Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2014 ✝ Jón Ólafur Ív-arsson fæddist á Hjallalandi í Vatnsdal, A-Húna- vatnssýslu, 10. jan- úar 1934. Hann lést á heimili sínu 29. desember 2013. Foreldrar hans voru Þórey Jóns- dóttir frá Brú- arlandi, Skaga- strönd, f. 22. júní 1900, d. 29. desember 1966 og Sveinn Ívar Níelsson frá Þingeyraseli í Ás- hreppi, A-Húnavatssnýslu, f. 29. desember 1912, d. 23. apríl 1999. Hálfsystir Jóns sam- mæðra var Inga Þorvalds- dóttir, f. 24. febrúar 1926, d. 14. desember 2012. Hálfsystk- ini Jóns samfeðra eru Sigríð- ur, f. 11. júní 1945, Sigfús Hafsteinn, f. 18. júní 1947, Halldóra, f. 27. nóvember 1949, María Jóhanna, f. 5. júní 1952, Níels, f. 18. janúar 1954, Ólafur Gunnar, f. 22. október 1955, Hermann Jónas, f. 16. ágúst 1957, Sigurður Helgi, f. 14. desember 1963. Hinn 20. október 1962 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Sigurð- ardóttur, f. 16. ágúst 1936. Foreldrar hennar voru Sig- Guðný, f. 2000, fyrir átti Sig- ríður Björk dótturina Evu Dögg Bergþórsdóttur, f. 1985. Jón Ólafur, eða Daddi eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp hjá móður sinni á Skagaströnd. Fyrstu árin bjuggu þau í Holti og síðar í Skála en þar héldu móðir hans og bróðir hennar Ingvar sam- an heimili. Daddi var 15 ára kominn til sjós. Hann lauk pungaprófi árið 1955 og síðan prófi frá Smáskipadeild Stýri- mannaskólans í Reykjavík ár- ið 1960. Hann hóf skipstjórn árið 1956 á Auðbjörgu HU-6 sem var eikarbátur í eigu Útgerðarfélags Höfðakaup- staðar og var síðan skipstjóri á tveimur bátum sem báðir báru nafnið Helga Björg HU-7, og voru í eigu sama fé- lags. Árið 1972 stofnaði hann eigið útgerðarfélag, Björg sf., í félagi við mág sinn Gylfa Sigurðsson og Hallgrím Krist- mundsson. Þeir keyptu 21 brl. eikarbát, smíðaðan 1961, sem fékk nafnið Helga Björg HU-7. Árið 1995 seldu þeir fé- lagar Helgu Björg og hættu útgerð. Er í land var komið fór Daddi að spila golf og mála olíumyndir, málverk sem prýða fjölda heimila og það var viðeigandi að hann hélt málverkasýningu á Skaga- strönd á sjómannadeginum ár- ið 2003. Útför Jóns Ólafs fer fram frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd í dag, 10. janúar 2014, og hefst hún kl. 14. urður Kristján Guðmonsson frá Kolbeinsvík í Ár- neshreppi, f. 2. apríl 1904, d. 5. ágúst 1981 og Hallbjörg Jóns- dóttir frá Kleifum á Selströnd í Steingrímsfirði, f. 9. maí 1909, d. 22. desember 1987. Börn Jóns og Guð- rúnar eru: 1) Þórey, f. 1. nóv- ember 1961, maki Sigurbjörn Björgvinsson, synir þeirra: a) Guðjón Hall, f. 1981, sambýlis- kona Aðalheiður Lovísa Rögn- valdsdóttir, þau eiga tvær dætur, b) Unnar Leví, f. 1994; 2) Hallbjörg, f. 22. janúar 1963, maki Sigurjón Ingi Ing- ólfsson, börn þeirra: a) Jón Ólafur, f. 1978, maki Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, þau eiga tvö börn, fyrir átti Jón Ólafur tvær dætur, b) Jenný Lind, f. 1985, hún á einn son, c) Ellen Lind, f. 1994; 3) Sigrún, f. 7. október 1965, sonur hennar Hermann Freyr, f. 1984, faðir Hermanns var Guðjón Pálsson, d. 14. desember 1989; 4) Ingv- ar Þór, f. 8. nóvember 1967, maki Sigríður Björk Sveins- dóttir, börn þeirra: a) Róbert Björn, f. 1997, b) Valgerður Elsku pabbi. Í dag hefðir þú orðið áttræður. Í stað þess að við kæmum saman til að sam- gleðjast þér á þessum degi þá erum við hér að kveðja þig og fylgja þér síðasta spölinn. Þú fórst svo snöggt og hún er ótrúleg sú tilviljun að þú deyrð á dánardegi móður þinnar sem jafnframt er fæðingardagur föður þíns. Hugurinn er búinn að reika víða síðan þú fórst, þó sérstaklega heim á Bogabraut- ina, okkar æskuheimili. Þú varst auðvitað mikið fjarver- andi á sjó þegar við vorum að alast upp en þær eru margar skemmtilegar myndirnar sem koma upp í hugann úr æskunni. Við sitjandi við eldhúsborðið spilandi Veiðimann, Svarta-Pét- ur eða Rússa. Þú hafðir sér- stakan hátt á að stokka spilin, gerðir það svo flott og við æfð- um okkur þar til við gátum stokkað eins og þú. Þú áttir Matador-spil frá því þú varst sjálfur strákur og við sátum oft og spiluðum Matador. Þú kenndir okkur mannganginn í skák og varst duglegur að tefla við okkur. Við vorum oft saman í holinu heima að fela hlut, í boltaleik eða öðrum leikjum. Þú varst lunkinn kokkur og bix- ímaturinn féll vel í kramið. Það var fastur liður að pússa fyrir þig spariskóna þína þegar þið mamma voruð á leiðinni á ball. Og seinna þegar aldurinn leyfði þá var okkur systrum treyst fyrir því að pressa sparibux- urnar. Það var viss passi að þið mamma keyptuð handa okkur Opalpakka á ballinu og við vor- um komin snemma á svefnher- bergishurðina daginn eftir ball til að fá okkar Opal. Við minn- umst sunnudagsbíltúranna, rúnturinn lá að sjálfsögðu alltaf niður á bryggju og upp á Höfða þar sem sást vel út yfir flóann. Sjómannadagurinn var okkar hátíðisdagur, þá var frakkinn góði dreginn fram, þessi sem þú klæddist einu sinni á ári, og farið í skrúðgöngu neðan af bryggju og til kirkju. Þá þurftu litlir fætur oft að hafa fyrir því að halda í við stórstígan pabba. Helga Björg HU-7 var stór partur af þér. Við fengum eitt sinn að fara með ykkur sjóferð út fyrir höfnina þegar þurfti að stilla kompásinn og eitthvert okkar ældi yfir jakkann þinn, ekki miklar sjóhetjur þar á ferð. Það var haft á orði hér um daginn að þú hafir ekki verið hjátrúarfullur, farið á sjó á mánudögum í upphafi vertíðar ef svo hittist á meðan aðrir biðu næsta dags. En við minn- umst þess að ekki var komið með rúmföt heim til þvottar meðan á vertíð stóð og þær voru oft skrautlegar kaffikönn- urnar ykkar um borð, en ef þið bara vissuð hver átti hvaða könnu voruð þið sáttir. Þú, Gylfi og Grímur voruð teymi, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þegar þið svo selduð Helgu Björgu og þú hættir til sjós þá fannstu þér hobbí. Þú fórst í golfið og byrjaðir að mála. Það er okkur ennþá ráð- gáta hvernig þú, sem varst orð- inn svo skjálfhentur, gast farið að því að mála svona fallegar myndir. Elsku pabbi, þú stóðst ætíð þétt við bakið á okkur og varst stoltur af þínu fólki. Við þökkum fyrir stundirnar okkar saman og biðjum Guð að varð- veita þig. Hvíl í friði. Þórey, Hallbjörg, Sigrún og Ingvar Þór. Í dag kveð ég mág minn, Dadda, sem fallinn er nú frá. Gamli skipstjórinn sem farinn er frá okkur og farinn úr þess- ari jarðvist. Hann er örugglega komin með nýtt skip, frá nýrri höfn og farinn að róa á ný mið. Daddi, eins og hann var allt- af kallaður, hét fullu nafni Jón Ólafur Ívarsson en það var bara Gunna systir sem notaði það nafn ef mikið lá við. Daddi var sjómaður alla sína ævi og Jón Ólafur Ívarsson ✝ Kristín Ingi-björg Eggerts- dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 14. júlí 1942. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. des- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Eggert Einarsson, f. 29.11. 1906, d. 14.10. 1957, og Hulda Magnúsdóttir, f. 4.10. 1915, d. 6.7. 1997. Kristín var eina barn þeirra hjóna. Kristín giftist Óskari Magn- frá Skógaskóla. Átján ára gömul fluttist hún til Reykja- víkur og vann þar við versl- unarstörf og síðar í Samvinnu- bankanum. Fyrst í stað hélt hún heimili með móður sinni Huldu en eftir að Kristín gift- ist Óskari stofnuðu þau sitt eigið heimili. Hulda bjó á heimili þeirra til æviloka. Kristín starfaði með manni sínum við framreiðslustörf í Klúbbnum fram til 1980. Á síð- ari hluta starfsævinnar vann Kristín fyrst hjá Trygginga- stofnun ríkisins í lífeyrisdeild, sem síðar varð LSR og frá 2003 til 2012 starfaði Kristín hjá Innheimtustofnun sveitar- félaga. Útför Kristínar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 10. jan- úar 2014, og hefst athöfnin klukkan 11. ússyni 21.9. 1968 og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Kristín soninn Eggert Skúlason, f. 5.4. 1963. Hann var kvæntur Önn- ur Þórisdóttur, f. 27.1. 1961. Sonur þeirra er Hafþór, f. 28.12. 1994. Börn Kristínar og Óskars eru: Anna Huld, f. 23.6. 1968 og Magnús, f. 3.8. 1974. Kristín ólst upp í Vík í Mýr- dal og lauk gagnfræðaprófi Fyrirhyggja hefur einkennt allar konur í minni móðurætt. Stína frænka var engin undan- tekning. Hún notað síðari hluta ársins vel til ferðalaga og naut þeirrar skemmtunar sem slíkar ferðir bjóða upp á. Hún var ný- komin heim úr fjölskylduferð frá Boston þegar hún veiktist af lungnabólgu og lenti í öndunar- vél, úr henni losnaði hún aftur fáum dögum fyrir jól. Hún dvaldi á sjúkrahúsi yfir jólahátíðina. Þegar við Kristín heimsóttum hana þangað annan dag jóla þá sagði hún okkur frá jólatónleik- um sem hún hafði verið á í Garða- bæ á meðan hún var í öndunar- vélinni. Ég spurði hvernig hefði verið, voðalega gaman en dálítið mikið fyllirí. Varst þú ekki þar, Finnur? Stína var ákveðin í að komast aftur heim í Bröndukvísl- ina til Óskars og Magga en henni varð ekki að þeirri ósk sinni heldur fór hún heim í Sumar- landið þar sem mamma hennar og pabbi tóku á móti henni. Stína ólst upp í Vík hjá iðju- sömum og elskulegum foreldr- um. Við fjölskyldunni blasti lífið með öllum þeim vonum og draumum sem það býður upp á en skyndilega þurftu þær mæðg- ur Hulda og Stína að bergja á bikarnum beiska þegar elskaður eiginmaður og faðir féll skyndi- lega frá í blóma lífsins. Þá var Stína 15 ára. Allt breyttist á svipstundu. Það þurfti dugnað og æðruleysi til að takast á við þessar breyttu aðstæður. Þá gáfu þær mæðgur hvor annarri án þess þó að það væri sagt, ævi- langt loforð um traust og trúnað sem fólst í því að þær sæju hvor fyrir annarri. Við það var staðið. Fljótlega eftir að námi lauk flutti Stína til Reykjavíkur og hóf störf í Samvinnubankanum. Þar eignaðist hún margar af sínum bestu vinkonum. Sú gamla sleppti ekki af henni hendinni og flutti á eftir henni þar sem þær hófu búskap saman. Árið 1963 eignaðist Stína sitt fyrsta barn, soninn Eggert sem var alla tíð eftirlæti ömmu sinnar. Sumarið 1970 bjó ég hjá þeim í Meðalholt- inu. Þetta sumar var ég að æfa og keppa með KR. Svo mikil var ábyrgðartilfinning þeirra að þær töldu ekki nokkurt vit í því að 15 ára sveitapiltur færi einn í strætó úr Holtunum og vestur á Mela- völl til að æfa. Þær skiptust á að fara með mér í strætó og oftast fylgdist sú gamla með æfingunni til enda. Ég á þeim því margt að þakka því þær reyndust mér eins móðir og systir. Stærsta gæfuspor lífs síns steig Stína þegar hún giftist Ósk- ari Magnússyni framreiðslu- manni. Einstökum sómamanni þar sem traustið og umburðar- lyndið er í fyrirrúmi. Þegar þau kynntust var Óskar þjónn í Klúbbnum og fór Stína fljótlega að vinna þar með honum. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau Óskar og Stína í Fellsmúlanum og bjó Hulda þar með þeim. Árið 1984 fluttu þau öll í Bröndukvísl 19, þar sem þau hafa svo búið síðan. Komið er að kveðjustund. Samleið góð, vörðuð mörgum góðum minningum er þökkuð heilshugar. Stínu frænku er sárt saknað því hún skilur eftir sig tómarúm sem er vandfyllt. Þegar spyrja þurfti um liðna tíð úr Vík- inni eða ættartengsl, fá fréttir og upplýsingar um ættmenni og vini nær og fjær þá var alltaf hringt í Stínu og oftast voru svörin á reiðum höndum, ef ekki þá var Óskar settur í að draga upp myndina með hjálp Íslendinga- bókar því allt þurfti að vera ná- kvæmlega rétt. Við Kristín sendum Óskari, Eggerti, Önnu Huld, Magnúsi og Hafþóri okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og þökkum kær og dýrmæt kynni. Finnur og Kristín. Hún Stína frænka gegndi lyk- ilhlutverki í föðurfjölskyldu okk- ar. Hún var alltaf með puttann á púlsinum um allt sem gerðist í fjölskyldunni. Stína tók alltaf á móti okkur með mikilli hlýju þeg- ar við komum í heimsókn í Brön- dukvíslina. Þar var alltaf gott að Kristín I. Eggertsdóttir ✝ Hjartkær frændi okkar, GÚSTAV ÓLSEN bakarameistari, áður Laugavegi 63, andaðist í Færeyjum 30. desember. Erla Wigelund, Svala Wigelund. ✝ Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN L. EINARSDÓTTIR frá Litlu-Gröf, lést mánudaginn 23. desember á Droplaugar- stöðum og hefur útförin farið fram í kyrrþey. Starfsfólki Droplaugarstaða eru færðar sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og alúð. Einar Bergmann Guðjónsson, Hulda Björg Hákonardóttir, Þorgeir Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYGERÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Lækjargötu 34 B, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 8. janúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 15. janúar kl. 13.00. Ingvar Pálsson, Erla Ófeigsdóttir, Ragnar Pálsson, Sigrún Þórarinsdóttir, Hildur Pálsdóttir, Rolf Carlsrud, Margrét Pálsdóttir, Guðjón Magnússon, Ingibjörg Pálsdóttir, Jón Gíslason, Páll Pálsson, Sigrún Reynisdóttir, Kristín Pálsdóttir, Sven Möller, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐRÚN SJÖFN VALENTÍNUSARDÓTTIR, lést fimmtudaginn 26. desember á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Viljum þakka starfsfólki á B-2 fyrir einstakan hlýhug og góða umönnun á erfiðum tímum. Edvarð Falk, Guðlaugur Auðunn Falk, Linda Björg Finnbogadóttir, Mary Ann Falk, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar og mágur, VIGFÚS M. SIGURÐSSON, Höfða, Akranesi, lést að morgni Þorláksmessu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Þakklæti sendum við starfsfólki Höfða fyrir kærleiksríka umönnun hans. Anna Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Helga R. Höskuldsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Regína Ólafsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA ÁGÚSTSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, sem lést mánudaginn 23. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. janúar kl. 13.30. Helena Sigtryggsdóttir, Eiríkur Rósberg, Viðar Þorleifsson, Brynja Friðfinnsdóttir, Hólmfríður Guðrún Þorleifsdóttir, Ari Axel Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.