Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Sykur Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar? Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn Smáþing, stofnfundur „Litla Ís- lands“, var haldið í gær og var afar vel sótt. Litla Ísland er nýr vettvang- ur á vegum Samtaka atvinnulífsins (SA) fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi þar sem þau vinna saman óháð atvinnugreinum. Á Smáþingi var m.a. kynnt niður- staða nýrrar könnunar Outcome á því hvað lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi telja sig geta skapað mörg ný störf á næstu þremur til fimm árum. Þar kom m.a. fram að að lítil og meðalstór fyrirtæki áætla að fjölga starfsmönnum um 17.500 á næstu þremur árum. Tæplega 400 svöruðu Í kynningu SA segir m.a.: „Sam- tök atvinnulífsins gerðu könnun á ráðningaráformum lítilla og meðal- stórra félagsmanna sinna í septem- ber 2013. Niðurstöðurnar byggja á svörum tæplega 400 fyrirtækja. Spurt var um hvort horfur væru á fjölgun eða fækkun starfsmanna næstu 3-5 ár. Lítil og meðalstór fyrirtæki sjá al- mennt fram fjölgun starfsmanna. Al- gengast er að þau geri ráð fyrir fjölgun um 2-4 starfsmenn (46%), næst algengast um 5-9 starfsmenn (20%) og þar á eftir 10-14 (16%) starfsmenn. Í heild áforma litlu og meðalstóru fyrirtækin, sem þátt tóku í könnun- inni, fjölgun starfa um 1.500, eða sem nemur 15% á næstu þremur til fimm árum. Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi, sem hafa 2-249 starfsmenn, eru samtals rúmlega 9 þúsund og hafa 83 þúsund starfsmenn í vinnu. Sé niðurstaða könnunarinnar um áformaða 15% fjölgun starfsmanna næstu þrjú til fimm árin yfirfærð yfir á öll lítil og meðalstór fyrirtæki fæst að fjölgun starfsmanna þeirra gæti orðið 17.500 á þessu tímabili. Svo mikil fjölgun er langt umfram nátt- úrulega fjölgun á vinnumarkaði, sem er um 1.500-2.000 árlega, þannig að ef þessi áform ganga eftir mun full atvinna nást innan fárra ára.“ Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins, www.sa.is Áforma mikla fjölgun starfa  Lítil og meðalstór fyrirtæki á Smáþingi Litla Íslands í sóknarhug Áformuð fjölgun starfa mest hjá örfyrirtækjum þar sem starfsmenn eru færri en tíu Morgunblaðið/Golli Smáþing Stofnfundur Litla Íslands, Smáþing, var haldinn í gær. Robert Lord, breskur lög- fræðingur og regluvörður, flytur fyr- irlestur í hátíða- sal Háskóla Ís- lands í dag kl. 12, þar sem hann fjallar um nýja tilskipun Evrópusambandsins um starfsemi verðbréfasjóða. Viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands og Samtök fjárfesta standa fyrir komu Lords til landsins og verður fyrirlesturinn opinn öllum. Í kynningu kemur fram að eitt af því sem tilskipunin feli í sér sé aukin upplýsingagjöf verðbréfa- sjóða og þar með gagnsæi fyrir þá sem festa fé sitt í slíkum sjóð- um. Með tilskipuninni sé reynt að samræma reglur um starfsemi sjóða á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Tilskipun um verð- bréfasjóði Robert Lord STUTTAR FRÉTTIR ● Nýsköpunarhádegi Klak Innovit eru haldin í hádeginu á þriðjudögum í frum- kvöðlasetrinu Innovation House. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköp- un, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Nýsköpunarhádegi eru samstarfs- verkefni Klak Innovit og Landsbank- ans. Þá koma háskólarnir og fjöldi fé- lagasamtaka að samstarfinu. Næstkomandi þriðjudag verður fjallað um markaðsstarf sprota á erlendum mörkuðum. Frummælendur verða Hilm- ar Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri RemakeElectric og Andri Marteinsson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Nýsköpunarhádegi um markaðsstarf sprota ● Um síðustu áramót voru óinnleystar ávísanir vegna endurgreiðslu frá rík- isskattstjóra tæplega 142 milljónir króna. Á árinu hafa aðeins verið inn- leystar 1,4 milljónir og því standa rúm- lega 140 milljónir óinnleystar í dag. Þetta kemur fram í svari Fjársýslu rík- isins við fyrirspurn mbl.is. Ríkisskattstjóri hætti að senda út ávísanir um mitt ár 2011, en ennþá er töluvert óútgreitt vegna þessarar að- ferðar. Nánar á mbl.is. Óinnleystar ávísanir upp á 140 milljónir Morgunblaðið/Golli                                          !"# $% " &'( )* '$* +,+-./ +01-,1 ++.-+0 ,,-2./ ,2-+30 +/-.2+ +33-.1 +-,11 +/4-50 +41-., +,,-2. +01-.+ ++.-53 ,,-+13 ,2-+0/ +/-.54 +31-++ +-,1.4 +/.-+5 +45-+/ ,,2-533/ +,,-34 +05-+/ ++.-/. ,,-,2/ ,2-,5. +/-/++ +31-1/ +-,5+, +/.-.+ +45-41 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Kortaþjónustan varð fyrir skömmu fullgildur aðili að alþjóðlegu greiðslu- kortafyrirtækjunum VISA Europe og Mastercard International. Það gerir Kortaþjónustunni kleift að annast bæði debet- og kreditkortauppgjör alfarið hér á Íslandi, en áður fór kortauppgjör Kortaþjónustunnar fram í gegnum danska fyrirtækið Teller. Í tilkynningu segir að með þessum breytingum verði öll kortauppgjör nú í nafni fyrirtækisins. Kortauppgjör til Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.