Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íbúar í Bryggjuhverfinu við Graf- arvog í Reykjavík hafa sett á fót und- irskriftasöfnun þar sem borgar- yfirvöld og fyrirtækið Björgun eru hvött til að semja sem fyrst um flutn- ing fyrirtækisins út úr hverfinu. Þorsteinn Þorgeirsson, íbúi í Bryggjuhverfi, segir mikilvægt að rödd íbúa hverfisins heyrist í þessu máli en nú þegar hafa 2/3 íbúa hverf- isins skrifað undir áskorunina. „Í raun hefur hverfið verið í ákveð- inni gíslingu í meira en áratug og eðli- leg þróun þess ekki getað orðið á með- an starfsemi Björgunar er alveg ofan í okkur,“ segir Þorsteinn og bendir á að fyrir vikið hafi ekki byggst upp þjón- usta í hverfinu eins og áformað hafi verið við byggingu þess. Þá bendir hann einnig á að starfseminni fylgi mengun og að skipulag umferðar inn og út úr hverfinu sé óklárað. Þorsteinn segir að þolinmæði íbúa sé á þrotum og orðið löngu tímabært að setja hagsmuni og rétt þeirra í for- gang við lausn málsins og færa fyr- irtækið á þann stað sem borgar- yfirvöld hafa nú boðið því á meðan unnið er að varanlegri lausn. Boðin bráðabirgðaaðstaða Lengi hefur verið rætt um að færa starfsemi Björgunar annað enda er hún plássfrek. Starfsemi fyrirtækisins er m.a. fólgin í malartöku af sjáv- arbotni sem safnað er í stóra hauga á lóð fyrirtækisins. Slík starfsemi fer eðlilega ekki vel saman með íbúa- byggð. „Okkur hefur verið boðið að færa starfsemi til bráðabirgða í Sundahöfn en það er ekki góður kostur fyrir okk- ur þar sem það er mjög kostn- aðarsamt að ætla að rífa allt niður og byggja upp á nýjum stað til skamms tíma,“ segir Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri Björgunar. Ákvörðun um framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins verður að mati Gunnlaugs að vera með þeim hætti að hægt verði að færa alla starfsemi fyrirtækisins á einn stað til lengri tíma. „Það stendur ekki á okkur að færa starfsemina en þá verður að liggja fyrir lausn sem er viðunandi fyrir okkur og til lengri tíma en nokkurra ára. Við höfum komið með tillögur og rætt það við borgina og boltinn er í raun hjá borgaryfirvöldum.“ Kostnaður fellur á íbúa Í bréfi sem sent var til íbúa hverf- isins vegna undirskriftasöfnunar- innar segir að íbúar hafi þurft að bera allan kostnað af ástandinu. Er þar m.a. bent á að íbúðaverð hafi haldist langt undir því sem eðlilegt megi telj- ast í nýju og fallegu borgarhverfi á besta stað. Þá er íbúum bent á það í bréfinu, að nú sé tækifæri meðan við völd sé borgarstjórnarmeirihluti sem vinni með íbúum í málinu. Íbúar vilja starfsemi Björgunar burt  Brá0ðabirgðalausn Reykjavíkur- borgar allt of dýr fyrir Björgun Morgunblaðið/Golli Byggð Bryggjuhverfið stendur við jaðar athafnasvæðis Björgunar. Bryggjuhverfið » Björgun hefur verið í við- ræðum um nýtt athafna- svæði frá árinu 1992 með hléum. » Eðlileg þróun Bryggju- hverfisins getur ekki átt sér stað meðan borgaryfirvöld finna enga lausn. » Skipulag umferðar inn og út úr hverfinu er óklárað „Við sem erum stjórnendur teljum að hagsmunir þessara hópa fari mjög vel saman,“ segir Jörundur Guðmundsson, formaður FH, um þá fé- lagsmenn sem tilheyra stéttarfélaginu. ,,Þessi undirliggjandi reiði helg- ast m.a. af því að ríkið hefur hleypt prófessorum og kennurum í einka- skólunum fram úr okkur í launakjörum,“ segir Jörundur. Segir hann meðal markmiða félagsins að leiðrétta þennan mismun. Hann telur hins vegar að breytt starfstilhögun sem fylgi nýjum samningi, þar sem kennslu- og rannsóknaskylda var aukin, sé til hagsbóta fyrir lektora og dósenta. „Kennarar í okkar stjórn eru á því að þetta fyrir- komulag sé miklu betra fyrir okkar fólk,“ segir Jörundur. Tveir þriðju hluta háskólakennara þurfa að samþykkja inngöngu í nýtt stéttarfélag. Hagsmunir fara saman ÞARF SAMÞYKKI 2/3 HLUTA Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is 140-150 háskólakennarar skrifuðu undir undirskriftalista síðastliðið vor þar sem kannað var hvort áhugi væri á því meðal lektora og dósenta í Fé- lagi háskólakennara að skipta um stéttarfélag. Vilji er til þess að ganga í Félag prófessora við ríkisháskóla (FPR). Er óánægja hópsins ekki síst sprottin fyrir þær sakir að innan raða FH eru auk dósenta og lektora einnig starfsfólk í stjórnsýslu, sér- fræðingar, vísindamenn og bóka- safnsfólk. Þannig starfar um helm- ingur félagsmanna við kennslu og rannsóknir en helmingur við eitt- hvað annað innan háskólans. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru ástæður þess kurrs sem er meðal háskólakennara að mestu tvíþættur. Sumir telja að álag muni vaxa í starfi í kjölfar undirritunar stofnanasamnings án þess að launa- leg umbun muni fylgja með. Aðrir telja að hagsmunum háskólakennara sé betur borgið hjá FPR. Aukið álag á kennara Óánægja hluta lektora og dósenta er meðal annars til komin vegna breytinga á launa- og starfskjara- kerfi sem á að taka gildi um næstu áramót. Hefur þar t.a.m. stjórnunar- skylda starfsins verið lögð niður en kennslu- og rannsóknarskylda aukin á móti. Við þessar breytingar telja sumir háskólakennarar að þeirra starfskjör muni versna og álag aukast, meðal annars vegna þess að nemendum hefur fjölgað hratt á undanförnum árum, með tilheyrandi álagi, án þess að framlög ríkisins hafi fylgt í sama hlutfalli. Eins kemur óánægjan til vegna meints ójafnvæg- is í stigamati fyrir birtar vísinda- greinar og aðra vinnu kennara. Mörgum kemur spánskt fyrir sjónir að eftir breytingarnar hafa prófessorar minni rannsóknarskyldu en lektorar og dósentar. FPR hefur tekið vel í umleitanir lektora og dósenta og sagt að dyr þeirra standi opnar fyrir inngöngu þeirra í félagið. Deildar meiningar eru þó um það hvort slíkt standist lög. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands, er einn þeirra sem höfðu frumkvæði að því að kanna áhuga félagsmanna. Telur hann eðlilegra að ekki sé verið að blanda saman hagsmunum fólks sem starfar í stjórnsýslu og þeirra sem eru í háskólakennslu. „Í mínum huga snýst þetta um að hafa eitt félag akademískra starfs- manna, sem hefur eingöngu hags- muni þeirra að leiðarljósi,“ segir Gylfi og bætir við: „Þessu má líkja við það ef aðstoðarflugstjórar myndu skyndilega breyta um stétt- arfélag þegar þeir verða flugstjór- ar,“ segir Gylfi. Hann bendir jafn- framt á að fjöldi félagsmanna í FH hafi vaxið hratt á undanförnum árum en hlutfall lektora og dósenta farið að sama skapi minnkandi í félaginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Háskóli Íslands Kurr er meðal hluta dósenta og lektora í HÍ vegna launa- og starfskjara. Vilja þeir ganga úr FH. Vilja ganga úr Fé- lagi háskólakennara  Lektorar og dósentar í Háskóla Íslands vilja í Félag prófessora Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heimilt verði að hafa þjóðfánann uppi allan sólarhringinn ef hann er flóðlýstur. Þetta er tillaga tíu þing- manna Framsóknarflokksins, sem lagt hafa fram frumvarp um breyt- ingu á fánalögunum á Alþingi. Gætt verði að áhrifum lýsingarinnar á umhverfið Þingmennirnir leggja til að reglur um fánatímann verði rýmkaðar frá því sem nú er á þann veg að fáni megi vera uppi allan sólarhringinn frá 15. maí til 15. ágúst ár hvert, „eða á öðrum tímum ef hann er flóð- lýstur,“ eins og segir í frumvarpinu. Tekið er fram að ef fáninn er flóð- lýstur skuli gætt að áhrifum lýsing- arinnar á nánasta umhverfi. Gild- andi reglur kveða á um að fána megi ekki draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skuli hann ekki vera lengur uppi en til sól- arlags og aldrei lengur en til mið- nættis. Flutningsmenn segja í grein- argerð að tilgangurinn sé að auka almenna notkun þjóðfánans. Ýmsar tillögur hafa komið fram á umliðnum árum á Alþingi um notk- un þjóðfánans. Er bent á það í grein- argerð að við yfirlestur umsagna sem hafa borist þinginu um þingmál sem varða breytingar á þeim reglum sem gilda um notkun íslenska fánans megi lesa vilja til þess að reglur verði rýmkaðar en einnig að fán- anum verði sýnd virðing. Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, boðar framlagningu annars frumvarps samhliða þessu um notkun fánans við markaðssetningu íslenskra vara. Rýmri reglur hér en annars staðar á Norðurlöndunum Bent er á í greinargerð að svo virðist sem íslenskar reglur um notkun fánans séu rýmri en annars staðar á Norðurlöndunum en í Bandaríkjunum og Bretlandi séu leyfðar undantekningar á fánatíma s.s. við sérstök tilefni þannig að hafa megi þjóðfána uppi þó myrkur sé skollið á, svo fremi að hann sé upp- lýstur. Flagga megi flóðlýstum fána Morgunblaðið/Kristinn Flaggað Fáninn má ekki vera lengur uppi en til sólarlags eða miðnættis.  Heimilt verði að flagga yfir nótt  Tíu framsóknarþingmenn leggja til rýmkun fánatímans  Boða frumvarp um notkun fánans við markaðssetningu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sæk- ist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitar- stjórnarkosn- ingar. Prófkjörið fer fram 16. nóv- ember. Þorbjörg Helga hefur verið borgarfulltrúi frá 2006 og hefur ávallt lagt áherslu á öflugra mennta- kerfi og gagnsæi og aðhald í fjár- málum borgarinnar, segir í frétta- tilkynningu. Þar kemur fram að hún telji að skólamál séu forgangsmál, en uppbygging í málefnum eldri borgara verði mun stærri þáttur í rekstri borgarinnar næstu árin. „Ég vil lifandi og heilbrigða borg sem er full af valkostum í húsnæðismálum, samgöngukostum og skólamálum,“ segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Þorbjörg Helga vill fyrsta sætið Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.