Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 52
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 284. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Neitað um hjálp og fæddi …
2. Malala gerði Jon Stewart …
3. Helgi Hjörvar í tilraunameðferð
4. Súkkulaðiskortur yfirvofandi …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Undirbúningur er hafinn fyrir tón-
listarhátíðina Eistnaflug sem haldin
verður 10.-12. júlí á næsta ári í Nes-
kaupstað og hafa nokkrar hljóm-
sveitir verið kynntar til leiks sem
leika munu á henni. Meðal þeirra eru
sænska hljómsveitin At the Gates og
hin svissneska Zatokrev og eru báðar
þekktar í þungarokksgeiranum. Ís-
lenskar hljómsveitir sem koma fram
eru Sólstafir, Skálmöld, HAM, Brain
Police, The Vintage Caravan,
Momentum, Dimma og Gone Postal.
At the Gates og Zato-
krev á Eistnaflugi
Tónlistarmaður-
inn Einar Lövdahl
sendi í ágúst sl.
frá sér sína fyrstu
plötu, Tímar án
ráða, og fagnar
henni með út-
gáfutónleikum í
kvöld kl. 21.30 í
Tjarnarbíói. Ein-
valalið hljóðfæraleikara, hin svokall-
aða Hjörð, kemur fram með Einari en
upphitun er í höndum tónlistar-
mannsins Auðuns.
Einar Lövdahl heldur
útgáfutónleika
Breiðskífa hljómsveitarinnar Rökk-
urró, Í annan heim, hefur setið í yfir
100 vikur á lista yfir mest seldu plötur
landsins. Fáar íslenskar plötur hafa
setið svo lengi á listanum
og á þeim nýjasta eru
aðeins tvær sem hafa
setið lengur, Gling Gló
með Björk og My
Head Is an Animal
með Of Monsters
and Men.
Rökkurró yfir 100
vikur á plötulista
Á laugardag Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og súld með köflum
S- og V-lands, en 5-10 og léttskýjað á N- og A-landi. Hiti 7 til 15
stig, hlýjast NA-til.
Á sunnudag Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Hiti 7 til 13 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 10-18 og smásúld S- og V-lands, en
hægari og bjart NA- og A-lands. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast NA-til.
VEÐUR
Keflvíkingar sýndu styrk
sinn og sigruðu slaka
Stjörnumenn með yfirburð-
um, 88:63, í fyrstu umferð
Dominos-deildar karla í
körfubolta þegar liðin
mættust í Garðabæ í gær-
kvöld. KR-ingar léku Ís-
landsmeistara Grindavíkur
grátt í fjórða leikhlutanum
og sigruðu þá á þeirra eigin
heimavelli með tuttugu
stiga mun. ÍR lagði Skalla-
grím í baráttuleik. »2-3
Keflavík og KR
unnu stóra sigra
Þar sem nýr þjálfari er tekinn við
landsliði Kýpur vita þjálfarar Íslands
ekkert hvernig það mun spila á Laug-
ardalsvellinum í kvöld. Þar mætast
þjóðirnar í næstsíðustu
umferð undankeppni
heimsmeistaramóts
karla í fótbolta og
þrjú stig yrðu
óhemju dýrmæt
fyrir íslenska liðið
í harðri baráttu
um að komast
áfram úr riðl-
inum. »1
Vita ekkert um hvernig
Kýpur mun spila
ÍR vann þriðja leik sinn í röð í Olís-
deild karla í handknattleik í gær þeg-
ar liðið skellti Val, sem spáð var sigri
í deildinni, með sannfærandi hætti í
Austurbergi í gær, 27:23. Þetta var
jafnframt þriðja tap Valsmanna, und-
ir stjórn Ólafs Stefánssonar, í röð eft-
ir sigur á Haukum í fyrsta leik. Í
Digranesi vann Akureyri sex marka
sigur á HK, 27:21. »4
ÍR-ingar á miklu flugi en
Valsmenn í ógöngum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Söngskólinn í Reykjavík stendur í
kvöld fyrir Söngdansasýningu í Saln-
um í Kópavogi klukkan 20. Aðgangur
er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Sýn-
ingin er haldin til heiðurs Jóni Ás-
geirssyni tónskáldi, en hann er 85 ára
í dag.
„Framkvæmd verksins er í hönd-
um óperudeildar Söngskólans. Í
henni eru nemendur sem eru lengst
komnir í námi hjá okkur,“ sagði Ás-
rún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Söngskólans í Reykjavík. „Það sem
er óvenjulegt við þessa sýningu
þeirra, samanborið við aðrar sýn-
ingar hjá okkur, er hvað þetta bygg-
ist mikið á dansi. Þetta er algjörlega
byggt á þjóðlagahefð þannig að nem-
endurnir dansa með þessu öllu saman
líka,“ sagði Ásrún.
Byggist á sýningu Þjóð-
dansafélags Reykjavíkur
Ásrún sagði sýninguna byggjast að
nokkru leyti á sýningu sem Þjóð-
dansafélag Reykjavíkur var með árið
1995. „Þetta er auðvitað ekki nærri
því öll sýningin, en hugmyndin kom í
gegnum það. Sú sýning var byggð á
söngdönsum og við vildum nýta það í
tilefni af 85 ára afmæli Jóns.“
Enginn söguþráður er í sýning-
unni, en hún gengur út á að syngja ís-
lensku þjóðlögin í útsetningu Jóns,
sem verður heiðursgestur á tónleik-
unum. „Þjóðlögin hafa skipað svo
mikinn sess í hans ævi, þó svo hann
hafi líka samið óperur og hljóð-
færamúsík og allt mögulegt, en ís-
lenska þjóðlagið á mjög sterk-
ar rætur í honum,“ sagði hún.
„Þjóðlagaútsetningarnar
hans eru margar hverjar
mjög þekktar.“
18 nemendur Söng-
skólans í Reykjavík
taka þátt í sýning-
unni. „Margir af
dönsunum eru hringdansar og það
reynir mjög á nemendurna að bæði
syngja og dansa á sama tíma. Þeir
hafa samt ofboðslega gaman af þessu.
Þetta hefur verið mikil vinna og ég
þori að fullyrða að það verði mikil
ánægja að hlýða og horfa á þetta.“
Söngvararnir koma fram í íslenskum
þjóðbúningum, sem fengnir hafa ver-
ið að láni hjá fjölskyldum nemenda og
starfsfólks skólans. „Þetta hljómar
orðið mjög fallega hjá þeim. Svo
verða átta nemendur sem syngja
sönglög eftir Jón. Þessi ljóð hafa
mörg verið notuð í leikrit og margir
þekkja þau, þó svo að þetta séu ekki
alþýðusönglög. Maístjarnan er ef-
laust þeirra þekktast, en hún er ekki
á prógramminu. Ætli sýningargestir
syngi hana ekki,“ sagði hún og hló.
Söngdansasýning í Salnum
Sýning til heið-
urs Jóni Ásgeirs-
syni tónskáldi
Morgunblaðið/Eva Björk
Söngdansasýning Nemendur Söngskólans í Reykjavík setja í kvöld á svið söngdansasýningu til heiðurs Jóni Ás-
geirssyni tónskáldi. Nemendurnir munu ekki aðeins syngja lög Jóns, heldur einnig dansa í íslenskum þjóðbúningum.
Ekki er nóg með að Jón Ásgeirsson sé 85 ára í dag, heldur er Atli Heim-
ir Sveinsson 75 ára í ár, og 95 ár eru frá fæðingu Jórunnar Viðar. Atli
Heimir er fæddur 21. september árið 1938, Jórunn 7. desember 1918 en
Jón Ásgeirsson 11. október árið 1928.
Í ár eru ennfremur liðin 40 ár frá stofnun Söngskólans í Reykja-
vík og söngdansasýningin er hluti af afmælishátíð skólans. Ekki
líður á löngu áður en næstu tónleikar skólans verða, því 23. októ-
ber verða tónleikar í tónleikasal skólans, þar sem nemendur
skólans munu syngja lög eftir tónskáldin þrjú sem fagna stór-
afmælum í ár. Skólinn var stofnaður árið 1973 af Garðari Cort-
es, en tónlistarstjórn á tónleikunum í kvöld er undir stjórn
hans og Hrannar Þráinsdóttur, sem leikur undir á píanó.
Söngskólinn í Reykjavík 40 ára
STÓRAFMÆLISÁR Í ÍSLENSKU TÓNLISTARLÍFI