Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2014 lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Minningarnar geymum við í hjörtum okkar þar til við hittumst á ný. Vertu Guði falin, ljúfan okk- ar. Amma Valgerður og afi Guðmundur. Elsku Dagný. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur, alltof, alltof snemma. Að hugsa til þess að þú komir aldrei til okkar í mat, að við fáum okkur aldrei aftur sushi saman, að þú eigir aldrei eftir að kíkja til okkar bara til að segja: „hæ“, að við eigum aldrei eftir að fara sam- an í Crossfit eða spjalla um hvað „wodið í dag er geggjað!“ Og að þú eigir aldrei eftir að knúsa frænkur þínar, sem elskuðu þig eins og allir sem voru svo heppnir að fá að kynnast þér. Alltaf þegar við fjölskyldan plönuðum ein- hverja góða stund gerðum við ráð fyrir að þú tækir þátt í henni með okkur, það var svo gaman að hafa þig með. Þið Thelma Rún voruð ekki bara systur, heldur líka ein- stakar vinkonur og þitt skarð verður ekki fyllt. Ég er endalaust þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að hafa þig í mínu lífi, því jákvæðari, lífsglað- ari og góðhjartaðri manneskja er vandfundin. Brosið þitt, hláturinn og ótrúlegt æðruleysi lýsti allt upp hvar sem þú komst og það var ekki hægt að vera í vondu skapi þegar þú varst nálægt. Sorgin og söknuðurinn er mik- ill, en allar góðu minningarnar um þig og allar myndirnar af þér skælbrosandi munu ylja okkur að eilífu og frænkur þínar Thelma Nótt, Rakel Dalía og Hekla Mar- en eiga eftir að fá að heyra af þér margar sögur og vita hversu ynd- isleg þú varst. Ég sakna þín svo mikið Dagný og ég á aldrei eftir að gleyma þér. Þinn „mágsi“ og vinur, Þráinn Ómar Jónsson. Elsku Dagný mín, þetta eru erfiðir tímar sem fjölskyldan er að ganga í gegnum. Þetta er eitthvað svo óraunverulegt milli þess sem veruleikinn hellist yfir mann. Það er sárt að hugsa til þess að við eig- um aldrei eftir að sjá þig aftur, þessi stóru björtu augu, fallega bros og heyra þennan smitandi hlátur. Það er búið að vera heiður að fá að fylgjast með þér þessi tæplega níu ár sem ég og bróðir þinn erum búin að vera saman, sjá þig vaxa úr litlu unglingstrippi yfir í stór- glæsilega unga konu. Þú varst alltaf svo góð við krakkana okkar, alltaf tilbúin að skutlast með þau á æfingar, sækja í leikskólann, fara með á körfuboltaleiki eða hjálpa til á allan þann hátt sem þú gast. Takk fyrir allar skemmtilegu minningarnar sem við eigum um þig, þín verður svo sárt saknað. Þrátt fyrir þá miklu sorg sem hef- ur ríkt innan fjölskyldunnar og í þessu litla samfélagi sem við bú- um í þá er dásamlegt að sjá hvað þú hefur snert mörg hjörtu á þessu rúmlega tuttugu og eina ári sem þú lifðir. Ég vona að fjöl- skyldan, vinir þínir og allir þeir sem fengu að kynnast þér finni styrk á þessum gríðarlega erfiðu tímum. Minning þín verður ljós í lífi okkar. Berglind mágkona. Af öllum þeim sterku og góðu lýsingarorðum sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um Dag- nýju þá er sérkennilegt að orðin sniðug og klók séu þar fremst. En þegar ég lít til baka og hugsa um samband okkar sannfærist ég enn frekar um að þau séu best til þess fallin að lýsa Dagnýju. Það var ólýsanlegt þegar ég kynntist móðurfjölskyldu eigin- konu minnar fyrst, því samheldn- ari fjölskyldu hafði ég og hef aldr- ei eftirleiðis kynnst. Í öllum þeim ófáu Hvergerðingaboðum sem ég fór í þegar ég var að kynnast hennar samheldnu fjölskyldu var ávallt gott að vita til að 24 ára gamli nýi fjölskyldumeðlimurinn var búinn að eignast fyrsta leik- félagann í á annan áratug, hana Dagnýju, þá níu ára gamla. Á milli þess sem ég lagði mig hvað mest fram við að ganga í augun á Hver- gerðingunum var alltaf hægt að treysta á Dagnýju í einhvern al- mennan fíflaskap til að brjóta ís- inn. Hvort sem um var að ræða grín, kitl, leikfimikeppnir eða gamnislag þá mætti maður henni alltaf brosandi út að eyrum svo miklu meira en til í slaginn. Svo sniðug var hún að vera alltaf ein- hvern veginn akkúrat það sem á þurfti að halda á hverjum tíma- punkti. Með árunum æstust leikar enn frekar og þá reyndi enn meir á klókindi Dagnýjar þar sem fimmtán ár skildu okkur að. Í öll- um tilvikum stóð ég frammi fyrir skælbrosandi, þreyttri og sveittri fimmtán árum yngri stelpu sem ávallt átti síðasta orðið: „HAHA! Náði þér þarna.“ Takk fyrir að taka mér opnum örmum og allar okkar frábæru samverustundir og síðast en ekki síst að vera alltaf akkúrat það sem ég þurfti á að halda – að vera ávallt þú. Friðjón Þórðarson. Við vorum hluti af þeim stóra hóp sem var svo heppinn að hafa fengið að kynnast þessari ljúfu, brosmildu og lífsglöðu stelpu sem var tekin frá okkur allt of snemma. Leiðir okkar lágu saman í Menntaskólanum að Laugar- vatni og voru stundir okkar þar margar, skemmtilegar og oft á tíðum mjög skrautlegar. Margar af bestu minningunum þaðan voru stundir sem við áttum með henni. Á þeim árum sem við dvöldum saman á Laugarvatni mynduðum við sterk vináttubönd sem héldust þó svo að þau verkefni sem við tókum okkur fyrir hendur eftir út- skrift væru ólík. Dagný var alltaf brosandi og hvert sem hún kom smitaði hún alla með hlátrinum sínum og fal- lega brosinu. Það var ekki annað hægt en að líða vel í návist hennar því svo mikil var lífsgleðin sem fylgdi henni. Hún vildi öllum vel og var alltaf tilbúin til þess að hjálpa þeim sem þurftu. Alltaf var hægt að leita til hennar með hin ýmsu vandamál, sama hversu stór eða smá þau voru, hún var alltaf til staðar. Hún gerði það sem gladdi hana og var umvafin fólki sem henni þótti vænt um. Við munum sakna Dagnýjar mikið en vitum að hún mun alltaf fylgjast með okkur, vaka yfir okk- ur og hlæja að hrakförum okkar. Við erum þakklátar fyrir þær stundir sem við fengum að njóta með þessari einstöku stelpu sem skilur eftir sig stóran hóp af ætt- ingjum og vinum sem elska hana og mun minning hennar lifa í hjörtum okkar um ókomna fram- tíð. Við vottum fjölskyldu hennar og ástvinum okkar dýpstu samúð. Dalla, Sigrún og Jóhanna. Ég tel að hverjum og einum sé skipaður ferðafélagi í gegnum líf- ið. Einhver sem hjálpar manni í gegnum erfiðleika, gleðst með manni á góðum tímum og hlær að manni þegar maður dettur, auð- vitað eftir að hafa hjálpað manni aftur á fætur. Þú varst minn ferðafélagi. Við vorum óaðskiljan- legar. Ég gæti skrifað heila bók um minningarnar mínar um þig. Flestar innihalda þær hlátur. Við hlupum bara yfir götuna á náttföt- unum og þar fundum við ham- ingju hvor hjáannarri. Við fórum í gegnum allt saman. Við unnum saman, við fórum í skóla saman og við hlógum saman. Það skipti ekki máli hvar við vorum og í hvaða að- stæðum, við gátum alltaf fundið það jákvæða við það. Ég minnist þess þegar við vorum nýbyrjaðar í háskólanum og vorum í einum af okkar fyrstu fyrirlestrum í hátíð- arsal í Háskólabíói. Það voru ekki liðnar tíu mínútur áður en þú þurftir að hlaupa út í hláturskasti og ég rétt á eftir. Rétt eins og í öll- um dæmatímunum en í þeim var ekki séns fyrir okkur að halda aft- ur af okkur. Miðvikudagsgalsinn eins og við kölluðum hann, mætti á svæðið og við höfðum ekki ein- beitingu út af hlátri í tvo klukku- tíma. Það var alltaf gleði í kringum þig og ég veit að þannig verður það alltaf. Í rauninni varstu far- arstjórinn minn í gegnum lífið því að þegar ég var að gefast upp á einhverju þá léstu mig halda áfram, það var ekki í myndinni að hætta og gefast upp. Þegar við vorum að læra fyrir lokaprófin í desember þá vorum við búnar að vera allan daginn að læra. Vorum einar með húsið og einbeitingin var kannski ekki alveg ennþá til staðar. Í einhvern tíma höfðum við ekki verið búnar að gera neitt og svo sérð þú að foreldrar þínir eru komnir heim. Þá segirðu: „Edda fljót. Þykjumst vera að gera eitthvað.“ Ég, í flýti, opna glósur og þú byrjar að reikna. Við redduðum okkur fyrir horn enda höfðu allir tröllatrú á okkur, bún- ar að læra saman eins og brjál- æðingar en raunin var að helm- ingur tímans fór í spjall og hlátur. Niðurstaðan var sú að við féllum báðar á þessum tveim lokapróf- um. Þegar svona gerist þá skilur maður að allt annað skiptir svo litlu máli miðað við að eiga æð- islega vini og frábæra fjölskyldu. Að falla á prófi skiptir engu máli, maður fær annað tækifæri og að gera mistök, maður lagar þau en þig fæ ég ekki til baka. Við sem ætluðum að vera saman að skapa óróa á elliheimilinu og gera grín að sjálfum okkur í ellinni. En lífið er svo sannarlega ósanngjarnt. Ég veit að þú varst send til mín þegar þú bankaðir uppá þann 11. september 2004 til að leiða mig í gegnum ferðalag lífsins. Þrátt fyr- ir að þú sért farin, trúi ég því að þú verðir alltaf við hliðina á mér til að leiða mig í gegnum lífsins dýrð- ardóm. Þú skrifaðir á jólapakkann minn að við yrðum saman vinkon- urnar að minnsta kosti næstu 70 árin og ég veit að þú munt standa við það. Þú ert og verður alltaf í hjarta mínu því að þú varst löngu búin að sigra það, elsku besta vin- kona. Guð gat bara ekki beðið lengur eftir að fá þig. Núna er gleði á himnum. Þín uppáhaldsvinkona, Edda Sigrún. Hún yndislega Dagný er dáin. Dagný var svo mikill gleðigjafi. Dagný var stelpa sem allir vildu eiga, svo skemmtileg, jákvæð og lífsglöð. Hennar skarð verður ekki fyllt. Mér fannst mikill heið- ur að fá að útbúa meðlæti í út- skriftarveisluna hennar vorið 2012. Hún elskaði góðan mat – svona fullorðins. Dagnýju fannst mikið til saumaklúbbsins hennar mömmu sinnar koma. Það er oft hlegið dátt í klúbbunum og mikið talað. Dagný sagðist sko ætla að eignast svona skemmtilegan saumaklúbb. Ég hitti Dagnýju rétt fyrir jól og hún var svo sæl, búin að fá íbúð á Stúdentagörðum og viss kafla- skil í lífi ungrar konu. En skjótt skipast veður í lofti og eftir sitjum við og spyrjum „af hverju?“ Elsku vinum mínum, Guðrúnu Hönnu, Runna, börnum þeirra og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Klara. „Hæ, ég heiti Dagný. Er Edda Sigrún heima?“ Þetta voru fyrstu kynni okkar af Dagnýju Ösp þeg- ar hún bankaði hjá okkur hinn 11. september 2004, daginn sem við fluttum í Bjarkarheiðina. Það gladdi okkur að stelpa á svipuðum aldri og dóttir okkar skyldi búa við sömu götu. Þetta var upphafið að sannri og fallegri vináttu þeirra Dagnýjar Aspar og Eddu Sigrún- ar. Þær urðu mjög samrýndar og voru eins og bestu systur. Þær léku sér saman, djömmuðu, hlupu hvor til annarrar á náttfötunum, hlógu endalaust saman, tóku þátt í gleði og sorg hvor annarrar og í haust fóru þær saman í háskól- ann. Fyrir prófin lærðu þær sam- an og leikur grunur á að sá tími hafi verið notaður í eitthvað allt annað en lærdóm. Það er með mikilli sorg í hjarta að í dag kveðjum við Dagnýju Ösp hinstu kveðju. Glæsileiki hennar, lífsgleði og bjartsýni er okkur of- arlega í huga. Dagný var falleg ung kona, alltaf með bros á vör og átti framtíðina fyrir sér. Hún var yndisleg manneskja og hafði góða nærveru. Við söknum hennar og þess að heyra ekki smitandi hlát- urinn og þær vinkonur í hláturs- kasti yfir einhverju fyndnu eða jafnvel ekki fyndnu. Við söknum þess að hafa ekki getað faðmað hana á nýársnótt eins og alltaf og við söknum þess að finna ekki hár- spennur á borðum og bekkjum eftir heimsókn hennar. En okkur er líka í huga þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynn- ast svo góðri manneskju. Okkur fannst við eiga svolítið í henni. Við erum sannfærð um að allir þeir sem fengu tækifæri til að kynnast Dagnýju geta verið sammála um að heimurinn er fátækari án henn- ar. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Dagnýjar. Elsku Guðrún Hanna, Runólfur og fjölskylda. Megi góð- ur Guð veita ykkur styrk í sorg- inni. Minningin um Dagnýju Ösp lifir. Aðalheiður og Guðmundur Þór (Alla og Gummi). Elsku Dagný mín. Það er engin leið að útskýra það með orðum hversu erfitt það er að þurfa að kveðja þig. Þú varst tekin frá okk- ur alltof ung, en eins og máltækið segir, þá deyja þeir ungir sem guðirnir elska. Ég var þó svo heppin að hafa kynnst þér snemma og á því margar skemmtilegar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Þegar þú komst á fyrstu fimleikaæf- inguna á Selfossi smullum við strax saman og vorum óaðskiljan- legar eftir það. Þú gerðir hverja einustu æfingu skemmtilega og vorum við mestallan tíman hlæj- andi hvor að annarri. Þó að vin- áttan hafi byrjað í fimleikunum, þá hélt hún áfram að styrkjast og verða betri eftir að við hættum að æfa. Annað sem stendur uppúr eru öll sushi-deitin, rúntarnir og körfuboltamótið eftirminnilega. Við vorum sushi-unnendur og það fór ekki framhjá neinum. Í flest þau skipti sem það var kósýkvöld vorum við með sushi, ef við nennt- um ekki á Selfoss, þá bjuggum við það bara til. Þegar ég skráði okk- ur á körfuboltamót hjá FM957 í hálfgerðu gríni varstu frekar ef- ins, en þetta endaði á því að vera eitt af því skemmtilegra sem við höfum gert saman. Við vorum ekki mjög sigurstranglegt lið mið- að við alla körfuboltastrákana sem voru mættir, en allt kom fyrir ekki og lentum við í 2. sæti og komum klárlega hvað mest á óvart. Við höfum gert svo margt sam- an og það sem einkennir allar samverustundir okkar er mikil gleði og hlátur. Við vorum alltaf hlæjandi og með mikinn einka- húmor sem engir aðrir skildu. Hláturinn þinn er einmitt eitt af því sem ég mun aldrei gleyma, en hann var svo smitandi og skemmtilegur að maður gat ekki annað en hlegið með þér. Eitt af því frábæra við þig var að þú hafð- ir alltaf trú á manni og hvattir mann áfram í hverju sem maður tók sér fyrir hendur. Þú náðir allt- af að sannfæra mann um að gera eitthvað sem maður hefði ekki annars þorað að gera. Elsku Dagný mín, takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Ég er ótrúlega þakklát fyrir öll árin sem við höfum verið vinkonur og ég gæti ekki hugsað mér betri vinkonu en þig. Allar minningarn- ar frá þessum tíu árum sem ég hef þekkt þig eru ógleymanlegar og það verðmætasta sem ég á. Þó að ég þurfi að kveðja þig, þá veit ég að þú verður alltaf með mér. Núna ert þú umvafin ljósi og friði og ég veit að þú ert á góðum stað. Alltaf var yndislegt brosið þitt bjarta, bræddi það sérhverja sál sem það sá. Fegurðin þín og þitt fallega hjarta, fullkomnun slíkri mun aldrei neinn ná Nístandi frostið nú nóttu þér færir, núna er veturinn kominn til þín. Vini og fjölskyldu fráfall þitt særir, farin ert þangað sem sól alltaf skín Myndirnar líflegar minningar geyma, minning þín lifir með okkur nú. Ein er sú Ösp sem ég aldrei mun gleyma, Öspin sem aldrei visnar ert þú. (Steinar Sigurjónsson) Guð verndi og styðji fjölskyldu þína og ættingja á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Rakel Guðmundsdóttir Elsku Dagný Ösp, það er svo ólýsanlega sárt að hugsa til þess að maður fái ekki annað faðmlag eða annað bros frá þér, elsku, hjartans frænka okkar. Á svona stundu eru minningarnar og allar fallegu myndirnar af þér dýrmæt- ari en orð fá lýst. Þú varst svo ein- stök á allan hátt, brosið þitt, hlát- urinn, nærveran, lífssýnin og ljóminn. Þú hafðir skoðanir á flestu og stóðst fast á þeim ef þér fannst brotið á rétti einhvers. Þú máttir aldrei vita af neinum sem átti bágt, allir voru jafnir í þínum augum. Minningarnar eru margar en við áttum svo margar góðar stundir með þér þegar þú komst um tíma aðra hverja helgi í Víði- gerði til að leika við Ívar. Hann var þá sex og þú ellefu ára. Þó það væru fimm ár á milli ykkar skipti það engu máli, alltaf lékuð þið ykkur eins og jafnaldrar. Frænd- ræknari manneskju er erfitt að finna, enda fannst þér ekki leið- inlegt að kynna okkur Birki fyrir öðrum, þetta er frændi minn og þetta er frænka mín og þau eru hjón. Þegar þú sást að fólk var ekki alveg að átta sig á þessum flóknu tengslum glottir þú út í annað og skelltir svo upp úr áður en þú útskýrðir betur þessa flækju, að við værum systradætur og að Birkir væri bróðir pabba þíns. Þú sagðist líka alltaf eiga extra mikið í Hafdísi Unu og Jóel Bjarka þar sem þau væru svo mikið skyld þér. Hafdísi Unu leiddist það nú ekki þar sem hún virðist ætla að erfa frændræknina frá þér. Það var svo gott að hitta þig í Svíþjóð í sumar. Þú varst svo glöð og ánægð með ferðina og sást mest eftir því að hafa ekki ákveðið að vera lengur. Þú varst svo spennt þegar ég bað þig að sýna mér það sem þú værir búin að kaupa þér. Þegar þú opnaðir pok- ana byrjaðir þú að tína fram allt sem þú hafðir keypt á stelpurnar hennar Thelmu Rúnar. Það lýsti þér svo vel, að gleðja aðra var þér svo mikilvægt. Þú áttir svo ótrú- lega mikið í öllum frændsystkin- um þínum og varst svo óendan- lega stolt af þeim. Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki að eiga langa töf. Frá drottni allsherjar ómaði kallið yfir hin miklu höf: Hann þurfti bros þín sem birtugjafa bak við dauða og gröf. (Grétar Ó. Fells) Við munum öll sem eitt halda minningu þinni á lofti með skemmtilegum sögum af yndis- legri manneskju. Guð verið með þér, elsku Dagný Ösp okkar. Valgý Arna, Birkir, Ívar, Hafdís Una og Jóel Bjarki. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég kveð elsku frænku mína og vinkonu í hinsta sinn. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari ein- stöku manneskju og hafa notið dásamlegra samverustunda með henni. Dagný hafði góða nærveru og það var gaman að umgangast hana. Dagný var ávallt glöð og brosmild og útgeislun hennar lýsti upp umhverfið, hvert sem hún fór. Hún var afar góðhjörtuð og hafði einstaka hæfileika til að sjá það góða og jákvæða í einstaklingn- um. Fyrir henni voru allir jafnir og áttu skilið virðingu og fallegt viðmót. Dagný var jafnframt mjög hjálpsöm og vildi allt fyrir alla gera. Ef eitthvað bjátaði á, hvort sem var hjá fólki eða dýrum, var hún fljót að rétta fram hjálp- arhönd. Minningar mínar um Dagnýju eru margar og dýrmætar. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við, ásamt Thelmu og Regínu, stofnuðum dýraspítala í kofanum sem systurnar áttu. Það var nefni- lega draumur Dagnýjar sem barn að verða dýralæknir, allt þar til hún uppgötvaði að dýralæknar svæfa stundum dýr. Það gat góð- hjartaða og saklausa sálin ekki hugsað sér að gera. En á dýraspít- alanum var nóg að gera. Daglega gengum við um nágrennið í leit að slösuðum dýrum sem við fluttum á spítalann. Ýmist voru það ormar í tvennu lagi sem þurfti að líma saman, flugur sem þurftu aðstoð við að læra að fljúga eða dauðir fuglar sem þurfti að endurlífga með hnoði og öndun í gegnum rör. Allt var þetta gert af heilum hug og í fullri trú um að bæta heilsu vesalings dýranna. Allar fallegu minningarnar sem ég á um Dag- nýju munu fylgja mér um ókomna tíð og ylja mér um hjartarætur. SJÁ SÍÐU 32 Pálsdóttur. Þar naut fagmennska hennar sín vel. Elsta stúlkan í okkar systkina- hópi minnist með gleði allra kjól- anna sem Guðrún saumaði á hana. Hún kenndi henni líka að spila á gítar og fleira væri hægt að telja. Mikil vinátta var ætíð milli for- eldra okkar og Guðrúnar og Gunnars. Til þeirra var ávallt gott að koma og okkur systkinum eru ofarlega í minni skemmtilegu jólaboðin í fallega húsinu þeirra. Eftir margra ára búsetu í Ólafsfirði fluttu Guðrún og Gunn- ar til Reykjavíkur ásamt Matt- hildi einkadóttur sinni. Áfram hélst þessi góða vinátta milli fjöl- skyldnanna og í heimsóknum á Brávallagötuna mætti okkur ómæld gestrisni og hlýja. Við systkinin áttum þar athvarf um lengri eða skemmri tíma þegar við, eitt af öðru, fórum suður til náms. Gunnar frændi varð bráð- kvaddur aðeins 59 ára gamall og var það mikið áfall fyrir Guðrúnu og Matthildi, og okkur öll. Matt- hildur og Örn, maður hennar, hafa reynst Guðrúnu vel og verið henni stoð og stytta ásamt dætr- unum. Langömmubörnin voru Guðrúnu miklir gleðigjafar. Eftir lát Gunnars bjó Guðrún áfram á Brávallagötunni. Um tíma bjó hún á Lindargötu 56, en hennar síðasta heimili var á dvalarheim- ilinu Hrafnistu. Á kveðjustund er okkur systk- inunum efst í huga þakklæti og væntumþykja. Við sendum Matt- hildi frænku okkar og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð veri minning þeirra heiðurshjóna Guðrúnar Matthild- ar Valhjálmsdóttur og Gunnars Pálma Björnssonar. Kristín Björg, Óskar Þór, Ásta, Gunnar og Sigurlína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.