Morgunblaðið - 06.08.2013, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
Nú taka efri árin við og ég er svo heppin að eiga mörg áhuga-mál. Finnst gaman að ferðast, prjóna og lesa skemmtilegarbækur. Ég les allt nema hörðustu spennusögur. Hef mikla
ánægju af bókum höfunda sem best hafa skrifað á íslensku, skálda
s.s. Gunnars Gunnarssonar, Kambans og Kiljans að ónefndum ljóð-
um Einars Benediktssonar og Jónasar,“ segir Vilhelmína Þór sem
er 67 ára í dag.
Á afmælisdegi býður Vilhelmína fjölskyldu og nánustu vinkonum
í grillveislu á heimili sínu á Kjalarnesi. „Veðráttan er spurning um
hugarfar. Ég kvíði engu, segir Vilhelmína sem ólst upp á Reykhól-
um. Er dóttir Ingibjargar og sr. Þórarins Þór, prests og prófasts.
Starfsferill Vilhelmínu er fjölbreyttur. Var lengi ritari hjá Flug-
leiðum, LÍÚ og Eimskip. „Mér líkaði vel í skrifstofustörfum og
fannst gaman að taka þátt í upphafi tölvuvæðingar. Þegar ég komst
upp á lagið í bókhaldi fann ég mig þar. Maðurinn minn var alveg
frábær kennari,“ segir Vilhelmína sem er gift Bjarna Jónssyni end-
urskoðanda. Hún tekur virkan þátt í starfsemi Sam-Frímúrararegl-
unnar auk þess sem þau hjónin hafa mikla ánægju af ferðalögum.
Oft liggur leið þeirra t.d. að Tjaldanesi í Saurbæ í Dölum.
„Í Dölunum eiga börnin mín hús og við eigum þar líka afdrep. Þar
er gott að vera og mikil hlunnindi að frá Tjaldanesi sést þvert yfir
fjörðinn og heim að Reykhólum.“ sbs@mbl.is
Vilhelmína Þór er 67 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kjalnesingur „Mér líkaði vel í skrifstofustörfum og fannst gaman að
taka þátt í upphafi tölvuvæðingar, “ segir Vilhelmína Þór.
Les allt nema hörð-
ustu spennusögur
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Viðar Björnsson, skipstjóri frá Stykk-
ishólmi, verður sjötugur á morgun, 7.
ágúst. Í tilefni þess býður hann ætt-
ingjum, vinum og samstarfsfólki í gegnum
tíðina að gleðjast með sér og fjölskyldu
sinni á Hótel Stykkishólmi, á afmælisdag-
inn, 7. ágúst frá kl. 18 til 22.
Gjafir eru vinsamlega afþakkaðar en þess
í stað gætu þeir sem vilja, styrkt björg-
unarsveitina Berserki. Reiknisnúmer er
0309-26-022100, kt.: 610180-0789.
Árnað heilla
70 ára
Mosfellsbær Emelíana fæddist 26.
nóvember kl. 4.44. Hún vó 3.930 g og
50,3 cm löng. Foreldrar hennar eru
Selma Blöndal og Fitim Shala.
Nýir borgarar
Reykjavík Íris Dana fæddist 1. nóv-
ember. Hún vó, 2,520 g og var 46 cm
löng. Foreldrar hennar eru Guð-
mundur Sigurðsson og Eva Hrund
Willatzen.
B
jarni fæddist á Sólvangi
í Hafnarfirði 6.8. 1963
en ólst upp í Mosfells-
dal fyrstu árin þar sem
foreldrar hans veittu
forstöðu heimavistarskóla í Hlað-
gerðarkoti. Fjölskyldan var síðan
húsett í San Diego í Bandaríkjunum
í eitt ár og bjó síðan í Heimunum í
Reykjavík.
Bjarni var í Vogaskóla og Lang-
holtsskóla, lauk stúdentsprófi frá
MH 1983, var síðan aðstoðaræsku-
lýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar í tvö ár,
hóf nám í guðfræði við HÍ 1985 og
lauk embættisprófi í guðfræði 1990.
Hann lauk MA-prófi í siðfræði við
HÍ 2010 og er að fara í eins árs leyfi
til að vinna að doktorsritgerð sinni.
Bjarni var aðstoðarprestur við
fangelsin í Reykjavík og við Laug-
arneskirkju 1990-91, sóknarprestur
í Vestmannaeyjum 1991-98 og hefur
verið sóknarprestur í Laugar-
neskirkju frá 1998.
Bjarni sat í Velferðarráði Reykja-
víkurborgar 2010-2012.
Fátækt er ekki náttúrulögmál
Þegar Bjarni er inntur eftir hugð-
arefnum kemur í ljós að hann er
með allan hugann við doktorsritgerð
sína en hún fjallar um nýja, þverfag-
lega greiningu á fátækt og tillögur
til úrbóta: „Árið 2011 komu Hjálp-
arstarf kirkjunnar og Rauði kross-
inn í Reykjavík saman breiðum sam-
starfshópi sérfræðinga í því skyni að
greina fátækt hér á landi – tilurð
hennar og eðli. Ég sat í þessum hópi
og var einn þeirra sex einstaklinga
sem sömdu skýrslu um niðurstöður
hópsins, en þær niðurstöður eru nú í
vinnslu hjá velferðarráðuneytinu.
Ég bind miklar vonir við úrvinnsl-
una og er nú að skrifa doktors-
ritgerð um þessa greiningu og þau
rök sem að baki liggja.
En hvað er þá fátækt?
„Hópurinn kom snemma með
nýja og spennandi nálgun að fátækt-
arvandanum þar sem því er m.a.
haldið fram að fátækt verði til og
mótist í vítahring neikvæðra við-
horfa.
Við látum gjarnan duga að ásaka
hina fátæku fyrir aumingjahátt eða
skamma kerfið í stað þess að við-
urkenna að fátækt er menning og
stafar ekki af fjárskorti heldur er
hún skortur á heilbrigðu samspili.
Ásökunin vekur skömm og skömmin
verður að uppgjöf – „Það verður
alltaf til fátækt fólk! segja menn
ábúðarfullir. Helsta ráðið sem við
finnum verður svo það að aumka hin
Séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju – 50 ára
Morgunblaðið/Golli
Kirkjuprakkarar Í starfi Laugarneskirkju tengjast starfsmenn kirkjunnar börnunum persónulegum böndum í leik.
Greining og ný viðhorf
í baráttu gegn fátækt
GLER OG SPEGLAR 54 54 300 • smiðjuvegi7 • kópavogi
handrið • skjólveggir
einangrunargler • milliveggir
• og margT Fleira
sólvarnargler
SÍðAN 19
69
allT
í gleri
alhliða
lausnir
í einangrunargleri
haFðu samband
sendum
um
allT land
allT að
80%
minna gegnumFlæði
hiTa og óþægilegra
ljósgeisla
vo
TTu
ðF
ra
ml
eið
sl
a