Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 Leon 194 cm kr. 185.800 nú 129.900 10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ÚTSALA Ebba borð kr. 59.600 nú 35.800 Gyro Olive kr. 152.000 nú 129.000 Dione kr. 106.000 nú 84.800 40% Af slá ttu r 30% Af slá ttu r 15% Af slá ttu r 20% Af slá ttu r Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við höfum nálgast þetta leikrit með þann einfalda en skýra brotavilja að setja á svið Hamlet þannig að áhorf- endur skilji framvindu verksins og það sem sagt er á sviðinu og taki þátt í baráttu titil- persónunnar. Þetta hljómar ein- falt, en er í reynd erfiðari og tor- veldari leið heldur en að ganga út frá ákveðnu konsepti eða fyrirfram gef- inni greiningu,“ segir Jón Páll Eyjólfsson sem leikstýrir leikrit- inu Hamlet eftir William Shake- speare í þýðingu Helga Hálfdan- arsonar og Jóns Atla Jónassonar sem frumsýnt verður á Stóra sviði Borg- arleikhússins annað kvöld kl. 20. Spurður nánar um vinnuaðferð sína bendir Jón Páll á að þeir Jón Atli, sem jafnframt er aðstoðarleik- stjóri, reyni að nálgast verkið fyrir það sem það er. „Líkt og við gerðum í Músum og mönnum þá flysjum við ofan af Hamlet þannig að reglur verksins birtist okkur, en þær eru aðrar en reglurnar í okkar daglegu lífi,“ segir Jón Páll og bendir sem dæmi á að í heimi Hamlets séu aft- urgöngur auk þess sem fólk geti ekki ferðast hvert sem það vilji nema með leyfi konungs. „Meðan við virðum þessar reglur færum við Hamlet á þann stað að allir geti nálgast hann og þar erum við nær ásetningi Shakespeare sjálfs.“ Öll herbrögðin þjóna verkinu En hvar staðsetjið þið Hamlet í tíma og rúmi? „Ég vil eiginlega sem minnst um það segja. Ég get þó sagt að við fær- um verkið nógu langt til þess að áhorfendur tengi við það. Kenning mín heitir: „Hamlet og bíllyklarnir,““ segir Jón Páll og heldur áfram til út- skýringar þegar blaðamaður hváir: „Fæst okkar þekkja þá tilfinningu að hafa misst föður okkar, skömmu síð- ar hafi móðir okkar gifst föðurbróður okkar og síðan hafi afturganga föður okkar kunngert okkur að ekki sé allt með felldu með dauðsfallið. Ég þekki a.m.k. engan persónulega sem hefur lent í þessu. Hins vegar eru margir sem þekkja það að finna ekki bíllykl- ana eða fjarstýringuna, það eru kunnuglegar kringumstæður sem koma fyrir jafnvel einu sinni á dag. Ef við gefum Hamlet þessa gjörð að leita að bíllyklunum meðan hann seg- ir: „Að vera eða vera ekki“ þá erum við komin hálfa leið. Þá sé ég Hamlet í kringumstæðum sem ég þekki, en hann er að tala um eitthvað sem mér er ekki kunnuglegt,“ segir Jón Páll og bætir við: „Öll herbrögðin sem við beitum í uppsetningunni þjóna þeim tilgangi að færa verkið nær áhorf- endum tilfinningalega þannig að við náum að skilja það.“ Gæti skrúfað niður hljóðið Aðspurður segir Jón Páll að þeir Jón Atli hafi stytt verkið allnokkuð þannig að það taki aðeins um þrjár klukkustundir í leik. „Við lagfærum orðalag og brýnum textann. Við sam- einum persónur og hröðum atburða- rásinni, en allt með þeim ásetningi að komast nær áhorfandanum. Mark- miðið hefur næstum verið það að ég gæti skrúfað niður hljóðið í senunum og samt skilið þær,“ segir Jón Páll og leggur áherslu á að bundna málið í leikriti Shakespeare sé ein af ofan- greindum reglum verksins. „Þegar tekst að gera bundna málið skiljan- legt þá felst í því einhver galdur. Tungumál Shakespeare er svo ríkt af myndmáli að í raun má segja að önn- ur leikmynd felist í orðum skáldsins sem leggst ofan á leikmyndina á svið- inu.“ Auk Jóns Atla sem fyrr var getið eru í hópi listrænna stjórnenda þau Ilmur Stefánsdóttir sem hannar leik- mynd, María Ólafsdóttir búninga, Björn Bergsteinn Guðmundsson lýs- ingu og Úlfur Eldjárn sem semur tónlistina. Titilhlutverk leikritsins er í höndum Ólafs Darra Ólafssonar, en Hildur Berglind Arndal leikur Ophe- liu. Aðrir leikarar eru Hilmar Jóns- son sem leikur Claudius, Elva Ósk Ólafsdóttir sem Gertrude, Hilmar Guðjónsson sem Laertes, Jóhann Sigurðarson sem Polonius, Sigurður Þór Óskarsson sem Rosenkrantz, Halldór Gylfason sem Guildenstern og Hjörtur Jóhann Jónsson sem Horatio, en flestir leikaranna bregða sér auk þess í fleiri hlutverk. Valið á Ólafi Darra veitir frelsi „Ég er svo lánsamur að fá að vinna með fólki sem ég er spenntur fyrir að vinna með. Allt þetta fólk er valið af því að ég þekki það vel af fyrra sam- starfi eða ég trúi á það. Það eru ákveðin forréttindi að fá að starfa með rannsakandi og forvitnu lista- fólki sem er reiðubúið að taka þátt í þessu rannsóknarferli með mér,“ segir Jón Páll. Spurður um valið á Ólafi Darra í hlutverki Hamlets segir Jón Páll ekkert leyndarmál að valið á Ólafi Darra gefi sér frjálsari hendur í rannsókn sinni á verkinu. „Því með þessu vali er strax búið að senda þau skilaboð til áhorfenda að Hamlet verði ekki samkvæmt væntingum þeirra um það hvernig Danaprins eigi að vera. Það er gjöfin sem Ólafur Darri gefur okkur, fyrir utan hvað hann er frábær leikari.“ En hvert hefur rannsókn þín leitt þig? Hver er kjarninn í þessu verki sem leikið hefur verið í rúm 400 ár? „Ein af uppgötvunum okkar er að persónur verksins þurfa að fórna sér fyrir hagsmuni ríkisins. Það er ekk- ert pláss fyrir hið persónulega, þ.e. tilfinningar og langanir, í þeim heimi sem birtist okkur í verkinu. Í Dan- mörku verksins gengur ríkið og þarf- ir þess fyrir og það heldur ein- staklingnum niðri. Hamlet fær þannig ekki að syrgja föður sinn og þarf að fórna konunni sem hann elsk- ar til að ná fram hefndum. Okkar rannsókn hefur leitt í ljós að verkið talar til okkar sem manneskja í smæstu einingunni. Maður fer sjálfur að leiða hugann að því hverju maður fórnar til að halda t.d. fjölskyldunni gangandi, fyrirtækinu, sveitarfé- laginu eða jafnvel samfélaginu. Hvert er gjaldið og hver er ágóðinn af því að leggja sjálfan sig til hliðar og fórna sér fyrir heildina? Það er ein af stóru spurningunum í Hamlet,“ segir Jón Páll að lokum. „Hamlet og bíllyklarnir“  Hamlet eftir William Shakespeare frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins annað kvöld kl. 20  Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri segir ekkert pláss fyrir hið persónulega í Danaveldi því ríkið sé allt Ljósmynd/Grímur Bjarnason Fórnarkostnaður Hildur Berglind Arndal og Ólafur Darri Ólafsson í hlutverkum sínum sem Ophelia og Hamlet. Jón Páll Eyjólfsson „Ef menn setjast einhvern daginn að á Mars, þá gætu bókmennt- irnar þar og samfélagið líkst þeim heimi á Íslandi sem Hallgrímur Helgason endurspeglar af svo miklum heiðarleika,“ skrifar kan- adíski rithöfundurinn Douglas Co- upland í umfjöllun um sýningu Hallgríms í hinu virta alþjóðlega listtímriti ArtForum. Sýning Hall- gríms, „Íslensk bókmenntasaga, IV bindi“, var opnuð í Tveimur hröfnum listhúsi í haust, þegar Bókmenntahátíð í Reykjavík og PEN-þingið stóðu yfir. Höfundur greinarinnar er þekktur rithöf- undur og þykir það talsverður heiður að fjallað sé um sýningar í tímaritinu. Verkin á sýningu Hallgríms sýndu öll íslenska rithöfunda og flest Halldór Laxness og Guðrúnu frá Lundi. Vakti sýningin tals- verða athygli og seldust flest verkin strax. Coupland nálgast verkin frá sjónarhóli gests sem undrast bókmenntaáhuga lands- manna en jafnframt smæð sam- félagsins – mögulega sé þetta ójarðneskasti staður jarðar og tungumál heimamanna hljómi eins og þeir búi það jafn óðum til, skrifar hann. Sjónum er einkum beint að verkinu sem sýningin er nefnd eft- ir, af Halldóri Laxness með Nóbelsverðlaunin umkringdum ís- lenskum höfundum sem einnig dreymdi um að hreppa þau. Hrif- inn rýnirinn segir verkið fjalla um sígilt viðfangsefni, stóra fiskinn í litlu tjörninni, það fangi tilfinn- ingalegu spennuna þar sem stór fjölskylda sameinist við mat- arborð, en um leið sé það portrett- mynd af íslenskri þjóð. Höfundar Með umfjölluninni er birt mynd af þessu verki Hallgríms, Ís- lensk bókmenntasaga, IV bindi. Portrettmynd lista- mannsins af þjóðinni  Fjallað um verk Hallgríms í ArtForum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.