Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 49

Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 La Vie d’Adèle Hér er á ferðinni epísk og djörf ást- arsaga sem byggist á franskri verð- launamyndasögu eftir Julie Maroh og fjallar um ástarsamband tveggja ungra kvenna. Myndin hlaut Gull- pálmann í Cannes. Leikstjóri er Ab- dellatif Kechiche, en með aðal- hlutverkin fara Adele Exar- chopoulos og Leu Seydoux. MDB: 7,4. Rotten Tomatoes: 95%. Metacritic: 93/100. Camille Claudel 1915 Myndin byggist á sannsögulegum at- burðum og fjallar um höggmynda- listamanninn Camille Claudel. Hún þjáðist af geðrænum vandamálum sem birtust m.a. í því að hún fór að eyðileggja styttur sínar og sköp- unarverk samtímis því sem hún hélt því fram að fyrrverandi elskhugi hennar, Auguste Rodin, hefði alla tíð stefnt að því að gera henni lífið leitt. Dag einn sendir Paul Claudel, yngri bróðir hennar, hana á hæli í útjaðri Avignon. Camille reynir að telja lækninum sínum trú um að hún sé fullkomlega heilbrigð og þráir það einna heitast að bróður hennar snú- ist hugur og bjargi henni úr aðstæð- unum. Myndin var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Berlín 2013. Leikstjóri og handritshöfundur er Bruno Dumont, en með hlutverk systkinanna fara Juliette Binoche og Jean-Luc Vincent. MDB: 7. Metacritic: 76/100. Rush Sönn saga breska ökuþórsins James Hunt sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1976 og atti þar m.a. kappi við ríkjandi heimsmeistara, Niki Lauda. Leikstjóri er Ron How- ard, en með aðalhlutverkin fara Chris Hemsworth, Daniel Brühl, Olivia Wilde, Natalie Dormer, Re- becca Ferdinando og Tom Wlasc- hiha. MDB: 8,3. Rotten Tomatoes: 88%. Metacritic: 75/100. Málmhaus Ítarlegt viðtal við Ragnar Bragason, leikstjóra myndarinnar, má finna hér á síðunni á móti. Listakona Juliette Binoche (t.v.) í hlutverki sínu sem Camille Claudel. Sannar sögur og fun- heitt ástarsamband Bíófrumsýningar „Þessi viðurkenning kom mér í opna skjöldu. Ég bjóst ekki við því að þessi kveðskapargrein og efnistök væri það sem dómnefndin væri að leita eftir,“ segir Bjarki Karlsson, sem í gær hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi alda. Í ár eru 20 ár síðan borgarstjórn stofnaði til Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Að þessu sinni bárust alls 46 handrit. Dóm- nefnd um verðlaunin skipuðu skáldin Davíð Stefánsson formaður, Ragn- hildur Pála Ófeigsdóttir og Sig- urbjörg Þrastardóttir. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Það er allan tímann skýrt að höfundur hefur framúrskarandi vald á bragarhátt- unum og hefur náð að flétta það vald saman við skarpa samfélagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefa handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Auk- inheldur á sér stað í handritinu lífleg endurvinnsla á menningararfinum og endurvinnsla á hugmyndum okk- ar um þjóðskáldin og yrkisefni þeirra.“ Bjarki er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við HÍ. Hann lauk MA-gráðu í íslenskum fræðum við HÍ 2007 og BA-gráðu í íslensku og almennum málvísindum við HÍ 2005. Árið 1987 varð hann kerf- isfræðingur frá Niels Brock- skólanum í Kaupmannahöfn. Spurð- ur hvort mikil líkindi séu milli brag- fræði og kerfisfræði svarar Bjarki því játandi. „Vel frá gengið hátt- bundið kvæði og vel skrifaður tölvu- kóði eiga ýmislegt sameiginlegt. Í báðum tilvikum verður t.d. formið aukaatriði, því það sem skiptir máli er innihaldið,“ segir Bjarki. Að- spurður segist Bjarki í bók sinni nota bragarhætti allt frá dróttkvæðum til limra og allt þar á milli. „Ég reyni að gera sem flestum bragarháttum úr Íslandssögunni skil,“ segir Bjarki og tekur fram að hann eigi sér ekki einn uppáhaldsbragarhátt. „Það er best að velja hann eftir því sem hæfir efn- inu, því hátturinn hefur ákveðið yf- irbragð og tjáningu sem slíkur.“ Að- spurður segir Bjarki aðalyrkisefni bókarinnar vera heimsósómann, eins og titillinn gefur til kynna. Ljóðabók- in Árleysi alda kemur út hjá Upp- heimum, en útgáfuhófið verður hald- ið í Bókabúð Eymundssonar á Skólavörðustíg í dag kl. 17 og er það öllum opið. silja@mbl.is Notar allt frá drótt- kvæðum til limra  Bjarki Karlsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunaskáld Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, og Bjarki Karlsson ásamt dóttur hans, Þuríði Rósu, í Höfða í gær. MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ EGILSHÖLLÁLFABAKKA RUSH2 KL.5:30-8-10:40-11 RUSHVIP2 KL.11 PRISONERS 2 KL.6-8-9-10:10 PRISONERSVIP KL.5-8 TÚRBÓ ÍSLTAL3D KL.3:40-5:50 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL.4:10-6:20 DONJON KL.8:20-10:202 AULINNÉG ÍSLTAL3D KL.3:40-5:50 AULINNÉG ÍSLTAL2D KL.4 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL.3:30 WE’RETHEMILLERS KL.8 KRINGLUNNI RUSH KL. 5:20 - 8 - 10:40 PRISONERS KL. 5 - 8 - 10:40 THEBUTLER 2 KL. 5:20 - 8 DON JON KL. 11 RUSH 2 KL. 5:25 - 8 - 10:35 PRISONERS 2 KL. 5 - 8 - 10:10 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL. 5:50 DON JON 2 KL. 5:50 - 8 - 11 RIDDICK KL. 8 THE CONJURING KL. 10:30 NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI RUSH KL. 5:30 - 8 - 10:40 PRISONERS KL. 8 DON JON KL. 11 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL. 5:50 KEFLAVÍK PRISONERS KL.8 ABOUTTIME KL.8 DONJON KL.11 RUNNERRUNNER KL.10:30 THE HOLLYWOOD REPORTER  MBL  NEW YORK OBSERVER  ENTERTAINMENT WEEKLY  VARIETY  VARIETY  LOS ANGELES TIMES  HUGH JACKMAN - JAKE GYLLENHAAL Í EINNI BESTU MYND ÁRSINS MAGNAÐUR ÞRILLER  JOBLO.COM T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H “EINSÚSVALASTA ÍÁR.” A.O.S NEW YORK TIMES BOSTON GLOBE   Á TOPPNUM Í USA 3 VIKUR Í RÖÐ BÍÓVEFURINN  FRÁ HÖFUNDUM SHREK OG MADAGASCAR HIN FRÁBÆRA TÓNLIST ÍMYNDINNI ER EFTIR JÓHANN JÓHANNSSON “BESTA SPENNUMYND ÁRSINS” FRÁÓSKARSVERÐLAUNA LEIKSTJÓRANUM RONHOWARD KEMUR KRAFTMESTA MYND ÁRSINS “ONEOF THE BEST MOVIES OF THIS YEAR, OR ANY YEAR“ QC  PETE HAMMOND, MOVIELINE CHICAGO SUN TIMES TIMES  USA TODAY  FRÁ RICHARD CURTIS, HANDRITSHÖFUNDI LOVE ACTUALLY, NOTTING HILL & FOUR WEDDINGS 10 16 12 12 T.V. - Bíóvefurinn/S&HHHH ÍSL OG ENSKT TAL Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L L L MÁLMHAUS Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 ABOUT TIME Sýnd kl. 6 - 9 TÚRBÓ 3D Sýnd kl. 3:50 AULINN ÉG 2 3D Sýnd kl. 3:50 AULINN ÉG 2 2D Sýnd kl. 3:50 DESPICABLE ME 2 2D Sýnd kl. 6 DIANA Sýnd kl. 8 MALAVITA Sýnd kl. 10:30 -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.