Morgunblaðið - 13.01.2014, Page 20
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Atlantshafshryggurinn, semliggur m.a. gegnum Ísland,er fullur af verðmætummálmum að sögn Norð-
manna sem hafa verið að rannsaka
hverastrýtur á hafsbotni, svokallaða
Black smokers, sem skila af sér
málmum. Jarðhitakerfið á Reykjanesi
er eina rekjarðhitakerfið á Atlants-
hafshryggnum sem er ofansjávar og
hefur dr. Vigdís Harðardóttir jarð-
efnafræðingur rannsakað málm-
myndun í borholulögnum hjá Hita-
veitu Suðurnesja. Hún segir heilmikil
verðmæti myndast í útfellingum í
lögnunum. „Í vökvanum á Reykjanesi
mælist tíu sinnum meira gull heldur
en hingað til hefur mælst á Atlants-
hafshryggnum. Það finnst mjög mikið
magn gulls hér, það mesta sem hefur
fundist á hryggnum er í þessum
leiðslum á Íslandi,“ segir Vigdís.
Hvernig myndast þessar málm-
útfellingar í lögnunum?
„Þegar jarðhitavökvinn, sem er
sjór að uppruna, kemur upp borhol-
una byrjar hann að sjóða vegna
þrýstingslækkunar og útfellingarnar
falla út innan í holunni og festast inn-
an á borholuveggnum. Svo heldur
þetta áfram á leiðinni upp, þá fella
þeir þrýstinginn aftur og svokölluð
önnur suða á sér stað og þá fellur út
gífurlegt magn af þessum útfellingum
sem eru í rauninni þéttur grjót-
massi,“ útskýrir Vigdís.
5 kg af silfri og 1 kg af gulli
Hvað er í þessum útfellingum?
„Þetta er nær eingöngu málmur,
aðallega sínk, svo er kopar, járn og
blý og smá ókristallaður kísill og fullt
af gulli og silfri. Ég skoðaði útfelling-
arnar sem mynduðust yfir eitt ár, frá
2006 til 2007, í lögnum hjá þeim og yf-
ir þann tíma mynduðust 900 kg af
hreinu sínki, um 300 kg af hreinum
kopar, 200 kg af járni, 22 kg af blýi, 5
kg af silfri og tæpt 1 kg af gulli. Þetta
voru reyndar háþrýstingsholur svo
þrýstingurinn á holutoppunum var
gífurlega mikill og málmarnir féllu út
þegar þrýstingurinn var felldur. Síð-
an hefur kerfið hjá þeim aðeins
breyst, þrýstingurinn er ekki eins
mikill núna á holutoppunum og það
hefur minna fallið út þó að það falli
enn mikið út í lögnunum,“ segir Vig-
dís sem hefur m.a. látið búa til skart-
gripi fyrir sig úr útfellingunum sem
til hafa fallið úr rörunum.
Útfellingarnar minnka þvermál
lagnanna og því þarf að skipta reglu-
lega um búta hér og þar. Rörbút-
unum hefur hingað til verið hent en
Vigdís stakk upp á að útfellingunum
yrði safnað saman og málmarnir unn-
ir seinna meir. „Magnið sem féll út
2007 hefði verið um níu milljónir ísl.
króna að verðmæti ef það hefði verið
selt. Það hefði reyndar þurft að koma
því í bræðslu svo það kæmi kostnaður
á móti. Ef við værum með fullt af bor-
holum til þess að ná jarðhitavökv-
anum upp gætum við alveg nýtt þetta
en eins og er í dag er kannski ekki
nægilega margar borholur til þess.“
Námur framtíðarinnar
Vigdís segir hverina á sjávarbotni
vera námur framtíðarinnar. Búið sé
að rannsaka svörtu hverina í nokkur
ár en það taki tugi ára að koma slík-
um námum af stað. „Það er fullt af
fyrirtækjum í dag sem eru að byrja
að rannsaka þetta, t.d. Norðmenn og
Nýsjálendingar en það hefur mælst
mikill gullstyrkur í jarðhitalögnum á
Nýja-Sjálandi.“
Gæti slíkar námur verið að finna
víðar á Íslandi en á Reykjanesinu?
„Reykjanesið er eini staðurinn í
heiminum sem er með svona svarta
hveri uppi á landi. Við vitum að þetta
er ekki á Hengilsvæðinu eða í Kröflu
en það má finna málma í jarðhita-
kerfum á fáeinum svæðum, eins og í
Esjunni, Þormóðsdal og Lóni fyrir
austan.“
Námur framtíðarinnar
á Reykjanesinu?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jarðefnafræðingur Vigdís Harðardóttir segir mikið gull á Reykjanesinu.
20
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tvennt eraugljóst.Annað er
að Ísland getur
ekki haldið áfram
aðlögunarviðræð-
unum að Evrópu-
sambandinu með
ríkisstjórn og stjórnarmeiri-
hluta á þingi sem eru andvíg
aðild Íslands að sambandinu.
Hitt sem er augljóst er að í
síðustu þingkosningum kusu
landsmenn til valda þá flokka
sem voru eindregið á móti að-
ild að Evrópusambandinu og
sá flokkur sem hafði það mál
sem sitt aðalmál galt afhroð.
Þegar af þessum ástæðum
eru umræður um að ríkis-
stjórnin eigi að láta viðræð-
urnar við Evrópusambandið
halda áfram, eða halda sér-
staka atkvæðagreiðslu um
hvort þeim skuli haldið
áfram, öldungis fjarstæðu-
kenndar. Þetta sjá allir sem
velta því fyrir sér, en ákefð
aðildarsinna er slík að þeir
halda áfram að hamra þetta
járn hvað sem tautar og raul-
ar og vinna með því að áfram-
haldandi sundrungu og
óstöðugleika. Þeir geta ekki
sætt sig við úrslit kosning-
anna og þeir geta ekki sætt
sig við að vera í litlum minni-
hluta og beita þess vegna öll-
um brögðum til að halda lífi í
dauðum viðræðum.
Umfjöllun Ríkisútvarpsins
í gær var liður í þessari bar-
áttu minnihlutans að halda
lífi í viðræðunum, en þar var
rætt við forsætisráðherra og
leiðtoga stjórnarandstöð-
unnar um mögulega þjóðar-
atkvæðagreiðslu um fram-
hald viðræðnanna.
Áróðurinn um framhald
viðræðnanna gengur allur út
á að Ísland og ESB hafi átt í
„samningaviðræðum“ og þar
með að um eitthvað hafi verið
að semja, þegar staðreyndin
er sú að viðræðurnar eru að-
lögunarviðræður þar sem
ekki er um neitt að semja.
Þær snúast um það eitt
hvernig Ísland ætlar að laga
regluverk sitt að regluverk-
inu í Brussel. Ekki hvort Ís-
land ætlar að laga sig að því
regluverki og þaðan af síður
hvort Brussel ætlar að laga
regluverk sitt að því ís-
lenska.
Ábending forsætisráð-
herra um að hér kalli aðild-
arsinnar sig viðræðusinna
hittir ágætlega í mark og
ætti að vekja menn til um-
hugsunar um þann blekking-
arleik sem stund-
aður hefur verið í
tengslum við
aðildar-
umsóknina. Ákaf-
ir aðildarsinnar
hér á landi vita að
aðild á ekki upp á
pallborðið hjá Íslendingum
og þess vegna grípa þeir til
þess lævíslega bragðs að
leggja áherslu á baráttuna
fyrir viðræðum um aðild eins
og þar sé eitthvað annað á
ferðinni en barátta fyrir að-
ild.
Þessi blekkingarleikur
hélt áfram í viðtölum Rík-
isútvarpsins við forystumenn
stjórnarandstöðunnar í gær
þar sem þeir kvörtuðu undan
því að ríkisstjórnin léti ekki
kjósa um framhald viðræðn-
anna, eins og það er kallað.
Þetta er sama fólkið og
þvingaði fram aðildarumsókn
og þær aðlögunarviðræður
sem fylgdu í kjölfarið án þess
að ljá máls á að þjóðin yrði
spurð álits. Þeim fannst
meira að segja sjálfsagt að
snúið væri upp á hendur
þingmanna sem voru and-
snúnir aðild til að knýja í
gegn að aðlögunarferlið færi
af stað.
Þetta er líka sama fólkið og
reyndi að koma í veg fyrir að
almenningur fengi að kjósa
um Icesave-samningana,
þannig að hvatningar þess til
að haldin sé þjóðaratkvæða-
greiðsla nú hljómar í meira
lagi ósannfærandi.
Ekki hljómar síður ósann-
færandi þegar þessir sömu
forystumenn saka núverandi
ríkisstjórn um óljósa stefnu
hvað varðar aðildarumsókn-
ina. Þeir eru sjálfir nýkomnir
úr ríkisstjórn sem sótti um
aðild en sagðist ekki styðja
aðild og hafði ekki fullnægj-
andi stuðning innan eigin
raða fyrir aðild.
Gagnrýni af þessu tagi og
sífelldar umræður munu hins
vegar elta þá ríkisstjórn sem
nú situr á meðan hún tekur
ekki af skarið og slítur við-
ræðunum. Þangað til munu
aðildarsinnar segjast við-
ræðusinnar og gera allt sem
þeir geta til að halda um-
ræðunni gangandi, viðræð-
unum lifandi og þvælast fyrir
öðru starfi ríkisstjórn-
arinnar.
Þennan vanda er auðvelt
fyrir ríkisstjórnina að leysa
og þar með er óþarfi fyrir
hana að láta hann þvælast
fyrir sér.
Forsætisráðherra
benti réttilega á
sérkennilegan
málflutning ákafra
aðildarsinna}
Aðildarsinnar í gervi
viðræðusinna
E
in af fréttum liðinnar viku fjallaði
um þjónustukönnun Capacent
Gallup, þar sem í ljós kom að
Reykjavík veitir íbúum sínum
laka þjónustu miðað við önnur
sveitarfélög, sérstaklega Garðabæ og Seltjarn-
arnes. Viðbrögð meirihlutans voru athyglisverð
í meira lagi, en segja má að forystumenn hans
hafi nánast verið undrandi á niðurstöðunum,
því að Reykjavík hefði gert sína eigin könnun
þar sem borgin liti miklu betur út. Nema hvað.
En hvað ætti að hafa komið svona á óvart?
Umhirða borgarinnar og grassláttur eru í lág-
marki á sumrin, snjóruðningur og söltun (eða
söndun öllu heldur) í lágmarki á veturna. Ef lit-
ið er út fyrir 101 Reykjavík sjást hvarvetna
óánægðir foreldrar með ráðstafanir í grunn- og
leikskólamálum. Í skipulagsmálum virðist
reglan vera sú að byggja fyrst og spyrja svo, og kalla það
svo samráð við íbúa þegar ein hæð er sneidd af margra
hæða húsi, sem reist er í þröngu og lágreistu íbúðarhverfi,
án nokkurra bílastæða. Að ógleymdum flugvellinum, sem
á að fara, þó að stór meirihluti borgarbúa og landsmanna
allra sé mótfallinn því. Stórfelldum fjármunum er sól-
undað í að þrengja götur þar sem aldrei hefur verið vanda-
mál með umferð, og að flytja myndastyttur af gam-
algrónum stalli sínum úr „úthverfunum“ og inn í
miðborgina. Hvað er það nákvæmlega við þjónustu
Reykjavíkurborgar sem við eigum að vera ánægð með? Að
minnsta kosti sé fólkið sem ber ábyrgð á þessu fyndið?
En gamanið kárnar heldur hratt þegar litið
er á peningahliðina. Skuldir borgarinnar hafa
aukist á þessu kjörtímabili um 17 milljarða
króna, og verða um 67 milljarðar á þessu ári.
Það eru nálega tíu krónur á hvern einasta jarð-
arbúa. Aðhald í fjármálum borgarinnar er
næstum því ekkert, en útgjöldunum hefur ver-
ið mætt með því að hækka útsvarið í botn.
Enda er það ríkjandi stefna á Íslandi í dag að
engin útgjöld séu svo drjúg að ekki megi reyna
að mæta þeim með þeirri óþrjótandi auðlind
sem nefnist skattfé almennings. Grínið verður
því á endanum á kostnað borgarbúa, sem
munu þurfa að borga reikninginn með einum
eða öðrum hætti. Borgað er meira fyrir minni
þjónustu, eins og þá ánægju að láta fólk fara í
gegnum rusl í leit að pappír.
Þær eru margar falleinkunnirnar sem
hægt er að útdeila þeim sem eiga að fara með málefni okk-
ar Reykvíkinga. Hofsvallagatan, skipulagsmálin, skóla-
málin, umhirðan. En kannski ætti stærsta falleinkunnin að
lenda á fulltrúum minnihlutans. Hvar voru þeir á meðan
allt þetta var að gerast? Jú, oftar en ekki voru þeir, með
nokkrum undantekningum, með sérstaka bókun um að
þeir væru kannski ekki alveg fyllilega sammála, en þeim
þætti heildarafstaða meirihlutans svo góð að þeir myndu
ekki setja sig á móti henni. Vissulega eru átök í sveit-
arstjórnarmálum ekki jafnmikil og á Alþingi, en hvenær
hætti það að vera hlutverk andstöðunnar að veita and-
stöðu? sgs@mbl.is
Stefán Gunnar
Sveinsson
Pistill
Falleinkunnin
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Vigdís vinnur hjá Íslenskum
orkurannsóknum, ÍSOR. Hún
vann doktorsritgerð um jarð-
hitakerfið á Reykjanesi frá há-
skólanum í Ottawa í Kanada
2011. Hún tók m.a. sýni úr þrem-
ur borholum af jarðhitavökv-
anum á Reykjanesi árið 2007 og
hefur fylgst með útfellingar-
myndunum úr þeim síðan. „Ég
fylgist með þessu og á að skila
skýrslu fljótlega um ástandið.
HS Orka er að leitast við að leysa
þetta útfellingarvandamál, þeir
vilja ekki hafa útfellingarnar
enda draga þær úr rennsli vökv-
ans sem þeir þurfa á að halda til
að framleiða rafmagnið.“
Fylgist með
ástandinu
DOKTORSVERKEFNI
Málmar Lögn úr holu RN-11 full af
útfellingum. Opið er um 15 cm.