Morgunblaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fyrirhugað er að setja í gang hér á landi nýja tilraunameðferð við augnsjúkdómnum Ret- initis Pigmentosa (RP). Alþjóðlegi sjón- verndardagurinn er í dag. Af því tilefni mun Blindrafélagið færa augndeild Landspítalans að gjöf tæki til þessarar meðferðar auk þess að standa fyrir fræðslufundi um meðferðina. RP er ólæknandi hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðing- ar og blindu hjá ungu fólki. Á Íslandi eru um hundrað einstaklingar með þennan sjúkdóm. Einn þeirra er Helgi Hjörvar alþingismaður en hann hefur verið þátttakandi í tilrauna- meðferð við RP í Þýskalandi. Meðferðin felur í sér rafertingu í gegnum hornhimnuna og er tilgangurinn að erta ljós- næmar frumur í sjónhimnunni í þeirri von að þær vakni úr dvala. Standa vonir til þess að þannig megi draga úr eða jafnvel stöðva hrörnunarferli þessara ljósnæmu fruma. „Ég hef fylgst með fréttum af rannsóknum á þessum sjúkdómi í meira en aldarfjórðung. Lítið hefur verið um jákvæðar fréttir en fyrir þremur árum hófst tilraun á 25 einstakling- um í Þýskalandi, henni er lokið og vísbend- ingar fengust um að hægt væri að draga úr hraða hrörnunarinnar með þessu tæki,“ segir Helgi. Síðasta hálfa árið hefur hann verið þátttakandi í samevrópskri tilraun sem nær til hundrað einstaklinga. Helgi segir sjónina ekki hafa versnað á þessu tímabili en nið- urstaðan teljist ekki marktæk ennþá. Hann ætlar að klára rannsóknina úti og halda svo áfram í meðferð hér heima. Auk Þýskalands er boðið upp á meðferð með tækinu í Kaup- mannahöfn, Ósló, London og bráðlega í Reykjavík. Helgi segir að meðferðin sé enn á tilrauna- stigi en allt bendi til þess að hún geti hægt á hrörnuninni hjá hluta þeirra sem eru með sjúkdóminn. „Þetta endurnýjar ekki frumurnar sem eru dauðar en vonir rannsakenda standa til þess að meðferðin seinki því að þær frumur sem eru enn virkar deyi. Þessi tækni getur því haft jákvæð áhrif fyrir þá sem greinast snemma,“ segir Helgi. Eftir miklu að slægjast Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, segir að félagið hafi viljað stuðla að því að þessi meðferð væri í boði hér heima og því ákveðið að færa Landspítalanum meðferðartæki að gjöf. Eftir miklu sé að slægjast; með tækinu sé reynt að finna meðferð við RP sem sé meginorsakavaldur blindu hjá ungu fólki og komið verði á tengslaneti á milli íslenskra vís- indamanna og þeirra sem eru nú að vinna að rannsókninni úti. Dregur úr hrörnun í sjónhimnu  Blindrafélagið gefur Landspítalanum tæki til tilraunameðferðar við augnsjúkdómnum RP  Algeng- asta orsök sjónskerðingar og blindu hjá ungu fólki  Helgi Hjörvar er þátttakandi í tilraunameðferð Tækið Meðferðin felur í sér rafertingu í gegn- um hornhimnuna. Slíkt tæki er nú til á Íslandi. Litlu mátti muna að illa færi þegar 22 tonna beltagrafa sökk nánast á kaf í svonefndum Húsabakkaflóa við Vestari- Héraðsvötn í Skagafirði í síðustu viku. Verið var að leggja hitaveitulögn yfir flóann þegar óhappið varð. „Mér var nú ekki orðið sama og hugsaði bara um að koma mér út,“ segir Friðrik S. Pálmason, verktaki á Sauðárkróki, sem var að vinna á beltagröfunni þegar hún tók skyndilega að sökkva í feninu. „Við vorum að draga út rör og lentum í algjörum pytti. Ég var búinn að fara þarna um einu sinni áður þegar grafan síðan datt á hliðina ofan í pyttinn og sökk dýpra og dýpra. Ég reyndi að krafla tækið upp með skóflunni en það gekk ekki. Það fylltist allt af vatni og drullu og ég komst út um framgluggann fyrir rest,“ segir Friðrik en vatnið í stýr- ishúsinu var farið að ná honum upp í handarkrika. Þurfti Friðrik að svamla upp úr mesta pyttinum en mikið yfirborðsvatn var þarna í kring. Fljótlega hófust aðgerðir við að ná tækinu upp og til verksins voru fengnar þrjár aðrar beltagröfur og tvær jarðýtur, auk þess sem gamall snjóbíll var fenginn til að ferja mannskap og búnað yfir flóann, eða Glaumbæjareyjar eins og það er einnig kallað á þessum slóð- um. Tóku þessar aðgerðir vel á þriðja sólarhring. Friðrik seg- ir aðspurður að mikið tjón hafi orðið á gröfunni. Stjórntölvan í henni skemmdist og hreinsa þurfti stýrishúsið, vélina og alla tanka. Fyrirtæki Friðriks og bróður hans, Ásmundar; Steypu- stöð Skagafjarðar, er langt komið við að leggja hitaveitulögn frá Marbæli í gamla Seyluhreppnum, yfir vötnin og í Hegra- nes, alla leið að bænum Keflavík. bjb@mbl.is Umfangsmikill björgunarleiðangur við að ná 22 tonna beltagröfu upp úr Húsabakkaflóa í Skagafirði Ljósmyndir/Brynjar Logi og Einar Valur Valgarðsson Gröfumaður slapp naumlega út áður en vélin fór á kaf Þór Eysteinsson, prófessor í lífeðlisfræði, aðstoðar Helga Hjörvar í tilraunameðferð- inni í Þýskalandi og hefur það hlutverk að fylgjast með honum hér heima. Þór mun sjá um framkvæmdina á tilraunameðferð- inni hér á landi. „Það er erfitt að segja á þessu stigi hvað við tökum marga inn í tilraunina. Við höfum þennan ákveðna fjölda sjúklinga á Íslandi og þeir eru komnir mislangt í sjúkdómsferlinu. Það verður að skoða ýmsa þætti. Þeir sem taka þátt þurfa t.d. að fara í ákveðið mat og það þarf að skoða sjón- skynjun þeirra til að hafa við- miðun áður en meðferð byrj- ar.“ Rannsóknin hér yrði hluti af evrópsku rannsókninni. Framkvæmdin á tilrauninni TILRAUNAMEÐFERÐ Helgi Hjörvar BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þótt kvóti myndgreiningarstofa utan sjúkrahúsa klárist hjá Sjúkratrygg- ingum mega þær ekki rukka sjúkra- tryggða einstaklinga um meira en sem nemur hlut sjúklinga. Skýrt er kveðið á um það í lögum um Sjúkra- tryggingar, að sögn Birnu Jónsdótt- ur, röntgenlæknis hjá Röntgen Do- mus (Læknisfræðilegri myndgrein- ingu ehf.). Hún sagði ekki enn orðið ljóst hvernig þau munu bregðast við þegar kvótinn klárast. „Hreint siðferðilega finnst mér erfitt að hugsa til þess að maður geti ekki myndað fólk. Þess vegna höfum við farið mjög ákveðið fram á það við Sjúkratryggingar að þær taki þátt í þessum kostnaði fólks en þær þver- neita. Við fylgjumst grannt með því hver staðan er og ég veit að Sjúkra- tryggingar gera það líka. Þær eru beintengdar okkur og geta fylgst með þessu frá degi til dags.“ En hvernig verður brugðist við því þegar kvótinn klárast hjá Röntgen Orkuhúsinu (Íslenskri myndgrein- ingu ehf.)? „Við höldum okkar striki, við lok- um ekki heldur gerum það sem þarf til að halda uppi þessari þjónustu,“ sagði Arnþór Guðjónsson röntgen- læknir. Þegar kvótinn klárast fá þeir bara hlut sjúklingsins greiddan en ekkert frá Sjúkratryggingum. „Við reynum þá bara að gera gott úr því.“ Biðtíminn verði lengdur Í skriflegu svari Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sagði m.a. að samningarnir við læknisfræðilegu myndgreining- arstofurnar gerðu ráð fyrir ákveðnu þjónustumagni (ákveðnum fjölda eininga) og að félögin dreifðu þjón- ustunni jafnt yfir árið. „Þannig á aldrei að koma til lokunar. Möguleg umframeftirspurn á að koma fram í lengingu meðalbiðtíma eftir rann- sókn, sem aftur á að gefa stjórnvöld- um svigrúm til að bregðast við ef bið- tíminn stefnir í að verða óásættan- lega langur. Farið var sérstaklega yfir stöðu þessara mála með fulltrúum félag- anna í júlí sl. og þá ekki talin ástæða til aðgerða þó að ljóst þætti að reynt gæti á hámark umsaminnar þjón- ustu í fyrsta skipti í langan tíma.“ Bæði myndgreiningarfyrirtækin hafa fengið fólk frá Landspítala í myndgreiningu. Þær greiningar reiknast með í kvóta fyrirtækjanna. Opið þótt kvótinn klárist  Ekki má rukka sjúklinga um meira en þeirra hlut þótt kvóti Sjúkratrygginga varðandi læknisfræðilega myndgreiningu á árinu klárist áður en árið er liðið Morgunblaðið/ÞÖK Myndgreining Tvö fyrirtæki annast myndgreiningu utan sjúkrahúsa. Sjúkratryggingar Íslands eru með samninga við tvö fyr- irtæki um læknisfræðilega myndgreiningu fyrir sjúkra- tryggða utan sjúkrahúsanna. Fyrirtækin eru Læknisfræðileg myndgreining ehf., sem margir þekkja betur sem Röntgen Do- mus, og Íslensk myndgreining ehf., sem margir þekkja sem Röntgen Orkuhúsið. Með læknisfræðilegri mynd- greiningu er fyrst og fremst átt við röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndarannsóknir, ísótóparannsóknir, ómskoðanir, segulómskoðanir og hvers kon- ar æðarannsóknir, samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga. Margvíslegar rannsóknir SAMIÐ VIÐ TVÖ FYRIRTÆKI UM MYNDGREININGU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.