Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2014 ✝ Aðalbjörg Jóns-dóttir fæddist að Gröf í Þorska- firði 28. október 1926. Hún lést á Landspítalanum 4. janúar 2014. For- eldrar hennar voru Jón Matthíasson, f. 7.5. 1901 á Hvíta- nesi við Ísafjarð- ardjúp, d. 17.3. 1981, og Margrét Gísladóttir, f. 17.6. 1897 á Skála- nesi við Breiðafjörð, d. 12.8. 1937, á Berklahælinu að Vífils- stöðum. Hálfsystir samfeðra er Lilja Sigurrós, f. 9.7. 1948 í Flat- ey á Breiðafirði. Aðalbjörg gift- ist 19.9. 1947 Skúla Ólafssyni, f. 12.6. 1911 í Hafnarfirði, deild- arstjóra hjá Búvörudeild SÍS, d. 18.6. 1980 í London. Skúli átti fyrir dótturina Helgu, f. 31.5. 1943, maki Sigfús Schopka. Börn Skúla og Aðalbjargar eru alls fimm: 1) Rafn Hafsteinn, f. 30.11. 1947, d. 21.9. 2008, sonur Rafns og Laufeyjar Þóru Ein- arsdóttur er Hlynur Loki, f. 1970. Maki Rafns var Hallfríður Ingimundardóttir, þau skildu, synir þeirra eru: Fjölvar Darri, f. 1973, Örvar Þorri, f. 1982, og Skorri Rafn, f. 1985. 2) Stein- urömmu sinni. Þegar Hjörtur bóndi í Gröf féll frá 1943 fluttist fjölskyldan til Flateyjar í Breiðafirði. Aðalbjörg fór síðar í kaupamennsku að Ölvisholti í Flóa og í vist í Reykjavík hjá fleiri aðilum. Hún fór í kvöld- skóla KFUM og í Flensborg- arskólann í Hafnarfirði. Hún hafði áhuga fyrir skriftum og fékk 1946 birta eftir sig í Þjóð- viljanum verðlaunasmásöguna, Einn dagur í lífi alþýðustúlku. Hún sinnti stóru búi og garði, en hóf að vinna úti í hlutastarfi um 1965. Hún dreif hún sig í sjúkra- liðanám og útskrifaðist frá St. Jósefsspítala 31.5. 1971 og vann þar og síðan á Vífilsstaðaspítala frá 1972 til 1974. Á deild A-6 lyf- lækningadeild, á Borgarspít- alanum, starfaði hún í 21 ár, frá 1975 til 1996. Hún ferðaðist til útlanda í gegnum árin. Hún var virk í félagsstarfi og sótti nám- skeið hjá félagsstarfi aldraðra í Gjábakka. Hún tók til við að yrkja með ljóðahópnum Skap- andi skrif í u.þ.b. átta ár. Einnig var hún í silfursmíði og lærði framsögn. Hún var í stjórn eft- irlaunadeildar Sjúkraliðafélags- ins og starfaði með Framsókn- arfélaginu í Garðabæ og Kópavogi. Hún starfaði einnig með Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs. Útför Aðalbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 10. janúar 2014, og hefst athöfn- in kl. 15. unn, f. 11.2. 1951, maki Guðni Er- lendsson, börn þeirra eru Erlend- ur Steinn, f. 1972, Ívar Fróði, f. 1973, og Nína Sif, f. 1981. 3) Jón Hjörtur, f. 8.5. 1952, maki Margrét Óðins- dóttir, börn þeirra eru Ásdís Björk, f. 1973, Elfa Dröfn, f. 1977, og Fannar, f. 1983. 4) Val- gerður Margrét, f. 26.12. 1957, maki Sveinbjörn Halldórsson, dætur Valgerðar og Inga Þórs Reyndal, þau skildu, eru: Hildur Aðalbjörg, f. 1981, og Edda Eir, f. 1987. 5) Sigríður Rut, f. 13.2. 1960. Barnabarnabörn Að- albjargar eru 20 talsins. Skúli og Aðalbjörg bjuggu fyrstu árin á Öldugötu 42, síðan að Rauða- læk 13 og frá árinu 1963 að Stekkjarflöt 20 í Garðabæ. Þeg- ar Skúli lést flutti Aðalbjörg fljótlega í Kópavoginn. Aðal- björg var í sambandi og sambúð í 13 ár með Engilberti Sigurðs- syni, f. 14.4. 1918, d. 7.5. 2010. Aðalbjörg missti móður sína 10 ára gömul. Hún bjó með föð- ur sínum á bænum Gröf og var þar einnig alin upp hjá föð- Elskuleg móðir mín kvaddi þennan heim þegar liðnir voru þrír dagar af hinu nýja ári, 87 ára gömul. Það er alltaf erfitt að verða vitni að því þegar Elli kerling fer að þjaka ástvini og hamla lífsgæðum til muna. Þeg- ar það er orðið nánast óbærilegt er lausn eina leiðin. Ég var svo lánsöm að geta fylgt henni á lokaáfanganum og verið hjá henni á Landspítalanum yfir há- tíðarnar, þar til yfir lauk. Þessi lífsglaða, fallega, góða, göfuga sál, kærleiksríka og já- kvæða kona, sem öllum vildi svo vel, hafði svo góða nærveru og talaði aldrei illa um neina mann- eskju. Ef hún heyrði á einhvern hallað nefndi hún strax til sög- unnar jákvæða eiginleika við- komandi. Hversu oft dáðist ég ekki að henni móður minni hversu vel hún væri af Guði gerð, eðlislæg góðmennska og kurteisi. Aldrei ætlaðist hún til neins því hún vildi að gjörðir fólks væru sjálfsprottnar í henn- ar garð og yfirleitt. Það að kvarta var ekki til hjá henni. Hún vildi hjálpa fólki, var traust eins og klettur, var alltaf til staðar fyrir fólk og hafði til að bera mikið umburðarlyndi og jafnaðargeð. Hún hafði ánægju af því að gefa af sér jafnt af hinu verald- og andlega en það var ekki kaup kaups. Þessi orð kunna að hljóma eins og hjóm en þetta er bara sannleikur. Móðir mín var síður en svo fullkomin, frekar en nokkur er, en þetta voru hennar góðu og miklu kostir. Mamma gat verið svo gam- ansöm og skemmtileg, hún hafði gaman af því að klæða sig upp á og vera fín og glæsileg, enda mesta myndarkona í útliti, orði og verki. Hún var þó ekki nein pjattrófa í þeim skilningi, því hún var mikill dugnaðarforkur, ósérhlífin og var hamhleypa til verka. Dreif sig í að fram- kvæma, ekkert hik, vildi nota tímann og þá var tíminn eld- snemma á morgnana hennar góði tími. Hún var bæjar- og borgar- dama eftir að hún flutti til höf- uðborgarinnar en bjó þó ætíð að því að hafa alist upp í sveitinni í ósnortinni náttúrunni. Það fór ekki á milli mála að ær og kýr og þeirra sálarlíf var henni vel kunnugt og þær henni líkt og gamlir sálufélagar. Mamma hefur verið sérlega áhugasöm og virk í félagsstarfi. Hún bjó þó yfir þeim kosti að geta verið ein með sjálfri sér og sagði oft að sér leiddist aldrei. Mamma var svo stolt af því hversu marga afkomendur hún átti, barnabörnin eru öll hið mesta myndarfólk og þau sem búa hér á landi náðu næstum öll að kveðja hana á spítalanum, sem og barnabarnabörnin, þau eldri. Öllum þótti svo vænt um Aðalbjörgina og hennar verður sárt saknað. Fyrrverandi tengdabörn Aðalbjargar hafa haldið góðu sambandi við hana eftir að leiðir skildi við börn hennar, það segir mikið um hana. Þetta lof um góða eiginleika mömmu var ekki í hennar stíl og ekki í mínum heldur, en ég vil koma þessu á framfæri. Minning hennar lifir í hjarta okkar og hvílík fyrirmynd hún er. Þakka þér fyrir allt á okkar lífsleið og að hafa miðlað af þinni lífsvisku, elsku mamma. Ég vel að trúa því að þú sért komin á góðan stað og þú sért laus und- an þjáningunum og þér líði vel. Blessuð sé minning þín. Mamma var trúuð kona og kenndi okkur í æsku þessa bæn og hún signdi okkur oft. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín dóttir, Sigríður Rut. Til þín, kæra systir. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem er engu öðru líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér! Lilja. Tíminn séður í spegli dægr- anna, síbreytilegra mynda of- inna úr fíngerðu silki sem renn- ur um lófa manns. Séð frá veginum þá sýnist skógurinn ná alveg niður í fjöru. Þar opnast fjörðurinn svo bjartur og tign- arlegur. Sumstaðar synda álftir í lygnunni rétt innan við skerin. Glit birkilaufa í sumargolunni er fjarri barnshuganum. Selirnir vekja meiri áhuga, hún hleypur fram á steinana. Hún veit að rauða húfan sem hún ber muni kalla þá fram. Úr djúpinu reisa þeir smá höfuð sín upp úr öld- unni, einn af öðrum og kinka kolli til hennar. Séð frá veginum er Þorska- fjörður, þar sem Aðalbjörg ólst upp, venjulegur fjörður, en þeg- ar hún skildi við var hann eitt andartak sindrandi blár demant- ur milli birkilaufanna. Vængur dauðans svo sterklegur í ljósa- skiptunum. En ef við föngum ljósið í spegli og beinum því að hálum steinunum, þá er eins og fjaðrir þess horfna lýsi þegar við leggjum spegilinn frá okkur. Bráðum rökkvar. Í lygnunni setur álftin ljúfa höfuð undir væng. Stjörnurnar koma fram ein af annarri. Hjól tímans vek- ur hátíðir og sorg undir teinum sínum. Tunglið horfir þolinmótt á umskipti alls sem lifir. Ég kveð heiðurskonu, hana Aðal- björgu sem mér þótti afar vænt um. Ég trúi því að lampar flytj- ist um set, en logi tendrist af loga. Sveinbjörn Halldórsson. Aðalbjörgu Jónsdóttur kynnt- ist ég strax á upphafsárum mín- um í Freyju, félagi framsókn- arkvenna í Kópavogi. Hún var falleg kona, hæglát í fasi og allt- af vel tilhöfð með dökkt hárið nýlagt. Aðalbjörg lét sig ekki vanta á fundi og samkomur Freyju. Hún mætti í sínu fínasta pússi á jóla- fundi, aðalfundi, kjördæmisþing og flokksþing. Hún var virðuleg og setti skoðanir sínar fram á af- gerandi hátt, þó ekki færi mikið fyrir henni eða hún hefði hátt. Oftar en ekki vildi hún ræða stjórnmálaástandið og allt til hins síðasta fylgdist hún grannt með stjórnmálaþáttum í sjón- varpi og útvarpi. Hún var stolt af Framsóknarflokknum og gengi hans bæði í sveitarstjórn og á landsvísu. Hún var jafnrétt- issinni og taldi miklu skipta að konur störfuðu í stjórnmálum. Aðalbjörg var sjúkraliði að mennt og þegar ég hringdi síð- ast í hana til að spyrja hvort hún kæmi ekki á jólafund Freyju í desember þá sagðist hún vera í vanda. Þær sem höfðu útskrifast með henni sem sjúkraliðar ætl- uðu einnig að koma saman. Hún vissi sem var að félagsstarf gef- ur manni mikið, bæði góðar minningar og góða vini. Aðal- björg var hvarvetna án efa au- fúsugestur eins ljúf og þægileg í samskiptum og hún var. Að leiðarlokum vil ég þakka Aðalbjörgu fyrir góða nærveru og samfylgd í okkar mikilvæga félagsstarfi í Freyju og Fram- sóknarflokknum í Kópavogi. Ég sendi fjölskyldu hennar innileg- ar samúðarkveðjur og veit að minning hennar, þessarar heil- steyptu konu, mun lifa. Una María Óskarsdóttir. Aðalbjörg Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Félagar í Ljóðahópi Gjá- bakka kveðja Aðalbjörgu Jónsdóttur með virðingu og þökk. Hvíl í friði, okkar kæra. Syrgjendum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. Ljóðahóps Gjá- bakka, Sigurbjörg Björgvinsdóttir. ✝ Þórður Árna-son fæddist á Sólmundarhöfða 17. nóvember 1926. Hann lést á Dval- arheimilinu Höfða 28. desember 2013. Foreldrar hans voru Guðrún Þórð- ardóttir, f. á Glammastöðum í Svínadal 2. júní 1889, d. 26. júní 1961, og Árni Sigurðsson, f. á Hurðarbaki í Svínadal 9. júní 1868, d. 21. maí 1951. Þau bjuggu allan sinn búskap á Sól- mundarhöfða í Innri-Akranes- hreppi, þar sem Árni stundaði sjómennsku og almenna verka- mannavinnu á Akranesi. Bræð- ur Þórðar eru Ingibergur, f. 19. október 1913, d. 9.12. 1993, Sig- hreppi, f. 1.2. 1930. Dóttir þeirra er Guðrún Þórðardóttir, f. 15.12. 1962 á Akranesi, gift Ingileifi Jónssyni frá Svínavatni í Grímsnesi. Synir þeirra eru Jón Örn Ingileifsson og Þórður Ingi Ingileifsson. Jón Örn á þrjú börn með sambýliskonu sinni Andreu Ýri Bragadóttur. Þau Ingileif Áka, Þórhildi Sölku og Hrafnhildi Katrínu. Þórður sleit barnsskónum á Sólmundarhöfða, hann fór ung- ur að vinna við fiskbreiðslu á Sólmundarhöfða, síðar var hann vinnumaður tvö sumur á Ytra- Hólmi hjá Pétri Ottesen. Vann síðan í Heimaskaga, bæði í frystihúsinu og við uppskipun. Hjá Akraneskaupstað vann hann í nokkur ár og frá 1971 vann hann á Sjúkahúsi Akraness og þar lauk hann starfsferli sín- um. Útför Þórðar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 10. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 14. ursteinn, f. 29.11. 1915, d. 14.4. 2011, Jóhann Aðalsteinn, f. 30.12. 1919, d. 5.7. 1991, kvæntur Sesselju Karls- dóttur, f. 18.12. 1927. Þau áttu fjög- ur börn. Játmund- ur, f. 20.11. 1928, d. 16.4. 2007. Þeir bræður eru allir fæddir á Sólmund- arhöfða. Með fyrstu konu sinni, Lilju Jónsdóttur, átti Árni son- inn Hrólf , f. í Árnabæ á Akra- nesi 18.12. 1896, d. í Bandaríkj- unum 27.11. 1970. Fyrst bjó hann í Kanada en lengst af bjó hann í Los Angeles. Hinn 2. júní 1963 kvæntist Þórður Sigríði Sigurjónsdóttur frá Miðbýli í Innri-Akranes- Mig langar að minnast ást- kærs föður míns sem lést á fal- legum vetrardegi á fjórða degi jóla. Honum voru jólin alltaf kær og hann var mikið jólabarn, því var ljúft að geta eytt með honum síðustu dögum lífs hans um jól. Því kyrrð og friður jólanna er einstakur. Hann fæddist á Sól- mundarhöfða og þar lauk hann einnig lífsgöngu sinni. Pabbi minn var einstaklega ljúfur maður, skapgóður, heiðar- legur, vinnusamur og samvisku- samur. Honum féll sjaldnast verk úr hendi, ef hann var ekki í vinnu vann hann að endurbótum á hús- inu sínu og eða að fegra umhverfi sitt. Hann og mamma voru sam- hent hjón og unnu flest saman hvort sem það var tiltekt innan- húss eða að fegra umhverfið ut- andyra. Lestur góðra bóka var hans yndi, hann las flest það sem hann komst yfir, á bókum Halldórs Kiljan Laxness hafði hann dá- læti, ljóð las hann nokkuð, þjóð- legan fróðleik og sögu lands og þjóðar. Ættfræðigrúsk stundaði hann einnig og hafði einstaklega gaman af enda nákvæmur og stálminnugur. Hann setti saman nokkrar ættartölur sem hann hafði fyrir okkur í fjölskyldunni, einnig aðstoðaði hann við yfir- lestur þegar Æviskrár Akurnes- inga komu út. Hann var fróður um landið okkar góða, og hafði gaman af að ferðast, bæði fóru hann og mamma í hópferðir á sumrin um langt árabil með hópi fólks af Akranesi og einnig ferð- uðust þau nokkuð á sínum bíl. En örlögin leiddu foreldra mína sam- an í ferðalagi um Vestfirði með þessum góða hópi fólks árið 1961. Það var alltaf gaman að ferðast með pabba því hann vissi mikið um staðhætti í náttúrunni og þjóðlegan fróðleik frá því svæði sem við ferðuðumst um. Hann kynnti sér alltaf vel það svæði sem hann ætlaði að skoða áður en hann fór í ferðalög. Staðhætti á Akranesi og nágrenni þekkti hann mjög vel og sem stelpa fór- um við oft saman í gönguferðir inn á nes, út í Kalmansvík eða í eggjatínslu á Akrafjalli en það var fastur liður á hverju vori. Einnig stundaði hann grásleppu- veiði úr Höfðavörinni um árabil með Aðalsteini bróður sínum. Pabbi var náttúrubarn og naut þess að vera úti í náttúrunni hvort sem hann var einn eða með hópi fólks. Faðir minn var einstaklega barngóður og fengu drengirnir mínir að njóta þess að vera með afa sínum enda á hann háan sess í hjarta þeirra, hann las mikið fyr- ir þá og fræddi þá um gamla tíma, þeir fóru mikið saman í göngu- og hjólreiðaferðir um Akranes. Oft fengu þeir vísu frá afa sínum, bæði á afmælum og við ýmis tækifæri. Hann átti létt með að setja saman vísu, vinnufélagar og vinir fengu einnig vísur. Fagrar óskir færðu nú, frá ömmu og afa á Skaga, gæfuveginn gangir þú, gegnum lífsins daga. Það eru ljúfar minningar, pabbi minn, sem renna gegnum hugann þegar ég minnist þín, ég sakna þín sárt. Takk fyrir allt það góða sem þú gafst mér í vega- nesti og allar þær innihaldsríku stundir sem ég og fjölskylda mín höfum fengið að njóta með þér og mömmu í gegnum árin. Þú hafið alltaf tíma fyrir okkur og öll þín góða velvild í okkar garð verður seint þökkuð. Haf þú bestu þakk- ir fyrir samfylgdina, elsku pabbi, og megi góður Guð leiða þig í ljós- ið þar sem ég veit að þú átt góða heimkomu meðal ástvina. Ég vill þakka starfsfólki á Dvalarheimilinu Höfða fyrir ein- staka umönnun, hlýju og velvild í okkar garð. Þín ástkæra dóttir, Guðrún Þórðardóttir. Fregnir af andláti Þórðar Árnasonar vöktu með mér sökn- uð, því er mér ljúft og skylt að minnast hans með nokkrum lín- um. Hann var í eðli sínu hógvær maður og langar lofræður um eigið ágæti væru ekki í hans anda. Þórður var kvæntur minni kæru yndislegu móðursystur Sigríði og þegar ég var barn og unglingur var ég tíður gestur á fallegu heimili þeirra hjóna í fylgd móður minnar, þær voru samrýndar systurnar. Alltaf var tekið á móti okkur af mikilli hjartahlýju og rausn, dekkuð borð með fallegum borðbúnaði og heimabakað meðlæti. Þau bæði sýndu mér mikinn áhuga, fylgd- ust vel með mér og mínum áhugamálum. Sem dæmi að þeg- ar ég var að læra ensku í gagn- fræðaskólanum var Þórður að læra ensku sjálfur, hann leið- beindi mér og lánaði mér nýjar bækur á ensku, sem að hans sögn væri gott fyrir mig að lesa til að auka orðaforðann. Þótt hann væri ekki langskóla- genginn maður var Þórður í mín- um huga menntamaður í þess orðs bestu og víðtækustu merk- ingu. Hann las alla tíð mikið og átti gott safn vandaðra og góðra bóka. Var mjög minnugur og fjöl- fróður. Ég var sem barn alveg ákveðin í því að þegar ég yrði full- orðin ætlaði ég að eignast eins góðan mann og frænka mín, eiga fullt af bókum, lesa mikið og eiga fallegt heimili, á svo margan hátt voru þau mínar fyrirmyndir. Í mörg ár vorum við Þórður samstarfsmenn á Sjúkrahúsi Akraness, þar kynntist ég öðrum kostum hans eins og samvisku- semi og því hve bóngóður og greiðvikinn hann var. Þórður hafði alla tíð mikinn áhuga á ætt- fræði og á ég nokkrar ættartölur sem hann gerði og skrifaði með sinni skýru rithönd. Hann var líka vel hagmæltur og hef ég séð margar góðar vísur eftir hann, eins hafði hann yndi af krossgát- um og myndagátum og var góður í að ráða þær. Þau hjón höfðu gaman af því að ferðast og fóru í margar skemmtilegar ferðir með ferðahóp sem þau voru félagar í. Þau hjón áttu eina dóttur, Guðrúnu, sem fékk í vöggugjöf góða eðliskosti þeirra beggja. Þau voru vakin og sofin yfir vel- ferð hennar og fjölskyldu hennar og synir Guðrúnar og Ingileifs, Jón Örn og Þórður Ingi, voru ömmu sinni og afa miklir gleði- gjafar. Hann var svo lánsamur að halda sínu andlega atgervi nán- ast óskertu til dauðadags þótt lík- aminn hafi verið orðinn hrumur, og þau Sigríður verið komin á Dvalarheimilið Höfða. Að leiðarlokum kveð ég, þig kæri Þórður, þakka þér af öllu hjarta alla þína umhyggju og hlýju. Megi hvíldin eilífa verða þér verðskulduð og vær. Guðjóna Kristjánsdóttir. Þórður Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.