Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 27

Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Stöðurafmagn Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur, heimsótti börn í Austurbæjarskóla og tilraunir hans með blöðrur fengu hár nemenda til þess að rísa við mikla undrun viðstaddra. Eggert Fimm ár eru liðin frá falli stóru íslensku við- skiptabankanna og síð- ustu daga hafa ýmsir fjallað um þá atburði og lærdóm sem draga má af þeim. Hér verður bætt við þá umræðu og nefnd nokkur atriði sem hafa ekki mikið verið rædd. Alþjóðleg starfsemi bankanna Í upphafi er rétt að minna á að starfsemi bankanna var alþjóðleg. Meiri hluti tekna og útlána var vegna erlendrar starfsemi og um 75% af efnahagsreikningi þeirra voru í er- lendum myntum. Dótturfélög, starfs- leyfisskyld sem fjármálafyrirtæki í viðkomandi landi voru verulegur hluti af starfseminni, eða um 40% af eign- um. Þetta gerði bankana síður háða efnahagssveiflum á Íslandi en frekar háða þróun á alþjóðamörkuðum. Alþjóðleg fjármálakreppa Hrunið var ekki einangrað fyr- irbæri á Íslandi heldur hluti af einni stærstu fjármálakreppu sögunnar. Einungis ríkisstyrkir af áður óþekktu umfangi komu í veg fyrir fjöldagjald- þrot banka haustið 2008. Frá þeim tíma og til ársloka 2011 samþykkti ESB ríkisstyrki til fjármálakerfa 25 ríkja sambandsins af 30 að fjárhæð 4500 milljarða Evra, eða 37% af landsframleiðslu ESB. Í október 2008 lagði bandaríska ríkið níu stærstu bönkum landsins til eigið fé upp á 125 milljarða dollara og samtals þáðu um 700 fjármálafyrirtæki þar í landi eig- infjárstuðning – þannig eignaðist bandaríska ríkið t.d. um 25% í Citigroup, einum stærsta banka heims. Ástandi fjár- málamarkaða er lýst svo í „Liikanen“- skýrslu ESB frá 2012: „Innan nokkurra daga [þ.e. frá falli Lehman Brothers] hafði óstöðugleiki á al- þjóðlegum fjár- málamörkuðum náð óþekktum hæðum, fjár- magnskostnaður jókst ennþá meira og fjár- festar færðu fjármuni sína í öruggt skjól bandarískra ríkisskuldabréfa. [...] Við þessar aðstæður gufaði upp traust á mörkuðum, lausafé banka hvarf, og það var ómögulegt fyrir jafnvel stærstu og sterkustu banka að verða sér úti um skammtíma eða langtíma fjármögnun.“ Viðbrögðin við falli bankanna Við þessar aðstæður á fjár- málamörkuðum féllu viðskiptabank- arnir þrír hér á landi. Ekki varð hins vegar „algert hrun fjármálakerfisins“ þar sem aðgerðir stjórnvalda í októ- ber 2008 komu í veg fyrir að banka- starfsemi á Íslandi stöðvaðist. Með neyðarlögunum fékk Fjár- málaeftirlitið miklar valdheimildir til að grípa inn í starfsemi banka og end- urskipuleggja þá. Á þremur dögum í október voru bankarnir teknir yfir og á hálfum mánuði skipt í tvennt, inn- lenda og erlenda starfsemi. Vinna og skipulagning þessarar aðgerðar var ekki auðveld og margir komu að framkvæmdinni. Bankarnir voru stærstu fyrirtæki landsins með um 14.000 milljarða króna efnahags- reikninga, um átta þúsund starfs- menn og starfsemi í rúmlega 20 lönd- um. Þrátt fyrir allt gekk innlend starfsemi bankanna hnökralítið. Stjórn þeirra var tekin yfir, útibú voru opin sem endranær og greiðslu- miðlar virkuðu. Slíkt er ekki sjálf- gefið við bankaáfall, eins og nýlegt dæmi frá Kýpur sýnir. Þær ákvarðanir sem Fjármálaeft- irlitið tók við þessar aðstæður hafa staðist málaferli bæði innanlands og utan. Þá hafa ákvarðanirnar verið notaðar sem forsendur við úrlausn hundraða dómsmála í tengslum við starfsemi nýju og gömlu bankanna. Ársávöxtun ríkisins 13% Eftir skiptingu tóku nýir bankar við innlendri starfsemi þeirra gömlu. Í kjölfar bráðaaðgerðanna þurftu þeir að skila rekstrar- og við- skiptaáætlun og ýmsar úrbætur hafa verið gerðar á innviðum þeirra og starfsemi. Viðamikið endurmat fór fram á eignum, þannig að ganga mætti frá endanlegum stofnefna- hagsreikningum, sem lauk síðla árs 2009 þannig að ríkið hafði lagt til 135 milljarða króna eiginfjárframlag (auk víkjandi lána sem endurgreiðast með vöxtum). Fjórum árum síðar, í árslok 2012, var bókfært virði eigin fjár rík- isins um 207 milljarðar króna og ávöxtunin því um 53%, eða um 13% á ári að meðaltali. Þetta verður að telja viðunandi, jafnvel að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar. Þá mun ríkið fá yfir 10 milljarða í arð frá bönkunum á þessu ári og umræða er hafin um sölu eignarhlutanna. Sami árangur varð ekki af aðstoð við fjármálafyrirtæki á árunum 2009 og 2010, s.s. Byr, SpKef, VBS og fleiri. Af þeim aðgerðum verður ekki greiddur arður. Töpuð tækifæri Við frágang á efnahagsreikningum bankanna haustið 2009 var kröfu- höfum þeirra „seldur“ yfirgnæfandi hlutur í Íslandsbanka (95%) og Arion (87%), en íslenska ríkið hefur nú eign- ast Landsbankann að nánast öllu leyti. Bankarnir hafa hagnast veru- lega á þessum tíma og eigið fé þeirra styrkst að sama skapi – eða um 140 milljarða í tilviki Íslandsbanka og Ar- ion. Ávinningur kröfuhafa er því tölu- verður og spyrja má hvort ríkið hafi „selt“ á of lágu verði. Þá má spyrja hvort tækifæri hafi glatast við gerð stofnefnahagsreikn- inga nýju bankanna til að viðurkenna slæma stöðu lántaka og afskrifa að fullu hluta af kröfum. Þannig hefði skuldavandi í kjölfar eigna- og skuldabólu og gengisfalls verið við- urkenndur og skuldaleiðrétting átt sér stað strax á árinu 2009. Á móti hefðu kröfur gömlu bankanna (kröfu- hafa) á nýju bankana lækkað að sama skapi. Við þetta má bæta að samningur um stofnefnahag Landsbankans virð- ist til þess fallinn að veikja krónuna og veita kröfuhöfum tangarhald á bankanum (297 milljarða skuldabréf í erlendri mynt til greiðslu á 4 árum). Þegar liggur fyrir að endursemja verður um skuldina. Rannsóknir og augljósir glæpir Til viðbótar við endurreisn bank- anna hófust þegar í október 2008 sér- stakar rannsóknir á meintum glæp- um í starfsemi þeirra. Bæði sýnir reynslan að freisting til að ganga á svig við reglur eykst í aðdraganda rekstrarerfiðleika og einnig voru efa- semdir um áreiðanleika veittra upp- lýsinga til stjórnvalda. Ætla má að yf- ir tvö hundruð manns hjá Fjármálaeftirliti, sérstökum sak- sóknara, rannsóknarnefnd Alþingis og skilanefndum/slitastjórnum hafi komið að athugunum og rann- sóknum. Um 1.800 dögum síðar hefur verið ákært í sjö málum sem snúa að starfsemi bankanna þriggja fyrir hrun. Ákært er fyrir háttsemi sem átti sér stað á árinu 2008 eða sem hófst í nóvember 2007 í einhverjum tilvikum. Ákærufjöldinn bendir til þess að sérstakur saksóknari vilji vanda vinnu sína, eins og vera ber hjá opinberum refsivörsluaðila, en af- sannar einnig kenningar um fjölda augljósra glæpa. Lærdómur og óleyst verkefni Þótt björgunaraðgerðirnar 2008 hafi tekist vel, þá eru mörg verkefni enn óleyst. Áhersla á pólitískt upp- gjör og þröng sýn á fjármálakrísuna leiddi til þess að tækifæri töpuðust og batinn er hægari en þurfti. Fjármálakreppan hafði áhrif um allan heim og henni er ekki lokið í Evrópu. Kreppan hefur leitt til end- urskoðunar á regluverki fjár- málamarkaða, aukinnar vitundar um smithættu á milli landa og kerf- isveilur. Hér á landi þarf að draga lærdóm af fjármálakreppunni af yf- irvegun og taka síðan ákvarðanir til framtíðar í mikilvægum málum sem enn bíða, s.s. varðandi skuldamál, gjaldeyrismál, eignarhald og framtíð- arskipan fjármálakerfisins. Eftir Jónas Fr. Jónsson » Áhersla á pólitískt uppgjör og þröng sýn á fjármálakrísuna leiddi til þess að tæki- færi töpuðust og batinn er hægari en þurfti. Jónas Fr. Jónsson Höfundur er lögmaður og fyrrverandi forstjóri FME. Fjármálakreppan – viðbrögð og óleyst verkefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.