Morgunblaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Stjórnvöld í Rússlandi segjast hafa fundið fíkniefni í skipi Grænfriðunga sem sigldi inn í Norður-Íshaf til að mótmæla olíuvinnslu Rússa. Græn- friðungar vísa þessum ásökunum á bug og segja þær rógburð. Rússar segjast hafa fundið morfín og efni sem hægt er að nota til að framleiða ópíum í skipinu. Grænfriðungar segja ekkert til í því að fíkniefni hafi verið um borð í skipinu. Í yfirlýsingu frá þeim segir að þeir reikni með að stjórnvöld í Rússlandi séu að vísa til lyfja sem skylt er að séu um borð í skipum sam- kvæmt sjórétti. Rússneskt strandgæsluskip hand- tók í síðasta mánuði 30 liðsmenn Grænfriðunga í Norður-Íshafi, en þeir voru að mótmæla olíuborun á svæðinu. Saksóknari í Rússlandi sak- aði þá um sjórán, en allt að 15 ára fangelsisrefsing liggur við broti af þessu tagi. Mennirnir, sem eru frá 18 löndum, eru enn í haldi. egill@mbl.is AFP Mótmæli Handtöku Grænfriðunga í N-Íshafi mótmælt í París í gær. Saka Rússa um rógburð  Rússar segjast hafa fundið fíkniefni í skipi Grænfriðunga Sir Chris Hoy, fyrrverandi keppnismaður í hjól- reiðum (fyrir miðju), heldur á kefli samveldis- leikanna áður en hefðbundið boðhlaup fyrir leik- ana hófst með hátíðlegri athöfn við Buckingham-höll í Lundúnum í gær. Þúsundir manna skiptast á um að hlaupa með keflið á 288 dögum um 70 lönd og landsvæði. Alls verða hlaupnir um 190.000 kílómetrar áður en næstu samveldisleikar hefjast í Glasgow á næsta ári. AFP Hlaupa alls 190.000 km með kefli samveldisleikanna Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Miðflokkurinn Kristilegi þjóðar- flokkurinn í Noregi hefur gagnrýnt nokkra þætti í stjórnarsáttmála sem Hægriflokkurinn og Framfara- flokkurinn birtu fyrr í vikunni. Kristilegi þjóðar- flokkurinn kveðst t.a.m. ekki styðja stefnu hægri- stjórnarinnar í landbúnaðarmál- um og áform um að heimila versl- unum að hafa opið á sunnudögum. Kristilegi þjóðarflokkurinn og annar miðflokkur, Venstre, hafa skuldbundið sig til að styðja minni- hlutastjórn hægriflokkanna tveggja á þinginu eftir að hún tekur við völd- unum á mánudaginn kemur. Mið- flokkarnir hafa þó gagnrýnt ýmsa þætti stjórnarsáttmálans og eru andvígir stefnu Framfaraflokksins í nokkrum málum, m.a. loftslagsmál- um og málefnum innflytjenda. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur m.a. lagst gegn þeirri stefnu „blá- bláu“ stjórnarinnar að minnka opin- bera styrki í landbúnaði. Hans Olav Syversen, formaður þingflokks Kristilega þjóðarflokksins, segir að Erna Solberg, leiðtogi Hægriflokks- ins og verðandi forsætisráðherra, taki áhættu ef hún „storki“ miðflokk- unum með því að leita eftir stuðningi annarra flokka við tillögur sem Kristilegi þjóðarflokkurinn sam- þykkir ekki. Erna Solberg kveðst hins vegar ekki vera bundin af samstarfi við báða miðflokkana. „Við höfum gert mjög skýran samning sem kveður á um að við þurfum fyrst að leita til Venstre og Kristilega þjóðarflokks- ins saman til að finna lausnir. En við erum ekki bundin af þessu ef við finnum lausn á einhverju máli og höfum meirihluta fyrir því á þinginu,“ hefur fréttastofan NTB eftir Solberg. „Við höfum hug á því að finna góðar lausnir með báðum miðflokkunum. En stundum getur sú staða komið upp að það gangi ekki.“ Ósamið um skiptingu ráðuneyta Hægriflokkurinn fékk 48 þingsæti af alls 169 í kosningunum í septem- ber og Framfaraflokkurinn 29. Til að tryggja mjög nauman meirihluta at- kvæða á þinginu gæti þeim nægt stuðningur Venstre sem fékk níu þingsæti. Kristilegi þjóðarflokkur- inn er með tíu þingmenn. Erna Solberg sagði á blaðamanna- fundi í gær að ekki hefði enn verið samið um skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna tveggja og ekki hefði verið ákveðið hverjir fengju ráðherraembætti. Að sögn fréttavefjar Aftenposten er gert ráð fyrir því að Hægri- flokkurinn fái 12-13 ráðherraemb- ætti og Framfaraflokkurinn 7-8 ef ráðherrum verður ekki fækkað. Kveðst ekki vera bundin af samstarfi við miðflokkana  Solberg kveðst ekki þurfa að leita eftir stuðningi miðflokkanna í öllum málum Erna Solberg Ráðuneytum fækkað? » Erna Solberg hefur sagt að hún vilji fækka ráðuneytum sem eru nú alls átján en ráð- herrarnir eru tuttugu. » Stefnumótunarnefndir hægriflokkanna lögðu til árið 2009 að ráðuneytunum yrði fækkað í 12-13 og landbún- aðar- og sjávarútvegsráðu- neytin yrði innlimuð í atvinnu- vegaráðuneyti. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur lagst gegn þeirri tillögu. Ertu að taka til … …á vinnustaðnum Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is… í bíls umkúrn Evrópuráðið hefur varað spænsk stjórnvöld við því að niðurskurður- inn þar í landi geti haft alvarleg áhrif á spænsk börn. 30% spænskra barna bjuggu við fátækt árið 2011. Niðurskurður í velferðar-, heil- brigðis og menntamálum hefur haft slæm áhrif á velferð þeirra. Í skýrslu Evrópuráðsins kemur fram að fátækt hafi aukist meðal barna. Niðurskurður á bótum fyrir fjölskyldufólk hafi haft slæm áhrif á börnin, meðal annars hafi þau flosnað burt af heimilum sínum og endað á götunni. SPÁNN Niðurskurður hefur slæm áhrif á börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.