Morgunblaðið - 13.12.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 13.12.2013, Síða 6
Greiningardeild Íslandsbanka áætlar að skuldir heimila hafi ver- ið 108% af vergri landsfram- leiðslu, um það bil 1.870 milljarðar króna, um mitt þetta ár. Skulda- niðurfærslan jafngildir því um 4,3% lækkun á skuldum. Nið- urfærsla skulda heimila hefur þeg- ar numið 244 milljörðum króna frá hruni, samkvæmt tölum Seðla- bankans. Þar vegur þyngst endur- 244 milljarða niðurfærsla NIÐURFÆRSLA SKULDA HEIMILANNA útreikningur gengistryggðra lána, en fyrri beinar aðgerðir stjórn- valda hafa leitt til 56 ma.kr. lækk- unar á skuldunum. Greining- ardeildin telur, líkt og Seðlabankinn og greiningardeild Arion banka, að verðbólguáhrifin verði nokkur, en að þau muni dreifast á komandi fjögur ár í lík- um takti og áhrifin á einkaneyslu og hagvöxt. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2013 Jólastemning var í þriðja Powerade Vetrarhlaupinu sem fram fór í Elliðaárdalnum í gærkvöldi. Hér eru hlauparar á rásmarkinu en að hlaupi loknu var tekið á móti þeim með piparkökum og flestir drifu sig síðan í heita pottinn í Árbæjarlauginni. Alls tóku 200 hlauparar þátt í Vetrarhlaupinu að þessu sinni og veður var hið ákjósanlegasta þrátt fyr- ir kuldann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Piparkökur að hlaupi loknu og beint í pottinn Jólastemning í Vetrarhlaupi í Elliðaárdalnum Búðarhálslína 1, sem flytja mun raf- orku frá Búðarhálsvirkjun, hefur nú verið tengd við meginflutningskerfi Landsnets ásamt nýju tengivirki við Búðarháls. Raforkuflutningur frá Búðarhálsvirkjun á að hefjast í byrj- un næsta árs. Kostnaður við línu- framkvæmdir var um einn millj- arður króna. Búðarhálslína 1 er alls 5,6 km löng, frá tengivirkinu við Búðarháls að Langöldu þar sem hún er tengd inn á Hrauneyjafosslínu 1 og þar með flutningskerfi Landsnets. Framkvæmdir hófust sumarið 2012 með lagningu vegslóða, vinnu við undirstöður fyrir möstur og byggingu tengivirkishússins. Í sum- ar voru háspennumöstrin reist, leið- ari línunnar strengdur og lokið við uppsetningu búnaðar í tengivirkinu. Næsta sumar verður unnið í frá- gangi við tengivirkið og meðfram línunni. Orkuvirki annaðist uppsetn- ingu háspennubúnaðarins í tengi- virkinu og Ístak byggði tengivirk- ishúsið, annaðist jarðvinnu, gerð vegslóða og uppbyggingu á und- irstöðum fyrir háspennumöstrin. Búðarháls- lína tengd við kerfið Raforka Eftir áramót hefst flutn- ingur á raforku frá Búðarhálsi. Íslenska ríkinu er gert að greiða Hópbílaleigunni ehf. tæpar 250 milljónir kr. í skaðabætur vegna hagnaðar sem fyrirtækið varð af við það að Vegagerðin hafnaði til- boðum þess í áætlunarakstur á sérleyfisleiðum á Suðurlandi og Suðurnesjum og akstur nemenda fjölbrautaskólanna á svæðunum á árunum 2006 til 2008. Hæstiréttur hefur áður við- urkennt bótaskyldu ríkisins vegna synjunar Vegagerðarinnar á samningum um umræddan akstur. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í báðum tilvikum. Talið var að fyr- irtækið hefði ekki átt kost á að taka að sér samsvarandi verkefni eftir synjun Vegagerðarinnar. Ákvörðun fjárhæðar skaðabóta var reist á yfirmatsgerð dóm- kvaddra matsmanna. Töldu þeir að rekstrartekjur af farmiðasölu á árunum 2006 til 2008 hefðu numið 1.085 milljónum króna, vegna skólaaksturs 74 milljónum og styrkur ríkisins að auki orðið 273 milljónir kr.. Hefðu tekjur alls því numið ríflega 1.430 milljónum kr. Á móti koma liðlega 1.180 milljóna króna rekstrarútgjöld. Töldu yf- irmatsmenn samkvæmt þessu að áætlaður hagnaður stefnenda hefði á samningstímabilinu numið samtals tæpum 249 milljónum króna. Samkvæmt þessu er áætl- aður hagnaður af akstri á þessum leiðum litlu minni en nemur styrk ríkisins. Ríkið er einnig dæmt til að greiða vexti og verðtryggingu af þessum bótum frá árunum 2007 til 2009 en dráttarvexti frá því yf- irmat lá fyrir, í nóvember á síð- asta ári. Einnig fellur liðlega fimm milljóna króna málskostnaður á ríkið. Fá 250 milljónir í bætur  Rútufyrirtæki missti af hagnaði sem slagar hátt upp í styrk ríkisins vegna þess að Vegagerðin tók ekki tilboðum Morgunblaðið/Kristinn Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Ekki er fyllilega ljóst hver verð- bólguáhrif af skuldaniðurfellingartil- lögum ríkisstjórnarinnar verða. Starfshópurinn sem vann tillög- urnar segir þau vera næstum engin, en Seðla- bankinn og grein- ingardeildir Ar- ion banka og Íslandsbanka hafa gert athuga- semdir við þær spár. Regína Bjarna- dóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka, segir ríkisstjórnina ekkert hafa gefið út um hvernig ætti að stemma stigu við verðbólgu eftir að aðgerðirnar koma til framkvæmda. „Þetta á að gerast eftir það marga mánuði að óvissuþáttum um verð- bólguspána fjölgar.“ Hún telur hag- tölur þriðja ársfjórðungs benda til þess að slakinn í hagkerfinu sé ekki eins mikill og gert hafi verið ráð fyr- ir í spálíkani starfshópsins. „Ég held að við séum komin aðeins lengra í efnahagsbatanum, atvinnumarkað- urinn hefur verið að batna og fleira sem bendir til þess.“ Ólíkt fyrri niðurfellingum Greiningardeild Arion banka benti í Markaðspunktum sínum 6. desember á að í líkaninu sem stuðst var við þegar áhrifin voru metin hefði verið gert ráð fyrir að áhrif niðurfellinganna yrðu svipuð og áhrif fyrri niðurfellinga, svo sem 110% leiðarinnar. Þar hefði verið um að ræða mjög yfirskuldsett heimili sem hefðu ekki getað aukið neyslu sína eftir niðurfellinguna, og þar með ekki haft verðbólguhvetjandi áhrif. Seðlabankinn bendir einnig á hann hafi í ritum sínum rakið hvern- ig þættir eins og heimild til úttektar á séreignarsparnaði, gengisdómar og sérstakar vaxtabætur hafi stutt við einkaneyslu og aukið þannig eft- irspurn, dregið úr samdrættinum og flýtt efnahagsbatanum. Aðrar aðstæður núna Bankinn segir það geta verið að þær aðgerðir hafi gert það að verk- um að verðbólga varð eitthvað meiri en ella þótt bankinn hafi ekki birt sérstaka úttekt á því opinberlega. Mikilvægt er að hafa í huga ef bera á saman áhrif lækkunar skulda nú og á fyrstu árum eftir fjármálakrepp- una að framan af var mun meiri slaki í þjóðarbúinu og því rými og nauð- syn til að styðja við eftirspurn og auka hana án þess að það ylli ein- hverjum verulegum verðbólguáhrif- um. Aðstæður núna eru aðrar: Slakinn er líklega að stórum hluta horfinn og miðað við allar opinberar spár verð- ur hann örugglega horfinn þegar meginhluti þessara aðgerða kemur fram. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér að verðbólguáhrif aðgerða verða meiri nú en áður. Óvissa um áhrif á þróun verðbólgu  Seðlabankinn ósammála starfshópn- um  Erfitt að spá segja greinendur Regína Bjarnadóttir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við tillögum ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingar og segir þær „misráðnar“, að því er fram kemur í frétt Bloomberg í gær. Að mati AGS kunna tillögurnar að leiða til þess að auka þurfi fram- lög ríkissjóðs til Íbúðalánasjóðs um 40 milljarða króna á næstu fjórum árum, eigi að halda eiginfjárhlut- fallinu í 2,5 prósentum, sem er að- eins helmingur þess sem ráðgert er að hlutfallið sé. Þessu til viðbótar telur AGS að tillögurnar eigi eftir að auka verð- bólgu og kunni að leiða til hækk- unar á skuldum hins opinbera, ef látið verður reyna á bankaskatt fyrir dómstólum, samkvæmt frétt Bloomberg. AGS varar við skulda- leiðréttingu – allir eiga skilið gleðileg jól Kertin eru handgerð tólgarkerti framleidd af sjálfboðaliðum til aðstoðar við heimili í neyð. Til fyrirtækja Gefið starfsfólki ykkar Kærleiksljós fyrir jólin. Kærleikskerti Fjölskylduhjálpar íslands. Verð 650 kr. Pöntunarsími er 892 9603.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.