Morgunblaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Tónlistarviðburður í Útskálakirkju Hin fransk-ameríska Naomi Greene, Yasuyo Iso frá Japan og Grænlending-
urinn Georg Olsen notuðu nýstárlegar aðferðir við tónlistarflutning í kirkju Garðmanna.
og einum listamanni frjálst að vinna
með það þema. Í Garði er af víðáttu
nóg og það er einmitt samfélags-
gerðin sem gerir staðsetninguna
fyrir listaverkefnið í Garði svo
ákjósanlega. Það vissi Mireya strax í
upphafi og undir það tekur Akureyr-
ar-listamaðurinn Hlynur Hallsson
sem blaðamaður beindi tali sínu að í
samkomuhúsinu, þar sem sam-
verustundir listamannanna og kynn-
ingar eru haldnar. „Hér er ekkert
sem glepur, en samt allt til alls. Mér
finnst skipta máli að hafa þetta
verkefni á svona litlum stað eins og
Garði.“ Hlynur er að taka þátt í
listaverkefninu í fyrsta sinn, þó að
honum hafi verið boðið áður. Sá tími
hafði hins vegar ekki hentað lista-
manninum en nú tók hann þátttök-
unni fegins hendi. „Það er mjög
áhugavert að hitta svona marga
listamenn frá svo mörgum þjóð-
löndum á sama stað. Þetta er mjög
fjölþjóðleg menningarverkefni og
áhugavert fyrir þær sakir.“ Fjöl-
menningin mun ekki síður skila sér í
verkum Hlyns, því nú bætir hann við
tveimur tungumálum í texta sína,
frönsku og japönsku. Ég hef verið
að vinna með texta á undanförnum
árum, spreyja á hina ýmsu staði og
slíkt mun ég einnig gera hér, bæði í
vitanum og á fiskvinnsluhús í eigu
Nesfisks. Auk íslensku, þýsku og
ensku, verður nú franska og jap-
anska í fyrsta sinn í verkum mínum.
Ég mun vinna með ferska vinda,“
sagði Hlynur, aðspurður hvernig
hann myndi vinna úr þátttöku sinni í
verkefni þar sem víðátta væri þem-
að.
Einn af fáum sem vinna með
deyjandi listgrein
Margir listamannanna munu á
líkan hátt og Hlynur skilja eftir sig
listaverk í samfélaginu og það hefur
alltaf verið raunin í listaveislunni
Ferskum vindum. Áfram er unnið í
Skúlptúrgarðinn við íþrótta- og
sundmiðstöðina og þótt margir lista-
mannanna séu nú að vinna úr
reynslu sinni af þátttöku í verkefn-
inu, hefur eitt risamálverk litið
dagsins ljós og Garðmenn velta
vöngum yfir hvar þeir eigi að stað-
setja það, að sögn Mireyu. „Þetta er
átta metra langt og tveggja metra
hátt listaverk eftir japanska lista-
manninn Oz. Hann er einn af fimm
svo kölluðum „EMA culture“ meist-
urum í Japan. Það er deyjandi list-
grein sem tengist Sinto trú, er notað
við bænir og þakkir í hofum og við
grafreiti. Það eru sem sagt bara
fimm eftir í landinu sem hafa mast-
erað þetta listform, þó að stóra verk-
ið hans sé ekki unnið með þessari
tækni.“ Og líkt og listaverkefnið
Ferskir vindar vekur athygli Garð-
manna og nærsveitunga á hinum
ýmsu listamönnum vekur það áhuga
fjölmiðlafólks í Evrópu og þar er
samfélagið sjálft engin undantekn-
ing. „Ég lofaði Ásmundi Friðriks-
syni, sem var bæjarstjóri þegar
fyrsta verkefnið hófst og hefur alltaf
verið mjög áhugasamur um það, að
koma Garði á kortið með Ferskum
vindum. Við höfum til að mynda ver-
ið valin af menningarsjónvarpsstöð-
inni „Arte, cultural actions“, sem
eitt það áhugaverðasta sem er að
gerast í Evrópu um þessar mundir.
Arte veitir verkefninu sértaka at-
hygli á öllum sínum miðlum og mun
verða hér á opnunarhátíðinni 18.
janúar nk. Það er líka að koma fólk
frá útvarpsstöð í Suður-Frakklandi
að gera hátíðinni og samfélaginu hér
sérstök skil.“
Veturinn mótar Íslendinga
Hinn grænlenski Georg Olsson
kom fram á menningardagskrá í Út-
skálakirkju 5. janúar sl. sem var
fyrsta opinbera dagskrá Ferskra
vinda, utan reglubundinna kynninga
á listamönnunum í samkomuhúsinu.
Hann er rithöfundur, málari og tón-
listarmaður og tók þátt í tónlistar-
atriði í kirkjunni. Hann sagði þessa
dvöl sína á Íslandi vera mjög hvetj-
andi fyrir sig sem listamann og tók í
sama streng og Hlynur, að mjög
áhugavert væri að hitta svona
marga listamenn frá mörgum þjóð-
löndum á þessum stað. Og þó að
vetrarmyrkrið sé honum ekki fram-
andi er það ásamt kuldanum það
sem gerir veturinn ákjósanlegri en
sumarið fyrir listaverkefnið, sem
tvisvar hefur verið haldið á þessum
ártíma og einu sinni að sumri. „Það
er veturinn sem mótar okkur Íslend-
inga, ekki sumarið,“ sagði Mireya að
lokum.
Tengill:www.fresh-winds.com
Eitt risamálverk hefur
litið dagsins ljós og
Garðmenn velta vöng-
um yfir hvar eigi að
staðsetja það.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
Sérfræðingar í líkamstjónarétti
Átt þú rétt á
slysabótum?
Leiklistarskólinn Opnar dyr býður
upp á sérstök leiklistarnámskeið ætl-
uð fullorðnum. Námskeiðin eru byggð
upp með það í huga að fólk geti
skemmt sér vel um leið og það losar
um hömlur og fær útrás fyrir sköp-
unargleðina í spuna og leik.
Skólinn segir í viðburðarlýsingu á
Facebook að „fullorðið fólk hafi mikla
þörf fyrir að þroska leikræna hæfi-
leika sína og þannig fær fólk tækifæri
til að þroska sjálfsvitund sína, fé-
lagsþroska og sjálfsöryggi á skap-
andi hátt“.
Námskeiðin sem boðið er upp á
hefjast í lok mánaðarins og standa
yfir í 8 vikur, alltaf á miðvikudags-
kvöldum. Hvað hömlurnar snertir er
miðað að því að leiklistin sé notuð
sem skapandi í afl í þessum tilgangi
og einnig til að hjálpa fólki að opna
fyrir sköpunarflæði og ímyndunarafl
með líflegum og skemmtilegum æf-
ingum.
Allar nánari upplýsingar er að
finna á vefnum www.leiklist.org.
Leikur Námskeiðin eru fyrir fullorðna.
Engar hömlur
Leiklist fyrir fullorðna