Morgunblaðið - 11.09.2013, Page 25

Morgunblaðið - 11.09.2013, Page 25
UMRÆÐAN 25Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Þú hringir Við bökum Þú sækir Miðvikudags- PIZZA-TILBOÐ 12“ PIZZA, 3 áleggstegundir og 1l Coke 1.290 kr. Á Norðurlandi vestra hafa sveit- arfélögin séð um rekstur málefna fatl- aðs fólks frá árinu 1999, fyrst með sér- stökum samningi við félagsmálaráðuneytið um veitingu þjónustu. Þótti stjórnvöldum rekstur málaflokksins í höndum sveitarfélaganna á Norð- urlandi vestra vera til eftirbreytni og greiddi götu þess að málaflokk- urinn var fluttur á landsvísu til sveitarfélaganna. Reynslan á Norð- urlandi vestra var notuð sem fyr- irmynd að rekstri málaflokksins fyrir sveitarfélögin í landinu. Hin góða reynsla af Norðurlandi vestra sneri bæði að fjárhag og aðbúnaði og varð hvatinn að því að stjórnvöld ákváðu að færa málefni fatlaðs fólks alfarið yfir til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011. Nú ber svo við að eftir flutning málaflokksins til sveitarfélaganna hefur orðið sífellt erfiðara fyrir dreifbýla landshluta að sækja sann- gjarna úthlutun fjár til starfsem- innar og ef fram heldur sem horfir, með óbreyttu fjárframlagi fyrir árið 2013, vantar á Norðurlandi vestra inn í reksturinn um 70 milljónir króna. Sveitarstjórnarmenn á Norð- urlandi vestra hafa á árinu ítrekað reynt að beita sér fyrir því að fá leiðréttingu á úthlutuninni í sam- ræmi við skilgreinda þörf, en sú barátta hefur enn ekki skilað tilætl- uðum árangri. Hefur nýr ráðherra nú staðfest með reglugerð tillögu, sem mun verða til þess að skorið verður verulega niður í málaflokkn- um á Norðurlandi vestra. Ef ekki verður nein breyting þar á er ljóst að það mun koma illa niður á grunnþjónustu við fatlað fólk í dreifbýlinu og þvert á alla umræðu um málefni fatlaðs fólks. Umræðan hefur einkennst af spennandi stefnumörkun um not- endastýrða persónulega aðstoð (NPA) og hefur hver ráðstefnan á fætur annarri verið haldin og heil- mikill kraftur farið í að þróa stefn- una. Sömuleiðis hefur mikið verið fjallað um hvaða aðili fái að leiða starfið. Minna hefur aftur á móti farið fyrir umræðu um málefni fatl- aðs fólks á landsbyggðinni. Í ár er niðurskurður til málaflokksins um 70 milljónir á Norðurlandi vestra á skilgreindri þörf eða um 14% af heildarútgjöldum til málaflokksins! Það er mjög alvarlegt og kemur hart niður á þeim einstaklingum sem þiggja þjónustuna, sérstaklega í ljósi þess að 94% af framlögum til málaflokksins fara í launakostnað. Það getur varla hafa verið ætlun ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks að beina niðurskurð- inum í þetta miklum mæli að fötl- uðu fólki á Norðurlandi vestra. Hafa verður í huga að fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna og Sam- fylkingar var búin að skera ræki- lega niður opinbera þjónustu í landshlutanum og hefur grafið djúp skörð í opinbera þjónustu og hlut- fallslega meira en víðast hvar ann- ars staðar á landinu. Það er krafa um rétt allra til að búa jafnir hvort sem er í þéttbýli eða á landsbyggð- inni hvort sem um ræðir fatlað fólk eða ófatlað fólk. Hver er réttur fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra? Eftir Sigurjón Þórðarson og Hönnu Þrúði Þórðardóttur »Umræðan hefur ver- ið um framtíðarsýn um notendastýrða per- sónulega aðstoð (NPA) en minna um lágmarks- þjónustu við fatlað fólk í dreifbýlinu. Sigurjón Þórðarson Sigurjón er sveitarstjórnarfulltrúi Fjálslyndra og óháðra í Skagafirði og Hanna Þrúður er stjórnarmaður Frjálslyndra og óháðra í SSNV. Hanna Þrúður Þórðardóttir Margir hafa áhuga á mörkum og markaskrám. Sumir þéttbýlisbúar halda lengi í mörkin sín, án þess að þau séu notuð. Þetta er ekki skrítið því oft er um að ræða gömul ættar- mörk, eða bund- in tilteknum stað. Auk þess finnst mér að fjármörkin hafi sál. Þau geta líka átt sér langa og merka sögu. Þau geta til dæmis verið drauma- mörk, huldumörk, eða bara ein- staklega hjarðfalleg. Mér finnst löngu tímabært að elstu fáanlegu markaskrár sýslnanna verði prent- aðar, eða settar á netið. Það yrði feiknamikill fróðleiksbrunnur fyrir þyrsta. Fjöldi bænda hefur gefið út ævi- sögu sína. Ég held að fáir sem engir minnist á fjármarkið sitt. Það má heita furðulegt. Og svo eru það réttirnar. Hvergi er að finna í gömlum þjóðlegum fróðleik frásagnir úr réttum. Ég minnist ekki á safnritið Göngur og réttir. Það er eins og helgirit þeg- ar þar er minnst á réttirnar. Var ekki stundum gert upp og deilt harkalega í réttunum, jafnvel á milli hreppa? Meira að segja Gísli Konráðsson sagnaþulur, sem margar sögur sagði úr mannlífinu, t.d. í Skagafirði, minnist ekki á réttir. Nú á dögunum var víða um land smalað og réttað með óvenjulegum hætti. Menn voru að forðast óveð- ur. Vonandi gerist það ekki oftar, né heldur að réttað verði með öðr- um þvinguðum hætti eins og fram kemur í lýsingu á hugsanlegri komu í réttina í sveitinni: Sæludalsrétt er troðfyllt af fénaði og mannskap í trássi við reglugerðirnar Bjössi á Hól og nafni hans á mjólkurbílnum spangóla hástöfum nú er hlátur nývakinn réttarstjórinn er á nálum hann sér bíl frá eftirlitinu Gamlasvört kallar á lömbin me me glætan jarma skal me ess bé í réttunum. HELGI KRISTJÁNSSON. Ólafsvík. Hófur, netnál, biti, bragð Frá Helga Kristjánssyni Helgi Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.