Morgunblaðið - 06.08.2013, Blaðsíða 36
Kammerkór Reykjavíkur flytur
trúarleg verk frá ýmsum löndum,
m.a. eftir Franz Liszt, Anton Bruckner
og Jón Leifs, á tónleikum í Laugar-
neskirkju annað kvöld. Ókeypis að-
gangur er á tónleikana. Sama efnis-
skrá verður flutt á Ítalíu, en kórnum
hefur verið boðið að halda tónleika á
tónlistarhátíð á Ítalíu um miðjan
mánuðinn.
Heldur tónleika á
erlendri listahátíð
ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 218. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Alvarlegt flugslys á Akureyri
2. Tveir fórust í flugslysinu
3. Tvær pólskar stúlkur létust
4. Flugvélin var á leið úr sjúkraflugi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í kvöld hefst söguganga í miðborg
Reykjavíkur um staði sem tengjast lífi
lesbía og homma í Reykjavík. Fjallað
verður um líf og menningu samkyn-
hneigðra Reykvíkinga allt frá lokum 19.
aldar og fram undir okkar dag. Gangan
er fyrsti viðburðurinn í fjölbreyttri Há-
tíð hinsegin daga. Aðgangur er ókeypis
undir leiðsögn á íslensku.
Morgunblaðið/Eggert
Söguganga um slóðir
samkynhneigðra
Flautuleikarinn Áshildur Haralds-
dóttir og Kristinn H. Árnason gít-
arleikari, munu flytja tónverk sem
voru skrifuð fyrir eða voru í uppáhaldi
hjá tónlistarmanninum og mynd-
höggvaranum Bertil Thorvaldsen á
Listasafni Sig-
urjóns Ólafs-
sonar í kvöld.
Á milli flutn-
ings munu þau
spjalla um
tónverkin.
Flytja eftirlætis tón-
verk Thorvaldsens
Á miðvikudag Sunnan 5-10 m/s, lítils háttar súld eða rigning á
Vesturlandi. Hiti 9-16 stig. Á fimmtudag austan 8-15 m/s. Rigning
með köflum en þurrt á Norður- og Vesturlandi. Hiti 10-17 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað um mestallt land og lítils háttar væta
fyrir norðan og austan. Bjartviðri, en skýjað á Norður- og Austur-
landi fram eftir degi. Hiti 4-16 stig, hlýjast á sunnanlands.
VEÐUR
„Þetta er einn af mínum betri
samningum á ferlinum og
það er gaman að fá svona
samning orðinn 31 árs. Það
lýsir því hvað félagið hefur
mikla trú á mér og vonandi
að ég geti gefið til baka með
einhverjum mörkum,“ segir
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
meðal annars við Morg-
unblaðið en hann
samdi í gær við
tyrkneska félagið
Konyaspor. » 1
Tyrkirnir hafa trú á
Gunnari Heiðari
„Við vorum vel undirbúin fyrir leikinn
og gæslan var mun öflugri en áður.
En það reyndi ekki mikið á gæsluna á
leiknum því áhorfendur voru til fyrir-
myndar,“ sagði Óskar Örn Ólafsson,
formaður knattspyrnuráðs ÍBV, með-
al annars við Morgunblaðið
um leik ÍBV og FH í Vest-
mannaeyjum um versl-
unarmannahelg-
ina. »4
Áhorfendur í Eyjum voru
til fyrirmyndar
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sund-
félagi Hafnarfjarðar náði bestum ár-
angri íslenska sundfólksins á HM í
Barcelona sem lauk á sunnudaginn.
Hrafnhildur tvíbætti eigið Íslandsmet
í 50 metra bringusundi, komst í und-
anúrslit og hafnaði að lokum í 13.
sæti. Morgunblaðið tók hana tali og
sagðist hún vera mjög ánægð með
sinn hlut. »2
Hrafnhildur átti besta
árangurinn í Barcelona
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
,,Yfirleitt hefur þetta gengið vel hjá okkur en há-
tíðin hefur aldrei heppnast eins vel og nú,“ segir
Curtis Olafson, formaður Íslendingafélagsins í
Norður-Dakóta í Bandaríkjunum, en hátíðin
Deuce of August Icelandic Celebration fór fram í
Mountain í 114. sinn um helgina.
Íslendingar settust fyrst að á svæðinu í kringum
Mountain skömmu fyrir aldamótin 1900 og íbúar
eru nú innan við 100 en hátíðin dregur marga að og
áætlar Curtis að um 7.000 gestir hafi mætt að
þessu sinni. Þetta er helsta hátíð þjóðarbrots í
Norður-Dakóta og ein sú fjölmennasta á vegum
fólks af íslenskum ættum í Bandaríkjunum.
Þó að bærinn sé lítill eru íbúarnir stórir í hugsun
og boðið er upp á viðamikla dagskrá. Félagsheimili
var vígt í fyrra og í ávarpi sínu þakkaði Curtis Ís-
lendingum fyrir veittan stuðning. „Við erum fá en
saman getum við gert góða hluti,“ sagði hann.
„Þetta er ótrúleg upplifun,“ sagði Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, en hann
var heiðursgestur. Með í för er eiginkona hans,
Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Sigmundur sagði í
ræðu sinni að heimsóknin hefði styrkt hann enn
frekar til góðra verka. ,,Þetta er einn af bestu dög-
um lífs míns,“ sagði hann og bætti um betur á
Gimli í Kanada í gær þegar hann sagði að heim-
sóknin til Vesturheims hefði verið frábær, nokkrir
af bestu dögum sem hann hefði upplifað.
Flugið lykilatriði
„Þetta var gaman,“ sagði John H. Johnson, sem
hefur búið í Görðum, rétt sunnan við Mountain,
alla tíð, en hann fór fyrir ökutækjalest á hátíðinni á
laugardag. Hann talar góða íslensku, ,,en þegar
kemur að því að lesa íslensku þá er ég lélegur,“
segir hann. „Móðir mín og pabbi minn töluðu alltaf
íslensku saman og það töluðu allir íslensku þegar
ég var ungur.“
John er 78 ára gamall bóndi og var með naut-
gripi sína í landi Stephans G. Stephanssonar.
Sigurbjörg, langamma Johns, var systir Guð-
mundar, föður skáldsins, og Helga, eiginkona
Stephans, var systir afa Johns. „Ég hef kynnt mér
vel söguna og veit mikið um Stephan en ljóðin hans
eru of þung fyrir mig. Hins vegar er minnisvarðinn
um hann er of þungur til að færa hann,“ bætir
hann við og áréttar að sagan sé miklu aðgengilegri
eftir að hann var reistur. Minnisvarðinn var reistur
fyrir tíu árum og vegna íslenskukunnáttunnar hef-
ur John sagt mörgum Íslendingum frá Stephani og
reyndar verið leiðsögumaður á svæðinu hjá mörg-
um. „Áður sagði ég fólki frá Stephani bara í gras-
inu hérna en þetta er allt annað líf núna.“
Darlene, eiginkona hans, er líka frá Norður-
Dakóta en hún á ættir að rekja til Þýskalands,
Danmerkur og Írlands.
Þær eru ekki margar hátíðirnar sem John hefur
misst af en hann var fjarri góðu gamni í fyrra. „Ég
var á spítala. Bakið mitt var svo sárt. Það var eitt-
hvað að mér og við urðum að vinna úr því. Ég fékk
sprautu og er góður núna.“
John hefur alltaf búið á sama stað og segir að
hann hafi varla farið úr sveitinni. „Við kölluðum fé-
lagsheimilið í Görðum alltaf bæinn en þar sem við
lifðum kölluðum við Garðurinn.“
Hann hefur verið virkur í Íslendingafélaginu
alla tíð og heldur tryggð við gamla landið, sem
hann hefur þó aðeins einu sinni heimsótt, árið
2001. ,,Þetta var búið hérna um tíma, en starfið
lifnaði við á 100 ára afmælinu og hefur eflst til
muna á hverju ári eftir það. Við höfum fengið
marga hópa frá Íslandi í heimsókn og það hjálpar
mikið að fá menn eins og forsætisráðherra til okk-
ar. Þetta helst í hendur við aukið flug Icelandair til
Bandaríkjanna og Kanada. Flugið er lykilatriði.“
»12
Besta hátíðin í Mountain
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson heiðurs-
gestur á hátíðinni
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Foringi John H. Johnson fór fyrir ökutækjalestinni í Mountain og eiginkonan Darlene var honum við hlið.
Leiði Káins Forsætisráðherrahjónin hella
brennivíni yfir leiðið, sem er orðin hefð.