Morgunblaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Heiðarleikinn er það sem dugar best gagnvart sjálfum þér og öðrum. Hvort sem það er vinnufélagi sem eyðir tíma þínum eða vanrækt verk heima þá reddar þú málunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur margt til málanna að leggja og þeir eru margir sem bíða spenntir eftir að heyra í þér. Náðu sambandi við sköp- unarmátt þinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur látið margt reka á reið- anum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Lofaðu sjálfum/ sjálfri þér að halda þínu striki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Mættu hlutunum með brosi á vör og leystu þá ljúfmannlega. Leyfðu einhverjum að njóta þess með þér þegar þú vinnur í happ- drætti lífsins. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að hrista af þér slenið, bretta upp ermarnar og taka þinn þátt í því sem gera þarf. Ekki dvelja við daprar tilfinningar. Notaðu skynsemina þegar þú gagnrýnir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gerir dags daglega tilveruna að nokkurs konar listformi, hvort sem það er að raða púðum á sófa eða taka þátt í líflegum samræðum við vin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú tekur tíma í að fara yfir trygginga- mál, reikninga og sameiginlegar eignir mun þér miða áfram. Treystu á sjálfa/n þig og þá munu aðrir treysta þér líka. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þjónustulund þín gerir að verk- um að hvaða hópur sem er er heppinn að þú skulir tilheyra honum. Einbeittu þér að einu verkefni í einu og þá mun allt ganga upp hjá. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það sem þig langar til þess að gefa er ekki endilega það sem aðrir vilja fá. Ekkert liggur á. Mundu, að hlusta og heyra er ekki það sama. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samstarfsvilji vinnufélaganna er meiri í dag en endranær. Reyndu að vera þol- inmóð/ur gagnvart einhverjum sem reynir að skipta sér af einkamálum þínum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að átta þig á því hversu vel þú elur önn fyrir fólki sem þú umgengst daglega. Hér getur verið um kaup á nýjum og fallegum hlut að ræða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er komið að því að þú framkvæmir það sem þú hefur lengi látið þig dreyma um. Þú þarft ekki frægð, peninga eða aðdáun ein- hvers til þess að ráða fram úr því. Hólmfríður Bjartmarsdóttir,Fía á Sandi, kastaði fram á umræðudaginn mikla um fjár- lögin: Úti kólnar endalaust, allur gróður sölnar. Nú er komið hrímkalt haust, hundaþúfan fölnar. Bliknuð eru blómin mín á borðinu í vasa. Alþingismenn upp á grín ögn á skjánum þrasa. Áfram snakka allir hratt, út úr flestu snúa. Að einhver væri að segja satt sælt væri að trúa. Davíð Hjálmar Haraldsson stóðst ekki mátið: Ítar standa allir hissa, enginn veit hvað gera skal þegar héppar hætta að pissa á hundaþúfu í Aðaldal. Fía var skjót til svars: Satt mun Davíð segja frá, ’ann sjái þúfu græna. Hann hlýtur líka að þekkja þá sem þarna hlaupa og spræna. Eftir þessi orðaskipti var rifjuð upp vísa sem gaman væri að vita höfund að: Satt og logið sitt er hvað, sönnu er best að trúa. En hvernig á að þekkja það þegar flestir ljúga? Páll Imsland „limrar“ um eld- gamla daga: Ég hraktist um höfin á Hvanney og horfðı́ eftir síld sem ég fann ei. Það var rokhvasst og bræla og bragðið var æla og á Raufarhöfn af mér þá rann ei. Ágúst Marinósson var á Al- þýðusambandsþingi á Ill- ugastöðum. Mikið var sungið á kvöldvökunni en lítið heyrðist frá borði Skagfirðinganna. Honum varð að orði: Áður vandist öðru hér, ýmsar hefðir deyja. Að skála og syngja skemmtun er en Skagfirðingar þegja. Formaður Öldunnar, verkalýðs- félagsins á Sauðákróki, er söng- maður góður og var Ágústi bent á að hann hefði verið virkur í söngnum: Skoðun Gústa þykir þröng, þess er rétt að geta, að Þórarinn með sóma söng og sjálfsagt er að meta. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Skagfirðingum, fjárlögum og hundaþúfum í Aðaldal Í klípu „VONDUR HUNDUR! HVAÐ SAGÐI ÉG UM AÐ STÓLA Á LÆKNISRÁÐ Á NETINU?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER FULLT TUNGL Í KVÖLD. HÆTTU NÚ AÐ HUGSA UM ÞAÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... brosið þitt. HALTU ÁFRAM AÐ SLEIKJA ÞAÐ. ER EINHVER ANNAR BÚINN AÐ NOTA ÞETTA BAÐVATN Á UNDAN MÉR? AUÐVITAÐ EKKI! GOTT! NEMA NÁTTÚRLEGA ÞÚ ÆTLIR AÐ TELJA HUNDINN MEÐ ... KETTIR ELSKA MJÓLK, GRETTIR. LEPTU HANA! ÁTTU MORGUNKORN ÚT Í HANA? ÞÚ ERT EKKI AÐ LEPJA. EÐA SYKUR, KAKÓDUFT, SALT, EGGJARAUÐUR OG STERKJU? ÞÁ GETUM VIÐ BÚIÐ TIL BÚÐING. ER ÞAÐ? Sannkallað stórmeistarajafntefli,“sagði um daginn í íþróttafrétt um leik tveggja handknattleiksliða þar sem tveir íslenskir þjálfarar mættust. Víkverji er mikill áhuga- maður um skák og taldi því þegar hann las fyrirsögnina að um stór- merka frétt væri að ræða. Tvö hand- knattleiksfélög hefðu ákveðið að semja um jafntefli þegar einungis nokkrar mínútur væru liðnar af leiknum og staðan enn jöfn eða markalaus. Víkverji varð því fyrir vissum vonbrigðum þegar hann sá að merkingin var ekki önnur en sú að þarna hefðu tvö sterk lið mæst og endað á því eftir venjulegan leiktíma að skipta með sér jöfnum hlut. x x x Víkverji hefði nú kannski getaðsagt sér það sjálfur. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem íþróttafréttamenn hafa notað orðið stórmeistarajafntefli með þessum hætti. Í skákinni merkir orðið hins vegar ekki það að tveir sterkir and- stæðingar hafi gert jafntefli eftir langa og erfiða skák þar sem báðir tefldu til sigurs. Þvert á móti eru stórmeistarajafntefli steindauð jafn- tefli þar sem tveir stórmeistarar ákveða eftir örfáa leiki að þeir vilji spara orkuna og semja um jafntefli þó að staðan sé ekki endilega jöfn. Þetta var einkum algengt meðal stórmeistara frá Sovétríkjunum sem nýttu orkuna þá frekar í að sigrast á vestrænum taflmönnum. Í seinni tíð hafa verið settar reglur til þess að koma í veg fyrir stórmeist- arajafntefli, þar sem í raun er verið að hagræða úrslitum, nokkuð sem myndi líklega ekki ganga vel í þá sem fylgjast með og spila hóp- íþróttir. x x x Raunar er það nú svo að til erudæmi um „sannkölluð stórmeist- arajafntefli“ í fótboltanum. Leikur Fram og Breiðabliks í lokaumferð- inni árið 2000 kemur til dæmis í hug- ann, þar sem jafntefli dugði báðum liðum til þess að hanga uppi, en tap þýddi fall í næstefstu deild. Að sögn þeirra sem voru á leiknum, hefði tím- anum verið betur varið í að mála svalirnar heima. víkverji@mbl.is Víkverji En helgið Krist sem Drottin í hjörtum ykkar. Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. (Fyrra Péturs- bréf 3:15) brokkoli.is ARCTIC ROOT frá THE BROCCOLI Burnirót Sannkölluð náttúruperla fyrir meiri orku og aukna yfirvegun og einbeitingu undir álagi. Vinnur gegn streitu og stuðlar að betri nætursvefni. u Extra kraftmiklar - 200 mg staðlaður kraftur úr Burnirót (Rhodiola Rosea) u Unnið úr 2000 mg. af ferskri rótinni u 60 töflur í pakka u Fljótvirkar u Gæði ... og gott verð ! Októbertilboð hjá HEILSUVERI & LYFJAVERI 25% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.