Morgunblaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
✝ BrynjarBjörnsson
fæddist í Reykja-
vík 14. júlí 1961.
Hann andaðist á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 27. september
2013.
Foreldrar hans
eru Björn M. Sæ-
mundsson, bóndi á
Egilsstöðum í
Vopnafirði, f. 30. mars 1931 og
eiginkona hans Ingigerður Jó-
hannsdóttir, húsmóðir og bóndi
á sama bæ, f. 29. júlí 1936.
Systkini hans eru Þorkell, f.
21. júlí 1956, Sæmundur Egill,
f. 29. ágúst 1957, Hanna Jóna,
f. 24. ágúst 1959 og Helga, f. 9.
október 1962.
Sambýliskona Brynjars til
margra ára er Margrét Þ.
Magnúsdóttir, f. 23. mars 1957.
Þau slitu samvistum. Barn
þeirra er Helga Björk, f. 29.
október 1992. Barn Margrétar
úr fyrri sambúð er
Magnús Kjartan
Gíslason, f. 7. des-
ember 1976.
Brynjar lauk
fullnaðarprófi frá
barnaskólanum á
Torfastöðum í
Vopnafirði og ung-
lingaprófi frá Hér-
aðsskólanum á
Laugarvatni 1977.
Brynjar lauk
sveinsprófi í múriðn frá Iðn-
skólanum í Reykjavík og meist-
araprófi í sömu grein frá Iðn-
skólanum í Hafnarfirði. Lengst
af starfaði Brynjar sem múrari
við Landspítalann. Hann lauk
stúdentsprófi frá öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð
2006 og hafði nýlega hafið nám
í efnafræði við Háskóla Ís-
lands.
Brynjar Björnsson verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju
í dag, 10. október 2013, og
hefst athöfnin kl. 13.
Það haustar snemma í ár og
blöðin visna. Frændi okkar
Brynjar Björnsson var ekki
gamall þegar hann féll frá og við
systkinin í Álfheimum 8 höfðum
haldið að við ættum enn eftir að
njóta samvista við þennan elsku-
lega dreng um langa hríð.
Frændsystkini okkar, börn föð-
ursystur okkar Ingu og Björns
eiginmanns hennar, ólust upp á
Egilsstöðum í Vopnafirði. Það
var því um langan veg að fara og
ekki er hægt að segja að við höf-
um kynnst þessu frændfólki okk-
ar að ráði fyrr en þau komu suð-
ur eitt af öðru til að mennta sig
og vinna. Þorkell, sem var þeirra
elstur, bjó hjá okkur í Álfheim-
unum vetrarlangt en þau yngri
lögð oft leið sína á sveitaheimilið
í Reykjavík en það voru Álf-
heimar 8 svo sannarlega.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Þegar fjölskyldur höfðu verið
stofnaðar og börn uxu úr grasi
varð samgangurinn minni en
rofnaði þó aldrei. Fyrir fáeinum
árum kom svo öll fjölskyldan
saman, niðjar þeirra Jóhanns
Hjaltasonar og Guðjónu Guð-
jónsdóttur, og fagnaði áttræðis-
afmæli Finnboga frænda okkar
en hann var elstur barna Jó-
hanns og Guðjónu. Þá strengd-
um við þess heit að hittast oftar
en aftur varð bið á og það var
ekki fyrr en í áttræðisafmæli
Árna föður okkar í janúar í ár
sem allur hópurinn var aftur
saman kominn. Það hvarflaði
sannarlega að engu okkar að
skarð yrði höggvið í hóp okkar
frændsystkinanna næst þegar
við hittumst.
Við minnumst Brynjars með
söknuði og vottum dóttur hans,
foreldrum og systkinum okkar
dýpstu samúð.
F.h. Álfheimasystkinanna,
Ágúst Þór Árnason.
Mér finnst ótrúlega sorglegt
að þú skulir vera farinn. Svona
þegjandi og hljóðlaust einhvern
veginn. Ég var talsverða stund
að átta mig á þessu og það mun
eflaust taka sinn tíma til viðbót-
ar. Veiðiplönin okkar verða þá að
bíða, sem og fleiri tímar í
trommuleik.
Ég set samt þessi fáu orð hér
á blað til að koma því frá mér
sem er mér nauðsynlegt.
Við höfðum þekkst frá 1996 er
þú innritaðir þig á trommunám-
skeið á Grensásveginum. Alltaf
pottþéttur og vel æfður fyrir
tíma. Þú varst styrkur fyrir
heildina og þessi tími var mik-
ilvægur fyrir okkur alla strák-
ana. Vinskapur og tengsl mynd-
uðust á milli manna. Þú varst
skemmtilegur og léttur en ein-
beitingin skein í gegn þegar þú
varst með kjuðana á lofti stund-
um komandi beint úr múrverk-
inu. Þessi tími þróaðist síðan upp
í góðan vinskap sem var okkur
báðum lyftistöng. Þú varst sér-
stakur maður, einfari, stoltur,
sérvitur og harður í skoðunum
þínum á hinu og þessu en samt
strákslegur í fasi og með smit-
andi hlátur.
Þú kallaðir mig oft „þú þarna
Guttormur“ sem eftir á að
hyggja hafa eflaust verið hæstu
meðmæli frá þér og vinahót.
Skammaðir mig fyrir að vera
svona mikið erlendis og sagðir
gjarnan: „Getur þú ekki bara
verið heima hjá þér?“
Heimsóknirnar og trommu-
umræðan í Hlíðunum voru okkur
báðum mikilvægar þar sem við
drukkum kaffi, borðuðum klein-
ur að hætti hússins og ræddum
pólitík, fjölskyldumál, trommur
og veiðiskap. Oft var þér heitt í
hamsi varðandi pólitíkina og ég
hafði gaman af því. Fjölskyldu-
málin voru líka mikið rædd, um
lausnir á vandamálum og hvað
mætti betur fara. Síðan þurftum
við að fara yfir trommunóturnar
þínar þar sem þú þurftir að fá
aðstoð og útskýringar á. Fram-
farirnar hjá þér í trommuleikn-
um voru miklar og fínu Gretch-
trommurnar þínar voru þér
hjartans mál. Annað en það
besta kom ekki til greina.
Þú varst alltaf til í að hjálpa
vini þínum í flutningastandi og
þegar eitthvað lá fyrir sem þurfti
aðstoðar við sem og flísalagnir.
Þá kom vandvirkni þín skýrt í
ljós. Eins þegar þú múraðir hús
foreldra minna að utan. Gerðir
hratt og vel, fyrir laun sem voru
langt undir því sem var eðlilegt.
Það er sannur vinskapur. Alltaf
glerfínn í tauinu ef eitthvað stóð
til, afmæli eða tónleikar.
Fyrir mér varstu Brynjar
„múrari“ en fyrst og fremst vin-
ur minn sem hægt var að stóla á
hundrað prósent.
Ég votta Helgu og fjölskyld-
unni samúð mína.
Þín verður saknað og minnst
um ókomna tíð, vinur minn.
Hvíldu í friði.
Gunnlaugur Briem.
Brynjar
Björnsson
Vinkona mín hún Kristín Ól-
ína Thoroddsen er fallin frá.
Eftir langvarandi veikindi er
komið að því að kveðja en halda
á lífi minningunni um stórkost-
lega stúlku sem auðgaði líf svo
margra.
Kristín hafði einstakt lag á
því að beina samræðum í góðan
og jákvæðan farveg, enginn var
barlómurinn og hennar byrðar
áttu ekki að íþyngja öðrum.
Veitti ég því athygli að í öll
þau skipti sem leiðir okkar lágu
saman, þá var það bros Krist-
Kristín Ólína
Thoroddsen
✝ Kristín ÓlínaThoroddsen
fæddist í Reykjavík
2. september 1940.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað 18.
september 2013.
Útför Kristínar
fór fram frá Eski-
fjarðarkirkju 28.
september 2013.
ínar sem var
bjartast og breið-
ast, þrátt fyrir að
raunir hennar
væru þyngstar.
Kímnigáfu hafði
hún ríka og nær-
veru sem fyllti
mann hlýju.
Tíðrætt verður
okkur mannfólk-
inu um gott vega-
nesti í lífi þessu,
Kristín Ólína Thoroddsen er
búin að smyrja ríkulegt vega-
nesti fyrir alla sína sem endist
þeim lífstíð.
Elsku vinkona, stúlkan með
fallega brosið, við kveðjumst að
sinni en eigum mörg stefnumót
í fylgsnum hugans fram að end-
urfundum.
Elsku Kalli, Jón og fjöl-
skylda ásamt öllum þeim sem
eiga um sárt að binda, ykkur
votta ég innilega samúð.
Lárus ArnarGunnarsson
og fjölskylda.
Nú hefur elsku amma kvatt og
er farin á betri og fallegan stað.
Þar líður henni vel, er sannfærð
um það.
Takk amma mín fyrir
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum saman. Ég á margar
skemmtilegar minningar sem ég
Ragnhildur
Haraldsdóttir
✝ RagnhildurHaraldsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 10. janúar
1923. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi 19.
september 2013.
Útför Ragnhild-
ar fór fram frá
Hafnarfjarð-
arkirkju 26. sept-
ember 2013.
varðveiti vel. Þegar
við fórum í sund í
Suðurbæjarlauginni
og alltaf varstu til í
að gantast þar með
okkur krökkunum.
Þú varst alltaf til í
að koma í bíltúr og
ég man svo vel eftir
Fiatnum þínum sem
þér þótti mjög vænt
um því þú varst
frjáls ferða þinna á
meðan þú gast keyrt og fórst líka
daglega í langa bíltúra.
Brosið þitt var alltaf svo inni-
legt og fagurt alveg til síðasta
dags.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Þitt barnabarn,
Erla Kolbrún.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI MELSTAÐ SIGURÐSSON
bifreiðarstjóri,
Smárabraut 6,
Blönduósi,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
föstudaginn 4. október.
Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn
12. október kl. 14.00.
Lára Bogey Finnbogadóttir,
Svanur Líndal Hauksson, Rúna Líndal Aðalsteinsdóttir,
Kolbrún Líndal Hauksdóttir,Brynjólfur Dan,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓNÍNA STEFANÍA HALLGRÍMSDÓTTIR,
Jóna,
Spítalastíg 3,
Hvammstanga,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, mánudaginn 30. september.
Útför hennar fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn
11. október kl. 15.00.
Þórdís Vilhjálmsdóttir,
Guðmundur Víðir Vilhjálmsson, Jónína Edda Ó. Levy,
Einar Hafsteinn Vilhjálmsson,
Sigurlaug Jakobína Vilhjálmsdóttir,
Silja Aðalsteinsdóttir, Gunnar Karlsson,
barnabörn, barnabarnabörn og langömmubarn.
✝
Elsku sonur okkar og bróðir,
RÓBERT MAGNÚS FJELDSTED,
verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 12. október kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Lárus Fjeldsted, Gréta Magnúsdóttir,
Hjörtur Steinn Fjeldsted,
Lárus Hafsteinn Fjeldsted,
Kristbjörg Maggý Fjeldsted.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
AÐALHEIÐUR VALDIMARSDÓTTIR,
Nónvörðu 6,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 29. september.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Gunnlaug Óskarsdóttir, Árni Pálsson,
Reynir Óskarsson, Martha Vest,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi,
SVERRIR STEFÁNSSON
húsasmíðameistari,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn
4. október.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 11. október kl. 13.00.
Svavar Þór Sverrisson,
Laufey Sverrisdóttir, Hugi Freyr Einarsson,
Stella Sverrisdóttir, Örnólfur Kristinn Bergþórsson,
Sonja Líf, Alexander Nökkvi, Írena Líf,
Gabríel Ómar, Stefán Máni, Sesselja,
Viktor Freyr, Hekla Sif og Óðinn Freyr.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
BJARNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
lést mánudaginn 7. október.
Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn
11. október kl. 14.00.
Sigmar Björnsson, Elsa Benediktsdóttir,
Hallbjörg Björnsdóttir, Sveinn Kristinsson,
Steindór Björnsson, Halldóra Ásmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
FANNEY LEÓSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn
7. október.
Már Karlsson,
Anna Lára Másdóttir,
Birna Björg Másdóttir, Sigmar Jónsson,
Karl Kári Másson, Íris Rut Agnarsdóttir,
Fanney, Bjarki Már, Hildur Hrönn,
Agnar Már og Fannar Davíð.
✝
Móðir okkar,
ARNFRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR,
Adda Bergström
frá Ísafirði,
lést á heimili sínu í Orlando, Flórída, sunnu-
daginn 29. september.
Bálför hefur farið fram, en minningarathöfn
verður haldin í Orlando síðar.
Kristin E. Castellano,
Arlene E. Kimbrough.