Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2014 ✝ Dagný ÖspRunólfsdóttir fæddist á Selfossi 20. janúar 1992. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans Fossvogi 30. desember 2013. Dagný Ösp var dóttir hjónanna Guðrúnar Hönnu Guðmundsdóttur bókhaldsfulltrúa, f. 1960, og Runólfs Þórs Jóns- sonar smiðs, f. 1958. Móð- uramma Dagnýjar er Val- gerður Magnúsdóttir símavörður, f. 1941, og móð- urafi er Guðmundur Kristinn 1980. Kristinn Hólm Runólfsson smiður, f. 1983, maki Berglind Kvaran Ævarsdóttir þjónustu- fulltrúi, f. 1979. Thelma Rún Runólfsdóttir umönnunarstarfs- maður, f. 1989, maki Þráinn Ómar Jónsson mjólkurfræð- ingur, f. 1982. Dagný Ösp var nemi við lyfjafræðideild Háskóla Íslands þegar hún lést. Hún lauk stúd- entsprófi af náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Laug- arvatni vorið 2012. Með námi vann Dagný ýmis störf, meðal annars hjá Heilsustofnun NLFÍ, Hverabakaríi, N1 og Hótel Örk. Þar að auki þjálfaði hún ung- menni í körfubolta. Alla tíð lagði Dagný mikla áherslu á gildi fjölskyldu og vina og var metnaðarfull í leik og starfi. Útför Dagnýjar Aspar fer fram í Hveragerðiskirkju í dag, 10. janúar 2014, og hefst at- höfnin kl. 14. Jónsson smiður, f. 1937. Föðuramma Dagnýjar er Una Runólfsdóttir hús- móðir, f. 1928, og föðurafar eru Jón Friðrik Frið- riksson, f. 1929, d. 1959, og Kristján Hólm Jónsson sér- leyfishafi, f. 1922. Systkini Dagnýjar eru Hrefna Lind Heimisdóttir ritstjóri, f. 1975, maki Friðjón Þórðarson fjár- festir, f. 1977. Una Ósk Run- ólfsdóttir umönnunarstarfs- maður, f. 1978, maki Haukur Benedikt Runólfsson rafvirki, f. Elsku hjartans Dagný okkar. Ég get varla lifað lengur minn söknuður sár svo er því sérhver hjartans strengur tengd‘ okkur saman hér. Þú ert eilífur happafengur og ávallt þá vissu ég ber er andinn yfir mig gengur þá bíðir þú eftir mér. (RÞJ) Frá fyrsta degi bræddir þú alla í kringum þig með fallega brosinu og einlæga augnaráðinu. Þú vildir allt fyrir alla gera og elskaðir að hafa vini og fjölskyldu í kringum þig. Mikið eigum við öll eftir að sakna þess að heyra ekki smitandi hlátur þinn og litlu „yndin“, eins og þú kallaðir systkinabörnin þín, eiga eftir að sakna þess að hitta ekki Dagnýju sína. Við upplifðum ótrúlegt krafta- verk þegar þú komst heil út úr al- varlegum veikindum sex ára göm- ul og töluðum alltaf um að þín biði mikilvægt verkefni sem við ef- umst ekki um að þú ljúkir á öðrum stað. Þú varst að hefja nýjan kafla á lífsleiðinni, nýbyrjuð í háskóla og varst að flytja inn í þína fyrstu íbúð og sagðir oft við mig „mikið verður kósý hjá okkur, mamma mín, þegar þú verður veðurteppt í Reykjavík og gistir hjá mér“. Allt sem þú hefur tekið þér fyrir hend- ur ber vott um þinn innri mann sem var svo bjartur og tær að það snerti alla sem áttu samleið með þér. Við getum ekki með orðum lýst hversu stolt við erum af þér – þú varst og verður ávallt einstök. Elsku, hjartans engilinn okkar, við vitum að þú tekur á móti okkur með bros á vör á nýja heimilinu þegar að því kemur. Sú vissa gerir okkur kleift að halda áfram og mikið verður kósý þegar við kom- um og gistum hjá þér. Mamma og pabbi. Mín undurfagra systir hefur kvatt okkur öll langt fyrir aldur fram. Ó, elsku Dagný Ösp, hve sárt það er að missa þig, hvað lífið get- ur verið ósanngjarnt. Mér finnst ég hafa misst af svo miklu, að hafa ekki fengið að kynnast þér nánar og að samverustundir okkar hafi ekki verið fleiri. En þeim góðu minningum sem ég á mun ég ávallt hlúa vel að í hjarta mínu. Þú varst yndisleg í alla staði og börn- um mínum góð frænka. Við áttum það sameiginlegt, elsku systir, að vera miður hár- prúðar til þriggja ára aldurs (og var mikið hlegið að því seinna meir) en loks birtust ljósu engla- lokkarnir þínir liðaðir og fínir. Einnig man ég þegar þú varst lítil, þá varstu oft klædd í fallega prinsessukjóla enda sönn prins- essa, en þó pínu prakkari líka. Fallegasti eiginleiki þinn var einlægnin og væntumþykjan sem þú umvafðir alla sem voru þér kærir. Fjölskyldan var þér allt. Þú varst fögur að innan sem utan með gullhjarta, vildir allt fyrir alla gera, lýstir upp öll herbergi af hlátri, gleði, ástúð og galsa. Það var mér huggun í þessum mikla harmi, þegar bekkjarsystk- ini þín frá Laugarvatni komu sam- an og rifjuðu upp sögur af þér, hve mikið gott og fallegt þau höfðu um þig að segja hlýjaði mér um hjartarætur. Þú varst vinmörg og af mörgum dáð. Við sem eftir sitj- um og syrgjum þig getum mikið af þér lært. Þessi missir mun kenna mér að meta þann tíma sem okkur er gefinn hér á jörðu og þær stundir sem ég á með mínum nán- ustu. Elska þig alltaf. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) (Höf. ókunnur.) Þín systir, Una Ósk. Elsku Dagný mín, hjartahreina gullið mitt. Þú áttir þér svo sann- arlega engan þinn líka, geislaðir alltaf af þvílíkri hamingju og góð- semd. Aldrei man ég eftir þér öðruvísi en glaðri þrátt fyrir þrá- látt ólán sem virtist oft elta þig á röndum. Alltaf brostir þú og slóst á létta strengi, svo einstakt var lífsviðhorf þitt. Þó að erfitt sé að hugsa sér framhaldið núna mun ég ávallt minnast þín með bros á vör því ef það er eitthvað sem lýsir þér, elskan mín, þá er það bros. Minning þín mun alltaf lifa, þú ert og verður alltaf í hjarta mínu. Þinn bróðir, Kristinn Hólm (Diddi). Ég gleymi aldrei því augnabliki er ég leit Dagnýju Ösp augum í fyrsta sinn. Stórum björtum aug- um horfði hún leitandi, opinmynnt og einlæg á mig. Fljótlega fékk ég að passa hana og eru mér sérstak- lega hugleikin þau skipti þegar ég var að svæfa engilinn. Þá hélt ég henni í fangi mér með pelann að vopni. Dagný horfði undantekn- ingarlaust beint í augu mín þar til svefninn loks sigraði. Ég var þá sextán ára, hún tíu mánaða en þarna áttaði ég mig fyrst á því að Dagný bjó yfir einhverju sem ég hafði ekki. Mér þótti þetta fölskvalausa augnaráð einstakt og fallegt og þráði þennan hreinleika sem hún bjó yfir. Í framhaldi snerust þessar stundir upp í nokk- urskonar störukeppni þar sem ég varð harðákveðin í að nema og til- einka mér þennan eftirsótta eig- inleika. Það þarf vart að nefna að ég lét undantekningarlaust í minni pokann. Þennan undur- fagra eiginleika átti litla systir mín og þannig horfði hún á mig sem og aðra lífið á enda. Hún leit aldrei undan heldur horfði hrein og bein djúpt í augu hvers og eins og bliknaði aldrei. Dillandi hlát- urinn, glensið og fróðleiksfýsnin var ávallt handan við hornið og þannig var það á öllum stigum lífs hennar. Litla systir mín kunni að njóta lífsins, var opin fyrir nýjum hugs- unum og hafði einstaklega gott lag á fólki. Hún var ævintýra- gjörn, mikill atorkubolti og ein- stakur gleðigjafi. Aldrei minnist ég lognmollu í kringum Dagnýju og alls staðar var eftir henni tekið. Með óbeisl- aðri útgeislun og einlægu brosi var hún með eindæmum fljót að finna sér stað í hjörtum okkar og að eignast góða vini – enda átti hún þá ófáa. Hún var næm á um- hverfi sitt og gerði kröfu til þess að fólk bæri virðingu og kæmi vel fram hvað við annað. Aldrei tók hún málstað með eða á móti þegar upp komu ágreiningsmál hvort sem var innan fjölskyldunnar eða í vinahópi og hugsaði ávallt í lausnum. Hún talaði máli þeirra sem minna máttu sín og kom á sáttum. Mannsævina er hægt að mæla á margan hátt. Sumir staldra stutt við en afreka meira en þeir sem eiga sér lengri ævi. Dagný Ösp var ein af þeim. Þó að hún hafi staldrað allt of stutt við hér reisti hún sér mætan minnisvarða með því að festa rætur í huga okk- ar sem vorum svo lánsöm að kynnast hreinlyndi hennar, alúð, kímni og krafti. Ég hafði sérstakt dálæti á að eiga rökræður og spjall við Dag- nýju og mikið á ég eftir að sakna þess að deila með henni lífssýn. Sýn hennar og nálgun lausna var ekki alltaf hefðbundin, en ávallt skemmtileg og til þess fallin að vekja aðdáun og forvitni. Forvitn- in leiddi hana svo oft til nýrra og skemmtilegra ævintýra. Ævin- týra sem ekki var alltaf ljóst hvert stefndu. Í enn eitt skiptið hefur hún haldið á vit þeirra en í þetta sinn get ég ekki fylgt henni eftir – í bili. Ég er þess þó fullviss að með fölskvalausu brosi, dillandi hlátri og björtum augum eigi hún opn- um örmum eftir að taka á móti mér. Þangað til geymi ég með mér minninguna um litla engilinn sem bjó yfir þessum einstaka og und- urfagra eiginleika sem ég mun um ókomna tíð reyna að tileinka mér. Þín systir, Hrefna Lind. Þegar við kveðjum Dagnýju okkar fyllist hugurinn þakklæti fyrir yndislega stúlku sem auðg- aði líf okkar með lífsgleði sinni og lífsviðhorfum. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, Dagný Ösp Runólfsdóttir HINSTA KVEÐJA Ó, sofðu, blessað barnið frítt, þú blundar vært og rótt. Þig vængir engla vefja blítt og vindar anda hljótt. Af hjarta syngja hjarðmenn þér til heiðurs vögguljóð sem tér: Sofðu rótt, sofðu rótt, vært og rótt, sofðu rótt. (Þýð. Þorgils Hlynur Þorbergsson) Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku Dagný Ösp okkar. Hvíl í friði. Amma Una og afi Kristján. ✝ Guðrún Matt-hildur Val- hjálmsdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. nóvember 1924. Hún lést á bráða- móttöku Landspít- alans í Fossvogi 2. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Matthildur Kristín Guðbjarts- dóttir og Val- hjálmur Guðmann Pétursson. Bræður Guðrúnar sammæðra voru Guðjón Kristinn og Krist- mann. Þeir eru báðir látnir. Eft- irlifandi systkini Guðrúnar Matthildar, samfeðra, eru Ás- geir og Ásta. Guðrún Matthildur giftist ár- 2007. Baltasar Örn, f. 2012. 2. Erla Sigríður líftækninemi, f. 1984, maki Jón Oddur Jónsson. 3. Vigdís Rún menntaskólanemi, f. 1996. Sonur Arnar er Lúðvík Emil stýrimaður, f. 1975, maki Eygló Sigurðardóttir. Þau Guðrún Matthildur og Gunnar Pálmi bjuggu í mörg ár á Ólafsfirði. Guðrún rak þar um tíma verslun og starfaði einnig við saumaskap. Gunnar Pálmi stundaði sjómennsku og útgerð ásamt bróður sínum Sigurbirni. Árið 1966 fluttu þau Guðrún og Gunnar til Reykjavíkur og bjuggu á Brávallagötu 18. Guð- rún var húsmóðir en stundaði einnig vinnu utan heimilis, lengst af við Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund í Reykjavík. Síð- ustu árin bjó Guðrún á Lind- argötu 57 en frá því í lok júní á síðasta ári var hún búsett á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Guðrúnar Matthildar fer fram frá Seljakirkju í dag, 10. janúar 2014, kl. 13. ið 1948 Gunnari Pálma Björnssyni, f. 23. janúar 1924, d. 18. júlí 1983. For- eldrar Gunnars Pálma voru Þor- björg Björnsdóttir og Björn Pálmi Sig- urðsson. Dóttir Guðrúnar og Gunn- ars er Matthildur Þorbjörg sálfræð- ingur, fædd 1959, maki Örn Sigurður Einarsson tölvunarfræðingur, f. 1953. Börn þeirra eru: 1. Guðrún Matthildur leikskólakennari, f. 1980, maki Snorri Ólafur Snorrason, f. 1980. Börn: Sóley Kristín, f. 2004, d. 2004. Gunnar Pálmi, f. 2005. Arndís Ólafía, f. Elskuleg móðir mín, Guðrún Matthildur, lést hinn 2. janúar sl. Við andlát hennar koma upp í hugann margar minningar um yndislega og hæfileikaríka móður sem lét sér alltaf mjög annt um fjölskyldu sína. Móðir mín var glæsileg kona, gjafmild, glaðlynd, létt á fæti og sat aldrei auðum höndum. Hún var listræn og ein- staklega flink í höndunum. Hún og faðir minn voru mjög samrýnd og voru umhyggjusamir foreldr- ar. Það var mikið áfall þegar faðir minn féll frá langt um aldur fram en ég hef trú á því að hann taki vel á móti mömmu á nýjum stað. Síð- ustu ár var heilsa móður minnar ekki eins góð og áður og hún bjó síðustu sex mánuðina á Hrafnistu í Reykjavík. Hún var þakklát fyr- ir góða umönnun á Hrafnistu, þrátt fyrir að sú breyting að flytja á hjúkrunarheimili hafi verið henni erfið. Móðir mín hafði fram á síðasta dag gott minni, hún las blöðin daglega og fylgdist með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Hún var líka dugleg að hringja í fjölskyldu sína og var umhugað um að allir hefðu það sem best. Það verður tómlegt að fá ekki lengur símhringingar frá henni og erfitt að sætta sig við að hún sé ekki lengur hjá okkur. Þrátt fyrir háan aldur átti ég ekki von á því að hún myndi kveðja okkur svona fljótt. Ég er þakklát fyrir þær yndislegu stundir sem fjölskyldan átti með henni núna um jól og ára- mót en þegar hún var síðast hjá okkur í heimsókn, núna á gaml- árskvöld, var hún sérlega hress og naut kvöldsins vel. Við kveðjum elskulega móður mína og tengdamóður í dag með miklum söknuði og þökkum henni fyrir allt. Matthildur og Örn. Amma mín, Guðrún Matthild- ur Valhjálmsdóttir, lést 2. janúar síðastliðinn. Í dag kveð ég hana með miklum söknuði. Ég er þakk- lát fyrir allar þær yndislegu sam- verustundir sem við áttum og fyr- ir allar þær góðu minningar sem ylja hjarta mitt á þessum erfiðu tímum. Það er svo skrítið að hún skuli ekki vera hérna lengur, brosmild og með hlýjan faðm, sér- staklega í ljósi þess hversu hress hún var aðeins tveimur dögum áð- ur. Minningar frá gamlárskvöldi á ég þó í hjarta mínu, hvernig hún lék sér við langömmubörnin, hló og spjallaði og var upp á sitt besta. Ég er líka svo þakklát fyrir hversu vel við kvöddumst þetta kvöld en það var eins og við var að búast því amma kvaddi alltaf svo vel og innilega. Ég á líka margar minningar frá því ég var lítil. Amma var svo létt á fæti og alltaf til í leik og sprell. Hún var mikið fyrir að ferðast og vildi alltaf hafa eitt- hvað fyrir stafni, sem hentaði mér einstaklega vel. Þolinmæði átti hún mikið af því það vita þeir sem þekkja mig að ég var fjörugt og orkumikið barn. Amma var nú ekki mikið að kippa sér upp við það að það fylgdu mér mikil læti og hamagangur eða þegar ég glamraði á orgelið í stofunni ná- grönnum hennar til mikils ama. Já, elsku amma mín, það er svo margs að minnast. Hún var alltaf svo falleg og vel tilhöfð, allt fram á síðasta dag. Áður en við héldum á vit ævintýranna setti hún alltaf á sig varalit, slæðu og ilmvatn og bauð alltaf með sér. Svo héldum við af stað í okkar fínasta pússi. Oft var erindið að kaupa eitthvað fallegt handa mér og systrum mínum því amma elskaði fátt meira en að gefa gjafir og gleðja þá sem henni þótti vænt um. Amma var líka mikill listamaður. Hún lærði skrautskrift, glerlist, myndlist og postulínsmálun og það eru ófáir hlutir sem hún hefur búið til sem eru okkur ómetanleg- ir minjagripir. Ég man líka eftir hversu gaman var að fara í mat- arboð til hennar ömmu. Hún var listakokkur og töfraði fram dýr- indismáltíðir og man ég þá sér- staklega eftir eftirréttunum sem við systurnar máttum fá okkur ríkulega af. Svo átti amma alltaf mola í skál sem litlir fingur fengu að lauma sér í. Nú er amma komin til hans afa og þau eru saman á ný, sameinuð eftir 30 ára aðskilnað. Ég veit að söknuðurinn var mikill og það er huggun harmi gegn að vita af þeim saman tveimur með hana Sóleyju Kristínu sér við hlið. Elskulega amma mín, ég kveð þig í hinsta sinn, þúsund kossar. Guðrún Matthildur. Til ömmu. Það er erfitt að hugsa til þess að hún kæra amma mín sé farin frá okkur. Hún var alltaf svo hlý og góð og margar dýrmætar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Það var alltaf mikil tilhlökkun að koma til ömmu á Brávallagötu. Hún átti alltaf eitthvað gott sem hún bauð upp á og þar var hægt að hafa nóg fyrir stafni, það var svo margt ævintýralegt að sjá og gera, bækur og spil frá því að mamma var lítil og svo gamla org- elið. Amma virtist hafa óendan- lega þolinmæði þegar maður glamraði á orgelið og áttum við ófáar stundir fyrir framan það, þar sem við sátum saman, spiluð- um og sungum. Við amma áttum margar góðar stundir saman sem hlýja mér um hjartarætur á þessum erfiða tíma. Elsku amma, nú kveðjum við þig, ég er þakklát fyrir að hafa haft þig hjá okkur og eigum við eftir að sakna þín mikið. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Erla og Jón Oddur. Elsku amma mín, það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá mér. Þú varst alltaf svo glöð og alltaf svo góð við alla. Ég á ótal margar góðar minningar um þig. Þú varst svo dugleg að spila við mig og það var svo gaman að koma í heimsókn til þín. Þú bauðst alltaf upp á gott í munn- inn, brjóstsykur eða súkku- laðimola. Ég sakna þín, elsku amma mín, og geymi allar góðu minningarnar um þig í hjarta mínu. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Vigdís Rún. Þeim fækkar stöðugt sem settu svip sinn á bernskuumhverfi okk- ar. Það er gangur lífsins og nú hefur hún Guðrún okkar kvatt þessa jarðvist. Hugurinn hverfur aftur til þess tíma er afi Björn og amma Þor- björg bjuggu í Miðhúsum í Ólafs- firði. Þar hittist stórfjölskyldan og þær minningar eru dýrmætar. Við, elstu barnabörn afa og ömmu, munum vel þegar Gunnar föðurbróðir okkar kom heim til Ólafsfjarðar með konuna sína, hana Guðrúnu. Hún var glæsileg Reykjavíkurmær, afskaplega flott í tauinu, þótti okkur, og mikil indælismanneskja. Guðrún og Gunnar byrjuðu bú- skap sinn á Brimnesveginum en eignuðust síðar fallegt tvílyft hús við Aðalgötuna. Okkur systkinun- um þótti þetta hús alltaf svolítið ævintýralegt. Sunnanundir hús- inu var fallegur garður með há- vöxnum trjám og þreifst gróður- inn vel þrátt fyrir norðangarrann. Gunnar frændi átti hlut í út- gerð og stundaði sjóinn en Guð- rún var saumakona að atvinnu. Hún var ekki aðeins skapandi og flink í sínu fagi heldur hafði hún einnig gott auga fyrir því hvað klæddi konur best. Guðrún rak vefnaðarvöruverslun, Verslunina Lín, í nokkur ár ásamt Rögnu Guðrún Matthildur Valhjálmsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.