Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 100% made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hannes Sigurðsson, forstöðumað- ur Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akur- eyri, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann hefur verið 14 ár í Listagilinu; fyrst sem forstöðumaður Listasafns- ins á Akureyri og síðan stýrt Sjón- listamiðstöðinni frá því hún var sett á stofn í byrjun árs 2012.    Hannes fylgir sýningum þessa árs til enda, lýkur skipulagningu fyr- ir næsta sýningarár og ritstýrir dag- skrárbæklingi Sjónlistamiðstöðvar- innar fyrir næsta ár. Hann mun jafnframt verða sýningarstjóri sum- arsýningar miðstöðvarinnar 2014 þótt hann muni þá hafa látið af störf- um sem forstöðumaður.    Stefnt er að því að útrýma kyn- bundnum launamun hjá Akureyrar- bæ sem fyrst. Jöfnuði var náð fyrir nokkrum árum, eða því sem næst, en nú eru karlar aftur komnir um 3,9% fram úr konum skv. úttekt Rann- sókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri.    Þá er átt við heildarlaun en „óút- skýrður launamunur karla og kvenna var 1,5% í dagvinnulaunum starfsfólks uppreiknuð miðað við fulla stöðu þegar búið var að taka til- lit til menntunarálags, starfs, deild- ar, aldurs, starfsaldurs og vinnu- tíma, körlum í vil,“ segir í tilkynningu frá bænum.    Sýningin MATUR-INN 2013 hefst í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 13 og stendur í tvo daga. Sýn- endur eru um 30, allt frá smáfram- leiðendum upp í stór fyrirtæki. Sýn- ingin, sem nú er haldin í sjötta sinn, er á tveggja ára fresti. Síðast sóttu hana hátt í 15 þúsund manns. Aðgangur er ókeypis. Þungamiðjan í sýningunni er norð- lensk matarmenning og matreiðsla.    Grófin, geðverndarmiðstöð var formlega opnuð á Akureyri í gær við göngugötuna; á fjórðu hæð Hafnar- strætis 95. Markmiðið með starf- seminni er að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir að vinna í sínum bata eftir hugmynda- fræði valdeflingar; að hjálpa sér sjálft, sem sagt. Mikil gleði ríkti í Grófinni í gær.    Allir eru velkomnir í Grófina; þeir sem glíma við geðraskanir, aðstand- endur, fagfólk eða áhugamenn um framfarir í geðheilbrigðismálum. Það er Geðverndarfélag Akureyrar og nágrennis sem stendur að opnun Grófarinnar, en fyrirmynd og hvatn- ing er sótt til 10 ára farsæls starfs Hugarafls í Reykjavík.    Fjöldi fólks kemur til Akureyrar um hverja helgi, í ýmsum erinda- gjörðum, en óvenju margir verða á ferðinni um helgina. Flugfélag Ís- lands býður venjulega upp á níu ferðir á milli höfuðborgar Íslands og nyrstu borgar landsins á föstudög- um, en í dag verða þær tólf.    Dömulegir dekurdagar standa yfir um helgina og eru orðnir býsna vinsælir. Einhverjir koma einmitt fljúgandi til bæjarins vegna þeirra. Ótalmargt er á döfinni á dekurdög- unum og einfaldast að benda dömum og öðrum áhugamönnum á vefsíðuna www.visitakureyri.is.    Eiríkur Hauksson stelur senunni á Græna hattinum í kvöld. Á morgun flytja Páll Rósinkranz og fleiri góðir tónlistarmenn lög Erics Claptons á sama stað. Af geði, dekri og launamun kynjanna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Haust Tréð stendur kviknakið þegar laufin hverfa á braut. Þau fara að vísu ekki langt strax í norðlenska logninu. Grófin Brynjólfur Ingvarsson, form. Geðverndarfélags Ak., Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, og Höskuldur Stefánsson frá Kiwanis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.