefnt. Stærsta ferðin
okkar þriggja var þó þegar við fór-
um á leik hjá okkar mönnum í
Man Utd, þú hélst reyndar með
Tottenham, en ég held að við höf-
um verið að ná þér yfir. En minn-
ingarnar eru endalausar og óðs
manns æði að setja þær allar á
blað. Við Aron erum ekki bara að
missa pabba/afa heldur erum við
að missa góðan vin. Elsku pabbi/
afi, takk fyrir allar góðu minning-
arnar og ómetanlega hjálp í gegn-
um tíðina. Ég trúi að þú sért á góð-
um stað og fylgist með okkur,
styðjir Aron í boltanum og ég veit
að þú átt eftir að senda einhvers
konar boð þegar þér finnst bíllinn
vera orðinn skítugur eða herberg-
ið hans Arons draslaralegt. Bless
elsku pabbi minn, við feðgar eig-
um eftir að sakna þín en einn dag-
inn hittumst við aftur.
Kristinn Jens og
Aron Ingi.
Í dag verður til moldar borinn
langt fyrir aldur fram Kristinn Þ.
Jensson. Hann fór allt of snemma.
Ég ætla ekki að rekja æviferil
Kristins, það gera aðrir sem
þekkja betur til. Hinn 1. septem-
ber 1999 hóf Kristinn, alltaf kall-
aður Kiddi, störf hjá Olís hf. á
Akranesi sem þjónustufulltrúi.
Það var mikið happ fyrir Olís hf.
og mig sem þetta skrifar að fá
Kidda í þetta starf. Hann þekkti
vel til flestra vörutegunda sem Ol-
ís hf. er að selja og var fljótur að
átta sig á því sem þurfti. Þessi 14
ár sem Kiddi hefur unnið með
okkur starfsmönnum Olís hafa
verið fljót að líða. Hann eignaðist
marga félaga og vini bæði hér á
Skaga og hjá öðrum starfsstöðum
Olís hf. Á starfsstöð sína á Suð-
urgötu 10 á Akranesi mætti Kiddi
alltaf tímanlega þar sem hann hitti
fyrir góðan hóp vina sinna. Þar
var í upphafi vinnudags tekin
staðan á stjórnmálunum, fótbolt-
anum og fleiri málefnum líðandi
stundar.
Fyrir skömmu fór ég með
framkvæmdastjóra hjá Olís hf.,
Jóni Ólafi Halldórssyni, og Kristni
Leifssyni smurolíusérfræðingi hjá
Olís hf. í heimsókn til viðskipta-
manna okkar á Grundartanga.
Allir þeir sem við töluðum við
lýstu yfir, án þess að spurt væri,
frábærri þjónustulund Kidda.
Þetta hef ég líka fengið að heyra
frá öðrum viðskiptamönnum á
Akranesi og víðar. Kiddi var afar
góður starfsfélagi, lipur og óeig-
ingjarn og vildi allt fyrir alla gera.
Ég veit að lífið lék ekki alltaf við
Kidda og það voru stundum
brekkur sem þurfti að fara yfir
eins og svo sannarlega hann gerði.
Hann hugsaði fyrst og síðast um
börn og barnabörn sín og tengda-
son, þau voru honum allt. Þá hafði
hann áhuga á knattspyrnu og
studdi við bakið á ÍA á ýmsan hátt.
Og margar góðar ferðirnar áttum
við í góðra vina hópi á knatt-
spyrnuviðburði, sem lengi verða í
minnum hafði. Það var hins vegar
svo að þegar ÍA og Keflavík voru
að keppa þá stóð hann með sínum
mönnum suður með sjó, því þegar
hann talaði um „heim“ þá var það
Keflavík, það var hans heimabær.
Það er erfitt að kveða jafnaldra
sinn svona fljótt en það er rétt að
enginn ræður sínum næturstað.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
allt sem hann gerði fyrir mig og
mína fjölskyldu. Þá þakka starfs-
menn Olís hf. á Akranesi og víðar
fyrir gott viðmót og skemmtilegt
samstarf. Yfirstjórn Olís hf. vill
þakka Kidda fyrir tryggð og trún-
að við fyrirtækið. Við missum mik-
ið en mestur er missir fjölskyld-
unnar sem við vottum okkar
dýpstu samúð.
Gunnar Sigurðsson,
fram-kvæmdastjóri Olís
hf. á Vesturlandi.
Knattspyrnufélag ÍA kveður í
dag góðan stuðningsmann félags-
ins, Kristin Þ. Jensson. Langt fyr-
ir aldur fram féll hann frá eftir
skamma en þunga glímu við veik-
indi. Kiddi var bóngóður fótbolt-
anum á Akranesi og taldi ekki eft-
ir sér að leggja félaginu lið þegar
þurfti. Hann var einn þeirra sem
höfðu ekki hátt um verk sín, held-
ur leysti það sem beðið var um af
stökum sóma og taldi ekki eftir
sér handtökin. Fyrir það er Knatt-
spyrnufélag ÍA þakklátt.
Áhugi Kidda á knattspyrnu var
mikill – og að sjálfsögðu studdi
hann ÍA – með þeim fyrirvara þó
að Suðurnesjahjartað slóð með
Keflvíkingum ef svo bar undir. Á
því var góður skilningur enda naut
knattspyrnufélag ÍA áhuga hans
og velvilja um langt skeið.
Á kveðjustund er þakkað fyrir
samleið, góðar stundir og framlag
Kidda um leið og samúðarkveðjur
eru sendar fjölskyldu hans, sem
saknar góðs drengs.
Fyrir hönd Knattspyrnufélags
ÍA,
Ingi Fannar Eiríksson.
Kristinn Þ.
Jensson
Ástkær tengda-
faðir minn er fallinn
frá eftir langvinn veikindi, 90 ára
gamall, eftir langa og góða ævi,
saddur lífdaga. Mig langar til að
minnast hans í fáum orðum.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Hjalta árið 1992 þegar
við Ómar sonur hans kynntumst.
Fljótlega var mér boðið í heim-
sókn í Skeiðarvoginn til verðandi
tengdaforeldra minna og þar
mættu mér yndisleg hjón og
raungóð. Á heimili Hjalta og
Veigu í Skeiðarvoginum var alltaf
gott að koma, heimili þeirra eins
og umferðarmiðstöð því ættingj-
ar úr sveitinni og vinir litu gjarn-
an inn til þeirra í kaffi. Hjalti var
reffilegur, hávaxinn og spengi-
legur og sat hann gjarnan eða lá í
sófanum sínum á meðan Veiga
snaraði fram kræsingum af stakri
snilld. Oft greip hann í gömlu
slitnu spilin sín og lagði kapal eða
hlustaði á karlakóra af kass-
ettum. Hjalti var rólyndismaður,
hafði þó sterkar skoðanir og voru
málin oft krufin yfir kaffibolla.
Hjalti var hógvær, afar nýtinn,
sparsamur og nægjusamur.
Bíllinn hans, gula Ladan, var
alveg sérstök og dekraði hann
mikið við hana. Gula Ladan varð
eiginlega að kennileiti í hverfinu
og það lá við að það þyrfti að fara
fram grenndarkynning þegar
Lödunni var fargað. Minnisstæð-
ur er hengilásinn sem Hjalti
hengdi með stakri útsjónarsemi á
bensínlokið á Lödunni vegna
tíðra bensínþjófnaða. Óteljandi
bíltúrana fór Hjalti um Voga-
Hjalti Ísfeld
Jóhannsson
✝ Hjalti Ísfeld Jó-hannsson
fæddist á Skriðu-
felli í Þjórsárdal 28.
janúar 1923. Hann
lést á Landakots-
spítala 19. júlí 2013.
Útför Hjalta var
gerð frá Langholts-
kirkju 30. júlí 2013.
hverfið og uppá-
halds áningarstað-
urinn var Olís
bensínstöðin við
Suðurlandsbraut
þar sem hann dvaldi
löngum og nostraði
við bílinn og spjall-
aði við menn.
Hjalti var hjálp-
samur, alltaf boðinn
og búinn að hjálpa
til þegar til hans var
leitað. Þegar barnabörnin komu
svo í heiminn eitt af öðru var ynd-
islegt að sjá Hjalta ganga í afa-
hlutverkið. Í því gat hann notið
sín og þær voru margar fjörugar
stundirnar sem hann átti með
dætrum mínum ungum, þar sem
að þær voru í dagvistun hjá afa
sínum og ömmu. Þar lék Hjalti á
als oddi og ógleymanlegt að sjá
hve hann ljómaði í návist þeirra
og þegar hann hvatti þær til
leikja eins og „að ganga eins og
gæs“. Hjalti eignaðist sjö barna-
börn, allt stúlkur, og fannst hon-
um það hreint með ólíkindum að
enginn skyldi afadrengurinn
koma. Því miður náði Hjalti ekki
að njóta barnabarnanna eins og
hann hefði óskað, heilsunni hrak-
aði smátt og smátt en hann háði
baráttu við erfiðan og langvinnan
lungnasjúkdóm. Það hefur verið
sárt að fylgjast með hvernig sjúk-
dómurinn ágerðist hægt og bít-
andi undanfarin ár og dró af hon-
um líkamlega og andlega. Síðasta
ár var svo komið að Hjalti dvaldi
á sjúkrastofnunum og aðdáunar-
vert var að fylgjast með Veigu, en
hennar er missirinn mestur. Hún
stóð eins og klettur við hans hlið í
gegnum veikindin og vék nánast
aldrei frá honum til dauðadags.
Með þessum fátæklegu orðum
og með hlýjum og fögrum minn-
ingum í huga þá kveð ég þig,
elsku Hjalti minn. Hvíldu í friði
og hafðu þökk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Hjördís.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar
Blómasmiðjan Grímsbæ
v/Bústaðaveg
S: 588 1230
Samúðarskreytingar
Útfaraskreytingar
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SVANBORG ODDSDÓTTIR
kennari,
Háeyrarvöllum 18, Eyrarbakka,
varð bráðkvödd á Spáni 30. júlí síðastliðinn.
Jón Bjarni Stefánsson,
Oddrún Bjarnadóttir,
Stefán Þór Bjarnason, Eva Bryndís Helgadóttir,
Vignir Bjarnason, María Fjóla Harðardóttir,
ömmubörn og langömmubörn.