Morgunblaðið - 10.10.2013, Side 4

Morgunblaðið - 10.10.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Orri Páll Ormarsson Hólmfríður Gísladóttir „Þetta er mikill heiður. Ég er í skýj- unum,“ sagði Yoko Ono í samtali við Morgunblaðið en hún var í gær út- nefnd heiðursborgari Reykjavíkur af Jóni Gnarr borgarstjóra. Ono tendr- aði í gærkvöldi Friðarsúluna í Viðey, á 73. afmælisdegi John Lennon. „Mér krossbrá við fréttirnar, þar sem mig óraði ekki fyrir því að þetta stæði til. Þessi viðurkenning er sér- staklega ánægjuleg í ljósi þess að hún staðfestir að borginni, sem mér þykir svo afskaplega vænt um, þykir vænt um mig á móti. Ég lít á þetta sem hvatningu til áframhaldandi góðra verka,“ sagði Ono. Borgarráð samþykkti einróma í síðustu viku að útnefna listakonuna sem heiðursborgara en fjórir hafa áð- ur hlotið þann heiður: Séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveins- son augnlæknir árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010 og Erró ár- ið 2012. „Með starfi sínu hefur Yoko Ono beint ljósi friðarins að Reykjavík, sem við viljum að standi uppljómuð sem borg friðar og mannréttinda. Það er mér því mikil ánægja að Yoko Ono skuli nú vera gerð að heið- ursborgara í Reykjavík. Framlag hennar til friðar- og mannréttinda- mála í heiminum er einstakt,“ sagði borgarstjóri í gær. „Ísland er mjög hreint land,“ svar- aði Ono, spurð að því hvað heillaði hana við landið og höfuðborgina. „Þá á ég við hreinleika í veraldlegum og andlegum skilningi. Sæki maður heim stærri lönd er svo margt skelfi- legt á seyði. Um leið og maður kemur hingað finnur maður hvað fegurðin hefur ríkt vægi. Þetta fann ég um leið og ég kom fyrst og þess vegna kem ég aftur og aftur,“ sagði listakonan. Morgunblaðið/Golli Heiður Listakonan Yoko Ono var útnefnd heiðursborgari Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Heiðurinn hvatning til áframhaldandi góðra verka  Ísland hreint land í veraldlegum og andlegum skilningi Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað- arráðherra spennusetti í gær Vestmannaeyja- streng 3 í höfuð- stöðvum HS- veitna í Vest- mannaeyjum. Aðeins er liðið rúmt ár frá því að ákveðið var að ráðast í framkvæmdina við sæstreng- inn, sem kostaði 1,6 milljarða kr. Gamli strengurinn bilaði í september í fyrra og því þurfti að hafa hraðan á en vanalega tekur ferlið 2-4 ár. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að um stórt skref sé að ræða því ekki einungis hafi óvissan af völdum ótrausts strengs verið skaðleg, held- ur spari þetta þeim fiskvinnslufyrir- tækjum í Eyjum, sem hafa notað olíu við framleiðsluna, verulegar upphæð- ir. Nýi sæstrengurinn leysir af hólmi streng sem var orðinn illa farinn og ótraustur. Hann er tæplega 13 kíló- metra langur og tengist spennivirkj- um Landsnets á Landeyjasandi og í Eyjum með 3,5 og 1,0 kílómetra jarð- strengjum. Til að byrja með er Vest- mannaeyjastrengur 3 rekinn á 33 kV spennu en er gerður fyrir allt að 66 kV spennu, sem gefur möguleika á enn meiri raforkuflutningi til Eyja. Nýr sæstrengur til Eyja tekinn í notkun  Framkvæmdin tók aðeins rúmt ár Ragnheiður Elín Árnadóttir sýnd hér til hliðar en gildið 100 á við meðaltal hvorrar vísitölu fyrir sig á tímabilinu. Frávik frá 100 sýnir hve langt viðkomandi vísitala víkur frá meðalgildi sínu á tímabilinu. Þarf fjölbreyttari útflutning Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær eru samningsbundnar afborganir innlendra aðila – annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans – á er- lendum lánum á árunum 2013-18 um 385 milljörðum hærri en áætlaður undirliggjandi viðskiptaafgangur. „Við búum hins vegar við erfið skilyrði vegna þess að mikið af okkar helstu útflutningsvörum er takmark- að í magni. Við þyrftum helst að fá fjölbreyttari útflutning og færa í enn ríkari mæli fólk og fjármagn frá inn- lendri þjónustu yfir til útflutnings- greina,“ segir Þorvarður Tjörvi sem telur aðspurður að slæm viðskipta- kjör og lítill afgangur af viðskiptum við útlönd muni að öðru óbreyttu þrýsta genginu niður. „Það mun gera það. Eins og fram hefur komið í spám Seðlabankans undanfarin misseri er viðskipta- afgangurinn sem hefur verið frá hruni að dragast saman og það er út- lit fyrir að hann verði jafnvel að við- skiptahalla eftir nokkur ár. Á sama tíma er greiðslubyrði skulda að þyngjast,“ segir Þorvarður Tjörvi. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðing- ur hjá Íslandsbanka, segir óhag- stæða þróun viðskiptakjara hafa haft neikvæð áhrif á gengi krónu frá miðju síðasta ári. „Þá fór að síga á ógæfuhliðina með verulegri lækkun á verði áls og sjávarafurða, en á sama tímabili hefur t.d. olíuverð haldist hátt. Við hjá Greiningu Ís- landsbanka erum þó öllu bjartsýnni á þróunina í framhaldinu en sérfræð- ingar Seðlabankans. Það kemur reyndar svolítið á óvart að þeir skuli gera ráð fyrir jafn óhagstæðri þróun viðskiptakjara og raun ber vitni.“ Muni þrýsta gengi krónu niður Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri hjá eignastýringarfyrirtækinu Júpí- ter, telur fullt tilefni til að ætla að lít- ill afgangur af vöruskiptum við út- lönd muni þrýsta gengi krónu niður. „Það er því miður fátt í heimsbú- skapnum sem gefur tilefni til bjart- sýni í þeim efnum og í ljósi þessa og gríðarlegra afborgana þjóðarbúsins á næstu árum, þar sem okkur vantar yfir 300 milljarða til að ná endum saman er það krónan sem á endan- um gefur eftir nema annað komi til … Það má einnig taka það fram að höftin verja okkur ekki fyrir þessari þróun, þvert á það sem einhverjir kynnu að halda. Í raun gera þau versnandi stöðu viðskiptajafnaðar líklegri en ella því fé vill ekki fjár- festa í haftaumhverfi hvers konar og það minnkar gjaldeyrisinnflæði enn frekar,“ segir Styrmir. Versnandi viðskiptakjör sögð ógna mikilli gjaldeyrisþörf þjóðarbúsins  Hagfræðingur hjá Seðlabankanum telur að gengi krónu gefi eftir nema útflutningur aukist mikið Afgangur af vöruskiptum við útlönd minnkar eftir því sem innlend eftirspurn eykst Vöruskiptajöfnuður og spá Seðlabanka Íslands til 2015 Heimild: Seðlabanki Íslands 15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% -20% Sem hlutfall af þjóðarframleiðslu ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 Raungengi og viðskiptakjör 1. ársfj. 1980 - 2. ársfj. 2013 Heimild: Seðlabanki Íslands Vísitala Raungengi Viðskiptakjör 130 120 110 100 90 80 70 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Versnandi viðskiptakjör á Íslandi á síðustu misserum eru áhyggjuefni, enda þarf þjóðarbúið að afla mikils erlends gjaldeyris á næstu árum. Þetta er mat Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, hagfræðings hjá Seðla- banka Íslands, en tilefnið er nýjar tölur í ritinu Fjármálastöðugleika um neikvæða þróun í þessa veru. „Þróun viðskiptakjara er mjög óheppileg, sérstaklega vegna þess að hún þýðir að við erum að fá mun minna fyrir vörur og þjónustu sem við flytjum út, einmitt þegar við þurfum á sem mestum viðskipta- afgangi að halda til að geta staðið undir greiðslubyrði skulda. Þessi rýrnun á viðskiptakjörum, bæði sú sem þegar hefur átt sér stað og sú sem búist er við í spám okkar hjá Seðlabankanum, þýðir að öðru óbreyttu að lífskjörin verða lakari en ella, úrlausn greiðslujafnaðarvand- ans verður erfiðari og annað slíkt,“ segir hann og vísar til vanda sem m.a. er tilkominn vegna mikilla eigna erlendra kröfuhafa á Íslandi sem vilja fyrr en síðar flytja þær úr landi. Til skýringar mæla viðskiptakjör hlutfall milli þróunar útflutnings- verðs í samanburði við verð inn- fluttra vara og þjónustu. Þróunin er Skannaðu kóðann til að horfa á viðtal við Yoko Ono. SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili svo sem fundarborð, eldhús- og borðstofuborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.